Nýja dagblaðið - 12.08.1938, Side 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Það hefir, að því er sagt er,
lengi verið grunnt á því góða
milli Görings og Göbbels. Hitler
hefir hinsvegar ávallt litið i náð
til útbreiðslumálaráðherrans. —
Fyrir nokkrum vikum hleypti
Göbbels af stað nýrri ofsókn á
hendur Gyðingum, og það með
þeim hœtti, að margir, sem báru
hreint og blandað germanskt
blóð i œðum, hafa látið sér fátt
um finnast. Meðal þeirra er sagt
að sjálfur Hitler sé.
*
Dánarskjal, sem Maria drottn-
ing í Rúmenlu hefir eftirlátið,
var nýlega opnað. í bréfi þessu
skipti hún jarðagóssi sínu, höll-
um, dýrgripum og reiðu fé milli
afkvœma sinna og nánustu œtt-
ingja. Auk þess féllu allháar
upphœðir í hlut skólum og stofn-
unum í landinu.
Jafnframt þessum gjafabréf-
um, hafði bréfið inni að halda á-
varpsorð til rúmensku þjóðar-
innar. Lýsti hún þvi þar, er hún
kom til Rúmeníu 17 ára gömul,
og fór siðan nokkrum orðum
um þau þungbœru ár, sem þá
fóru í hönd. Á þvi tímabili kveðst
hún hafa orðið dóttir þjóðar
sinnar. Að endingu leggur
drottningin hinstu blessun sina
yfir fólkið.
*
Yfirvöldin i Wien hafa bannað
Gyðingum að láta taka sér blóð
til þess að dœla i aðra menn.
Þetta bann hefir leitt af sér til-
finnanlegan skort á fólki, sem
er fúst til að láta taka sér blóð
í þessum tilgangi.
*
Uppreistin á Krít, sem œttíngi
hins gamalfrœga grlska stjórn-
málamanns, Venezelos, stóð að
hefir ekkert mannslíf kostað, en
einn lögreglumaður og þrlr upp-
reistarmenn sœrðust. Það er
sennilega ein af tíðindaminnstu
stjórnbyltingartilraununum, er
gerðar hafa verið.
*
Sú saga er sögð, að ungur
maður opnaði búð fast hjá búð
gamals og reynds kaupmanns,
sem verzlaði með nákvœmlega
sömu vörutegundir og ungi mað-
urinn hugðist að selja.
Gamla kaupmanninum var
litið gefið um þetta nábýli og
fannst réttast að reyna að kœfa
þetta verzlunarfyrirtæki í fœð-
ingunni. Lét hann þvi setja yfir
búðardyr sínar stórt spjald, á-
letrað: Stofnsett fyrir 30 árum.
Daginn eftir var einnig komið
auglýsingaspjald yfir búðardyr
unga mannsins. Á því stóð: Opn-
að fyrir átta dögum. Engar
gamlar og legnar vöruleifar.
*
— Eruð þið að tala um þoku,
félagar. Einu sinni lentum við
i þvilíku dimmviðri á Kyrrahaf-
inu, að við innbyrtum heilmikið
af þokunni og brutum hana
niður í stykki. Þau voru svört
eins og kol, enda notuðum við
þau sem eldsneyti.
*
TIL ATHUGUNAR:
Konur eru baktalaöar af sömu á-
stœðum og steininum er kastaö á tré,
sem er ofhlaöiö ávöxtum.
Adolphe Richard.
mimKniiiBfflmnmtmiKintninnnmimntronttnmnmmwmumiwintttttttttn
Reykjavík - Akureyri
Næsta hraðferð til Akure/rar iim Borg-
■ arnes, er á fimmtudag.
Bifreiðastöð Steindórs.
Sími 1580.
Kfflfflffltfflttt*tmmttmtttmttwwttnniittiittitiitiffliitttttttfflttfflmtmttmtttmm
■.v.v.v.v.v.v.w.v.v.v.v.v._____
,v.v.v.,.v.v.w.,.w.v.v.v.v.v.,l
W.V.V.V.V.V.W.V.’.V.V.V.V.V,
1V.V.,.V.V.V.V.V.,.V.,.V.,.V.,.V.,.,I
v.v/.v.v.v.w.v.v.w
V.V.W.V.V.V.V.VAV
v.w.v.v.v.ww.w
THE WORLD'S GOOD NEWS
will come to your home every day through
THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR
An Intemational Daily Newspaper
It records íor you the world’s clean, constructive doings. The Monltor
does not exploit crime or sensation; neither does it ignore them,
but deals correctively with them Features for busy men and all tho
family, lncluding the Weekly Magazine Section.
The Christian Science Publishing Society
One, Norway Street, Boston. Massachusetts
Please enter my subscripHon to The Chrlstian Science Monitor for
a period of
1 year $12.00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00
Wednesday issue, tncluding Magazlne Section: 1 year $2.60. 6 issues 25o
Name__________________________________________
Address.
Samþle Copy on Request
Hitler og Wiedemann
Hitler tók þátt í heimsstyrjöldinni, en um afrek hans í
hernaði fara litlar sögur. Þegar hann hóf herþjónustu
varð hann boðliði hjá Wiedemann höfuðsmanni, sem nú
er einn af næstu undirmönnum Hitlers.
í eftirfarandi grein er nokkuð sagt frá skiptum þeirra
Hitlers og Wiedemanns, og hvernig Hitler sótti ákaft eftir
fylgi Wiedemanns, vegna þess að hann vissi allt um her-
þjónustu Hitlers, og óheppilegar frásagnir frá stríðsárun-
um hefðu getað haft mikil áhrif.
Þegar heimsstyrjöldin brauzt
út í byrjun ágústmánaðar 1914,
féll Hitler á kné og lofaði guð
fyrir að hann fékk að lifa slíka
viðburði. Þannig lýsir hann því
sjálfur hvaða áhrif upphaf ó-
friðarins hafði á hann.
Ungi maðurinn, sem var
svona gagntekinn af hernaðar-
anda, gaf sig þegar fram sem .
sjálfboðaliði við herinn 1 List.
Hitler var þá 25 ára gamall og
hafði í fjögur ár komið sér
undan herþjónustu í föðurlandi
sínu, Austurríki. Hann gat kom-
izt undan afleiðingum þessarar
þrjózku sinnar með því að ger-
ast þegar sjálfboðaliði í þýzka
hernum. Hann hafði búizt við
því, að slíkt mundi afla honum
fyrirgefningar, og þýzku yfir-
völdin myndu gera út um málið !
fyrir hann við austurrisk yf- i
irvöld, þar eð þessi lönd voru í !
hernaðarbandalagi. i
Hitler hafði ekki vaðið reyk I
þessum ályktunum sinum. Inn- ;
an skamms fékk hann tilkynn-
ingu um, að hann væri tekinn
í herinn í List, og að búið væri
að jafna ágreininginn við yfir-
völd Austurríkis.
Þá hófst hernaðarnámið.
Þessi 25 ára gamli maður hefir
í raun og veru átt að fara strax
til vígvallanna, ef hann hefði
áður gegnt skyldum sínum.
Hann hlaut heitið „sjálfboða- ,
liði“ og komst hjá hættu fyrstu
mánaðanna — áhlaupahernaö-
arins.
Þegar Hitler er undir það bú-
inn að fara til vígstöðvanna
losnar boðliðastarf, og hann er
valinn af hendingu.
— Hm. Þér eruð nýi boðlið-
inn. Farið undir eins til Múllers
höfuðsmanns í þriðju hersveit
og segið honum, að hann verði
kl. 21 í kvöld að láta sækja
þessa fimm handsprengjukassa
til forðabúrs nr. 119. Skilið?
— Jú, herra höfuðsmaður.
— Og þegar þér hafið fram-
kvæmt þessa skipun, getið þér
farið niður í eldhúsið og hjálp-
að til að skræla kartöflurnar.
Skilið?
— Jú, herra höfuðsmaður.
Adolf Hitler varð þannig boð-
liði hjá Wiedemann höfuðs-
manni.
Wiedemann höfuðsmaður
lagði niður herþjónustustörf, er
heimsstyrjöldinni lauk. Hann
keypti sér búgarð í Bayern og
lifði góðu lífi af honum og eft-
irlaunum þeim, sem lýðveldið
ánafnaði uppgjafaherforingj-
um. Adolf Hitler lagði inn á
braut stjórnmálanna og hefir
komizt alllangt, sem kunnugt
er.
Hitler hlaut þó að gæta þess
betur og betur, eftir því sem
hann komst lengra, að fortíð
hans yrði ekki þröskuldur á
veginum. Þá hafði það mikið að
segja fyrir þá, sem vildu láta til
sín taka í þjóðmálunum, hvað
þeir hefðu unnið sér til ágætis
í stríðinu.
Hitler ásetti sér því þegar í
upphafi að vinna Wiedemann
höfuðsmann á sitt mál, en hann
var eini maðurinn, sem hafði
fylgzt með Hitler allt stríðið. En
1 honum mistókst að ánetja
Wiedemann. Höfuðsmaðurinn
hélt kyrru fyrir á búgarði sín-
um og lét hvorki Hitler né and-
stæðinga hans hafa sig að ginn-
ingarfífli. Hann var ætíð vin-
veittur nazistahreyfingunni, en
vildi aldrei gerast meðlimur.
Þegar Hitler var orðinn ríkis-
kanzlari 30. janúar 1933, tókst
honum að fá Wiedemann til
þess að takast á hendur full-
trúastarf i stjórnarskrifstofun-
um. Wiedemann hefir síðan, á-
samt þeim Schaub og Brúck-
ner, umgengist Hitler daglega
og verið með í öllum ferðum
hans.
Munnmælasagnir höfðu skap-
azt um hetjudáðir Hitlers í
stríðinu, og hættan á þvl að þær
yrðu kæfðar niður, rénaði stór-
um við það, að Wiedemann varð
einn af nánustu samstarfs-
mönnum hans. Nafn Hitlers er
að vísu ekki nefnt í sögu her-
fylkjanna fi-á List og þó er tínt
samvizkusamlega til, ef hermað-
ur eða herforingi hlaut hina
minnstu viðurkenningu. En
Wiedemann, sem veit allt um
herþjónustu Hitlers, hann þeg-
ir. Hitler hefir tryggt sér þögn
hans með því að fá hann til ná-
ins samstarfs.
Hitler hefir í mörg ár getað
reynt trúlyndi Wiedemanns.
1937 var hann í fyrsta sinn
sendur í áríðandi erindum til
Ameríku. í maí í vor fór hann
til Englands í leynilegum er-
indagerðum. Því er haldið fram,
að Wiedemann hafi komið því
til leiðar, að Hitler hætti við
árás á Tékkóslovakíu.
Wiedemann hefir verið opin-
ber fulltrúi Hitlers vikum sam-
an. Nafn hans er á hverjum degi
nefnt á fremstu síðu blaðanna.
Þegar heimsókn Wiedemanns
til Englands er tilkynnt, hættir
Chamberlain við veiðiför til
Skotlands og Daladier getur
jafnvel ekkl látið sem hann sjái
ekki þenna fulltrúa Hitlers.
(Framh. á 4. siöu.)