Nýja dagblaðið - 14.08.1938, Síða 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Er mjúk sem rjómi og
hefir yndislegan rósailm.
Fæst í öllum verslunum,
sem leggja áherslu á vöru-
gæði.
VERÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HER A
LANDI, EN I ÖÐRUM LÖNDUM ALF-
UNNAR.
Vlðtækjaverzlunln veitir kaupendum viðtækja meiri
tryggingu um hagkvæm vlðskiptl en nokkur önnur
verzlun mundi gera, þegar bilanlr koma fram i tskj-
unum eða óhðpp bera að höndum.
Ágóða Vlðtækjaverzlunarinnar er lögum samkvæmt
eingöngu varið til roksturs útvarpsins, almennrar út-
breiðslu þest og tll hagsbóta útvarpsnotendum.
Takmarkii er: Viðtækl inn á hvert kelmlli.
Víðtækjaverzlun ríkísíns
Lækjargötu 10 B. Sími 3823.
Réykíd
VIRG1N1A CIGARETIGR
20 stk
Pakkínn
ffþslcir
kr.l-35
Reykfavík - Akureyrí
Næsta öraðferð um Akraues til Ak-
ureyrar er á máuudag
Bifrei&astöð Steindórs.
Sími 1580.
/ ■ ::::::;| •
§
M;;;; ! i ■ 11 "■
Gula bandið
er bezta og údýrasta smjörlíklð.
f heildsölu hjá
Samband ísl. samvinnufélaga
Sími 1080.
Mámsferill einvaldanna
Því hefir löngum verið haldið fram, að þeir menn, sem
á efri árum komust hátt í valdastiganum, hefðu oft og ein-
att verið fremur lélegir námsmenn á skólaárum sínum. í
eftirfarandi grein er rætt um námsferil fjögra einvalda, og
virðist hann í samræmi við þessa kenningu. Mussolini var
uppvöðslusamur og latur, Stalin stundaði nám sitt vel, unz
hann var rekinn úr skóla fyrir byltingaáróður, Hitler var
latur og áhugalaus við nám, og Francisco Franco var veik-
geðja, en vildi verða herforingi og harðnaði með aldrinum.
í vetur urðu um það umrœður
í enska þinginu, hvort ástœðan
vœri til þess, að konur tœkjust
prédikunarstörf á hendur.
Dr. W. R. Matthews, höfuð-
prestur i St. Paulskirkju, lét orð
falla á þessa leið:
— Eg legg enga sérstaka
merkingu í þá staðreynd, að allir
postularnir voru karlmenn. —
Þjóðfélagsástandið var þannig á
þeim dögum, aö annað var ó-
hugsandi.
Mér finnst þessi staöreynd
vera mjög hœpin rök fyrir því,
aö um alla tíma skuli karlmenn
einir vera prestar. Með jafn-
miklum rétti mœtti krefjast þess
að allir prestar hinnar kristnu
kirkju skyldu vera Gyðingar,
eins og postularnir voru.
*
Nýlega var forn regnhlíf seld
á upphoði í Englandi fyrir 160
krónur. Það var fyrsta regn-
hlífin, sem tíl Englands kom.
Maður að nafni Jones Hanway,
kom með hana frá Austurlöndum
á slnum tíma og notaði hana
heima í Englandi um þrjátíu ára
skeði, áður en fólk tók almennt
að nota regnhlifar. í herrans
mörg ár var hann allra athlægi
fyrir sérvizku sína. En sá hlœr
bezt, sem síðast hlœr. Nú getur
gamli maðurinn skellihlegið
undir regnhlífinni sinni.
*
Ameriskur milljónamœringur
kom nýlega til Evrópu á snekkju
sinni. Hann hafði verið hrœði-
lega sjóveikur á leiðinni og hafði
alls ekki dug í sér til þess að
leggja út á hafið að nýju. Hann
settist því að hérna megin At-
lantshafsins og œtlar að halda
þar kyrru fyrir œfilangt.
*
Hinn svonefndi Julius Rosen-
waldssjóður í Bandarikjunum,
úthlutar árlega stórfé til hvítra
og svartra manna, sem líklegir
þykja til afreka í menningarlífi
þjóðarinnar. í ár var úthlutað 85
þúsund dollurum og féllu þeir í
hlut 34 svertingja og 18 hvitra
manna.
*
Þekktur ameriskur flugmaður
undirbýr flug í kringum hnött-
inn, án þess að lenda nokkurn-
tíma á leiðinni. Hann œtlar að
láta flugvélar fœra sér benzín
á nokkrum tilteknum stöðum.
*
Anthony Eden hefir verið beð-
inn að koma í fyrirlestraferð til
Bandarlkjanna og voru honum
boðnar 6000 kr. fyrir hvern fyrir-
lestur og auk þess 10.000 kr. fyrir
útvarpserindi. Hann hefir hafn-
að boðinu. Þetta þykir benda til
þess að hann sé i miklu aliti í
Bandaríkjunum. T. d. fœr H. G.
Wells ekki nema 2000 kr. fyrir
útvarpserindi þar og Bernard
Shaw 3000 kr.
*
TIL ATHUGUNAR:
Konum er ekki svo mjög á
móti skapi að vera misþyrmt,
þvl að þeirra beittasta vopn er
að leika píslarvopn.
Bernhard Shaw.
Þaö er mjög algengt hér í
heimi, að þeir, sem á fullorðins-
árunum vei'Öa á einhvern hátt
afburöamenn, hafa ekki verið
framúrskarandi á neinn hátt,
þegar þeir voru í skóla. Mörgum
verður á að hugsa um, hvernig
þessu muni varið með einræðis-
herra vorra tíma.
Um skólaveru einvaldsherr-
anna eru ekki til nema fremur
ónákvæmar frásagnir, en af
þeim frásögnum, sem til eru, sézt
glöggt, að þeir hafa ekki á neinn
hátt gefið til kynna á skólaár-
unum, hvað í þeim byggi.
Mussolini var mörg ár í skóla,
bæði sem nemandi og síðar sem
kennari. Faðir hans var smiður í
smábænum Dovia, og hann vildi
auðvitað, að sonur sinn, Benito,
en hann var skírður það eftir
mexikanska uppreistarmannin-
um Benito Juarez — skyldi hafa
smíðar að lífsstarfi. Benito litli
stefndi hærra sjálfur og vildi
verða kennari. Móðir hans var
kennslukona við þorpsskólann,
og hún var einnig þeirrar skoð-
unar, að Benito litli væri borinn
til einhvers „æðri“ starfa en
smíðanna. Hún kenndi í stofu
yfir smiðjunni, svo að hamars-
höggin blönduðust hávaðanum í
kennslustofunni.
Benito fær sínu framgengt og
faðir hans ekur honum í asna-
kerru til Faenza, og þar er hon-
um komið fyrir á skóla Salesian-
er-reglunnar.
Mussolini var erfiður nemandi
ekki sízt vegna þess, hve gjarn
hann var á að láta hnefana
skera úr um ýms deilumál milli
sín og skólabræðranna. Hann
hafði þó lært dálítið í latínu áð-
ur en skólastjórinn missti þolin-
mæðina og vísaði honum heim
aftur.
Mussolini gafst ekki upp við
þenna mótblástur. Honum tókst
að komast í kennaraskólann í
Forlimpopoli. Hann skaraði ekki
fram úr þar í neinni grein, og
engan af félögum hans grunaði
að meðal þeirra væri sá maður,
er síðar yrði einvaldur á Ítalíu.
Mussolini var ekki gefinn fyrir
spurningar, og notfærðí sér
gjarna, ef þess var kostur, að
fela sig að baki félaganna; Hann
var oft að athuga pólitísk blöð
og bæklinga í kennslustundun-
um. Það, sem einkum bar á í
fari hans, var hvað hann hafði
mikla ánægju af hljóðfæraslætti
og hann lét þess oftar en einu
sinni getið við félaga sína, að;
hann vildi heldur missa annan-
hvorn fótinn, en heyrnina.
Stundum kom þaö fyrir, aö
hann kom kennurunum alveg á
óvart. Einu sinni var til dæmis
borin upp spurning, sem hann
svaraði með klukkutíma ræðu
um efnið. Mælskan, sem Musso-
lini sýndi þannig, varð til þess
að hann fékk að halda nokkrar
ræður við hátíðleg tækifæri.
Þegar hann var útskrifaður af
kennaraskólanum, sótti hann
um skrifarastarf í fæðingarbæ
sínum. En þar sem hann var að-
eins 18 ára gamall, þótti hann
allt of ungur fil starfans. Hann
fékk kennarastöðu skömmu síð-
ar. Þeir, sem kenndu með hon-
um, segja, að hann hafi, sem
kennari, verið ákaflega hæglát-
ur, en gagnrýnt þó einstöku
sinnum yfirstjórn skólans. í
heilbrigðis- og agaskýrslum frá
kennsluárum hans, finnast eftir-
farandi athugasemdir m. a.: „Eg
hefi ætíð verið þess megnuguur,
að hafa góðan aga með lifandi
og hrífandi kennslu. Sá agi, sem
næst með þvingunum, er í sjálfu
sér enginn agi,“
í þessu efni virðast þeir kenn-
arinn Mussolini og einvaldurinn
Mussolini vera næsta ólíkir í
skoðunum. En þetta er ekki eina
(Framh. á 4. slSu.)