Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 11.08.1938, Qupperneq 4

Nýja dagblaðið - 11.08.1938, Qupperneq 4
REYKJAVÍK, 11. ÁGÚST 1938 NYJA DAGBLAÐIÐ 6. ARGANGUR — 182. BLAÐ Tilkynniné um úlflutningfsleyfi. tJtflytjendur eru hérmeð áminntlr um að leyfi Fiskimálanefndar þarf til að mega bjóða til sölu, selja eða flytja út eftir- taldar sjávarafurðir: Skreið. Allan fisk, ísvarinn og frystan. Lax, ísvarinn og frystan. Hrogn, ísvarin, fryst, krydduð og söltuð. tJtflytjendur eru sérstaklega varaðir við að taka ákvarðanir um umboðssölu án samþykkis Fiskimálanefndar. FISKIMÁLAIVEFM). 101 afslátt gefum við af öllum vörum, sem unnar eru úr íslenzku efni. — VÖRUÚRVAL aldrei meira en nú. — Sérstaklega fal- legar TELPU- og DRENGJA-PEYSUR, bæði köflóttar og einlitar. Skólarnir byrja í næsta mánuði. Grípið tækifærið og kaupið SKÓLAPEYSURNAR þar sem þær eru fallegastar og ódýrastar. Prjónastofan Hlín Laugaveg 10. Simi 2779. GAMLA BlÓ Káftl Igallgerðar- maðurmn | Bráðsmellinn og fjörugur :> gamanleikur. !:j: Aðalhlutverkin leika :í; hinir vinsælu leikarar Danielle Darrieux iji °g i|: Albert Prejan. i|: Islenzkir skóladrengir í Færeyjum. (FramhalcL af 3. siðu.) formaður bátsins ekki til að fara með alla í einu. Urðu þeir Jóhann Kallsoy, Aðalsteinn, Gísli og Jóhann eftir og sótti báturinn þá aftur um nóttina. Við hinir strákarnir þrír, Jó- hannes úr Kötlum, sem var með okkur, og þrír Færeyingar, fór- um í fyrri ferðinni. Gekk okk- ur ágætlega, enda skreið bátur- inn vel fyrir seglum og vél. Á mánudaginn var þoka fram- an af. En seinnipartinn gengum við á fjöll og sáum þá svonefnd- an Ambadal, sem talinn er fegursti dalur Færeyja. 1 Þórshöfn. Á þriðjudagsmorguninn vakti Kallsoy okkur kl. 6. Á 8. tíman- um lögðum við af stað til Þórs- hafnar, og fórum nú á mótor- báti til Fuglafjarðar. Þaðan fórum við á póstbíl til Söl- mundarfjarðar við Skálafjörð, en stönzuðum í leiðinni klukku- tíma í Götu. Var okkur tekið forkunnarvel þar í skólanum, og borðuðum við þar morgun- verð. Síðan fórum við með mót- orskipi, sem Tróndur heitir, til Þórshafnar, og var grenjandi rigning, er við komum þangað. Morguninn eftir fórum við að skoða bæinn. Fóru nú freisting- arnar að gera vart við sig, þeg- ar appelsínur, epli, bananar, vínber, perur og plómur blöstu við okkur í búðargluggunum. Slíkt fæst nú ekki i Reykjavík! Seinnipartinn skoðuðum við Stýrimannaskólann, og um kvöldið var sumum okkar boðið í „cirkus“, sem hefir hér sýn- ingar um þessar mundir. Skemmtum við okkur þar vel. Ólafsvakan. Fimmtudagurinn var „Ólavs- vökuaftan“. Þann dag var helli- rigning fram eftir öllu, en batn- aði undir kvöldið. Kl. 2 hlust- uðum við á fyrirlestur um ís- lenzkar lausavísur, sem Jóhann- es úr Kötlum flutti á nemenda- félagsfundi í Lýðháskólanum. Kl. 6 sáum við kappróður. Þennan dag hófst Ólafsvökuhá- tíðin, þjóðhátíð Færeyinga, en aðalhátíðin var daginn eftir, 29. júlí. Um kvöldið sáum við fær- eyskan dans í Sjónleikahúsinu, en fórum þaðan kl. 12 y2, því að loftið var orðið svo vont þar. Á Ólafsvökudag vorum við á fundi, sem haldinn var í barna- skólagarðinum. Þar töluðu Jó- hannes úr Kötlum, Lars Eski- land, Jæger Leirvík og Jóann- es Patursson. Ýmislegt sáum við og heyrðum fleira af Ólafs- vökufagnaði. Á laugardaginn tókum við á móti íslenzku knattspyrnu- mönnunum úr K. R., þegar þeir komu með Lyru, og vorum með þeim, þangað til þeir fóru af stað til Suðureyjar um kvöldið. Kennaranámskeið. Mánudaginn 1. ágúst byrjaði hér kennaranámskeið í nýtízku kennsluaðferðum, svonefndum vinnuskólaaðferðum. Kennar- inn okkar, Aðalsteinn Sig- mundsson, kennir þær, en við drengirnir fimm hjálpum til, með því að vinna á námskeið- inu, eins og við erum vanir að gera heima í Austurbæjarskól- anum, og sýna kennurunum, hvernig við förum að. Erum við með verkefni um Færeyjar. 40 færeyskir kennarar taka þátt í námskeiðinu, og er sagt, að það sé það flesta, sem verið hef- ir á kennaranámskeiði hér. Það stendur yfir til 13. þ. m. En við ætlum að koma heim með Lyru 22. ágúst. Jónas Eggertsson. George Clemenceau. (Framhald af 2. síðu.) starfa. En útlitið virtist ekki batna í fyrstunni. Bandamenn biðu hroðalegan ósigur við Che- min des Dames og Foch óttaðist að hann yrði kallaður fyrir her- rétt. Clemenceau talaði um fyr- ir honum. Hann hafði álit á þessum örgeðja hermanni, sem vildi berjast „fyrir framan Paris, í París og að baki Parisar“, ef þörf krefði. Clemenceau var tíður gestur á vígstöðvunum og gekk þar hik- laust um meðal útvarðanna án þess að hlífa sér á nokkurn hátt fyrir árásum óvinanna. Þessar heimsóknir urðu til þess að hann varð átrúnaðargoð hersins. Cle- menceau var hinn sívakandi refsivöndur bak við herlínuna og skörungsskapurinnerhann sýndi í hvívetna síðasta ár heimsstyrj - aldarinnar, varð siðferðileg kjöl- festa fyrir Frakkland, og átti sinn þátt í hver úrslit ófriðarins urðu. Loks var komið að því, að Clemenceau gæti komið hefndar þrá sinni í framkvæmd, eða allt að því, en svo komu friðarsamn- ingarnir, sem hann fyrirleit. — Daudet segir um Clemenceau, eins og sagt er um Hannibal: „Hann kunni að sigra, en ekki að hagnýta sér sigurinn." Næstu árum eyddi Clemen- ceau við heimspekilegar hugleið- ingar og ritstörf. Mennirnir gleymdu honum. Sjálfur sagði hann með nokkrum þunglyndis- hreim: „Nei, það er engin þröng í anddyri mínu.“ Sigurvíman hvarf fljótt og hversdagsleikinn hélt aftur innreið sína, með nýj - um mönnum og því snerpuleysi, sem Clemenceau fyrirleit mest 1 fari þeirra Briands og Poincarés. Eftir dauða Fochs voru gefnar út „minningar", sem veittu hon- um miður góðan vitnisburð. Cle- menceau reiddist þessu ákaflega og svaraði með bókinni: „Sigur- inn, fremd hans og eymd“. Þar er herforingjanum fylgt á und- anhaldinu orð frá orði, þar til honum er, fremur með hryggð en reiði, skipað á bekk með öðr- um vanþökkuðum og lítilf jörleg- um mönnum. Clemenceau skrifaði síðustu blaðsíður þessarar bókar rétt áð- ur en hann dó. Það hlýtur að hafa áhrif á mann að lesa síðustu línur þess- arar bókar: „Fólkið byrjar og fólkið endar. Vitundin um gerðir vorar leiðir af sér ábyrgð. Frakkland verður eins og Frakkar verðskulda að það verði.“ Clemenceau dó 89 ára gamall, og svo að segja með pennann i hendinni. Hann var jarðaður við hlið föður síns í Vendeé. Kistan stendur upp á endann í rótum stórrar eikur, og öldungurinn heldur á litlum blómvendi, sem hermennirnir færðu honum eitt sinn á vígstöðvunum. Af hinni áköfu hefndarþrá hans er nú ekki annað eftir en ókyrrðin og sundrungin í Ev- rópu.. Atökin í Sjálfstæðis- flokknum. (Frh. af 1. síðu.) hyllir því hvorttveggja jafn á- kaft. HeUdsulurnlr bera sigur ár býtunt. Þessi ólíka afstaða flokksblað- anna gefur bezt til kynna hin mismunandi sjónarmið innan flokksins til ræðu Knúts. Enda er víst, að komið hefir til harðra átaka í innsta hring flokksins og að flokksformaðurinn hefir þar lent í andstöðu við heildsal- ana. Hafa þeir brigzlað honum með kjarkleysi og skuldum Kveldúlfs og m. a. látið þau orð falla í því sambandi, „að honum væri vorkunn, hann hefði ekki lengur efni á því að hafa skoðun“. Þeir munu jafnframt hafa gefið honum og fylgis- mönnum hans óspart til kynna, að máske gæti þeir haft það á valdi sínu, hver væri flokksfor- maður, því flokkurinn yrði lítils megnugur, ef hann missti fjár- stuðning þeirra. Gæti vel svo farið, að Ólafur Thors ætti eftir að sjá þann dag, að Knútur Arngrímsson yrði eftirmaður hans! Endalok þessara átaka virð- N t I A B t Ú ijl Hínnhrædílegí | | sannleikur 1 IBráðskemmtileg amerísk |: kvikmynd frá Columbia » Film. | Aðalhlutverkin leika Cary Grunt, Irene Dunne, Italph BeUamg o. fl. Í Húsnæði. 2—3 herbergja nýtízku ibúð óskast 1. okt. 2 í heimili. Upp- lýsingar í síma 2177 og 4993. Kunnugur maður í bænum vill taka að sér að innheimta reikninga eða selja útgengilega vöru. Afgreiðslan vísar á. AUSTURFERÐIR í Olíns, Þrastalund, Grímsnes, Laugarvatn Laugardal, Bískups- tungur að G e y s I í Haukadal frá Bífreiðast. Geysí Sími 1633. ast líka hafa orðið þau, að heildsalarnir hafi borið sigur úr býtum. Má m. a. marka það á því, að Morgunblaðið hefir steinþagnað, en Vísir hefir haldið áfram og birt fyrrnefnda grein eftir Knút, þar sem hann ber algerlega til baka þau ummæli Mbl., „að hann hafi rofið tengsli sín við Sjálfstæð- isflokkinn“, heldur lýsir þvi þvert á móti yfir, að hann telji sig góðan og gildan Sjálfstæðis- flokksmann. Sj álf stæðisf lokkurinn gerir öðru hvoru kröfur til þess að kalla sig lýðræðisflokk. En með- an hann fær nazista til að pré- dika ómengaðar ofbeldiskenn- ingar á skemmtunum sínum, lætur hann halda því fram í flokksblöðunum, að stefna Sjálfstæðisflokksins og nazism- inn sé alveg það sama, átelur það ekki þó annað helzta flokksblaðið taki undir skoðanir hans í ritstjórnargrein og veiti þeim mönnum brigslyrði, sem ekki vilja hafa hann í flokknum, getur flokkurinn með litlum rétti kennt sig við lýðræðið. Því það er ekki nóg, þó meirihluti hinna óbreyttu liðsmanna séu lýðræðissinnar, þegar þeir menn sem mestu eða öllu ráða nú í flokknum hylla þá stefnu, sem er andstæðust og fjandsamleg- ust lýðræðinu, eins og glöggt hefir sézt á afstöðu þeirra í þessu máli. Eftir stefnu og framkomu for- ráðamannanna á flokkurinn í þessu og öðrum málum að hljóta dóm sinn hjá þjóðinni.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.