Nýja dagblaðið - 12.08.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 12.08.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 XÝJA DAGBLAÐIB Útgeíandl: Blaðaútgáfan hi. RiUtJórt: ÞÓRAKENN ÞÓRARINSSON. RltstJ órnarskrlf stoíumar: Llndarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýslngaskrifstofa: Llndargötu 1D. Síml 2323. Eftir U. S: Síml 3948. ÁskriftarverS kr. 2,00 4 mánuSl. í lausasólu 10 aura eintakiS. PrentsmiSjan Edda h.l. Simar 3948 og 3720. ■ I—O — n — nmmemm o — n—o — c — h — d —f —»> Þögnín um Knút og Pétur í dag er fimmti dagurinn síð- an borgarstjóri kom heim úr síð- ustu utanförinni og enn hefir engin frásögn af erindislokum hans verið birt í íhaldsblöðun- um. Hvað veldur þessari þögn? íhaldsblöðin hafa þó hvað eft- ir annað lýst því réttilega yfir, að hitaveitan væri mesta áhuga- mál bæjarbúa, og það er áreið- anlegt, að þeir óska ekki eftir öðru frekar en að fá sem gleggst- ar upplýsingar um það, hvernig þessum málum sé komið. Þögn íhaldsblaðanna er því þeim mun torskildari. Það er nú líka næstum vika síðan að Morgunblaðið lýsti yfir að Knútur Arngrimsson „hefði rofið tengsli sín við Sjálfstæðis- flokkinn“, og vildi jafnframt sanna, að enginn af forráða- mönnum Sjálfstæðisflokksins væri samþykkur kenningum þeim, sem Knútur hélt fram á Eiði 1. þ. m. En síðan hefir Vísir tekið í sama strenginn og Knút- ur og birt grein eftir Knút, þar sem hann ber á móti því, að hann hafi rofið tengsli sín við Sj álfstæðisflokkinn. Hvernig ber að skilja hina vikulöngu þögn Morgunblaðsins annarsvegar, en afstöðu Visis hinsvegar? Hefir Morgunblaðið og meirihluti flokksforingjanna farið sömu leiðina og Vísir, fall- izt á kenningar Knúts og ætlar sér aö láta Sjálfstæðisflokkinn taka upp vinnubrögð i samræmi við þær? Þetta er mál, sem fyrst og fremst ýmsir Sjálfstæðiskjós- endur vilja fá upplýst. En í stað þess að fá þessar upplýsingar eða greinargerð um erindislok borgarstjórans, er al- ræmdur óreglu- og óreiðumaður, Árni frá Múla, látinn fylla dálka Morgunblaðsins með heilabrot- um um „siðgæði og göfug- mennsku", og Kristján Guð- laugsson eyðir heilum síðum af Vísi undir glósur um „teknik" útvarpsstjórans! Hversu lengi geta fylgismenn þessara blaða látið bjóða sér upp á sllkt? »Jórunnnrmálíð« Greinar um málið í Vísi og Alþýðublaðinu eru svo litilfjör- legar, að ekki tekur að svara því — nema örfáum orðum: Bæði blöðin tala um „opin- bera rannsókn" eins og „kina- lífs-elexir“ sem allt geti upplýst. Sannleikurinn er þetta: Vitna- skyldan við opinbera rannsókn og í meiðyrðamáli er hin sama, sömu vitni yrðu yfirheyrð, mála- færslumaður kæranda dregur að sjálfsögöu fram hvert vitni sem máli skiptir í stað dómara í opinberu máli, sömu dómstólar dæma málið að síðustu. Málið verður nákvæmlega eins upplýst, hvor leiðin sem valin er — því að kvelja menn til sagna í „opinberum rannsókn- um“ með sveltu, tíðkast nú ekki, þótt Vísir gefi í skyn að því ætti að beita í þessu máli. Allt skraf blaðanna um þessi atriði er því heilaspuni einber. — Til hvers væri líka einkamálaleiðin, ef hún ekki leiddi sannleikann í ljós? Vísir segir að sneitt sé að Jón- asi Jónssyni þar sem sagt er að það hafi verið „algengt áður en núverandi dómsmálaráðherra tók við völdum, að sakamála- rannsóknir“ eins og menn vilja nú koma af stað gegn útvarps- stjóra, hafi verið notaðar gegn andstæðingunum. Hver var dómsmálaráðherra áður en núverandi dómsmála- ráðherra tók við? Hver hafði Pálma Loftsson undir opinberri rannsókn, Einar á Ægi og nú- verandi dómsmálaráðherra? — Hver lagði Lárus Jónsson lækni i einelti með „opinberri rann- sókn“? Og allt var þetta gert með viðeigandi blaðaskrifum og níði. Langar íhaldsflokkinn til að fá þessa tegund af réttarfari? Andstæðingar H. J. forsætis- ráðherra hafa aldrei getað bent á nokkurn andstæðing sem ráð- herrann hafi misbeitt rannsókn- arvaldinu gegn — aldrei neinn flokksmann hans, sem hann hafi ranglega hlíft — og þó eru þessir drengstaular að narta í ráðherr- ann fyrir að hafa ekki tekið af- stöðu í máli sem er að fara til dómstólanna. Gagnvart dómsmálaráðherra er bersýnilega fylgt reglu Knúts Arngrímssonar, „að gefa and- stæðingi sínum aldrei rétt í hve smáu atriði sem er“ — hversu vel og rétt sem hann gerir. Ný fískimið Samkvæmt fregn, sem birtist í norsku blaði, kom botnvörp- ungur frá Tromsö, Svalbard II, nýlega heim með hlaðafla, ná- lægt 120 smálestir saltaðs fiskj- ar og 55 tunnur af lýsi. Afla þennan hafði skipið feng- ði í Barentshafi á 25. stigi aust- lægrar lengdar. Var þar gnægð af feitum og vænum þorski. Á þessu svæði hefir ekki verið fiskað áður og hafa því verið fundin ný fiskimið. Mörg skip eru nú komin á þessi nýju fiski- mið. Barentshaf liggur milll Nor- egs, Spitzbergen, Franz Josefs- lands og Novaja Semlja og er mikið hlýrra en aðrir hlutar ís- hafsins. Mesta djúp þess er talið vera 500 metrar, en víðast er það miklu grynnra. Kaupið og lesið NÝJA DAGBLAÐIÐ Skátahö!fðinginn Baden-Powell Robert Stephenson Smyth Baden-Powell lávarður, höfð- ingi yfir hálfri þriðju milljón skáta í 49 þjóðlöndum, og mesti uppeldisfrömuður á síðari árum, hefir siglt skipi sínu til íslands til öxstuttrar heimsóknar. ’ Baden-Powell er maður á ní- ræðisaldri. Hann er fæddur í Englandi 22. febrúar 1857. Þeg- ar á ungum aldri komu fram hjá honum þau einkenni, er síðar hafa þótt prýða hinn fræga mann, þrautseigja, snar- ræði og glaöværð. Hann var mjög fjölhæfur unglingur. Hann teiknaði og málaði, lék á hljóð- færi, stundaði leiklist, fékkst við veiðiskap og sjóferðir og iðkaði iþróttir. í knattspyrnu- flokki sínum var hann mark- vörður. Sú saga er um hann sögð frá æskuárunum, að eitt sinn hafi kennari hans komið að honum, þar sem hann sat á háum stóli framan við píanó og var að spila göngulag með tán- um. Baden-Powell gerðist her- maður nítján ára gamall. Innti hann af höndum herþjónustu austur i Afghanistan og siðar í Suður-Afríku, Indlandi og á Malta. Hann tók þátt í hinu svokallaða Aschanti-stríði í Efri- Guinea og hafði þar á hendi yfirstjórn liðssveitar innfæddra manna. Árið 1889 var hann yf- irhershöfðipgi í herferð Eng- lendinga i Matabele í Suður- Rhodesia. Þegar Búastríðið brauzt út var Baden-Powell herforingi þar. Hann stjórnaði hinni frægu vörn við Mafeking, sem var um- setinn af her Búa í 217 daga. Allan þann tíma varði hann borgina gegn hörðum árásum hinna hraustu Búa, mjög fálið- aður. Þó átti hann einnig við að stríða sjúkdóma, er hjuggu tilfinnanleg skörð í hermanna- sveit hans. Meðan á þessari um- sát stóð hugkvæmdist honum að skipuleggja sveit drengja til njósna og sendiferða. Það var vísir að skátafélagsskapnum. Með óbilandi hugrekki og fá- dæma langþoli tókst Baden- Powell að verja Mafeking, þar til honum barst liðstyrkur eftir þrjátíu og einnar viku vörn. Að Búastríðinu loknu vann Baden-Powell í þrjú ár að því að skipuleggja riddaralögreglu í Suður-Af ríku-ríkj unum. Nær fimmtugur að aldri hvarf hann heim til fósturjarðarinn- ar. En þegar heim kom, rak hann fljótt augun í margshátt- ar þjóðlífsmeinsemdir. Þar var margt rotið og fúið, ekki hvað sízt meðal æskulýðsins. Ridd- aralegar dyggðir, drengskapur og hugrekki, lutu oftast i lægra haldi fyrir sérgæzku og hvarfl- andahætti. Hann tók nú að leita ástæðunnar fyrir því, að fólkið í menningarlöndunum stóð vlllimönnum austur í Af- ríku að baki um siðgæði, hug- dirfð og viljakraft. Árangurinn af þessum heilabrotum var. skátahreyfingin, ein glæsileg- asta og gerhyglasta uppeldis- hreyfing, sem til er. Árið 1907 myndaðí hann hinn fyrsta raunvérulega skátaflokk. Það voru drengir úr Lundúna- borg. Hann lét þá hafast við í tjöldum úti á víðavangi og ala önn fyrir sér sjálfa. Árið eftir var bandalag enskra skáta stofnað og um svipað leyti kom bókin „Scouting for Boys“ út. í þessari bók, sem enn er óhögg- uð i sínu fulla gildi, lagði hann drög að nýrri uppeldisaðferð, sem miðuð var við lundarlag æskulýðsins sjálfs og reist á sjálfstamningu. Það, sem gerðist á næstu ár- um, gengur kraftaverki næst. Skátahreyfingin breiddist óð- fluga út og á örfáum árum festi hún mjög traustar rætur i öll- um löndum í vesturhluta álfunn ar, og barst síðan til fjarlægari ríkja. Nú er félagsskapur skáta starfandi 1 fjörutíu og níu lönd- um og skátar eru taldir ekki færrí en hálf þriðja milljón. Árið 1910 lét Baden-Powell með öllu af hermennsku og helgaði skátahreyfingunni ó- skerta krafta slna og hefir gert það æ siðan. Árið 1920 var hann kjörinn alheimshöfðingi skáta. Þessu mikla verki hefði að- eins hínn óhvikuli og staðfasti herforingi getað afkastað. — Þekking hins gerhygla her- manns og kunnleiki hans á frumstæðum þjóðum, sannköll- uðum náttúrubörnum, víðsveg- ar í Afríku, var honum dýrmæt reynsla. En mannþekking hans var líka óskeikul. Þvi gat svo vel tekizt um skátahreyfinguna undir hans leiðsögu, að þetta fór allt saman. Þótt skátafélagsskapur hafi verið byggður upp með dugnaði og þekkingu og reynslu her- manns, sem margskiptis hefir átt i hinum blóðugustu hildar- leikjum, ber hann boðskap frið- arins. Eitt af markmiðum hans er að knýja herveldin til þess að leggja niður vopnin. Eftir afturkomu sína til Eng- lands kvongaðist Baden-Powell ungri og athafnasamri konu. Hefir hún innt af höndum svip- að starf á meðal stúlkna og það, er hann hefir framkvæmt meðal drengja. Þau hjónin hafa eign- azt tvær stúlkur barna og er önnur þeirra, hin yngri, Heat- her að nafni, í för með foreldr- um sinum nú. Lady Baden-Powell Baden-Powell var veitt lá- varðstign árið 1929. Heitir hann þvi nú að réttu lagi Gillwell lá- varður. Þótt líkamsheilsu hans sé tekið að hraka, sem vonlegt er um mann á svo háum aldri, er sálarþrek enn hið sama og fyrr, og bjartsýni hans söm. í kveðju, er hann sendi til allra skáta á áttræðisafmæli sínu í fyrra, lét hann orð falla á þessa leið: .... Ég vil láta ykkur alla lifa eins langa og hamingjusama æfi og ég hefi lifað. Það getið þið með þvi að halda ykkur sjálfum heilbrigðum og hraust- um og hjálpsömum við aðra. Og nú skal ég segja ykkur leyndar- mál, sem skýrir fyrir ykkur af hverju mér hefir allt af gengið svona vel: Ég hefi ávallt leitazt við að halda skátaheitið og skátalögin í öllu mínu starfi. Gerir.þú það, þá bíður þín gæfa og gengi og æfi þín verður full hamingju, jafnvel þótt þú verðir áttræður.“ Þannig mæltist einum mesta velgerðamanni heimsins á seinni árum á áttræðis&fmæli sinu. J. H. Fulltrúafundur Nor- ræna iélagsíns hald- ínn hér að sumri Samþykkt var í gær á fulltrúa- fundi Norrænu félaganna, sem nú stendur yfir I Borgá í Finn- landi, að næsti fulltrúaíundur skyldi haldinn á íslandi næsta sumar. Fulltrúi Norræna félags- ins á íslandi á fundinum er Sveinn Björnsson sendiherra. Ýms merkileg mál eru á dagskrá fundarins, eins og stofnun nor- ræns blaðamannaháskóla, rann- sókn á landafræðibókum Norð- urlanda, á sama hátt og félagið lét endurskoða sögukennslubæk- urnar, samvinna Norrænu félag- anna við ferðafélög Norðurlanda o. fl. Ný deild af norræna félaginu var stofnuð á Siglufirði 26. júní sl. Forgöngumaður að stofnun deildarinnar var Guðmundur Hannesson bæjarfógeti og er hann formaður. Ritari er Alfons Jónsson, lögfræðingur, en Bald- vin Þ. Kristjánsson skrifstofu- (Framh. á 4. síSu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.