Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 23.06.1938, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 23.06.1938, Qupperneq 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ John Morton, sem mat skyld- una meira en konungsríki Reykjavík - Akureyri Næsta hraðferð um Akranes til Aknr- cyrar er á mánndag. Bifreiðastöð Steindórs» Shni 1580. Kjötverzlanir Seljum hreínsadar kindagarnir. GARNASTÖBIN, Reykjnvík. Sími 4241. Smásöluverð á eftirtöldum tegundum af cígarett- um má eígí vera hærra en hér segir: John Morton var liðþjálfi I í enska hernum. Hann féll í hendur villimanna í Afg- hanistan og átti von hins versta dauðdaga. En ham- ingjuhjólið breytti um rás og Morton varð konungur villimannanna. Hann kom upp vel skipulögðum her og allt benti til, að ríki hans myndi verða voldugt. En.. John Morton lézt á sl. vetri, og vakti andlát hans ekki telj - andi athygli. Á sínum tíma var þó John Morton mikið umtal- aöur maður, og skal hér skýrt fxá tilefni þess. Morton tók þátt í heimsstyrj- öldinni. Hann kom jafngóður úr eldinum við Ypern og vakti á sér athygli fyrir djarfa fram- göngu. Að stríðinu loknu gekk hann inn í enska nýlenduher- deild, sem hafði bækistöðvar sínar á landamærum Indlands og Afghanistan. Þar var ærið verkefni, því að innfæddir þjóðflokkar áttu í sífelldum ó- eirðum við ensku landamæra- verðina. Árið 1921 gerðu þeir eina af uppreisnum sínum. Englendingar sendu flokk her- manna gegn uppreisnarmönn- um. í þeim flokki var John Morton. Endalok herferðarinn- ar urðu hin dapurlegustu. í dal- verpi einu voru ensku her- mennirnir umkringdir af villi- mönnum og brytjaðir niður. — Einn þeirra fáu, sem teknir voru höndum lifandi, var John Morton. Honum mun ekki hafa dulizt, að af villimönnunum var einskis annars að vænta, en hins versta dauða. Hann bað því um, að hann væri færður fyrir konung þeirra. Það fer ekki mörgum sögum um viðræður Morton og kon- ungsins. En það er kunnugt, að Morton bauð Konungi að æfa og skipuleggja her hans sam- kvæmt nýjustu hernaðartækni. Og í krafti sinna fortöluhæfi- leika heppnaðist Morton að fá konunginn til að fallast á þetta. Morton hófst þegar handa um skipulagningu hersins, -og tókst innan skamms tíma að skapa i vel æfðan og traustan her, enda voru villimennirnir hugdj arfir í bezta lagi. — Að nokkrum mánuðum liðnum gafst Mor- ton tækifæri til þess að sýna, til hvers herinn dygði, því að þá átti konungurinn í ófriði við ' nágranna sína. Morton og her hans bar hærri hlut, þó að við ofurefli liðs væri að etja. Laun- aði konungurinn Morton sigur- inn með því að gera hann að hershöfðingja. — Á næstu ár- um hélt Morton áfram að æfa og treysta herinn, hann friðaði algerlega land konungsins og tók að leggja á skatta, sem hann síðan notaði til fram- dráttar hernum. Að lokum hafði hann 10.000 vel æfðra manna undir vopnum. Árið 1927 dó konungurinn. Morton notaði sér tafarlaust sína sterku aðstöðu og lét kalla sig til konungs. Að vísu var all- mikil óánægja með þá ráða- breytni, en Morton kvað hana niður með því að láta taka um hundrað andstæðinga sína af lífi. Síðan var allt kyrrt. Nú vöktu stórar hugmyndir fyrir Morton. Hann ákvað að treysta riki sitt enn betur og efla herinn. Næsta skref átti síðan að verða það, að hrifsa Indland frá löndum hans. Og einn góðan veðurdag urðu á- rekstrar milli enskra landa- mæravarða og hermanna Mor- tons. Englendingar brugðu þegar við og sendu liðsstyrk áleiðis til landamæranna. En þá hik- aði sá framkvæmdasami Mor- ton i fyrsta sinn. Honum mun hafa fundizt leikurinn hættu- legur um of. í stað þess að hefja ófriðinn þegar í stað, áður en liðsaukinn næði landamærun- um, stöðvaði hann allar hern- aðaraðgerðir.Og einn góðan veð- urdag fór hann einn saman og óvopnaður til bækistöðva ensku landamæravarðanna, og óskaði eftir að ná fundi yfirmanns- ins, sem var majór á efra aldri. Gamli maðurinn tók Morton fálega, næstum því illa. Mor- ton hóf þegar máls á erindinu. Hann skýrði majórnum frá því, að hann hefði 12.000 vel vopn- aðra hermanna á að skipa, og ætti því allt ráð landamæra- varðanna í hendi sér. En nú vekti það ekki fyrir sér, sagði hann, að heyja ófrið við landa sína, þess vegna vildi hann leggja tll, að majórinn gæfi fyrirskipun um, að hjálparliðið snéri þegar aftur. Þegar hér var komið, reis majórinn úr sæti sínu og hróp- aði stygglega: — Hættið, Morton liðþjálfi! Hvernig dettur yður í hug að tala þannig við yfirmann yðar? Ég á ekkert vantalað við yður! Gefið skýrslu! Hermennsku-aginn var Mor- ton svo samgróinn, að majór- inn náði algerlega undirtökun- um í viðræðum þeirra. Hann vítti Morton í fyrstu, en fór síðan að telja um fyrir honum. Hann spurði Morton, hvort hann vildi lengja dvöl sína meðal þessara uppreisnar- manna og ganga þannig í flokk fjandmanna Englands? Hvort hann blygðaðíst sín ekki fyrir að svikja land sitt og félaga? o. s. frv. Morton skipti ört litum undir ræðu majórsins og lofaði að endingu að láta að orðum hans. Daginn eftir köm Morton til landamæranna ásamt sínum 12.000 hermönnum. Svo sterkt var vald hans yfir þeim, að þeir undirgengust fúslega að ganga í hersveitir Englendinga og berjast fyrir þá. Mbrton var útnefndur kapteinn og var hann í nýlenduhernum þangað til hann snéri aftur til Eng- lands fyrir fáum árum síðan. Þar lifði hann kyrlátu lifi í smábæ einum, þangað til hann lézt nú á sl. vetri, eins og áður greinir. Góð tíðindi Það voru góðar og gleðilegar fréttir, sem Nýja dagblaðið flutti frá fundi Sambands ungra Framsóknarmanna að Laugarvatni, viðvíkjandi bind- indismálinu. Ég tel þessar frétt- ir mjög merkilegar þar sem þær koma frá þeim stjórnmálaflokk landsins, sem nú fer með völdin meðal þjóðarinnar. Ég get ekki stillt mig um að þakka fyrir þá hispurslausu og ágætu afstöðu, sem þetta þing hefir tekið til bindindismálsins. Nýja dagblað- ið lætur þá ósk og von sína í ljós, að bindindísmenn muni yfirleitt ljá þessari nýju ákvörð- un óskipt fylgi sitt, og þarf varla að efa sllkt. Ef stjórnin — sem ég ekki vil efa — verður við áskorun fundarins, þá mun sú ákvörðun gefa okkur bind- indismönnum yfirleitt nýjan kraft og enn meiri áhuga á starfinu. Ég fyrir mitt leyti hlakka til að taka þátt í þeirri herferð á hendur hinum lúmska og skæða óvini allrar sannr- ar menningar, æsku, vinnandi manna og alls velsæmis og sið- gæðis. Ég þori að fullyrða, sam- kvæmt þeirri kynningu, sem ég hefi haft af landslýð imdanfar- in ár, að vér getum lagt von- glaðir og sigurreifir út í slíka sókn og baráttu. Frá Sambandsþingi ung- mennafélaganna, í Þrastalundi, koma einnig góðar og gleðileg- ar fréttir viðvíkjandi þessu sama mikla velferðarmáli þjóð- arinnar. Ef æska landsins, stjórn landsins og mörg hin beztu samtök manna, skólar, kirkja og aðriT góðir kraftar meðal þjóðarinnar leggjast á eitt um þetta, hvernig má þá öðruvísi en vel fara. Pétur Sigurðsson. Úr öllum áttum Gerfiefnf. Hvergi hefir betur komið í ljós dugnaður og hugvit þýzkra efnafræðinga en á sýnlngu í Dusseldorf í vetur, sem kölluö var „þjóð að verki“. Þar var súkkulaði búið til úr „viðsykri“, sem var uppleystur úr viltum trjáviði. „Ullarföt" búin til úr trjáberki, sem eru sögð ágætis fatnaður, enda auglýst á þenn- an hátt: „Föt úr þessari gerffull eru jafn vinsæl hjá ekrueig- endum í Brazilíu, kafflkaup- mönnum frá Java og norskum fiskiskipastjórum. (Nu, Stockh.) Þjfóðverjar spara. í Þýzkalandi hefir verið bannað að láta lykla fylgja sar- dínudósum. Þetta bann stafar af því, að sannað er, að varla helmingur lyklanna er not- aður til að opna dósirnar, og með því má spara um 2 þús. tonn af stáli árlega. í skipun- inni segir, að vel sé hægt að opna þessar dósir eins og aðrar niðursuðudósir, þ. e. a. s. með dósaskerum. (Frankfurter Zeitung). Miekey Mouse Iiættulegur! í Belgrad í Jugoslavíu hefir (Framhcild á 4. síSu.J Soussa ................. Melachrino nr. 25 ...... Re Reszke turks ........ Teofani ................ Westminster Turkish A.A. . Derby .................. Lucky Strike............ Reemstma ............... Lloyd .................. 20 stk. pk. kr. 1,50 20 — — — 1,50 20 — — — 1,50 20 — — — 1,50 20 — — — 1,50 10 — — — 0,95 20 — — — 1,45 25 — — — 2,00 10 — — — 0,70 Utan Reykjavfkur og HaSnarfjarðar naá leggja allt að 3°/o 4 innkaupsverð fyrir sendingar- kostnaði til útsölustaðar. Tóbrkseinkasaia ríkisins HÁRVÖTN OG ILMVÖTN FRÁ ÁFENGIS- VERZLW RIKISIIVS ERL MJÖG HENT- UGAR TÆKIFÆRISGJÁFIR

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.