Nýja dagblaðið - 10.07.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 10.07.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Það er Japan að þakka - - Eftfr PEARL S. BUCK \ÝJA DAGBLAÐOB Útgefandl: Blaðaútgáfan h.f Rltstjórl: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Rltstjómarskrifstofumar: Llndarg. 1 D. Slmar 4373 og 2353. Afgr. og anglýslngastcrtfstofa: Llndargötu ÍD. Slml 2323. Eftlr U. 6: Siml 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði. t lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.í. Stmar 3948 og 3720. , Vöxtvr kaupfélagfanna Hin auknu viðskipti S. í. S. og kaupfélaganna á síðastl. ári, hafa orðið til þess að aðstand- endur Morgunblaðsins hafa komizt í illt skap, eins og rit- stjórnargrein blaðsins ber með sér í gær. Fleipur heildsalanna um „höfðatöluregluna“, er orðið svo margþvælt og marghrakið, að ekki þarf að fara um það mörg- um orðum. Sú regla innflutn- ingsnefndarinnar er aðeins til þess að tryggja fullt frjálsræði neytenda um það, hvort þeir vilji heldur skipta við kaupmenn eða kaupfélög. Ef neytendurnir vilja heldur skipta við kaupmenn faæa þeir úr kaupfélögunum, sem fá þá innflutning sinn skert an. Vilji neytendurnir hinsvegar frekar skipta við kaupfélögin, fá þeir inngöngu í þau og þá eru innflutningsleyfi þeirra vitan- lega aukin. Þannig er það tryggt, að takmörkun innflutningsins verður ekki til þess að skapa neinn nýjan aðstöðumun milli kaupfélaga og kaupmanna og samkeppnin milli þessara aðila er ekki á neinn hátt röskuð. Værí hinsvegar farið eftir þeirri kröfu heildsalanna að miða leyfin eingöngu við inn- flutning fyrri ára, væri sam- keppnin milli þessara aðila al- gerlega stöðvuð. Þó kaupmenn gætu verið félögunum fremri í samkeppninni, væri þeim mein- að að auka viðskipti sín, því menn gsétu ekki fært verzlun sína frá kaupfélögunum, vegna þess að kaupmenn fengju inn- flutning sinn ekkert aukinn fyr- ir það. Með slíku fyrirkomulagi er það algerlega útilokað að sá aðilinn, sem betur má sín í sam- keppninni, fái að njóta sín. Það er fullkomið vantraust kaup- manna á hæfni þeirra til að keppa við kaupfélögfin, þegar þeir gera kröfur um slíkt fyrir- komulag á innflutningsleyfun- um. En frá þeirra sjónarmiði er slík krafa þó eðlileg, þvi þeir líta vitanlega á þetta mál með gróðamöguleikana eina fyrir augum. Þó þeir prediki annað í Mbl., vita þeir að innflutn- ingshöftin eiga engan þátt í eflingu kaupfélaganna, heldur er reynslan smámsaman að kenna mönnum, að þeim sé hag- kvæmara að skipta við þau. Þess vegna er höfðatalareglan kaup- félögunum í vil, en hin reglan, að miða innflutninginn við fyrri ár, væri stórkostlega rang- lát, bæði í garð þeirra og neyt- endanna. Þetta sama sýnir reynslan í nágrannalöndunum. Þó þar sé ekki um neina „höfðatölureglu" að ræða, hafa viðskipti kaup- félaganna þar aukizt stórkost- lega á kreppuárunum, því menn finna það einna bezt, hvar hag- kvæmast er að verzla, þegar þeir þurfa að fá sem mest fyrir fjár- muni sína. Hér skulu nefndar nokkrar tölur, sem sanna þetta mætavel. Þær sýna viðskipta- magn samvinnusambandanna í eftirfarandi löndum árin 1929 og 1936, talið í millj. í mynt hlutaðeigandi lands: Danmörk (kr.) 146 207 4 Finnland (mörk) 1800 2600 Noregur (kr.) 29 54 Svíþjóð (kr.) 141 217 England (£) 89 119 Frakkland (frk.) 711 1066 Þessar tölur gefa það bezt til kynna, að það er hinn vaxandi skilningur manna á starfi og nytsemi kaupfélaganna, sem hvarvetna hefir aukið verzlun þeirra á sama tíma og heildar- verzlun þjóðanna hefir yfirleitt minnkað. Það er hreinlegast og drengi- legast fyrir heildsalana og mál- gögn þeirra, að viðurkenna þessa staðreynd, en vera ekki með tilhæfulaust slúður og ó- sannindi um „höfðatöluregl- una“, sem er undirstaðan að heilbrigðri samkeppni milli kaupfélaganna og kaupmanna og ætti ekki síður að vera æski- leg fyrir þá síðarnefndu, ef þeir stæðu sig jafnvel í samkeppn- inni. Hin gömlu rök Morgunblaðs- ins, að kaupfélögin eyðileggi aðaltekjustofn sveitarfélag- anna, sem sé útsvörin á kaup- mennina, eru svo útslitin, að furðulegt má teljast, að blaðið skuli enn dirfast að hafa þau um hönd. Mönnum hlýtur nefnilega að skiljast, að kaup- mennirnir hafi ekki tilverurétt vegna útsvaranna einna, því gróða sinn fá þeir þannig, að þeir skattleggja neytendurna, en greiða ekki aftur nema lít- inn hluta af þeim skatti í bæj- ar- eða sveitarsjóðina. Það er beinn hagnaður fyrir útsvars- greiðendur í hlutaðeigandi kaupstað eða kauptúni, að greiða sinn hluta af útsvari kaupmannsins, en geta haldið því eftir, sem kaupmaðurinn stakk í sinn vasa af hinni of háu verzlunarálagningu. Ef Morgunblaðið getur ekki rökstutt tilverurétt kaupmann- anna með öðru en útsvörunum, er von að það heimti það fyrir- komulag á innflutningshöftum, sem myndi verða hinum ósam- keppnishæfu einum i vil. Leidréttingf Ríkisútvarpið mun nýlega hafa skýrt frá því, að norsk síldveiðiskip, sem veiddu hér við land, fengu 6 kr. fyrir slld- armálið. Þetta er rangt. Sam- kvæmt góðum heimildum fá norsku skipin ekki nema norskar kr. 3,00 (ísl. kr. 3,33) fyrir síld- armálið komið í borð um flutn- ingaskip og er það mun lægra en verð ríkisverksmiðjanna. Skáldkonan Pearl S. Buck, sem er höfundur þessarar greinar, er fræg fyrir skáld- sögur sínar frá Kína. Hún er fædd í Ameríku 1892, en flutt ist kornung til Kína, þar sem faðir hennar var trúboði langt inni í landi. Seytján ára gömul fór hún til náms í Englandi og Ameríku, en hvarf til Kína aftur að nám inu loknu og giftist nokkru síðar háskólakennara í Nan- king. Sjálf hefir hún kennt þar ensku og enska bók- menntasögu. Sögur Pearl S. Buck þykja lýsa frábærri þekkingu á hugsunarhætti og skapgerð Kínverja, einkum þeirra, sem enn halda fast við hina gömlu menningu og siðvenjur. Ein þeirra, Gott land, hefir verið þýdd á íslenzku. Það er nú auðséð, að stríðið í austri endar hvorki með sigri Japana eða sigri Kínverja. Þó útlit sé fyrir, að þessi styrjöld verði langdregin, er kominn tími til að athuga nokkur atriði, sem sanna hver úrslit hennar verða. Það er Japan að þakka, að ýmislegt hefir þegar gerzt í Kína, sem er mjög þýðingar- mikið. Hngrekki Kínverja. í fyrsta lagi er það sýnilegt, að kínverskt hugrekki er ekki og verður ekki brotið á bak aft- ur. Kínverjar láta ekkert það af hendi, sem verulega þýðingu hefir, jafnvel hvorki fyrir hin- um öflugu hernaðarárásum eða ofbeldisstjórn. Það skelfir þá ekki, að vera drepnir saklausir á vígvellinum, því að þeir óttast ekki dauðann. Hver einstakur Kínverji er nú þess fullviss, sem hann hefir raunar alltaf vitað, að Kína er meira en einn ein- staklingur, já meira en allir einstaklingarnir samanlagt, og að þess vegna er ekki hægt að eyðileggja Kína. Það sem raunverulega skeður, vegna árásar Japana, er að Kína flytur sig vestur á bóginn, innar á meginlandið. Sumir vilja ef til vill nefna þetta undanhald, en það mundi ekki gefa rétta hugmynd um þýð- ingu þessara flutninga. Menniiigm nemur uý lönd í Kína. Hin stærri héruð, — hið upp- runalega Kína — hafa haldið miðaldamenningu sinni, án þess að þekkja heiminn og án þess að heimurinn þekkti þau. Þessi héruð, sem nýi tíminn hefir ekki haft nein áhrif á til þessa, eru nú skyndilega numin á ný af menntuðum Kínverjum. Há- skólar verða í stórum stíl flutt- ir inn í hið gamla Kína. Fyrir tveim árum síðan byrjaði Nan- kai-háskólinn að reisa bygg- ingar í Chungking og Yunnanfu og það var upphafið að því, sem nú hefir skeð. Þegar Japanir skutu niður hinar gömlu bygg- ingar Nankai-háskólans, héldu þeir sig hafa eyðilagt háskól- ann sjálfan. En þeim skjátlað- ist, því að háskólinn var þar ekki lengur. Hann var þá ör- uggur mörgum þúsundum kíló- metrum innar í landinu. Hinir stærri háskólar hafa fylgt þessu fordæmi og kennslumálaráðu- neytið heldur áfram óskertu starfi sínu, þrátt fyrir hinn mikla herkostnað stjórnarinn- ar. Hernaðarháskólinn hefir fengið ný húsakynni í Chung- king, en fyrir stúdentana á hernaðarsvæðinu verður brátt opnaður háskóli í Sian, og þar verður samin nákvæm skrá ýf- ir þá stúdenta og háskólakenn- ara, sem hrakizt hafa á brott vegna stríðsins. Þannig er hafinn hinn mikli flutningur vestur, og stúdentar frá ytri héruðunum, bæði karlar og konur, reyna nú að komast innar í landið. Þeir ferðast á allan hugsanlegan hátt. Þeir fara með bátum, sem ekki sigla neina ákveðna leið, með járn- brautarlestum, sem sprengju- hríðin vofir yfir, eftir nýjum bifreiðabrautum, og loks fara þúsundir þeirra gangandi. Ilin viturlega stefna kínversku st jj órnar inn ar. Þessir stórkostlegu flutningar kínversku menntamannanna inn í landið — inn að hjarta síns eigin lands, sem þeir hafa ekki þekkt áður — eru eitt af furðulegustu og áhrifamestu atburðum mannkynssögunnar. Kínverska stjórnin heldur heilbrigðri og víðsýnni stefnu, mitt í nauð sinni. Vesturlöndin sendu sína ungu háskólagengnu menn sem fyrst til vígvallanna í heimsstyrjöldinni, og hældu þeim, er þeir féllu. En kínverska stjórnin hefir gagnstæð vinnu- brögð. Hún skipar stúdentun- um að halda námi sínu áfram, og bannar þeim að fórna lífi sínu í stríðinu. Látum Japani skjóta niður og myrða þá ó- menntuðu, ef einhverjir hljóta að deyja, segir stjórnin. Látum þá leggja undir sig og ræna stór landsvæði. Kína er þeim samt of stórt og þeir geta aldrei lagt það allt undir sig. Þeir geta aldrei náð á sitt vald inn- héruðum landsins og þangað skulu hin hraustu ungmenni fara, ekki til að flýja, eða draga sig í hlé, heldur til þess að búa sig undir að þjóna Kína, endur- reisa það og gera það sterkara og stærra en það hefir nokkuru sinni verið. Japanir hafa gcrt þa$, sem enginn gat áður. Japanir eiga þakkir skyldar, því að þeir hafa gert fyrir Kína, það sem engum öðrum hefir tekizt. Háskólakennarar og aðrir leiðtogar hafa, mannsald- ur eftir mannsaldur, beðið stúd- en-tana og reynt á allan hugs- anlegan hátt að fá þá til að hverfa aftur til innhéraðanna að loknu háskólanámi, með þá nýju þekkingu, er þeir höfðu öðlazt. En stúdentarnir hafa verið of mannlegir til þess að hlíta þessu. Þeir hafa heldur kosið að setjast að í stóru, ný- tízku borgunum, svo sem Shanghai, Nanking, Canton, Hankow og Tientsin, þar sem þeir gátu fengið vel launaðar stöður og gátu notið nútíma þæginda og skemmtana. Það kom varla fyrir að nokkur þeirra færi aftur til innhérað- anna. Nú má heita, að allur hinn nýtízki hluti Kína sé kom- inn undir yfirráð Japana, og ungu Kínverjarnir eru loks neyddir til að hverfa aftur til þeirra eiginlega föðurlands. „Nýja“ og „ganila“ Kína mætast og sameinast. Þetta hlýtur að hafa sínar afleiðingar. Þeir munu breyta .fólkinu í hinu gamla Kína og það mun breyta þeim. Tvær fjarlægar andstæður mætast og sameinast. Enginn útlendingur hefir i sannleika getað talizt jafn fjarlægur kínversku þjóð- inni og háskólagenginn Kín- verji. Hann hefir ekki aðeins misskilið sína eigin þjóð, held- ur allt of oft skammast sín fyr- ir hana og fyrirlitið hana. Fyrir nokkrum árum létu ungir, menntaðir embættismenn misk- unnarlaust rífa niður heimili ó- breyttra borgara í hinum gamla, fagra og kyrláta hluta Nanking-borgar, til þess að rýma fyrir nýjum götum og stjórnarbyggingum. Ég var stödd á einni götunni við hlið eins af ungu mönnunum, sem stóðu fyrir þessu. Skammt frá okkur sat kona á rústum heim- ilis síns og grét í hljóði, eins og svo margar aðrar. Ég gat ekki orða bundizt, en ungi maðurinn við hlið mér sagði mjög svo ó- þolinmóður: „Ég vildi óska, að við gætum sópað öllu þessu þekkingarsnauða fólki burt úr honum“. Það er Japan að þakka, að þessi nýja borg er nú næstum eyðilögð og mannlaus og þessi ungi maður er ef til vill, eins og þúsundir af stéttarbræðrum hans, á leiðinni til þess Kína, sem hann hefir aldrei kynnzt áður, þess Kína, sem er stöðugt og rótgróið í miðaldasiðum sín- um. Hvað skeður, þegar hið nýja og hið gamla Kína mætast? Hvorugt þeirra gefst upp fyrri hinu — til þess eru þau bæði of sterk. Hið nýja Kína ryður hugsunarhætti nútímans braut inn i fornmenningu þess gamla og vísindin breyta hinni gömlu trú og siðum. Gamlar, stein- lagðar götur og veggir, munu víkja fyrir nýjum vegum og hjólbörur og asnar munu víkja fyrir bifreiðunum. í því ytra mun hið nýja Kína breyta meiru en það virðist breytast sjálft, en breytingin á því verður meiri hið innra. Niðurl. næst.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.