Nýja dagblaðið - 23.06.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 23.06.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Dómfvrirkomulag á kappglimum Eftir ÞORSTEIN EINARSSON ÍráA DAGBLAÐEB Útgeíandl: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjórl: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RltstJ ómarskrif stof umar: Llndarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Aígr. og auglýsingaskrlístofa: Lindargötu ID. Siml 2323. Eftir kl. 5: Síml 3948. Ágkriftarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintaklð. Prentsmiðjan Edda hf. Simar 3848 og 3720. Réttur Þjóðfélagsins í hinni snjöllu ræðu, sem Hermann Jónasson forsætis- ráðherra flutti á landsfundi ungra Framsóknarmanna að Laugarvatni, sýndi hann m. a. fram á, að stöðugt væru gerðar auknar kröfur frá einstaklingum og stéttum á hendur þjóðfé- laginu, án þess að þessir aðilar virtust finna, að fullnæging þessara krafna skapaðí þeim auknar skyldur við þjóðfélagið. Það þarf ekki langt að fara til þess að sanna þessi ummæli forsætisráðherrans. Þessar kröf- ur koma ekki aðeins frá þeim flokkum, sem vilja láta það op- inbera annast allan atvinnu- rekstur og sjá fyrir öllum þörf- um þegnanna, heldur koma þær engu síður frá þeim mönn- um, sem vilja hafa opinbera í- hlutun sem minnsta. Það er t. d. orðið algengt fyrirbrigði að frá þingmálafundum, þar sem íhaldskjósendur eru í meira- hluta, komi háværar umkvart- anir um þær skyldur og fjár- hagslegu byrðar, sem þjóðfé- lagið leggi á þegnana, jafn- framt því, sem gerðar eru stór- felldar kröfur til þess opinbera um verklegar framkvæmdir á hlutaðeigandi stöðum. Þannig er það heimtað i senn, að ríkið lækki tekjur sínar en auki þó útgjöldin! Samþykktir frá hér- aðsmálafundi í Norður-ísa- fjarðarsýslu, sem lágu fyrir seinasta Alþlngi, voru t. d. glöggur vitnisburður um þann furðulega og ósamrýmanlega hugsunarhátt, að gera miklar kröfur til þjóðfélagsins, en vilja jafnframt losna við allar skyldur. Slíkur hugsunarháttur er ekki aðeins rangur, heldur llka stórhættulegur. í honum er að- alhætta lýðræðis og frelsis fólgin. Þegar menn hætta að skilja, að réttindum og frelsi fylgja skyldur, getur þess ekki verið langt að biða, að þessi verömæti glatist, því þegar skyldurnar eru sviknar, svipta menn sig jafnframt þeim rétt- indum, sem þeim fylgja. Þetta heflr reynslan sýnt ó- tvlrætt í þeim löndum, þar sem lýðrseðið hefir beðið ósigur fyr- ir einræðisstefnunum. í ræðu sinni vék forsætis- ráöherrann sérstaklega að ein- um þætti þessara mála, fá- tækramálum. Hann komst m. a. svo að orði: ,4»að er nú sannarlega eng- iub fjser en okkur Framsóknar- mönnum að orða það, að þessi regla, framfærsluskyldan, eigi ekki að haldast. Ekkert er sjálfsagðara en það, að fram- færa hvern þann, sem ekki get- ur séð fyrir sér sjálfur. En hitt er áreiðanlega rangt og óheil- brigt, að einstaklingarnir geti hópazt saman í þúsundatalí, al- veg eftir eigin geðþótta, þar sem engin þörf er fyrir vinnu þeirra, þó aðkallandi þörf sé fyrir hana annarsstaðar, haldlð að sér höndum og sagt: Hér er ég, hér vil ég vera og hér verð- ur samfélagið að sjá fyrir mér. Slikur einhliða réttur einstakl- inganna á þjóðfélagið, án nokk- urrar gagnkvæmrar skyldu, endar ekki nema á einn veg: þannig, að ríkið og bæirnir geta rétturinn verður einskis virði ekki innt skylduna af hendi og fyrir þá, sem eiga að njóta hans. Áður en það er inn seinan, verðum við því að taka hér í taumana og það svo um munar. Kéttur elnstaklinganna og rík- isins verður í þessum málum að vera gagnkvæmur. Ríkið verður að hafa rétt til þess að segja við þá, sem það framfærir: Þið verðið að vinna þar sem ég hefi þörf fyrir vinnu ykkar, ella fá- ið þið enga framfærslu. Sá, sem vill vinna, á rétt á því að sam- félagið framfæri hann — en sá, sem ekki vill vinna, skal ekki mat fá. Þetta er regla, sem verður að taka upp og sem verður að gilda fyrir framtíð- ina“. Hver, sem athugar þessl mál, kemst sannarlega að raun um, að þessi ummæli forsætisráð- herrans eru orð 1 tíma töluö. Og hér nægja ekki aðeins orð. Hér þarf raunhæfa framkvæmd sem 'allra fyrst. En ekki aðeins í þessu máli, heldur einnig í öllum öðrum málum verða menn að gera sér vel ljóst, að öllum réttindum fylgja skyldur og að þjóðfélag- ið á gagnkvæman rétt hjá þegnunum fyrir þá aðstoð, sem það veitir þeim. Slikur skiln- ingur er hin eina trausta und- irstaða lýðræðisins og frelsisins. Yflr landamærin Vlsir er að sneiða að Kveld- úlfi í gær. Hann segir m. a.: „í þessu landi getur búið efna- lega sjálfstæð þjóð, ef þeir ráð- lausustu eru ekki látnir ráða og oflátungum er ekki trúað“. Visir getur ekki skillð, að þjóðin þurfi að heyja „fjárhags- lega frelsisbaráttu", þegar markaðurinn fyrir aðalfram- leiðsluvöruna hefir að veru- legu leyti glatast og út- flutningurinn því árlega tugum millj. kr. lægri en hann var fyrlr 10—15 árum síðan. Þetta skilningsleysi stafar þó senni- lega ekki af gáfnaleysi ritstjór- ans, heldur af þjónslund hans við helldsalana, sem telja sllka „frelsisbaráttu" andstæða hags- munum sínum. * Alþýðublaöið slær öll met í gorgeir og klaufskri málfærslu. í gær heldur það þvi fram, að Framsóknarflokkurlnn hefði ekki þorað að bera fram gagn- (Framhald á 4. slöu.) Hínn áhugasami glímu- frömuður, Þórsteinn Einars- son kennari í Vestmannaeyj- um, hefir sent Nýja dagblað- inu til birtingar eftirfarandi reglur, sem hann hefir samið, mn dómafyrirkomulag við kappglímur. Reglumar hefir hann samið fyrir stjórn í. S. 1., en hún mun þó enn ekki hafa staðfest þær. Reglur þessar miða mjög að því að auka fegurð glímunn- ar, sem hefir hrakað mjög í seinni tíð eins og áhuganum fyrir glímunni yfirleitt. Það væri þjóðarskömm, ef þessi fallega og sérstæða þjóðaríþrótt ætti eftir að leggjast niður. Æskulýðsfélög, blöð, útvarp ‘og aðrir aðilar, sem að því gætu unnið, ættu þessvegna að sameinast um það, að vekja hana til forar- ar virðingar og vinsældar aftur. Ég vildi að dómurinn byggðist á þessum 6 meginþáttum hinn- ar íslenzku glímu: 1. Brögð. 2. Varnir. 3. Byltur. 4. Upurð. 5. Kraftur (viðbragðsflýtir, snerpa). 6. Framkoma. Og til þess að dæma glimu einstakra manna og fella ein- kunnir undir þessa þætti, hefi ég hugsað mér 6 dómara. Þessir 6 dómarar skipta með sér verk- um þannig, að þeir störfuðu í tveim flokkum, þrir í hvorum. Auk þessara dómara værl glímustjóri, tímavörður og svo læknir. Víð núverandi keppnisform glímunnar eru einnig svo margir dómarar og með þessu fyrirkomulagi, það er að segja 3 byltudómarar, 3 fegurðar- dómarar, 1 gllmustjóri, 1 tima- vörður og 2 ritarar, auk þess læknir. Nú legg ég til að dómaraverk- um verði þannig sklpt: Annar dómaraflokkurinn dæmi og gefi fyrir: Brögð, kraft og fram- komu. Hver þessara þriggja dómara hafi hjá sér seðil yíir hvern glímumann, er liti þann- ig út. (Qlímumaður helti t. d. Axel Magnússon): 1. Axel Magnússon: Þeir, sem hann glimlr við Brögð u «M 03 ð e c 1 bo •H m 1. 2. Emil 3. Engilbert 4. Óskar 5. Sigurður 6. Sigurjón Heildarútkoma: Hinn flokkurinn gæfi fyrir og dæmdi um: Vamir, byltur og lipurð. Hver dómari hefðl hjá sér seðil yflr hvern glimumann er líti þannig út: (Glímumaður væri t. d. sá sami, Axel Magn- ússon). 1. Axel Magnússon: Þeir, sem hann glímir við Byltur Vamir Lipurð 1. 2. Emil 3. EngilbeTt 4. Óskar 5. Sigurður 6. Sigurjón Heildarútkoma: Glimustjóri raðar niður glím- unum og kallar glímumenn fram. Hann einn hefir yfir glímumönnum að segja. Hann segir til hvenær leikur hefst og stöðvar leik er honum finnst þess ástæða. Hann skyldi ávalt gæta þess, að ef hann stöðvai; leik, að láta hann hefjast aftur með (flautu)merki. Tímavörður tekur lotutímann og hefir sjálfur flautu, sem hann notar til þess að stöðva leik að lotutímanum loknum. Aldrei skal draga frá lotu- tlma svo sem þó að glímumað- ur týni skóm eða þurfi að lag- færa sig. Slitni belti eða annað það kemur fyrir sem tefur að mun, skal slíta þessari lotu og láta aðra glíma, og hefja svo hina aftur alveg að nýju. Enga sérstaka ritara þarf. Læknir skal ávalt vera við- staddur. . Ég hefi hugsað mér að glímt væri í 2 min. lotum og glímt væri á venjulega afhösluðum glímuvelli, eða ef gólfrými væri nóg, þá fengju glímumenn frjálsan völl. Eftrifarandi vil ég reyna að skýra þær reglur, sem ég set fram, til þess að hægt væri að gefa stig fyrir einstök atriði í glímu tveggja glímumanna meðan glimukeppni fer fram á milli þeirra. I. Brögð: Mér telst til að mismunandi brögð séu 24 1 hinni islenzku glímu: 1. Klofbragð rétt (vinstra megin). 2. Klofbragð öfugt (hægra megin). 3. Sniðglima rétt á lofti (vinstra). 4. Sniðglíma öfug á lofti (hægra). 5. Sniðglíma á gólfi (hægri á hægri). 6. Sniðglima á gólfi (vinstri á vinstri). 7. Mjaðmarhnykkur (vinstra) 8. Mjaðmarhnykkur (hægri). 9. Leggjarbragð á lofti, tekið með hægri fæti. 10. Leggjarbragð á lofti, tek- ið með vinstri fæti. 11. Leggjarbragð á gólfi, tek- ið með hægra fæti. 12. Leggjarbragð á gólfi, tek- ið með vinstra fæti. 13. Krækja á lofti, tekið með hægra fæti. 14. Krækja á lofti, tekið með vinstra fæti. 15. Krækja á gólfi, tekið með hægra fæti. 16. Krækja á gólfi, tekið með vinstra fæti. 17. Hnéhnykkur á lofti, með hægri fæti. 18. Hnéhnykkur á lofti, með vinstri fæti. 19. Hnéhnykkur á gólfi, með hægri fæti. 20. Hnéhnykkur á gólfi, með vinstri fæti. 21. Hælkrókur, hægri á hægri á lofti. 22. Hælkrókur, hægri á hægri á gólfi. 23. Hælkrókur, hægri á vinstri. 24. Hælkrókur, fyrir báða. Eins og vitað er, þá eru glímu- brögðin all misjöfn, þó að þau heiti sama nafni. Þó að maður kunni „rétt“ klofbragð, er ekki þar með gefið, að hann kunni „öfugt“ klofbragð. Hvert þeirra 24 bragða, sem hér að fxaman eru nefnd, hafa hvert sín sér- einkenni, sínar sérstöku hreyf- ingar og þarfnast sinnar sér- stöku æfingar. Það sér því hver og einn, að það er réttmætt að gera upp á milli þessara bragða. Maður, sem kann bæði kloí- brögðin (sýnir þau) á meira skilið fyrir bragðfimi en sá, sem að eins kann hið „rétta“; svona má telja áfram. Dómarar, sem telja eiga brögðin, taka fram einkunna- spjöld þeirra glímumanna, sem lesnir eru upp og eiga að ganga til leiks. Hver dómari leggur þessi einkunnaspjöld þannig fyrir framan sig, að hann geti fljótlega skrifað niður hjá sér, við viðkomandi glímumann, það sem hann vill. Taki nú glimumaður t. d. klofbragð, þá skxifar dómarinn á spjald viðkomandi glímu- manns, útundan nafni þess manns, sem hann glímir við í augnablikinu, annaðhvort skammstöfun á bragðinu, t. d. r. kl., eða sem handhægara yrði, aðeins eitt strik (/), til merkis um að glímumaðurinn hefir tekið eitt af hinum 24 tegundum bragða. Taki sami maður hælkrók hægri á hægri, skrifar dómar- inn annaðhvort skammstöfun eða strik. Þá sýnir einkunna- spjald þessa glímumanns, að hann hefir þegar tekið 2 teg- undir bragða. Taki nú þessi sami glímu- maður aftur „rétt“ klofbragð, eða hælkrók hægri á hægri, fær hann ekkert nýtt strik eða tákn fyrir þau, því að þessi brögð hefir hann þegar sýnt að hann kann. Keppandi skal fá merkt bragð, þó eigi verði bylta úr, en hverjum dómara er í sjálfsvald sett að dæma um, hvort bragðið sé rétt útfært og maðurinn hafi það á valdi sínu og geti þar af i leiðandi fengið stig fyrir það. Um hvað álíta skuli bragð, er (FramhaJd á 4. siðu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.