Nýja dagblaðið - 24.07.1938, Síða 3

Nýja dagblaðið - 24.07.1938, Síða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Málverkasýníngin í Míðbæjarskólanum Gunnlaugur Blöndal: Alexandrine drottning. XÝJA DAGBLAÐBB Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjórl: ÞÖRARINN ÞÓRARINSSON. Ritstj órnarskxif stof umar: Lindarg. 1 D. Slmar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu 1D. Simi 2323. Eftir kl. S: Simi 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuðl. t lausasölu 10 airra eintakið. Prentsmlðjan Edda h.f. Símar 3948 og 3720. Fögnuður yfír erfíðleikunum ÞaS er útlit fyrir að yfirstand- andi ár verði fjárhagslega erfitt fyrir þjóðina. Sökum aflaleysis og markaðsvandræða undan- farinna ára, er nú tilfinnanleg- ur skortur erlends gjaldeyris og þar sem fiskaflinn brást einnig í vetur og verð á síldar- lýsi, ull og fleirum útflutnings- vörum hefir stórfallið seinustu mánuðina, eru allar horfur fyr- ir, að þessir örðugleikar fari vaxandi. Ef við þetta bætist svo einnig lítill sildarafli, má búast við meiri örðugleikum á næst- unni en þjóðin hefir vanizt um langt skeið. Það mætti ætla, að slík tíð- indi væru mönnum annað en fagnaðarefni. Svo mun lika vera yfirleitt. En til eru þó nokkrar undantekningar og úr tveimur áttum hefir mátt kenna verulegrar gleði yfir þeim örðugleikum, sem nú virð- ast í nánd. í blöðum heildsalanna hefir undanfarna daga verið auð- velt að finna niðurbældan fögn- uð yfir hinum vaxandi örðug- leikum. Þessi mikla eyðslustétt, sem notið hefir ranglátra gróðamöguleika, hyggst að nota fj árhagsvandræðin til að skapa tortryggni og andúð gegn ríkis- stjórninni, með því að kenna henni um allt, sem miður fer. Heildsalarnir gera sér vonir um að erfiðleikarnir geti orðið und- irstaða þeirrar rógsherferðar, sem hjálpi þeim til valda. Öllu meira er þó fögnuðurinn áberandi í málgögnum kom- múnista og hinna svonefndu Héðinsmanna. Það er viður- kennd reynsla að kommúnism- inn getur ekki þrifizt, nema á krepputímum. Vegna erfiðra kringumstæðna eru verkamenn þá móttækilegastir fyrir bylt- ingar- og mannhaturskenning- ar kommúnismans. Á slíkum tímum reyna kommúnistar líka að láta mest á sér bera með æs- ingafundum, sendinefndum til bæjarstjórna og ráðherra, hóp- göngum og öðrum þvílíkum að- ferðum og látum, sem vekja á þeim athygli og koma ýmsum auðtrúa mönnum til að halda að þeir séu raunverulega að vinna fyrir verkalýðinn af ein- lægni. En reynslan af slíku framferði kommúnista hefir hvarvetna orðið sú, að þeir hafa engu áorkað verkalýðnum til gagns, enda ekki til þess ætl- azt. En hinsvegar hafa þeir með þessu framferði skapað hinn á- kjósanlegasta jarðveg fyrir fas- ismann, þar sem leiðtogum hans hefir þar gefizt tilefni til þess að sýna þá hættu, sem af kom- múnismanum stafaði. Er það engan veginn of mikið sagt, að kommúnistar hafi raunverulega með slíkum æsingum og upp- þotsstarfi átt meginþátt í sigri fasismans, þar sem hann hefir komizt til valda. Það er auöséð, að kommún- istar hugsa sér gott til glóðar- innar næsta haust og vetur. Blað þeirra skrifar orðið í sama tón og á árunum 1931—34, þegar ólæti þeirra voru sem mest. — Sendinefndir þeirra eru þegar komnar á stúfana og með haust- inu eiga æsingafundirnir og kröfugöngurnar að byrja. Kommúnistar munu telja sér trú um góðan árangur af þessum vinnubrögðum. Heildsalarnir vonast líka eftir betri uppskeru af rógi sínum, ef erfiðleikarnir vaxa. Báðir treysta þeir á, að örðugleikarnir muni lama mót- stöðukraft og dómgreind þjóðar- innar. Reynslan mun sýna, að spekú- lantarnir og húsbændur komm- únista í Moskva eru að þessu leyti jafn fáfróðir um skapgerð þjóðarinnar og að örðugleikun- um verður ekki mætt með upp- gjöf og vonleysi. Þjóðin hefir á umliðnum öldum sigrazt á meiri erfiðleikum, þó kringumstæð- urnar væri örðugri, og sá hluti hennar verður enn miklu stærri, sem er fús til að fórna miklu fyrir sjálfstæðið og frelsið, en hinir, sem í blindni munu fylgja handleiðslu heildsalanna og kommúnista. Fögnuður þeirra yfir erfið- leikunum mun því ekki haldast lengi. Skemmtlferdír tll útlanda í viðtali við formann Gjald- eyrisnefndar, sem nýlega birt- ist hér í blaðinu, skýrði hann frá því, að fjöldi manna hefði farið utan, án þess að fá gjald- eyrisleyfi hjá nefndinni, og léti nefndin nú fara fram athugun á því, hvernig þeta fólk hefði fengið gjaldeyri til fararinnar. Þess ber að vænta, að gjald- eydisnefnd fylgi þessu máli fast eftir, og sjái svo um að hlut- aðeigandi fólk, verði tilneytt að gefa fullnægjandi og rétta skýrslu, en ekki verði komið við neinum málaflækjum og undan- drætti. Ættu slíkar upplýsingar að geta orðið talsvert til leið- beiningar um það, hvort ekki væri hægt að skapa öruggara aðhald í þessum efnum. En eins og nú er ástatt í gjald- eyrismálum þjóðarinnar ætti öllum að vera ljóst, að stemma verður stigu fyrir skemmtiferða- lögin til útlanda og aðra óþarfa eyðslu á gjaldeyristekjum þjóð- arinnar. Er líka áreiðanlega vaxandi skilningur á því, að vel geti svo farið að grípa beri til róttækari ráðstafana í þessum málum en áður hafa þekkzt. aifeins Loftur. (Framhald a/ 1. síðu.) höfn og Kjarval gat heldur ekki orðið með i þetta skiptið. í fremsta herberginu eru mál- verk Kristínar Jónsdóttur. Af málverkum hennar vekja kannske blómamyndirnar mesta athygli, enda má segja, að hún hafi ein íslenzkra málara lagt fulla alúð við að mála litfagrar skrautjurtir. Málverk hennar frá Jökulsá á Sólheimasandi, er einnig glæsilegt og voldugt með sínum dimmbláa litblæ, sem Kristínu er svo tamur. í næstu stofu drottnar Jón Þorleifsson. List hans hefir á siðustu árum tekið nokkrum svipbreytingum, og jafnhliða því hefir hann gersamlega yfir- stigið þá einhæfni, sem nokkuð gerði vart við sig hjá honum um skeið. Tvö málverk hans frá höfninni vekja strax athygli gestsins; þau munu vera með seinustu verkum Jóns. Af öðru þeirra birtist mynd hér í blað- inu. Þriðja stofan er helguð Gunn- laugi Scheving að mestu. Marg- ur minnist, að Scheving var á fyrstu árum sínum talinn ein- hver hinn efnilegasti í hópi ungu málaranna. En ýmsum mun þykja sem hann fari nú mjög að nálgast öfgar. Mörg hans nýju málverk eru einskon- ar litasamsteypur og mennina leitast hann gjarna við að sýna allmiklu stórhrumalegri heldur en þeir eru í daglega lífinu. Einna bezt af þeim málverkum sem Gunnlaugur sýnir að þessu sinni, er Vetrarlandslag. Yfir því hvílir hinn sanni blær ís- lenzks vetrar. Það er óefað eitt- hvert bezta málverk sinnar teg- undar, sem við eigum. Finnur Jónsson sýnir allmörg málverk, flest af hraunum og gígum og bátum og fiskimönn- mu. Þau eru flest skyld. Hið úfna hraun og dimmu gígir, hinn úfni sær og mennirnir, sem þar heyja glímu sína, eru hans uppáhalds viðfangsefni. Og þar er áreiðanlega ekki um neina til- viljun að ræða. Jóhann Briem hefir valið sér það hlutskipti aö lýsa fólkinu sjálfu.Hann virtist nú vart sinna öðru, eftir þessari sýningu að dæma. Hinar brúnu litasam- setningar hans varpa undarleg- um og myrkum svip yfir fyrir- myndirnar. Eitt af málverk- unum, er hvað mest seiðmagn hefir, er af strák með hendurn- ar í buxnavösunum, óráðnum og albúnum í hvað, sem er, þótt lágvaxinn sé. í innstu stofunni er höfuð- setur Gunnlaugs Blöndals. Veröld hans er björt og fögur. Mannamyndir hans eru yndis- legar í sínum ljósu og skæru lit- um. Mildi sumarsins túlkar hann á annan hátt en títt hefir verið með íslendingum. Það málverk, sem maður veitir á- reiðanlega fyrst athygli, er drottningarmyndin, beint gegn dyrunum. Það er fyrsta nýtízku málverkið, sem gert hefir verið af drottningunni. Það er ekki hið ytra drottningarskrúð, sem Blöndal hefir lagt aðaláherzlu á, heldur hin innri aðals- mennska. Sá drottningdómur ljómar af hverjum drætti. Gunnlaugur Blöndal er óefað einn af okkar snjöllustu málur- um. í sumar munu vera tíu ár liðin frá því, að hann hélt sína fyrstu sýningu í Kaup- mannahöfn. Þau málverk, er hann sýndi þar, voru talin í senn bera svip íslands, sem hafði fóstrað hann, og Parísar, þar sem hann hafði numið list Arí Jóhannesson | Hann andaðist á St. Jóseps- spítalanum í Landakoti þann 20. þ. m. eftir erfiða sjúkdóms- legu og verður borinn til moldar á morgun. Ari Helgi — svo hét hann fullu nafni — var fæddur að Ytri- Tungu á Tjörnesi 5. des. 1888 og var því á fimmtugasta aldurs- ári, er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Jóhann- esson, Guðmundssonar frá Síla- læk, og Þuríður Þorsteinsdóttir prests á Þoroddsstað, Jónssonar prófasts í Reykjahlíð og er sú ætt alkunn. Móðir Jóhannesar föður Ara var Jóhann, systir Sig- urjóns á Laxamýri föður Jó- hanns skálds. — Bæði voru þau hjón Jóhannes og Þuríður ágæta vel gefin, hann hagyrðingur góð- ur, en hún sönggefin og bók- hneigö meira en almennt ger- ist. Jóhannes andaðist fyrir fá- (Framh. á 4. síðu.) sína. Síðar þótti hann um of hneigjast til notkunar sterkra lita, en átti þó jafnframt til nokkuð af dýpt og töfrum rökk- ursins. Nú má segja, að hann hafi snúið baki við því almenna og leitist í málverkum sínum við að draga það fram, sem er séreiginlegt, og sé hinn mikli meistari að fanga augnabliks- svipbrigðin. Nokkurir fleiri málarar eiga minni ítök í sýningu þessari. Ólafur Túbals túlkar sunn- lenzka náttúrufegurð að sumri og vetri. Eyjólfur Eyfells á þar fjórar lahdslagsmyndir, áferð- arfallegar og yfirlætislausar eins og honum er títt. Frey- móður Jóhannsson á tvær myndir, sem kannske helzt um of minna á leiktjaldamálarann. Karen Agnete Þórarinsson á aðlaðandi mynd af fólkinu á heiðinni. Loks sýna þar mál- verk sín tvær ungar konur, áð- ur litt þekktar, báðar útlendar, giftar íslenzkum mönnum, Greta Björnsson og Inger Löchte. Tveir listamenn sýna þar höggmyndir, Ríkarður Jónsson og Marteinn Guðmundsson. Um list Ríkarðar er óþarfi að ræða. Hann hefir fyrir löngu hafið sig í hinn virðulegasta sess. Af hans allra nýjustu verkum, sem eru á sýningu þessari, má nefna lágmynd af Jónasi Jónssyni, er gerð hefir verið fyrir Akureyrar- skóla, að beiðni skólameistar- ans, mynd af Böðvari á Laug- arvatni og konu hans og tákn- mynd af sjómannaminnisvarð- anum i Ólafsfirði, sem reistur var nú fyrir fáum dögum. Alls eru á sýningunni tíu verk Rik- arðar, þar af níu mannamyndir af þekktum íslendingum og tveim Færeyingum. Marteinn Guðmundsson er ungur listamaður og efnilegur. Hann er ættaður sunnan úr Höfnum. Önnur mynd hans er af tengdaföður hans, Bjarna Sæmundssyni, en hin af stúlku- barni, báðar vel gerðar. Mar- teinn lærði í fyrstunni mynda- mótun hjá Ríkaröi, en hvarf síðar til náms erlendis.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.