Nýja dagblaðið - 17.06.1938, Side 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
Eftirlit með útlendingum
Eftir RAGNAR JÓNSSON
fulltrúa lögreglustjóra
t>>MOM^MITTOMOMÐ^a^B — B«WI I
\ÝJA DAÍfllLAÐIÐ
Útgefandl: Blaðaútgáfan h.f.
Rltstjórf:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
Ritstj órnarskrlfstofumar:
Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskriístofa:
Llndargötu 1D. Simi 2323.
Eftir kl. 5: Sími 3948.
Áskriítarverð kr. 2,00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eintakið.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Simar 3948 og 3720.
< i«.0 — 0»o — IT0~n — <m —o —OT<n»>
Samþykktír S. U. F.
í áíengísmálunum
Eitt af þeim . málum, sem
stofnþing S. U. F. tók til athug-
unar, var bindindismálið. Voru
gerðar um það tvær merkar á-
lyktanir, báðar samþykktar
með öllum greiddum atkvæð-
um og án þess að nokkrum at-
hugasemdum væri hreyft.
Fyrri ályktunin var á þá leið,
að skora á unga Framsóknar-
menn að afstýra ölvun og á-
fengisnautn á skemmtunum
sínum og vera öðrum til fyrir-
myndar um bindindi og reglu-
semi.
Siðan hálfbannið var afnum-
ið og aðstaðan til áfengiskaupa
gerð auðveldari hefir skemmt-
anabragur víða í landinu breyzt
stórum til hins verra. Mjög oft
hefir það komið fyrir,að ölóðir
menn hafi gert friðsömu fólki
óvært á skemmtunum með
drykkjulátum sínum. Gegn
þessari ómenningu vilja ungir
Framsóknarmenn hefja bar-
áttu með því að gera vínið út-
lægt af skemmtunum sínum og
láta þær þannig verða til fyr-
irmyndar. Þeir vilja að á
skemmtunum þeirra riki sönn
og einlæg gleði og állta að hún
verði ekki þvinguð fram með
aðstoð eiturlyfja. Þeir vilja að
áhrifin af skemmtunum þeirra
verði þau, að mönnum þyki
gott að minnast þeirra, en það
vill sjaldnast verða, þegar vín
er haft um hönd. Þeir vilja
hafa skemmtanir sinar full-
komlega í anda þeirrar menn-
ingar, sem flokkurinn berst fyr-
ir, og vilja leggja á sig starf og
baráttu til að geta fullnægt
þeirri sjálfsögðu kröfu.
Jafnframt eru ungir . Fram-
sóknarmenn hvattir til að sýna
bindindi og reglusemi, ekki að-
eins á skemmtunum sínum,
heldur í hvívetna. Þessi sam-
þykkt er ekki gerð vegna þess
að meíri ástæða sé til að hvetja
unga Framsóknarmenn til
slíks en aðra æskumenn. Án
nokkurs yfirlætis má fullyrða,
að engir hafa siður þörf fyrir
slíka hvatningu en ungir Fram-
sóknarmenn. En þeir verða líka
að hafa það hugfast, að þeir
hafa sett sér það mark að auka
menningu og þroska þjóðarinn-
ar, bæði í sambúðarháttum og
á öðrum sviðum, og þeir hafa
enga heimtingu á því að orðum
þeirra og boðum sé fylgt, ef
þeir fylgja þeim ekki sjálfir.
Þess vegna gera ungir Fram-
sóknarmenn þessar kröfur til
sjálfra sín áður en þeir beina
þeim til annara.
í síðari tillögunni er skorað
á Alþingi að láta fara fram
ijóðaratkvæðagreiðslu um inn-
flutningsbann og sölubann á
áfengi og jafnframt skorað á
alla Framsóknarmenn að vinna
að útrýmingu áfengisnautnar-
innar eftir megni.
Tjónið, sem áfengisneyzlan
veldur, er svo stórfellt og aug-
ljóst, að öllum hugsandi mönn-
um hlýtur að koma saman um
það, að nauðsynlegt sé að út-
rýma henni. Hitt getur valdið
nokkrum ágreiningi, hvaða leið
muni heppilegust að þvl marki.
Reynslan virðist sýna, að bind-
indisboðun ein saman sé ekki
einhlít í þessum efnum. Hálf-
bann (t. d. bann á sterkum vín-
um en ekki léttum) og héraða-
bönn virðast jafnvel verri en
ekkert bann, því í skjóli þeirra
eiga smygl og bruggun auðvelt
uppdráttar. Algert bann virðist
því líklegasta leiðin til árang-
urs.
Ýmsir munu telja atkvæða-
greiðslu óþarfa nú vegna at-
kvæðagreiðslunnar 1933. Því
verður einnig haldið fram, að
nýtt bann muni auka heima-
bruggun, ekki tjái að setja lög,
sem verði brotin o. s. frv. En
þessu er öllu auðvelt að svara.
Þjóðin fékk ekki að velja um
algert bann 1933, heldur um
einskonar hálfbann. Andbann-
ingar notuðu þá fiskmarkaðinn
á Spáni sem aðalvopn sitt, en
sú ástæða er nú fallin úr sög-
unni og gjaldeyrisörðugleik-
arnir styðja sókn bannmanna.
Heimabruggið dafnaði I skjóli
Spánar-undanþágunnar, en
væri algert bann, ætti að vera
auðvelt að halda því í skefjum.
Það er heimskuleg firra að þora
ekki að setja lög, þó einhverjir
kunni að brjóta þau. Til hvers
er t. d. verið að hafa landhelg-
islög, sem árlega eru brotin 1
stórum stil með fullrl vitund og
vilja hundraða fiskimanna?
Vegna þess, að þjóðin telur þau
samt til gagns, enda þó þau
kostl hana árlega hundruð þús.
kr. Vafalaust myndi þjóðin ekki
hafa minni fjárhagslegan
hagnað af því, auk alls annars,
að verja landið fyrir vininu en
að verja landhelgina fyrir veiði-
þjófunum. Slíkt gæzlustarf
myndi þó sennilega lítið þurfa
að auka þann kostnað, sem nú
er, við lög- og tollgæzluna.
En hvort, sem menn eru
bannmenn eða andbanningar,
ættu þeir ekkert að hafa við
slíka atkvæðagreiðslu að at-
huga, svo framarlega sem þeir
eru lýðræðismenn og viður-
kenna rétt þjóðarmeirlhlutans
til að ráða. Bindindlsmenn
mega heldur ekki láta ótta við
ósigur í atkvæðagreiðslunni
draga úr kröfum sínum fyrir
henni. Undir öllum kringum-
stæðum yrði hún gróði fyrir
bindindisstefnuna, þó hann
yrði ekki annar en sá, að auka
athygli og umræður um þetta
stóra vandamál.
Ungir Framsóknarmenn
vænta þess vegna góðrar sam-
vinnu við alla bindindismenn
í þessu máli, án tillits til póli-
tískra skoðana, og að Alþingi
verði við þeirrl ósk, sem þeir
hafa borlð fram. Þ. Þ.
IV.
Löggjöfin um eftirlit með út-
lendingum hér á landi er í
samræmi við löggjöf nágranna-
ríkjanna, Norðurlanda og Bret-
lands. Það er eðlilegt, að svo
sé og óhjákvæmilegt að fram-
kvæmd eftirlitsins sé með svip-
uðum hætti og hjá þeim þjóð-
um, sem við höfum nánust
skipti við. f skiptum okkar við
útlendinga þá, er hingað koma,
er ástæðulaust og skaðlegt að
sýna nokkra meinsemi eða yfir-
leitt að gjöra útlendum mönn-
um örðugra fyrir um komur
hingað eða dvöl hér á landi,
en íslenzkum mönnum er gjört
í löndum vinsamlegra þjóða.
En það er öllum kunnugt, að
íslenzkir menn fara til og
dvelja við nám og störf í flest-
um þeim ríkjum, sem hingað
koma menn úr.
Yfirleitt er umferð ríkja á
milli frjáls og lögð áhersla á að
gjöra mönnum ferðalög eins
greið og óþvinguð og unnt er.
Menn telja sér allmikinn hag
að komu erlendra ferðamanna
og dvöl erlendra manna í land-
inu er mikilsverður liður í að
halda uppi menningar- og við-
skiptasambandi við önnur
lönd. Nokkuð sérstöku máli
gegnir um þá menn, er hingað
koma, beint með það fyrir aug-
um, að setjast hér að.
Þess, sem fyrst og fremst
þarf að gæta, þegar útlending-
ur tekur hér land, er það, að
hann sé ríkisborgari i einhverju
riki og geti sannað það með
löglegu vegabréfi. Ef hann á
hvergi þegnrétt, getur ríkið átt
það á hættu, að sitja uppi með
hann, hver vandræði sem af
honum kynnu að hljótast. Flest
ríki munu þess vegna undan-
tekningarlltið neita slíkum
mönnum um landgöngu. Það er
gjört hér undantekningarlaust.
Hingað til lands munu hafa
borizt, áður en skoðun vega-
bréfa var tekin upp, 3—4 menn,
sem ekkert ríkisfang eiga. Er
ekki enn sýnt hvernig fara
muni um það fólk. Þá þykir og
sjálfsagt hér, sem annarsstað-
ar, að bægja frá landgöngu
fólki, sem sýnt er að verða
muni bjargþrota og fólki, sem
þekkt er að glæpsemi. Yfirleitt
verða að vera einhverjir sér-
stakir hankar á högum út-
lendinga til þess, að ástæða sé
til að meina þeim landgöngu,
en koma manna hingað annars
gerð sem greiðust og frjálsleg-
ust, eins og hvervetna er ann-
arsstaðar.
Um útlendinga þá, er hingað
koma til þess að taka dvöl
verður hið sama að gilda. Á
sama hátt og íslendingar leita
sér dvalar erlendis, verðum við
að taka við útlendingum, sem
hingað koma frá vinsamlegum
þjóðum og í friðsömum og lög-
legum tilgangi. Það er síður
en svo ástæða til að amast við
fólki, sem hér vill dveljast sér
til skemmtunar eða hressingar,
í viðskiptaerindum, við fræði-
störf eða nám, eða er fengið
hingað sem sérfræðingar eða
kunnáttumenn. En sérstakt eft-
irlit verður þetta fólk að þola, á
sama hátt og tíðkast í ná-
grannaríkjum. Og ráðherra
hefir alltaf í hendi sér, að vísa
því úr landi ef háttalag þess
gefur tilefní til.
Um útlendinga þá er hingað
leita í þeim tilgangi að setjast
hér að, gegnir sérstöku máli.
Sumir munu telja kynblöndun
þá, er af því leiðir, miður æski-
lega. Flestir munu vera þeirrar
skoðunar, að eins og nú horfir
við um atvinnulíf landsins, sé
full ástæða til að takmarka
slíkan innflutning fólks. Allir
munu vera sammála um það,
að gæta þess, að óvalið fólk
streymi ekki hingað eftirlits-
laust til að setjast að í land-
inu. Það er einnig í samræmi
við stefnu flestra þjóða, að
reisa rönd við slikum innflutn-
ingi.
Löggjöfin um atvinnurétt-
indi útlendinga, hlýtur mestu
að ráða um það, hvort þeim er
kleyft, að setjast hér að fyrir
fullt og allt. Þá löggjöf er rétt-
mætt og nauðsynlegt að skerpa
í ýmsu frá þvi sem nú er.
Eins og áður er sagt, tekur
hún ekki til fólks, er rekur
sjálfstæða atvinnu, og er full
ástæða til að taka hana til
endurskoðunar að því leyti.
Lögin banna að visu að ráða
útlent fólk i þjónustu sína hér
á landi, en frá þvi eru veiga-
miklar undantekningar, og á-
kvæði þeirra þar að auki ekki
ótvíræð. Það væri sjálfsagt
heppileg regla, að hafa slíkt
bann undantekningarlaust, en
láta atvinnumálaráðherra um
að veita nauðsynlegar undan-
þágur. Þá er og bxýn nauðsyn
til að fá lögtekin ákvæði, er
heimill sérstakt eftirlit með
skemmtunum, sýningum og
listaflutningi útlendra manna
hér, en um það eru ekki ákvæði
í lögum nú, þótt önnur riki hafi
strangt eftirlit með slíku.
V.
Meðal almennings er uppi
allmikil umræða um útlendinga
þá, er hér hafa tekið sér að-
setur eða dvöl. Mörgum mikl-
ast í augum fjöldi þeirra og
starfsemi. Að nokkru leyti mun
þetta byggt á eðlilegum mis-
skilningi. Kemur þar tvennt til.
í fyrsta lagi er hér allmargt
danskra rikisborgara, en þeir
njóta samkvæmt sambandslög-
unum jafnréttis við íslendinga
hér á landi. Útlendingalög-
gjöfin tekur þvi ekki til þeirra.
í öðru lagi er hér fjöldi manna
í áberandi stöðum, af erlend-
um ættum, og með erlend nöfn
og af almenningi kallaðir út-
lendingar, en hafa fyrr eða siðar
öðlazt Islenzkt rikisfang. En
á þvi hefÍT borið, að út-
lendingum hafi verið gjört
furðu auðvelt fyrir með að
öðlast íslenzkan ríkisborg-
ararétt, og það jafnvel orðið
efni i skopsögur. Jafnhliða
hinni nýju útlendingalöggjöf
voru þó sett ný ákvæði i ríkis-
borgaralögin, er ættu að fyrir-
byggja að nokkru, að slíkt tak-
ist framvegis.
Um áramótin síðustu voru
gjörðar skýrslur um þá útlend-
inga, sem þá dvöldu hér á landi.
Tölurnar eru þessar:
Reykjavik: karlar 117
konur 78
---------------------- 195
Utan Rvíkur: karlar 71
konur 35
------------------------ 106
Á öllu landinu samtals 301
útlendingar eldri en 16 ára.
Börn yngri en 16 ára: 82.
Þess verður að gæta, að í töl-
um þessum er talið fólk, sem
dvalið hefir um áratugi í
landinu, ef það ekki hefir öðlazt
ríkisborgararétt. Sumt af því
hefir komið til landsins fjrrir
aldamót. Einnig eru taldir með
nokkrir menn af íslenzkum ætt-
um, sem hafa mist íslenzks rik-
isfangs, svo sem nokkrir Vest-
ur-íslendingar.
Þessar þjóðir eru hér fjöl-
mennastar:
Þýzkir (og austurrískir)
ríkisborgarar 101
Norskir ríkisborgarar 83
Sænskir rikisborgarar 15
Brezklr ríkisborgarar 7
Það er eftirtektarvert að
Þjóðverjar eru hér fjölmenn-
astir. Margt þeirra hefir flutt
hingað á siðustu árum.
Eftir starfsemi skiptast út-
lendingar þannig:
Sjálfstæða atvinnu reka 42
í annara þjónustu eru 192
Nám stunda 15
Allmargt útlendinga þeirra,
sem eru í annara þjónustu, er
íengið hingað til lands, sem
sérfræðingar og kunnáttumenn
í iðnaði og nýjum atvinnugrein-
um. Þannig komu t. d. á síðast-
liðnu hausti 10—15 norskir
refahirðar hingað. Oft er það
gert að skilyrði fyrir atvinnu-
leyfi, að útlendingur kenni frá
sér sérgrein sina og er það
sjálfsagt. Sumt þessa fólks
leggur þó kapp á að ílendast
hér og nýtur oft til þess full-
tingis atvinnuveitenda sinna.
Er nauðsyn á því, að stjórnar-
völd og fagfélög taki ákveðna
afstöðu til slíks, strax og at-
vinnuleyfi er veitt I byrjun. Hér
með er einnig talið fólk, er
starfar hér á landi 1 þjónustu
erlendra stofnana, svo sem ka-
þólska trúboðsins og Hjálpræð-
ishersins. Allmargt stundar
landbúnaðarstörf og töluvert
af stúlkum dvelur hér í vistum.
VI.
í sambandi við þetta mál
hefír verið alveg sérstaklega
rætt um aðsteðjandi hættu, er
okkur stafaði af erlendum
flóttamönnum, svokölluðum.
Við los það, er kom á ýms
ríki upp úr heimsstríðinu og
(Framhald d 4. siöu.)