Nýja dagblaðið - 22.06.1938, Side 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
j WÝJA UAGBLABIB
i Útgefandi: Blaðaíitgáfan h.f,
I Rltstjórl:
ÞÓRARINN ÞÓRARIN SSON.
Ritst]ómarskrlístoíumar:
Llndarg. 1 D. Stmar 4373 og 2353.
Aígr. og auglýslngaskrlfstofa:
Lindargötu 1D. Sími 2323.
Eftir kl. 5: Sími 3948.
Áskriftarverð kr. 2.00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura elntakið.
Prentsmiðian Edda h.í.
Bímar 3948 og 3720.
Óheppileg
meðmælí
Á nýloknu landsmóti stúd-
enta var m. a. samþykkt „að
skora á Alþingi og ríkisstjórn
að setja nánari ákvæði um
veitingu kennaraembætta við
háskólann, þannig, að sjálfsá-
kvörðúnarrétti hans sé borgið“.
Þessi krafa er enganvegin ný.
Hún er gamalt metnaðarmál
kennaranna og er hliðstæð til-
raunum ýmsra annarra stétta,
sem miða í þá átt að draga
valdið frá heildinni yfir tll ein-
stakra stéttarfélaga og veikja
með því áhrif og getu rikisins
til þess að vera hinn leiðandi
máttur í þjóðfélaginu. Það ger-
ir hana ekki á neinn hátt at-
hyglisverðari, þó undir hana sé
tekið af nokkrum stúdentum.
En það er annar atburður,
sem gerst hefir um svipað leyti,
sem hlýtur að vekja meiri at-
Iwgh og umhugsun um þetta
mál. Á seinasta bæjarstjórnar-
fundi reyndi einn af prófessox-
um háskólans að svivirða and-
stæðing, sem reyndist honum of-
jarl í orðaviðskiptum, með því
að búa til ærumeiðandi skrök-
sögu, þar sem þessi andstæð-
ingur hans var látinn mæta á
bæjarstjórnarfundi „ófundar-
hæfur“ og fremja hálfgerð
fundarspjöll, en samherji hans,
sem er viðurkenndur einhver
ritslyngasti maður landsins, var
látinn verða sér til skammar
fyrir að geta ekki samið stutta
tillögu! Aðalmálgagn þess
flokks, sem prófessorinn fylgir,
birti síðan þessa sögu á áber-
andi hátt og reyndi að auka
sannleiksgildi hennar með því
að tilgreina prófessorinn sem
heimildarmann.
Það getur verið fyrirgefanlegt
fólki, sem stendur á svipuðu
menntunarstigi og vitnin í
Kollumálinu, þó nota megi það
til að koma af stað ærumeið-
andi skröksögum um pólitíska
andstæðinga. Slíkt horfir hins-
vegar allt öðruvísi við, þegar í
hlut á maður, sem gegnir þýð-
ingarmiklu trúnaðarstarfi við
stofnun, sem hefir það fyrir sitt
háleitasta sjónarmið „að leita
sannleikans". Afbrot sliks
manns bitnar ekki éingöngu á
honum, heldur lendlr það einn-
ig á stofnuninni, því sé ekki
hægt að bera traust til manns-
ins, er heldur ekki hægt að
bera traust til stofnunarinnar,
a. m. k. ekki hvað snertir þau
störf, sem hún hefir falið þess-
um manni.
Það vill svo til, að sá prófes-
sor, sem staðinn er að þessum
ósæmilega og óverjandi verkn-
aði, er einmitt valinn af sjálf-
um háskólakennurunum til að
gegna því staríi, sem hann nú
hefir við háskólann. Hann er
tekinn beint frá prófborðinu,
algerlega reynslulaus, án nokk-
urs samkeppnisprófs og án
þess að nokkrum eldri og reynd-
ari lögfræðingum væri gefinn
kostur á því að fá stöðuna. Vel
má vera, að hann hafí haft
sæmilega námshæfileika og þvi
geðjast vel kennurunum af
þeim ástæðum. En til þess að
vera samboðinn stofnun, sem
„leitar sannleikans" og hefir
þýðingarmikið hlutverk í þjóð-
félaginu, þarf vitanlega marga
fleiri hæfileika og mannkosti.
Það er sannarlega raunalegt
fyrir háskólann, að um sama
leyti og hann ltrekar kröfurnar
um „sjálfsákvörðunarrétt slnn“
skuli sá maður, sem hann hefir
valið á jafn alvörulitinn hátt,
opinbera skaplesti og var-
mennsku, sem er jafn fjarri
hinu háleita markmiði háskól-
ans og hugsast getur. Lélegri
meðmæli gátu ekki fylgt kröfu
hans en þessi framkoma hins
illa innrætta og andlega kögur-
sveins, sem hann hefir sjálfur
valið til „að leita sannleikans"!
Meðan svo er háttað, stendur
Háskólanum annað verkefni
nær en að heimta „sjálfsá-
kvörðunarrétt sinn“ og honum
værí það áreiðanlega heppileg-
ast að sem minnst væri um það
mál talað.
Gagnfræðaskóla
Reykvíkinga
var sagt upp 16. þ. m. kl. 2 e.
hád. í Baðstofu iðnaðarmanna.
í skólanum voru á þessu ári,
10. skólaári hans, 137 nemend-
ur. Fyrir ári hafði skólanum
þegar verið breytt þannig, að
hann gæti útskrifað gagnfræð-
inga úr II. og III. bekkjum. Var
gagnfræðapróf þvi að þessu
sinni háð úr báðum þessum
deildum skólans. Prófúrlausnir
og prófdómendur voru hinir
sömu og í Menntaskólanum í
Reykjavík.
Undir gagnfræðapróf hið
minna gengu 48 nemendur.
Hæstar einkunnir í því prófi
fengu:
Valtýr Bjarnason 8,67 og
Qarðar Pétur Jónsson 8,25,
en 4 stóðust ekki prófið. Valtýr
Bjarnason, sem er frá Meiri-
Tungu í Rangárvallasýslu, fékk
við prófið hæstu einkunn, sem
gefin var við próflð, bæði í
Menntaskólanum og Gagn-
fræðaskólanum.
Undir gagnfræðapróf hið
meira gengu einnig 48 nem-
endur. Hæstar einkunnir hlutu:
Quðmundur Sveinsson 8,75 og
Quðm. Vignir Jósepsson 8,49.
Hlutu báðlx verðlaun fyrlr á-
gætar framfarir. Allir þriðju
bekkingar stóðust prófið, einn
hlaut þó 3. einkunn.
Á komanda hausti getur skól-
inn aðeins tekið vlð 50 nýnem-
um. Þeir sitja fyrír, er þegar
hafa tekið inntökupróf við
Menntaskólann, en ekkl komlzt
þar að.
Annars er í ráði að breyta
skólanum þannig, að hann verði
4 ára gagnfræðaskóli.
Menningarþættir í k sildveiðanna
Söngíör Vísis um Akureyri
og Þingeyjarsýslu
Það er hvítasunnudagsmorg-
un, laust eftir rismál. Tveir stór-
ir vélbátar eru á leið út frá
Siglufirði, báðir fullir af fólki.
Úti í fjarðarmynninu skilja
leiðir. Amiar heldur vestur um
Dalatá og tekur stefnu inn á
Skagafjörð. Hinn snýr djúpleið-
ina fyrir Siglunes. Hann ætlar
inn á Dalvík eða allt til Akur-
eyrar.
í augum aðfcomumannsins eru
samtíma ferðalög tveggja þess-
ara hópa allmerkileg.
Hér eru tveir söngflokkar á
ferð, sem hafa auglýst söng-
skemmtanir í fjörum sýslum yf-
h- hátíðisdagana.
Hinn imgi Karlakór Siglu-
fjarðar ætlar til Sauðárkróks og
Blönduóss, en Karlakórinn Vísir,
sem er löngu landskunnur undir
forystu og stjórn Þormóðs Eyj-
ólfssonar konsúls, hefir ákveðið
söngför til Akureyrar og um
Suður-Þingeyjarsýslu. í fylgd
með honum er margt af ætt-
ingjum og vinum, er slegizt hafa
í hópinn og ferðalagið, áður en
sildveiðiannirnar hefjast fyrir
alvöru.
Mér hefir verið gefinn kost-
ur á að fylgjast með hópnum og
tek boðinu með þökkum. Það er
kalt í lofti. Fjöllin standa hvít
niður fyrir miðjar hlíðar, og úr-
svalur þokusuddi byrgir sýn til
hafs og stranda. Svona er hið
íslenzka vor.
Drangarnir í Hvanndalabjargi
risa enn ferlegri en ella bak við
hálfgagnsæja þokuslæðuna.
Ömurlegt, skerandi væl berst
innan úr hamraskútimum. Er
það sjófuglagarg, ymur þungrar
strandöldunnar við klettariðin,
eða er það „konan i Hvanndala-
björgum", sem ákallar hjálp
mannanna úr tröllahöndum?
En hér er a. m. k. enginn
Hálfdán i Felli til að sækja
hana í greipar bergþursanna.
Þormóður trúir ekki á hindur-
vitni, amiars myndi ég biðja
hann að freista þess að seiða
hana út úr hömnmum með
töfrasöng pilta sinna.
Framan á dálitlum hjalla,
undir þröngu daladragi, sem
skerst upp í fjallið, mótar fyrir
tóftarbrotum á grænleitum bala.
Þar eru Hvannad'alir. Há, næst-
um ókleif fjöll gnæfa yfir þess-
um leifum mannabústaða. Að
framan er úfið hafið, sú eina
leið, sem fær var til næstu bygða,
mestan hluta ársins. Naumast
myndi nú nokkrum íslendingi
þykja fýsilegt að búa á stað eins
og Hvanndölum.
Þó karni fólkið, sem þama
lifði, að hafa verið eins ham-
ingjusamt og venjulegur kaup-
staðarbúi nú á timum.
Fjöldhm af okkur heflr glatað
hæfileikunum til að finna ham-
ingju í áhrifum og í sambúð við
fjöll og dali, vatnaföll og ang-
andi gróður, snævikrýnda tinda,
eða hið niðþunga, slhvika haf.
En nú kallar einhver, að það
sjái inn til Hríseyjar. Hin geysi-
langa vatnstimga fjarðarins
liggur auganu opiin, kyrr og
blikandi.
Þokunni er að létta.
Um þrjúleytið söng Visir á Ak-
ureyri við mikla aðsókn og á-
gætar viðtökur.
Um kvöldið var ekið til Húsa-
vikur og sungið þar við húsfylli
og mikinn fögnuð áheyrenda.
Meginhópurinn fór því næst
fram að Laugum um kvöldið og
gisti í skólanum.
Vísir söng þar um hádegið, fór
síðan beina leið til Skútustaða
við Mývatn, en þar átti að verða
síðasta söngskemmtunin. Þar
held ég að saman hafi verið
komið meginið af Mývetningum.
Og viðtökurnar voru ágætar.
Kóriirn þurfti hvarvetna að
syngja mörg aukalög, og á
heimleiðinni sat hópur Bárðdæl-
inga fyrir söngmönnunum við
Fosshól hjá Skjálfandafljóti og
sleppti þeim ekki framhjá fyrr
en eftir að þeir höfðu sungið þar
úti, þrátt fyrir nepjukalda, sem
var um daginn.
Slðla á annarsdagskvöld var
svo komið til Akureyrar og þeg-
ar haldið með skipi um nóttina,
til Siglufjarðar, eftir ánægju-
lega ferð og forkunnar góðar vlð-
tökur.
í augum almennings hefir
Siglufjarðarbær haft á sér tvö,
fremur skýr einkenní, og fara
bæði saman.
Þessi sérkenni eru sildveiðarn-
ar á sumrin og hið dálltlð róm-
aða slarklíf, sem þeim þykir
fylgja. Og það er ekki trútt um,
að hinir eiginlegu bæjarbúar
gjaldi yfirleitt þessa orðróms,
þótt ómaklega sé að mestu.
En hvað sem þvi liður, þá
virðist sem minna hafi verið eft-
ir því tekið, að í þessum bæ
hinna miklu veiða og útflutnings
framleiðslu, hafa vaxið fram á-
berandi og merkir menningar-
þættir í lifi kaupstaðarins.
Þar stendun ein veglegasta
kirkja landsins, sem auk stærð-
ar sinnar og stilfegurðar, er í
fleiru merkileg. Þar — í kirkj-
unni — er Gagnfræðaskóli
Siglufjarðar. Á hlnu stóra, rúm-
góða lofti, hafa verið útbúnar
þrjár prýðilegar kennslustofur,
ásamt snotru kennaraherbergi.
Hafa á þennan hugkvæma og
hagkvæma hátt verið leyst
húsnæðismál skólans fyrst um
sinn, og mun einsdæmi hér-
lendis.
Nýja sundlaug er nú hafizt
handa um að reisa — fyrir heitt
vatn — í stað þeirrar gömlu og
köldu, innan við bælnn.
Friðrik Hjartar skólastjórl
Þormóður Eyjólfsson
stjórnandi kórsins.
vinnur nú að því, með áhuga-
sömum kennurum, að koma upp
skólagarði inn með hlíðinni,
sem bærinn stendur undir. —
Kvenfélagið hefir dagheimili
fyrir börn í undirbúningi inni í
dalnum, og svo mætti lengur
telja.
En það, sem út á við hefir
mest sett sitt mennlngarmót á
Siglufjörð, er starf Karlakórs-
ins Vísis.
Síðan 1929 mun Þormóður
Eyjólfsson hafa verið formaður
kórsins og söngstjóri. Undlr
stjórn hans vakti kórinn þjóð-
arathygli með söng sínum á
Þingvöllum 1930, og' var þó fá-
mennari þá en nú.
Þarf meiri áhuga, meira
þrek og þol og listhneigð en ó-
kunnugum dettur til hugar, til
þess að vinna upp og halda
saman í svo litlum bæ söng-
kröftum, sem ekki hafa aðrar-
tómstundir en nauman hvíldar-
tima verkamannsins, að lokn-
um önnum dagsins. Mun það á
fárra manna færí, annara en
Þormóðs Eyjólfssonar, að ná
svo langt með sköpun kórsins,
þroska hans og list, sem raun
gefur vitni um.
Karlakórinn er geysi þrótt-
mikill, hefir á að sklpa mönn-
um með íorkunnarfallegar
raddir, eins og t. d. Daníeli Þór-
hallssyni o. fl. Og hann hefir
unnið varanlegt menningar-
starf. Hin slðasta söngför hans
um Akureyri og Þingeyjarsýslu
ber vott um það álit og þær vin-
sældir, sem hann nýtur.
Söngflokkurinn og formaður
hans er vel að hvorutveggja
kominn.
Siglufírði 10. júní 1938.
Hallg-r. Jónasson.
PRENTMYNDASTQFAN
LEIFTUR
Hofnaritræti 17, (uppi),
býr iil 1. ílokks prentmyndir.
SímÍ 3334
KAUPENDUR
NÝJÍA DAGBLAÐSINS
eru vinsamlega beðnir að
tilkynna afgr. tafarlaust
öll vanskil af hálfu blaðs-
ins. —