Nýja dagblaðið - 04.08.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 04.08.1938, Blaðsíða 1
6. ár (» (> (» (» (» (» o (» ID/^GilBIL^OIHÐ Reykjavík, fimmtudaginn 4. ágúst 1938. 176. blað ANNALL Bardagar Rússa og Japana halda áíram víð Changku- íeng Japanír bjöða Kínverjum sáttaumleítanír LONDON: Ákafar árásir hafa verið gerð- ar af beggja hálfu, Rússa og Ja- pana, í nánd við Chanku-feng, á landamærum Manchukuo, Si- biriu og Koreu, þar sem að kalla látlausir bardagar hafa staðið yfir frá því á laugardag. Báðir aðilar hafa teflt fram fótgöngu- liði og skriðdrekum og flugmenn beggja haft sig mjög í frammi. Frá Manchukuo berst fregn um það, áð nokkur hundruð japanskar flug- vélar hafi flogið eftir endilöngum landamœrum Manchukuo og Sibiriu án þess að nokkur þeirri flygi yfir landamæri Sibiriu og segjast Japanir hafa gert þetta til þess að sýna hvers þeir séu megnugir í lofti þar nyrðra, þrátt fyrir styrjöldina í Kína. Loftárásir Rússa. í fregnum frá Japan og Koreu er mjög mikið rætt um loftárásir Rússa á borgir í Koreu, nálægt landamærunum. Flugvélaflokkar hafa flogið langt inn yfir Koreu og hefir það vakið mikla gremju í Japan og þó enn meiri loft- árásir þær, sem Japanir segja Rússa hafa gert á nokkra bæi Koreu við landamærin. í einni slíkri árás tóku þátt 90 flugvélar. Stórskotalið hélt einnig uppi skothríð á þennan bæ og annan bæ til skammt frá, og eru íbú- arnir nú að flýja þaðan. Þá segja Jap- anir, að Rússar hafi sótt fram með 9 fallbyssur og 30 skriðdreka í áttina til varnarstöðva Japana, en þegar þeir voru svo sem 150 metra frá yztu varn- arlínustöövunum, hafi þeir hörfað til baka og tekið til að treysta sínar eig- in víggirðingar. Mótmæli Rússa. í Rússlandi er því haldið fram, að loftárásirnar á borgir í Koreu séu upp- spuni japanskra hernaðarsinna, sem vilji stríð við Rússa, en loftárásirnar eigi að réttlæta það í augum heimsins, að þeir segi Rússum stríð á hendur. Fjölmennir verkamannafundir halda áfram um gervallt Rússland og þess krafizt að stjórnin taki á þessum mál- um með festu og djörfung og geri allar Franco rænír norsku skípí með fullfermí af íslenzkum saltfískí nauðsynlegar ráðstafanir til þess að vernda landið. í áskorun verkamanna í skipasmíðastöð flotans í Leningrad, segir m. a. að öll þjóðin sé undir her- væðingu búin og kröfðust verkamenn- irnir að sjálfstæði landsins væri varið. Vilja hvorugir stríð? Evrópublöðin líta svo, að þótt mikil hætta sé á ferðum, að bæði í Moskva og Tokio vilji menn raunverulega forð- ast stríð. Hallast blöðin að því, að nefnd verði skipuð þegar i stað til þess að finna varanlega lausn á deilum Ja- pana og Rússa um landamæri Sibiriu og Manchukuo. Sum blöðin ætla Rússa ekki fráhverfa skipun slíkrar nefndar. Öll blöðin leggja áherzlu á mikilvægi þess, að málið verði leyst friðsamlega. Seinustu fregnir herma, að fyrirskip- anir hafi verið gerðar um takmarkaða noktun rafmagns til lýsingar á götum og í húsum í Manchukuo og Koreu og einnig í Norður-Japan. Er þetta gert af ótta við loftárásir Rússa. — FÚ. OSLO: Japanir liafa lýst yfir því, að þeir séu fúsir til að kunngera opinberlega hvaða skilyrði þeir vilji setja til þess að umræður fari fram um frið við Kínverja. — FÚ. Runciman komínn tíl Prag Víðræður stjórnar- innar við minni- hlutafulltrúana eru byrjaðar LONDON: Runciman lávarður kom til Prag í gær síðdegis og voru fulltrúar ýmsra helztu ráðherranna mættir til þess að taka á móti honum. Ennfremur full- trúar Sudeten-þýzka flokksins. Við- ræður Pragstjórnarinnar við fulltrúa þjóðernislegra minnihluta, byrjuðu í gær. Þing Tékkoslóvakíu kom saman í fyrradag, en þingstörfum var frestað að þingsetningu lokinni og mun þing- ið ekki koma saman fyrr en samkomu- lagsumleitunum við þjóðernislega minnihluta er svo langt komið, að hægt verði að leggja málið fyrir þingið. FÚ. Samkomulag Frakka og Þjóðvcrja iuii ausí- 216. dagur ársins. Sólarupkoma kl. 3.45. Sólarlag kl. 9.20. Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 11.40. Næturlæknir er í nótt Katrín Thoroddsen, Egils- götu 12, sími 4561. Næturvörður er í Ingólfs Apóteki og Laugavegs Aóteki. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfr. 12,00 Hádegisútv. 15,00 Veðurfr. 19,10 Veðurfr. 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Hljóm- plötur: Létt lög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Frá Ferðafélagi ís- lands. 20.25 Frá útlöndum. 20.40 Hljóm- plötur: Létt lög. 20.45 Garðyrkjutími (Stefán Þorsteinsson ráðun.). 21.00 Hljómplötur: a) Fiðlukonsert, eftir Wi- eniawsky. b) Hringdans, eftir Hummel. c) 21.30 Andleg tónlist. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssv.-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnarnes. Þrasta- lundur. Laugarvatn. Bílpóstur að norð- an. Fagranes til Akraness Laxfoss til Borgarness. Þingvellir. Breiðafjarðar- Dala-, Barðastrandar- og Fljótshlíðar- póstar. Gullfoss til ísafjarðar. Esja til Glasgow. Til Rvíkur: Mosfellssv.-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnames. Þrasta- lundur, Laugarvatn, Þingvellir, Fagra- nes frá Akranesi, Laxfoss frá Borgar- nesi. Norðanpóstur. Breiðafjarðarpóst- ur. Þykkvabæjar-, Strandasýslu- og Kirkj ubæj arklausturspóstar. Skipafréttir. Esja er í Reykjavík. Súðin kom til Reykjavíkur um miðnætti í nótt. Gull- foss er í Rvík. Goðafoss var væntan- legur að vestan og norðan snemma í morgun. Brúarfoss fór frá Grimsby í gærkvöldi, áleiðis til Khafnar. Detti- foss er á leið til Hull frá Hamborg. Lagarfoss kom til Khafnar í gærmorg- un. Selfoss er í London. Drengjamót Ármanns. Hið árlega drengjamót Ármanns hefst á íþróttavellinum í kvöld klukkan 7.30. Verða keppendur alls um þrjátíu frá þremur félögum, Ármanni, K. R. og Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. í kvöld verður keppt í 80 metra hlaupi, 1500 metra hlaupi, langstökki og kringlukasti. Drengjamótið heldur á- fram á föstudagskvöldið og laugardags- kvöldið. Aðgangur að vellinum verður 50 aurar fyrir fullorðna og 25 aurar fyrir böm. Keppendur og starfsmenn á drengjamóti Ármanns eru áminnt- ir um að mæta á réttum tíma. Þátttakendur í fyrri Mýmatnsferð Ferðafélagsins eru beðnir að mæta 1 Oddfellow-húsinu á föstudagskvöld. Listsýningin í Miðbæjarskólanum verður opin að- eins í tvo daga enn. Úr Skagafirði. Tvo undanfarna daga hefir verið af- bragðsþurrkur í Skagafirði, svo að allir hafa hirt að ljánum. Víðast hvar er þó eitthvað eftir að slá af túnum, en þv íverður lokið á næstunni. Tún hafa sprottið vel síðustu daga, en á útengi er grasspretta léleg. — FÚ. Héraðsmót vestfirskra Góðtemplara var haldið að Núpi í Dýrafirði síðastliðinn laugar- dag og sunnudag. Umdæmisstúkan nr. 6 stóð fyrir mannfagnaði þessum. Full- trúar á svæðinu frá Tálknafirði til ísafjarðar sóttu samkomuna og auk þess margir aðrir, eða um 150 manns. Sama dag var haldin fjölmenn sam- koma að Þingeyri. Er nú í smíðum stórt samkomuhús fyrir kauptúnið og var samkoma þessi til tekjuöflunar fyrir húsbyggingarsjóð. — FÚ. Til Seyðisfjarðar kom i fyrradag færeyska skipið Kyr- jasteinur og lagði á land 1133 mál síldar, er veiddist sunnan Langaness. Síldarbræðslan á staðnum hefir nú tek- ið við nálægt 3000 málum sildar. — FÚ. KAUPMANN AHÖFN: Norska utanríkismálaráðuneytið til- kynnir að flutningaskip frá Bergen, sem fyrir nokkru lagði af stað frá ís- landi með 1500 smálestir af fiski og sem átti að vera komið til Marseille á Frakklandi 24. júlí, hafi verið tekið í Miðjarðarhafi af flugvélum í þjónustu Fi-ancos og skipað að halda til Ceiita. Norska utanríkismálaráðuneytið hefir þegar mótmælt þessu athæfi við stjórn- ina í Burgos og krefur fullkominna skaðabóta fyrir skipstökuna. — FÚ. urrískar ríkisskuldir. * LONDON: Samkomulagsumleitunum, sem stað- ið hafa yfir undanfarna 2 mánuði, milli Frakka og Þjóðverja, um greiðslu á lánum sem Frakkar veittu Austur- ríki, er nú lokið. Náðist algert sam- komulag um greiðslu skuldanna. Þýzk blöð fagna þessu samkomulagi og segja, að allir samningar á sviði al- þjóðlegra viðskipta sé spor í rétta átt og sérstakt fagnaðarefni á jafn við- sjárverðum tímum og nú eru. — FÚ. Mörg skip komu með full- fermi til Siglu- fjarðar í gær Mikil síld fyrir öllu Norðurlandi. Fjöldi skipa kom til Siglu- fjarðar í gær og fyrrinótt með fullfermi. Er nú mikil síld fyrir öllu Norðurlandi og veiðiveður hefir verið betra en nokkru sinni fyrr í sumar. Er útlit fyrir að það muni haldast. Um kl. 8 í gærkvöldi biðu 20 skip eftir afgreiðslu hjá ríkis- verksmiðjunum á Siglufirði. Hin- ar verksmiðjurnar áttu líka nokkur skip eftir óafgreidd. í gærkvöldi var von á fleiri skip- um. Sum skipin hafa verið mjög stuttan tíma úti. T. d. kom Jón Þorláksson inn með fullfermi um hádegi í fyrradag og var kominn inn aftur með fullfermi í gærkvöldi. Hafði hann náð í síldartorfur rétt utan við fjarð- armynnið. Siglufirði, í gær. — FÚ. Til Ríkisverksmiðjanna í Siglufirði komu frá því um nón í gær til nóns í dag 50 skip, með samtals 23.000 mál, en 27 skip bíða afgreiðslu. Mest hef- ir veiðzt á svæðinu frá Tjörnesi til Haganessvíkur. Mikil síld var víðast hvar á því svæði og veiði- veður ágætt. Flugvélin Örn kom til Siglufjarðar kl. 13.25 úr síld- arleit. Sá hún allmikla síld vest- an Málmeyjar, við Ásbúðasker að Múlaey. Einnig sá hún miklar torfur vestan Hafnarbúða, Kálfshamarsvíkur og Skaga- strandar, tvo til fjóra kílómetra frá landi. Þá sá hún og mikla síld begg|ja megin Vatnsness. Örfá skip voru þó að veiðum í Skagafirði og Húnaflóa. Um kl. 15 óö síld allt í kringum Gríms- fey. Hiti á veiðisvæðinu er 14 til 16 stig. Söltun í gær var 3649 tunnur — þar af 976 matjessíld. í dag var mjög lítið saltaö, eink- um af matjessíld. Síldin er mjög misstór og misfeit og þykir ill- fært að greina hana sundur til matjessöltunar. Fitumagn er 13 til 18 af hundraði, en þó mun minna af feitu síldinni. Rekneta- veiði er að glæðast, í dag hefir veiði á bát komizt upp í 50 tunn- ur. Aðrar verksmiðjur í Siglu- firði en ríkisverksmiðjurnar, fengu um 2000 mál síldar á síð- asta sólarhring. Bliicher vill stríð Fjöldi rússneskra her- manna hef ír veríð flutt- ur til Austur-Síberíu seínustu mánuðína Dómar heimsblaðanna um það, hvort hinar nýju landa- mæraþrætur Japana og Rússa muni leiða til styrj- aldar, eru mjög skiptir. Yfirleitt ber þeim saman um að Japanir óski ekki eftir styrj- öld við Rússa eins og sakir standa. Hinsvegar fullyrða mörg þeirra, að Rússar, sem eigi upp- tök þessara óeirða, telji að styrj- öld við Japani verði ekki umflúin og nú séu kringumstæðurnar einna heppilegastar fyrir Rússa, þar sem Japanir verði að hafa mikið af her sínum í Kína og Kínastyrjöldin hafi leitt i ljós að þeir séu ekki eins hernaðarlega sterkir og áður var haldið. Önn- ur telja að Rússar ætli raun- verulega ekki í styrjöld að þessu sinni, heldur sé þetta bragð af þeirra hálfu, gert til þess að Jap- anir þori ekki að flytja meira herlið frá Manchukuo til Kína, en þess hafa þeir mikla þörf, ef sókn þeirra þar á að heppnast. Reynslan ein sker úr því, hvor tilgátan er réttari. Sérfræðingur í hernaðarmál- um, sem ferðazt hefir í sumar um Sibiriu með leyfi rússnesku stjórnarinnar, hefir í viðtali, sem birzt hefir í ýmsum Norður- landablöðum, látið eftirfarandi álit í ljósi: Fyrir ári síðan óskuðu hvorki Japan eða Rússland eftir styrj- öld. Þau létu aö vísu ófriðlega við landamærin, skiptust á harð- orðum orðsendingum, en án verulegrar alvöru. Eg hygg að Rússland óski ekki eftir styrjöld nú, en það óttast hana heldur ekki. Japan vill hinsvegar um- fram allt komast hjá styrjöld. Úrslitavaldið liggur raunveru- lega í höndum Blúchers, yfir- hershöfðingja Rússa í Austur- Asíu. Hann er valdamesti mað- urinn í Sibiriu og hann vill styrj- öld. Hann mun einskis láta ó- freistað til að koma fram þeim vilja sínum, því hann veit vel að tíminn nú er eins óhentugur fyrir Japani og hann getur nokkru sinni verið. Rússneski herinn í Sibiriu get- ur barizt í eitt ár, án þess að fá hjálp frá Moskva. Rússland sjálft hefir ekkert að óttast, þótt styrjöld geysi í Austur-Sibiriu. Her Blúchers er áætlaður um 900 þúsundir manna, auk varaliðs. Menn grunar það yfirleitt ekki í (Framh. á 4. síðu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.