Nýja dagblaðið - 14.08.1938, Síða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
\ÝJA DAGBLAÐED
Útgeíandl: Blaðaútgáían h.f.
Ritetjórt:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
Ritstjórnarskrlfstofumar:
Lindarg. 1 D. Slmar 4373 og 2353.
Aígr. og auglýBingaskriístcfa:
Lindargötu ID. Sirnl 2323.
Eftlr U. 5: Síml 3948.
Áskriftarverö kr. 2,00 á mánuði,
í lausasölu 10 aura elntakið.
Prentsmiðjan Edda hf.
Simar 3948 og 3720.
Morgunblaðíð vítnar
í Knútsmálínu
Eftir vikulanga þögn þorir
MorgunblaðiÖ fyrst í gær að
minnast á ræðu Knúts Arn-
grímssonar. Greinin mun eiga að
skoðast sem svar við skrifum
Nýja dagblaðsins um þetta mál,
en er þó í raun og veru ekkert
annað en staðfesting á þvi, að
Nýja dagblaðið hefir sagt'satt.
í fyrsta lagi, segir Mbl., að það
sé algerlega rangt að Knútur
Arngrímsson hafi talað á ábyrgð
verzlunarmanna. Það var þetta,
sem Mbl. hélt sjálft fyrst fram,
en þegar var mótmælt hér í blað-
inu. Því var einmitt haldið fram
hér, að ræðan hefði ekki verið
flutt á ábyrgð verzlunarmanna,
heldur á ábyrgð Sjálfstæðisfé-
laganna í Reykjávík. Þarna voru
tveir aðalræðumenn, annar var
form. Verzlunarmannafélagsins,
hinn var Knútur Arngrímsson.
Þar sem þetta var sameiginleg
skemmtun Verzlunarmannafé-
lagsins og Sjálfstæðisfélaganna,
var eðlilegt að þau hefðu sinn
aðalræðumanninn hvort, og þá
hlýtur vitanlega Knútur, en ekki
formaður Verzlunarmannafé-
lagsins, að lenda í hlut Sjálf-
stæðisfélaganna. Sú saga gengur
líka um bæinn og styðzt við
þetta, að Guðmundur Benedikts-
son, einn aðalmaður Sjálfstæðis-
félaganna, hafi beðið Knút um
að tala. Morgunblaðið undir
strikar það líka eins greinilega
og hægt er í gær, að Knútur
hafi ekki talað á ábyrgð verzlun-
armanna, en þá auðvitað á á-
byrgð Sjálfstæðisfélaganna.
í öðru lagi viðurkennir Mbl.
eins greinilega og hægt er, að
skoðanir Knúts hafi borið hærra
hluta í flokknum, því blaðið tek-
ur alveg undir róg Knúts um of-
sóknirnar gegn verzlunarstétt-
inni, en vegna þeirra telur Knút-
ur að beita eigi því vopni „að
gefa andstæðingi aldrei rétt“.
Mbl. gengur jafnvel feti framar
en Knútur í ósvífninni. Það segir
t. d. að verzlunarstéttin hafi ver-
ið beitt „skipulagðri rangsleitni,
daglegum rógi og illmælgi og
endurteknum ögrunum". Verður
ekki annað sagt en að ritstjórar
Mbl. hafi verið furðu fljótir að
tileinka sér kenningar Knúts,
þegar þess er gætt, hversu harð-
lega þeir fordæmdu þær fyrir
viku síðan.
En betur gat Mbl. ekki stað-
fest röksemdir Nýja dagblaðsins
Það viðurkennir að ræða Knúts
hafi ekki verið flutt á ábyrgð
verzlunarmanna, heldur á á-
byrgð Sjálfstæðisfélaganna, og
sýnir það með því, að prédika
Tórunnarmálið
Þáttur meðhjálparanna
CFramhald af 1. siðu.)
sjái sér ekki fært að hlutast til |
um það, að ég fái starf það, sem
mér var heitið, þá biffst ég úr-
skurðar ráðuneytisins um það,
hvort sérstök þjónusta við út-
varpsstjóra, sem ég kynoka mér
við að nefna, eigi að vera skil-
yrði þess, að auðið sé að njóta
þeirrar atvinnu í stofnuninni,
sem maður er ráðinn til“.
í seinasta lagi er svo óskað
eftir lögreglurannsókn, „ef hið
háa ráðuneyti sjái sér ekki fært
að hlutast til um að hlutur
hennar yrði réttur í þessu máli“.
Greinilegar verður það ekki
sagt, að stúlkan ætli að láta
allt falla í ljúfa löð, — allar
„morgunheimsóknir“ og „blíðu-
atlot“ skulu gleymast og fyrir-
gefast, ef hún fái hið umrædda
starf. Þá er „allt klappað og
klárt“, svo notuð séu orð Mbl.
En ef stúlkan fær aftur á móti
ekki hið umrædda starf, þá er
óskað eftir úrskurði um hina
siöferðilegu hlið málsins. Ann-
ars ekki.
Hugsar saklaus
stiílka þannig?
Trúir því nokkur maður, að
ung, saklaus stúlka, geti hugsað
og ritað á þennan hátt? Hér er
beinlínis sagt: Ef ég fæ tiltekið
starf, þá verða hin siðferðilegu
afbrot útvarpsstjórans gleymd,
en fái ég það ekki, skulu þau
gerð heyrum kunn. Nei, slíkt
myndi kornung, saklaus stúlka
ekki gera ótilkvödd. Til slíks
hefir hún verið kvödd af öðrum,
sem álitu það æskilegt að fá
kæruna fram, en vildu þó fá
málið leyst í kyrþey, svo að það
yrði ekki rætt opinberlega, en
kæmi fyrir almenningssjónir
bæði ýkt og afbakað.
Þetta er rökrétt „siðfræði“
slíkra manna, en ekki óspilltr-
ar stúlku, sem telur sig móffg-
affa yfir ósæmilegri ástleitni og
vill ná verðskulduðum hefnd-
um.
Annars minna þessar kröf-
ur talsvert á kæru, sem barst
sýslumanni ísfirðinga fyrir
mörgum árum síðan. Hún var
eitthyað á þessa leið:
„Með því að N. N. hefir lengi
haldið við konu mína og ekki
látið af því, þrátt fyrir itrekað-
ar áminningar, þá leyfi ég mér
hérmeð að kæra hann fyrir að
hafa skotið æðarfugl"!
Til samræmis við þetta mætti
orða hina kæruna á þessa leið:
Með því að útvarpsstjóri hefir
ekki látið mig fá ákveðna stöðu
sama róginn og Knútur, að
stefna hans hafi sigrað í flokkn
um, a. m. k. I bili.
Til viðbótar við skrif Vísis og
greinargerð Knúts um það, að
hann sé enn í Sjálfstæðisflokkn-
um, var ekki hægt að fá betri
sannanir fyrir hinum leiðinlega
ósigri, sem lýðræðisöflin í Sjálf
stæðisflokknum hafa beðið í
þessu máli.
þrátt fyrir ýms vilyrði, þá leyfi
ég mér hér með að kæra hann
fyrir ósæmilega ástleitni, ef
staðan ekki fæst!
„Astleitni44
útvarpsstjóraus.
Og þá er komið að aðalefni
kærunnar: Hinni óleyfilegu ást-
leitni útvarpsstjóra. Hún á að
hafa lýst sér á þessa leið:
1. Að útvarpsstjórinn hafi
nokkrum sinnum komið heim til
stúlkunnar milli kl. 9—10 að
morgni, til að segja henni fyrir
verkum.
2. Að hann hafí kysst hana, er
hann fór til útlanda og beðið
Guð að blessa hana!
3. Að hann hafi ritað föður
hennar lofsamleg ummæli um
hana og sagt að þvi loknu, án
þess að séð verði hvort um gam-
an eða alvöru var að ræða, að
hún ætti að kyssa sig fyrir
þetta!
4. Að hann hafi beðið hana
að vera þæga og góða stúlku!
Af þessu telja meðhjálparar
stúlkunnar morgunheimsókn-
irnar- siðlausastar og mesta
misbeitingu á embættisaðstöð-
unni.
Hér er bersýnilega allt talið,
sem unnt er að gera að sakar-
efni á hendur útvarpsstjóran-
um. En það kemur þó hvergi
fram, að hann hafi i þessum
morgunheimsóknum leitaff eftir
ástum stúlkunnar á nokkurn
hátt, hvorki í orffum effa at-
höfnum. Hafi hann komið 1
slíkum erindagerðum, hefir
hann átt að álíta stúlkuna svo
veika fyrir, að hún þyrfti ekki
annað en að sjá hann til þess
að hlaupa upp um hálsinn á
honum og hann þyrfti ekki
neitt fyrir neinu að hafa! í
kærunni er líka játað, að hann
hafi alltaf haft erindi, sem
ekkert áttu skylt við ástleitni,
heldur snertu starf stúlkunnar
við útvarpið. Einu rökin fyrir
þvi, að heimsóknirnar hafi haft
ósæmilegan tilgang, virðast þau
„að þeirri hugsun sló undir
eins niffur I huga stúlkunnar,
að undir þeim byggi eitthvað
annað en umhyggja fyrir henni
og stofnuninm"!
Hér skal ekkert um það sagt,
hvort þessi hugsun, sem með-
hjálpararnir láta „slá niður í
huga“ ungfrú Jórunnar, sé rétt
skýring á framkomu útvarps-
stjórans, en ástleitni hans virð
ist þá ósköp áreitnislaus og lít-
il fyrir sér, svo það er alveg eins
hægt að láta því „slá niður“ i
hug sinn, að hann hafi um-
gengist þessa kornungu frænku
sína, án þess að taka tillit til
þeirra formsatriða, sem em
bættismaður þarf að gæta. Hin
velviljaða skýring á framkomu
útvarpsstjóra er þannig. En
meðhjálparar stúlkunnar telja
sér lelk á borði og nota þessa
óformlegu framkomu hans til
að styðja hinar verstu grun
semdir.
„Hefnd44
litvarpsstjóra.
Sú ásökun gegn útvarpsstjóra,
að hann hafi ekki efnt loforð
um að gera stúlkuna að aðal-
fréttaritara, vegna þess að hún
fékkst ekki til „fylgilags við
hann“, virðist ekki á míklum
rökum reist. í fyrsta lagi verð-
ur ekki séð, samkvæmt framan-
sögðu, að hann hafi neitt reynt
til að fá stúlkuna „til fylgi-
lags“. í öðru lagi eru hvergi
sannanir fyrir því, að hann
hafi lofað stúlkunni ákveðið
umræddu starfi, enda hefði það
verið ófyrirgefanlegt bráðræði
af honum að ráða 17 ára gamla
stúlku í svo erfitt starf, án und-
angenginnar reynslu. Hann
segir líka í bréfi til föðúr stúlk-
unnar, „að ráðagerð sín um
framtíðarstarf hennar við út-
varpið hafi verið lausleg, þó
þykist ég nú vona, að hún
megi duga til þess starfs, sem
ég hefi fyrirhugaff henni o. s.
frv“. Hér er hvergi beint loforð
heldur vilyrði, ef stúlkan reyn-
ist hæf. í samræmi við það var
hún látin æfa sig á fréttastof-
unni og það leiddi, að dómi út-
varpsstjórans, í ljós, að hún
væri ekki fær til starfans. En
útvarpsstjórinn lét hana samt
fá starf með 200 kr. mánaðar-
launum og verður tæpast hægt
að telja það til refsiaðgerða af
hans hálfu!
Því verður ekki neitað, að það
þarf sannarlega mikla dirfsku
ög ósvifni til að bera karlmann
sökum um ástleitni af verstu
tegund, þegar tilefnin eru ekki
meiri en þau, sem greind eru í
kærunni. Getur nokkur maður
með réttu ráði látið sér koma í
hug, að saklaus og óspillt ung-
lingsstúlka vilji og þori að gera
slíkt, án áeggjunar og án þess
að henni sé talin trú um, að hún
geti komið fram vilja sínum
með slíkum móti? Nei, að baki
slíkum verknaði standa óheið-
arlegri öfl, sem hafa annað
sjónarmið en það eitt, að rétta
hlut stúlku, sem margt bendir
líka til að þau hafi í raun og
veru ekki talið órétti beitta.
Þetta mál hefir t. d. ekki verið
rætt á vettvangi innan stofnun
arinnar, þar sem ýms deilumál
hefir áður borið á góma.
Versta siðleysl
meðhjálparanna.
En þetta er þó kannske ekki
versta dæmið um það siðleysi
meðhjálparanna, sem kemur
fram í kærunni. Það er ekki
nóg, að reynt sé að koma sið-
leysisorði á útvarpsstjórann í
þessu eina máli, heldur er jafn-
framt dróttað siðleysi að starfs-
stúlkum stofnunarinnar, til þess
að gera hlut hans sem verstan.
Stúlkan segir í kærunni, að
þegar hún hafi verið búin að
vera hálfan mánuð einkaritari
útvarpsstjórans, hafi hann
sagt henni, að hann ætlaði að
láta hana skipta um starf og
byrja vinnu á fréttastofunni. Á
þessum hálfa mánuði voru
morgunheimsóknir útvarps-
^tjórans flestar og stúlkan hefði
þess vegna átt að verða því
fegin, að komast sem mest úr
námunda við hann. En því fer
fjarri. „Var ég treg til í fyrstu“,
segir í skýrslunni! En svo kem-
ur langur kafli og verður hann
að teljast sá siðlausasti í allri
skýrslunni: „Hafði sá orðrómur
leikið í bænum, að hann (þ. e.
útvarpsstjórinn) væri þrábeð-
inn að taka stúlku inn í stofn-
unina, er Þóra heitir Hafstein
og er systir þulunnar Ragnheið-
ar Hafstein, og grunaði mig þá,
að hún ætti að taka við mín-
um störfum í aðalskrifstofunni
og þess vegna væri þörf á að
koma mér burtu“. Síðan segir:
„Nefnd Þóra er á sama reki og
hefir hlotið svipaða menntun
og hafði svipaða æfingu og ég í
skrifstofustörfum. Sé ég því
ekki, að stofnunin hafi veriff aff
neinu bættari, þó útvarpsstjóri
viki mér úr þessu starfi en tæki
hana“.
Hún er ekki vanskilin mein-
ing þessara orða. Hver var bætt-
ari? Og á hvaða hátt? Hér er
svo ógeðslega með mál farið, að
það sætir undrun, að sum blöð
skulu halda því fram, að skjal
af þessu tagi sé ritað af 17 ára
gamalli stúlku, og að allt, sem í
því stendur, beri að taka sem
óskeikulan sannleika. Á kann-
ske að trúa þeim glósum, sem
þarna eru fram bornar um aðra
starfsstúlku stofnunarinnar? Ef
þær eru ósannar, gæti þá ekki
fleira verið vafasamt í þessari
kæru? Og hvað segja menn svo
um það, að stúlkan er látin
beiðast úrskurðar ráðuneytisins
um það „hvort sérstök þjónusta
við útvarpsstjóra, „sem ég kyn-
oka mér við að nefna, eigi að
vera skilyrffi þess, að auðið sé
að njóta þeirrar atvinnu í stofn-
uninni, sem maður er ráðinn
til“.
Hér er því óbeinlínis dróttað
að starfsstúlkum útvarpsins, að
skilyrðiff til þess að þær geti
notið stöðunnar, sé „sérstök
þjónusta við útvarpsstjóra“. —
Dettur nokkrum í hug, að ó-
spillt, ung stúlka, taki það upp
hjá sjálfri sér að bera sam-
starfsstúlkur sínar slíkum sök-
um, eins og þarna er gert, og
gert er þó sérstaklega með Þóru
Hafstein? Nei, slíkt getur hún
ekki gert og gerir ekki nema
eftir áeggjun manna, sem vilja
gera málið sem tortryggilegast
og svívirðilegast.
Ljótt mál.
Hér hefir verið leitazt við að
túlka þetta mál frá hlutlausu
sjónarmiði. Það er ljóst, að
nokkrir formgallar hafa verið á
framkomu útvarpsstjóra, sem
þó virðast hvorki stórvægilegir
eða refsiverðir. Þessi formsbrot
er stúlkan látin túlka þannig
með rætinni og ismeygilegri
kæru, að hann hafi haft hinn
glæpsamlegasta ásetning í
huga, en jafnframt er hún þó
látin lofa að hilma yfir það, ef
hún fái launahærri stöðu. Með
þessu er ekki aðeins hinum ó-
heiðarlegustu vopnum beitt
gegn útvarpsstjóranum, heldur
j af nf ramt gegn stúlkunni
(Framh. á 4. síðu.)