Nýja dagblaðið - 10.07.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 10.07.1938, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ N Ý J A Amerískur kvikmyndatöku- maður, Alfred E. Christie, hefir gert kvikmynd, þar sem barns- fœðing er sýnd mjög nákvœm- lega. Mynd þessi var tekin i samráði við nefnd þá, sem vinnur að vel- ferð ameriskra mœðra, og œtlað það hlutverk, að breiða út þekk- ingu um meðferð ungbarns og réttan aðbúnað mœðra, meðan á fœðingu stendur. Undanfarið hafa dauðsföll meðal ungbarna og mœðra í Am- eríku verið alltið, og er meðal þess, að kvikmyndin, þar sem skorti í þessum efnum. Mynd þessa má hvergi sýna, nema heilbrigðisyfirvöld viðkom andi staðar hafi leyft það. Mynd- in kostaði y2 milljón dollara og var hún tekin með aðstoð nafn- kunnra lœkna í Chicago og New York. Málaferli hafa orðið vegna þessarar kvikmyndar. Ameriska tímaritið Life birti i apríl sl. nokkrar myndir úr henni. Þetta hefti Life var bann- að l New York, með þeim for- sendum, að myndirnar vœru hneykslanlegar. Forseti útgáfu- félags Life, hr. Roy E. Larsen, kunni þessu illa og fór sjálfur út á götu til þess að selja ritið. Leíddi það auðvitað af sér mála- rekstur, sem enn mun ekki lokið. Umrœtt hefti var m. a. selt i Kaupmannahöfn í vor, og varð þess ekkl vart þar, að neinn hneykslaðist á myndunum. Alfred Christie hefir áður gert kvikmynd um meðferð astma hjá börnum. Nú dvelur hann í London og er það talið benda til þess, að kvikmyndin, þar sem barnsfœðingin er sýnd, verði sýnd í Evrópu. * Dr. Göbbels og Dr. Dletrich fengu sér. nýlega frl i nokkra daga til að stunda veiðar l fljóti einu i Bayem. Fyrsta daginn urðu þeir lltið varir. Gerði það þeim enn gram- ara í geði, að gömlum manni, er var skammt frá þeim, gekk veið- in að sama skapi vel. Loksins gekk Dr. Göbbels til hans og spurði hvaða aðferð hann notaði, því honum gengi veiðin svo vel. — Enga sérstaka, sagði gamli maðurinn. — En við verðum ekki var- ir . . . — Nei, en þegar þessir herrar eru nálœgt, eru það heldur ekki margir, sem þora að opna munn- inn. * Einn hœttulegasti mótstöðu- maður Japana í Kína er prins Tseh. Japanir gerðu mikið til þess að fá hann í liö með sér, en heppnaðíst það ekki. Þegar Tseh flýði frá Norður-Kína, ásamt fjölskyldu sinni, skutu Japanir tvær dœtur hans. Síðan hatar hann Japani eins ákaft og nokk- ur maður getur hatað, og ver auðœfum sinum, sem eru óhemju mikil, til styrktar kinverska FRAMLEIÐENDUR GARGOYLE MOBILOIL SMURÐU FYRSTU DIESELVÉLINA Minníst þess hvers virði reynslan er, Kaupið olíu á vagnana ykkar við BP-benzíngeymana, Þar sjáið þið spjaldið með rauða skrímslinu, (Gargoyle), w 1900 lá nærrl að mikil uppgötvun yrðl gagnslaus, vegna þess að Dr. Diesel gat ekki fundið smurningsolíu, sem þyldi brennsluhitann í nýju vélinni hans. Þá framleiddi Yaeiium Oil, með aðstoð Dr. Dies- els, spánnýja olíutegund, sem gat smnrt diesel- vélina fullkomlega. í 71 ár hafa framleiðendur Gargoyle MobiloD safnað feykilegri reynslu við að glíma við slík viðfangsefni — að finna rétta smnrningsefnið fyr- ir hverja tegund vélar sem er. Þess vegna geta þeir framleitt hreina og drjúga olíu á vagnana ykkar. Þess vegna getur Gargoyle Mobiloil veitt vélinni fullkomna smurningsvernd og fylgja henni þoir ágætu kostir, sem lýst er hér á eftir. Gargoyle Mobiloil veitir bifreiS- arstjóranum ánægju við akstur- inn og fullvissu um lágan akst- urskostnað. — Þess vegna hofir þessi olía hlotið mesta heims- frægð af öllum bifreiðaolíum. — Verið í hóp þeirra glöðu milljóna, sem nota þá olíu. Lát- ið í dag Gargoyle Mobiloil á vagnana ykkar við BP-benzín- geymana. Þar sjáið þið spjaldið með rauða skrímslinu (Gargo- yle). Dr. Diesel varð að fá nýja og alveg sérstaka olíutegund. Uppgötvarinn og verksmiðjur Gargoyle Mobiloil hjálpuðust að því að leysa þá þraut, að smyrja fyrstu dieselvélina hans. Nú á dögum þekkja allir gildi diesel- vélarinnar á landi, í lofti og á legi. -----5oralahs- Gargoyle Mobiloil VACUUM OIL COMPANY */* Sérfræðingar í smnrnlngsolínm. OLÍUVERZLUN ÍSLANDS H.F, Aðalsalar á fslandi fyrir Vaeuum Oil Company. Krónur 1.40 lítrinn hernum. Tseh tekur vírkan þátt í stríðinu og þykir mjög kœnn. Meðan stóð á orrustunum um Chapei, veittu Japanir því eftir- tekt í rökkrinu eitt kvöldið, að fjöldi hermanna, sem sýnilega var að koma til liðs við Kínverja, var ferjaður yfir fljótíð. Japanir hófu skothrlð á bátana, en í raun réttri var þarna aðeins um að rœða mannalíkön úr tré, sem Tseh lét ferja yfir fljótið tíl þess að draga athygli Japana frá raunverulegum athöfnum Kin- verja. Nú hefir herstjórn Japana heitið 100.000 yen fyrir höfuð Tseh, og þykir það ekki hátt verð. * TIL ATHUGUNAR: Fólki leiðist í hjónabandínu, að því að það þarf alltaf að vera saman. *** Hið íslenzka garðyrkjuiélag tilkynnír Fyrirlestrar ungfrú A. Weber um plöntusjúkdóma verða í Kaupþingssalnum 11. og 12. júlí kl. 17—19 og 20—22 báða dagana. Til skýringa verða skuggamyndir. Að fyrirlestrunum loknum verða þeir (fyrirlestrarnir) til sölu í íslenzkri þýðingu gegn útgáfukostn- aði, sem er 1 kr. Ókeypis aðgangur! Fjölmennið! Stjórnin.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.