Nýja dagblaðið - 21.06.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 21.06.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ tTLÖND: »Gleymdur« konungur 23. þ. m. verður hertoginn af Windsor, áður Játvarður 8., 44 ára gamall. Það er gert ráð fyrir að í enskum blöðum verði hans þá mjög litið getið, en áð- ur fyrr hefir mátt segja að myndir af honum og greinar um hann hafi sett meginsvip á ensk blöð þennan dag. í þessum mánuði í fyrra var nafn hans mjög tíðnefnt í heimsblöðunum og myndir af honum mjög eftirsóknarverðar. Hann giftist frú Simpson þá í byrjun mánaðarins og sá at- burður vakti heimsathygli. Nú hefir nafn hans tæpast sézt undanfarið í enskum blöðum og fjölda manna i Englandi er ó- kunnugt um, hvar hann dvelur. Enski blaðamaðurinn H. L. Percy hefir nýlega skrifað grein um hertogann og Englendinga, þar sem hann kemst svo að orði: Hertoginn af Windsor verður bráðum „gleymdasti maður- inn“ í Englandi, ef svo mætti að orði kveða. Fyrir aðkomu- menn, sem er ókunnugt um hæfni Englendinga til að láta allt það falla í gleymskunnar dá, sem þeir vilja ekki muna, er það næstum óskilj anlegt, hversu mjög hertoginn virðist orðinn gleymdur í Englandi. Hans heyrist nær aldrei getið í samkvæmum og rétt einstaka sinnum sézt af honum mynd, með örfáum skýringarorðum í enskum blöðum. En það er þó enganvegin sér- stök tilviljun, að hinn fráfarni konungur skuli vera eins gleymdur og raun er á. Orsakir þess er fyrst og fremst að finna i þeirri ákvörðun rikisstjórnar- innar, að „má nafn hans af listanum“, ef svo mætti að orði komast. Álit konungdómsins og þar með enska heimsveldisins var í mikilli hættu, þegar hann afsalaði sér völdum, og rikis- stjórnin sá, að það myndi taka hana mikla baráttu að hefja konungdóminn til síns forna vegs aftur. Þess vegna var nauðsynlegt að reyna að gera hlnn nýja konung, GeoTg VI. og drottn- ingu hans, jafn vinsæl og Ge- org V. og Mary drotning höfðu verið. Með mikilli fyrirhöfn og með því að láta ekkert tækifæri ónotað, má segja, að þessu marki hafi verið náð. En þó var jafnan hætta á því, að hinar miklu vinsældir hins fráfarandi konungs yrði einskonar torfæra á milli hins nýja konungs og þjóðarinnar. Þess vegna var nauðsynlegt að reyna að láta hann gleymast og það sem fyrst. Tilraunir hertogans til þess að fá viðurkenningu fyrir því að kona hans yrði ávörpuð „henn- ar hátign“, hafa líka strandað enn sem komið er. Seinustu fregnir herma, að hertoginn haldi þessum tilraunum þó sleitulaust áfram enn og sjálf- ur kalli hann konu sína jafnan „hennar hátign“, þó hann hafi ekki hið formlega leyfi til þess. Ferðalag hertogahjónanna til Berlínar s. 1. haust, þegar þau heimsóttu ýmsa af þekktustu Hertoginn af Windsor. leiðtogum nazista, mæltist illa fyrir í Englandi og var ríkis- stjórninni mikill styrkur i bar- áttu hennar fyrir því, að láta fyrnast yfir nafn hans. Sömu- leiðis var hin ráðgerða ferð hertogahjónanna til Ameríku, sem þau hættu við á seinustu stundu, mjög til þess að rýra á- lit hertogans í Englandí. Það hefir valdið ensku stjórn- inní talsverðum áhyggjum, að hertogahjónin dvelja stöðugt í Frakklandi, og franska stjórn- in getur þess vegna komizt í vandasama aðstöðu, þegar ensku konungshjónin koma þangað í lok þessa mánaðar. Hertoganum mun þess vegna líka hafa verið gert aðvart um, að það þætti æskilegast að hann Símar 1964 og 4017. héldu sig ekki nálægt þeim stöðum, sem konungshjónin fara um, og niðurstaðan verður sennilega sú, að hertogahjónin verða í ferðalagi um Suður- Afríku, meðan ensku konungs- hjónin dvelja I Frakklandi. Beittasta vopn ensku stjórn- arinnar gegn hertoganum er vafalaus fjárhagurinn. Georg konungur veitir bróður sinum nú árlega um hálfa millj. kr. í eftirlaun. Opinberlega greiðir hann fé þetta úr eigin vasa, en í raun og veru hefir stjórnin það alveg í hendi sér, hvort þessum greiðslum verður haldið áfram eða hætt. Ef hertoginn fylgir ekki þeim ráðum, sem honum eru gefin, getur hann jafnan átt von á því, ða missa þessi eftirlaun. Eignir hertogans sjálfs eru metnar á 20 millj. kr., en meg- inhluti þeirra eru fasteignir. Hann lifir eyðslusömu lífi og á vafalaust ekki gott með, að venja sig af því. Þess vegna hugsar hann sig áreiðanlega vel um áður en hann hafnar eftir- laununum. Eins og auglýst var í ríkísútvarp- iuu laugardaginn 18. þ. m. er kola- verd hjá okkur eftirfarandi: Verð pr. 1000 kg. Kr. 50,00 — — 500 — — 25,00 — — 250 — — 12,50 — — 200 — — 11,00 — — 150 — — 8,25 — — 100 — — 5,50 — — 50 — — 2,75 Ofangreíni verð er miðað við kolin séu heimkeyrð og komid fyrir í geymslum. f Kolaverzlun Sígurðar Olaissonar. Fyrsta flokks síldartunnur og kjöttunnur Stærðir: 1/1, 1/2 og 1/4. tJr bezta efnl og við lœgsta verði. Tnnnnverksmiðjan O. STOHIIEIM, Bergen. Símnefní „Heimstor“. Reykfavík - Akureyri Næsta hraðferð til Akureyrar um Borg° arnes er á fimmtudag. Difreiðastöð Steindórs. Sími 1580. ZKápu.ta'u. IDragtarefni Karlmannafataefni n.-ý-lcoxniiD. Verksmiðjuútsalan GEFJUN - IÐUNN AÐALSTRÆTI. Seljum í heilum skrokkum frosið kjot af veturgömlu fé. íshúsið HERÐUBREIÐ Fríkirkjuveg 7. — Sími 2678. Útvegsbanki Íslands h.f. Aðalfundur Útvegsbanka íslands h.f. verður haldinn í Kaupþings- salnum, Pósthússtræti 2 í Reykjavík, miðvikudaginn 22. júní 1938, kl. 2 e. h. DAGSKRÁ : 1. Skýrsla fulltrúaráðsins um starfsemi Útvegsbank- ans síðastliðið starfsár. 2. Framlögð endurskoðuð reikningsuppgerð fyrir ár- ið 1937. 3. Tillaga um kvittun til framkvæmdarstjórnarinnar fyrir reikningsskil. 4. Kosning tveggja manna í fulltrúaráð bankans. 5. Kosning tveggja endurskoðunarmanna. 6. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins. 7. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í skrifstofu bankans frá 17. júní og verða að vera sóttir í síðasta lagi daginn fyrir fundinn. Aðgöngumiðar verða ekki afhentir nema hlutabréfin séu sýnd. Útibú bankans, ennfremur Privatbanken í Kjöbenhavn og Hambros Bank Ltd., London, hafa umboð til að athuga hlutabréf, sem óskað er atkvæðisréttar fyrir, og gefa skilríki um það til skrif- stofu bankans. Reykjavík, 16. maí 1938. F. h. fulltrúaráðsins Slefán Jóh. Stefánsson.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.