Nýja dagblaðið - 04.08.1938, Side 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Ferðamenn urðu fyrr á árum
varir við ýmsar skritnar misfell-
ur i embœttisrekstri í ítaliu. Enn
mun nokkuð eima eftir af þessu.
Ferðamaður einn, sem staddur
var í Grikklandi og œtlaði til ít-
alíu, og gekk í banka til þess að
skipta peningum sinum. Þegar i
bankann kom, reyndist ítölsk
líra vera seld 20% undir nafn-
verði. Ferðamanninn grunaði
svik og fór til ítalska rœðis-
mannins og spurði hann ráða.
— Jœja, sagði ræðismaðurinn,
er líran svona lág? En kaupið,
þetta eru góð kaup.
Hann flýtti sér í bankann, en
þegar þangað kom, voru allar ít-
alskar lírur útseldar. Rœðismað-
urinn hafði reynzt ferðamann-
inum skreflengri og keypt þœr
allar sjálfur.
*
Kalinin, forseti Sovétríkjanna,
hefir um margra ára skeið verið
einskonar góður jólasveinn, sem
hefir gefið ýmsum þegnum hins
rauða ríkis óvœntar gjafir. Nú
nýlega hefir hann i umboði hins
svonefnda œðsta ráðs, útnefnt
flugmennina Vladimir Kokkina-
ki og Alexander Brjandinsky sem
„sovéthetjur“, fyrir flug þeirra
milli Moskva og Vladivostok. Auk
þess hefir þeim hlotnazt „Lenin-
orðan“ og 25 þúsund rúblur.
*
Blaðið News Chronicle hefir
boðið Douglas Corrigan 1.2 millj.
kr., ef hann vildi veita því einka-
rétt á frásögnum af fluginu og
myndum frá því. Þótt aleiga
flugmannsins sé sem stendur
flugvél hans og 15 dollarar, hefir
hann neitað tilboði blaðsins.
Siðar voru honum boðnar 80
þús. krónur fyrir að sýna sig
i nokkrar vikur á skemmtistað
einum, en hann neitaði sam-
stundis boðinu. Sama máli
gegndi um tilboð frá amerísku
timariti, er lofaði 60000 krónum
fyrir stutta grein.
Amerískur kvikmyndakóngur
bauð honum 400.000 kr. fyrir að
leika í kvikmynd. Þá svaraði
Corrigan:
— Við hittumst kannske í Am-
eríku. Verið þér sœlir.
Umboðsmaður frá Metro-
Goldwyn-Mayer heimsótti hann
í Dublin og bauð honum gifur-
lega fjárupphœð fyrir að leika í
kvikmynd. Corrigan svaraði:
— Eg skil ekki þessi tilboð
ykkar. Er ekki hægt að sjá fólki
fyrir kvikmyndum, og blaða-
greinum, án þess að ég komi þar
til sögu?
Þegar átti að borga honum
8000 krönur fyrir útvarpsrœðu
til Ameríku, sagði hann reiði-
lega:
— Eg kæri mig ekki um pen-
inga.
*
TIL ATHUGUNAR:
Það er hœgt að skipta œfi kon-
unnar í þrjú tímabil. Á fyrsta
tímabilinu dreymir hana um ást.
Á öðru tímabilinu rœtist sá
draumur. Á þriðja tímabilinu
iðrast hún ástarinnar.
St. Proper.
VIRCINIA CICARETTUR
20stk. PAKKINN KOSTAR KR. 1-50
Beztu kolín
„Gullfoss"
fer á föstudagskvöld, 5. ágúst kl.
10 til Breiðafjaröar og Vest-
fjarða.
Farseðlar óskast sóttir í dag.
Skipið fer 12. ágúst til Leith
og Kaupmannahafnar.
Reykjavík - Akureyri
Næsta araðferð um Akranes til Ak-
ureyrar er á mánudag
tSifrei&astii& Steindórs.
Sími 1580.
Símar: 1964 og 4017.
Bálfarafélag tslands.
Skrifstofa: Hafnarstrœti 5.
Félagssklrteini (æfigjald) kosta 10 kr.
Skírteini, sem tryggja bálför, kosta 100
krónur, og má greiða þau i femu lagi,
á einu ári. Allar nánari upplýsingar á
skrifstofu félagslns. Simi 4658.
,,GoðaSoss“
fer á laugardagskvöld, 6. ágúst,
um Vestmannaeyjar til Leith og
Hamborgar.
Farseðlar óskast sóttir á föstu-
dag.
Kjötverzlanir
Seijum hreinsaðar kindagarnír.
GARMSTÖBm, Reykjavík.
Sími 4241.
„Vélin er ásfmey mín”
Hér birtist niðurlag greinarinnar, sem Douglas Corrigan
skrifar um Atlantshafsflug sitt. Hann segir hér frá því, er
hann sér til lands og kemst að raun um, að hann hefir flog-
ið í austur en ekki vestur. Corrigan segir hér ennfremur frá
flugnámi sínu, sem hann hóf 1926 og þá aðeins í tómstund-
um og varð að leggja hart að sér. Hann er flugmaður af
lífi og sál, hefir helgað fluginu alla krafta sína og má efa-
laust vænta fleiri afreka af honum áður langt um líður.
En svo hófust ásar yfir hafs-
brúnina framundan. Þeir líktust
ekki ásunum á vesturströnd
Ameríku, svo að ég ályktaði, að
ég væri kominn til Kanada.
Ég reyndi stýrið, en það var
eins og það átti að vera. Þá fór
ég að veita áttavitanum athygli
og komst þegar að raun um, að
hann var í ólagi. Ég leit aftur
niður og sá, að þessi strönd gat
ekki verið á Kaliforníu og ekki
heldur Kanada. Ég athugaði í
flýti hvað ég hafði flogið lengi,
og sannfærðist um, að ég hefði
flogið í austur en ekki vestur,
og að grænu ásarnir, sem ég sá,
hlytu að vera á írlandi.
Ég undirbjó flug yfir Atlants-
hafið í fyrra, og kynnti mér þá
landslagið á írlandi. Gamli At-
lantshafsflugmaðurinn Fitz-
maurice ofursti, gaf mér þá
uppdrætti sína. Ég hlaut þó að
styðjast aðeins við minnið í
þessu efni, þar eð ég hafði ekki
meðferðis annað en lúðan upp-
drátt af nokkrum hlutanum af
austurströnd Ameríku. Hann
sýndi nokkurn hluta af Law-
rence-fljótínu, svo ekki hafði
ég mikið gagn af því. En ég
hafði athugað vel þá uppdrætti,
sem Fitzmaurice ofursti gaf
mér, svo að ég flaug áfram og
treysti minninu. Ég varð alveg
sannfærður um að ég væri yfir
írlandi, er ég sá aftur til hafs
handan við landið.
Ég sá stóra borg niður undan
mér, en kom ekki auga á neitt,
sem gæti verið flugvöllur. Þarna
voru bryggjur, skip og skipa-
lægi, en ekkert sem líktist flug-
velli. Ég ályktaði að þetta væri
Belfast og flaug til suðurs, enda
reyndist þessi ályktun min rétt.
Ég athugaði landslagið í heila
klukkustund með mestu ná-
kvæmni, en kom ekki auga á
neinn lendingarstað.
Skömmu síðar sá ég stóra
borg rísa upp framundan. Þetta
hlaut að vera Dublin, enda
reyndist það rétt vera. Ég var
fljótur að þekkja Baldonnel
flughöfnina, þar sem ég mundi
vel eftir uppdráttum Fitzmaur-
ice.
Ég lækkaði flugið og sveimaði
í hring yfir flugvellinum og
lenti síðan heilu og höldnu í
hinni vingjarnlegu borg Dublin.
Ég hefi verið ólmur í að fljúga
síðan 1926. Þetta flugæði hófst
í mér er ég var 17 ára. Þá vann
ég hjá byggingameistara í Los
Angeles, en hann hafði meö
höndum nokkrar byggingar á
flugvellinum.
Ég slæptist við vinnuna til
þess að geta horft á flugmenn-
ina fara af stað, lenda og leika
ýmsar listir. Ég varð brátt leið-
ur á byggingavinnunni, enda
var ég aðeins bifreiðarstjóri á
vörubifreið, og fór úr einum
staðnum í annan að jafnaði.
Ég lagði til hliðar af launum
mínum til þess að geta lært aö
fljúga í 15 mínútur á hverjum
sunnudegi. Þegar forráðamenn
flugvallarins sáu hve ákafur ég
var við námið, létu þeir mig fá
vinnu við flugvöllinn, en þar
varð ég einnig að fara úr einu
í annað. Ég lærði jafnframt það
sem kennt er í flugi á jörðinni
og síðar settist ég á skólabekk-
inn og tók að nema vélfræði.
Ég kynnti mér flug frá öllum
hliðum, og hagnýtrar þekking-
ar aflaði ég mér með því að
inna af hendi öll erfiðustu
verkin á flugvellinum.
í lok ársins 1926 fékk ég at-
vinnu hjá framleiðendum Ry-
an-vélanna og þar kynnti ég
mér flugvísindi.
Síðan hefi ég verið flugkenn-
(Framh. á 4. síöu.)