Nýja dagblaðið - 31.08.1938, Blaðsíða 1
f
V erðbréf abaiikiim.
Austurstr. 3. Sími 3652.
Opið *kl. 11—12 og 1—3.
Annast öll verðbréfaviðskipti.
(^^11
^ID/^GfIBI/’MÐIHÐ
6. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 31. ágúst 1938. 199. blað
ANN ÁLL
243. dagur ársins.
Sólaruppkoma kl. 5,07. Sólarlag kl.
7,47. — Árdegisháflæður í Reykjavík
kl. 9,10.
Veðurútlit í Reykjavík:
Stillt og bjart veður.
Næturlæknir
er í nótt Gísli Pálsson, Laugavegi 15,
sími 2474. — Næturvörður er í Ingólfs-
apóteki og Laugavegs apóteki.
Dagskrá útvarpsins:
Kl. 10,00 Veðurfr. 12,00 Hádegisút-
varp. 15,00 Veðurfr. 19,10 Veðurfr. 19,20
Hljómlötur: Lög leikin á bíó-orgel.
19,40 Augl. 19,50 Préttir. 20,15 Útvarps-
sagan („Októberdagur", eftir Sigurd
Hoel). 20,45 Hljómplötur: a) „Gifting-
in“, tónverk eftir Stravinsky. b) (21,15)
íslenzk lög. c) Lög leikin á ýms hljóð-
færi. 22,00 Dagskrárlok.
Listasafn Einars Jónssonar
er frá 1. september opið sunnudaga
og miðvikudaga kl. 1—3.
Póstferðir á morgun.
Frá Rvík: Mosfellssv.-, Kjalamess-,
Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar.
Hafnarfjörður. Seltjarnarnes. Þrasta-
lundur, Ljósafoss, bílpóstur að norðan,
Laugarvatn, Þykkvabæjarpóstur, Pagra
nes til Akraness, Laxfoss til Akraness
og Borgarness, Þingvellir.
Til Rvíkur: Mosfellssv.-, Kjalarness-,
Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar.
Hafnarfjörður. Seltjarnarnes. Þrasta-
lundur, Þingvellir, Breiðafjarðarpóstur,
Laugarvatn, Ljósafoss bílpóstur að
noröan, Dalapóstur Austanóstur,
Barðastrandarpóstur, Fagranes frá
Akranesi, Laxfoss frá Borgarnesi og
Akrariesi.
Svargrein
hefir Nýja dagblaöinu borizt frá Að-
alsteini Sigmundssyni við grein Sigur-
jóns Péturssonar hér í blaðinu í gær.
Grein Aðalsteins mun birtast í blaðinu
á morgun.
Stefán Þórarinsson
frá Valþjófsstað, starfsmaður í
Áfengisverzlun ríkisins, andaðist á
Landsspítalanum aðfaranótt mánu-
dagsins.
Vestfjarðaför
ráðgerir Ferðafélag íslands n. k.
laugardag, kl. 6 e. h., með Gullfoss.
Viðdvöl á Bildudal mestan hluta
sunnudags. Verður þá gengið upp á
Bíld eða önnur nálæg fjöll, ef veður og
útsýni leyfir. Nánari upplýsingar á
skrifstofu Kristjáns Skagfjörð, Tún-
götu 5.
Hringferð um Grafninginn.
Ferðafél. íslands ráðgerir að fara
skemmtiferð um Grafning n. k. föstud.
Lagt á stað kl. 8 árd. frá Steindórsstöð.
Ekið austur að Þingvallavatni og með-
fram vatninu um Hestvík, Nesjavelli og
Hagavík suður undir Úlfljótsvatn. Þá
niöur með Sogi og suður með Álfta-
vatninu „bjarta“ og Ingólfsfjalli um
Ölves og Hellisheiði til Reykjavíkur. —
í Grafningnum veröur farið í berjamó.
Ferðin verður ódýr. Farmiðar seldir á
skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5,
til kl. 7 á fimmtudagskvöld.
Skipafréttir.
Gullfoss kom frá útlöndum seint í
gærkvöldi. Goðafoss fór vestur og norð-
ur í gærkvöldi. Brúarfoss var í gær á
leiö til Grimsby frá Vestmannaeyjum.
Dettifoss er í Hamborg. Lagarfoss var
í gærmorgun á leið til Óspakseyrar frá
Borðeyri. Selfoss fór frá Hamborg í
fyrradag áleiðis til Antwerpen. Súðin
var á Akureyri í gærkvöldi. Esja er í
Reykjavík.
í Raufarhöfn
hafa frá því á laugardagskvöld og til
hádegis í gær 35 skip lagt á land um
10.000 mál af síld. Sildin veiddist út af
Melrakkasléttu. — Á laugardagskvöld
gerði norðaustanlands norðvestanstorm
og stórsjó, sem hefir haldizt síðan.
Skipin hafa því legið inni í höfn og í
landvari. Nokkur skip fóru á veiðar i
Tékkar sýna lofs-
verða stillíngu
Vaxandi árásir á
Tékka og ensku
stjórnina í pýzkum
blöðum
LONDON:
Ríkisstjórnin í Tékkóslóvakíu hefir
hvatt Tékka til þesss að forðast
árekstra við Súdeta og koma fram af
stillingu og gætni í hvívetna og hefir
þjóðin farið að þessari bendingu. Segir
fréttaritari Reuters í Prag, að það
sé aðdáunarvert af hve mikilli stillingu
Tékkar komi fram eins og horfurnar
séu alvarlegar og hætt við æsingum,
vegna hinna sífeldu árása þýzkra
blaða. Þýzka ríkisstjórnin hefir mót-
mælt því við tékknesku stjórnina, að
blað þar í landi hefir birt greinar um
grimmdarverk þýzkra hermanna i
heimsstyrj öldinni.
Þýzk blöð halda einnig áfram árás-
um sínum á Breta og í hinu opinbera
málgagni þýzku stjórnarinnar er talað
um „ónafngreint stórveldi", sem með
afskiptum sínum af deilum Súdeta og
Tékka hafi valdið nýjum erfiðleikum.
í þýzkum blöðum kemur fram óánægja
út af hinum nýju tillögum um skipt-
ingu Tékkóslóvakíu í kantónur og tal-
ið, að þar kenni brezkra áhrifa.
Þýzkum hermönnum, sem áttu að
losna úr herþjónustu í september, hefir
verið tilkynnt, að þeir fái ekki heim-
fararleyfi að svo stöddu, og hefir her-
skyldutími þeirra verið framlengdur
til 22. október.
Helztu ráðherrarnir í stjórn Tékkó-
slóvakíu komu saman á fund í gær,
en af því hefir ekki orðið, sem boðað
var, að Benez ríkisforseti og Henlein
leiðtogi Súdeta, ræddust við i gær.
Runciman lávarður hefir rætt við
Hodza og Benez og er almennt litið
svo á, að mikilvægar ákvarðanir hafi
verið ræddar, en opinberar tilkynning-
ar hafa ekki verið birtar um þessa við-
ræðufundi.
Fundur ensku stjórnarinnar.
Brezka stjórnin kom saman á fund í
bústað forsætisráðherra, nr. 10 Dow-
ning Street, árdegis í gær, til þess að
hlýða á skýrslu Halifax lávarðar utan-
ríkismálaráðherra, um samkomulags-
umleitanir í Tékkóslóvakíu og horf-
urnar þar. Sir Neville Hendersen,
sendiherra Breta í Berlín var á fund-
inum. Hann mun fara aftur til Berlín
í dag, en Chamberlain forsætisráðherra
fer til Balmoral-kastala í Skotlandi,
þar sem Georg VI. konungur dvelst um
þessar mundir.
Ráðherrarnir lýstu sig allir fylgjandi
stefnu stjórnarinnar í þeim málum,
sem rædd voru á fundinum. Það hefir
verið tilkynnt, að ráðherrarnir muni
allir verða við því búnir, að koma til
London með mjög litlum fyrirvara, ef
nýr ráðherrafundur skyldi verða boð-
aður í skyndi.
Ameriski sendiherrann í London hef-
ir átt viðtal við Halifax lávarð. FÚ.
fyrrinótt og sáu síld skammt undan, en
veður var ófært til veiða. Eitt skip, Þor-
steinn, náði um 150 málum. — Síld sást
í gærmorgun við Langanes, og útlit er
fyrir, að mikil sild sé nú í Þistilfirði.
Frá Sauðárkróki
hefir engin bræðslusild borizt síðastl.
sólarhring. Saltaðar hafa verið 1.135
tunnur, mestallt reknetasíld, matjes-
síld 430 tunnur. — í gærmorgun sást
si,ld úti fyrir Skaga, Siglufirði og
Gjögrum og einnig allmikil síld við
Flatey. Þar voru allmörg skip við dá-
góða veiði og ágætt veiðiveður. FÚ.
V estur f ör
Jónasar Jónssonar
íslenzk og ensk blöð ræða heimsókn
hans og Íslendíngar vestan hafs
fagna komu hans hjartanlega
Jónas Jónsson ferðast nú
um byggðir íslendinga vest-
an hafs og er hvarvetna
fagnað hið bezta og verður
Vesturheimsblöðunum ís-
lenzku ekki um annað tíð-
ræddara en heimsókn hans
og dvöl þar vestra. Ensk
blöð, þar á meðal stórblaðið
Winnipeg Tribune- hafa og
flutt greinar um vesturför
hans.
28. júlí efndi John Queen,
borgarstjóri í Winnipeg til veizlu
í vinsemdarskyni og virðingar
við hinn góða gest. Sátu þetta
hóf flestir bæjarráðsmenn í
Winnipeg, ásamt nokkurum ís-
lendingum. Er borgarstjórinn í
Winnipeg allkunnur íslands-
vinur.
Þenna sama dag veitti Jónas
Jónsson móttöku á heimili Rögn
valdar Péturssonar þeim íslend-
ingum, sem fýstu að færa honum
kveðju sína, en eigi höfðu hitt
hann áður. Komu um 300 manns
í heimsókn til hans frá kl. 4—6
og 7—9 þenna dag.
Á íslendingadeginum á Hnaus-
um í norðanverðu Nýja íslandi
30. júlí, flutti hann ávarp til há-
tíðargestanna, sem alls voru um
2000 manns og fleiri heldur en
nokkurru sinni áður. Ræddi
Samveldislöndín
styðja ensku
stjórnina
Yfírlýsing frá stjórn-
um Canada og Arabíu
LONDON:
Lyons, forsætisráðherra Ástralíu,
hefir haldið ræðu og gert að umtals-
efni horfur í alþjóðamálum og tilraun-
ir brezku stjórnarinnar til þess að
koma því til leiðar, að ekki brjótist út
styrjöld vegna Tékkóslóvakíu. Lyons
kvað vonandi, að hinum viturlegu ráð-
um brezku stjórnarinnar yrði fylgt, og
mundi þá ekki koma til styrjaldar.
Landvarnarráðherra Kanada hefir
einnig haldiö ræðu og gerði hann einn-
ig að umtalsefni hinar ískyggilegu
horfur í Evrópu. Brýndi hann fyrir
Kanadamönnum að gera sér ljóst hvert
stefndi og styðja brezku stjórnina í
hvívetna.
Ræður beggja þessara stjórnmála-
manna eru taldar nýr vottur samúðar
og stuðnings Ástralíumanna og Kan-
adamanna i garð Bretlands. FÚ.
JÓNASJÓNSSON
hann þar mjög um andlegt sam-
band íslendinga vestan hafs og
austan.
Á íslendingadeginum að Gimli,
sem sóttur var af hátt á fjórða
þúsund íslendingum víðsvegar
að, frá Winnipeg, úr byggðum
Nýja íslands og sunnan úr
Bandaríkjum. Þar flutti Jónas
Jónsson hugðnæma kveðju frá
löndunum austan hafs.
Á þessari hátíð færði A. S.
Bardal, fyrrum stórtemplar í
Manitoba, Jónasi hring góðan
að gjöf sem vott þakklætis og
viðurkenningar frá templurum
þar vestra fyrir frammistöðu
hans árið 1930, er tekið var fyrir
vínsölu alla meðan þúsund ára
afmæli Alþingis var hátiðlegt
haldið.
Að afstaðinni hátíðinni á
Gimli lagði Jónas af stað vestur
til Wynyard í Saskatchewan og
var þá ráðið, að hann flytti að-
alræðuna á íslendingadegi Wyn-
yardbúa. Voru dr. Rögnvaldur
Pétursson og frú hans í för með
honum.
Síðar hafði Jónas 1 hyggju að
ferðast víðar meðal íslendinga í
Saskatchewan og Alberta-fylki
og flytja þar fyrirlestra og loks
var förinni heitið alla leið vestur
að Kyrrahafi.
Til Winnipeg var Jónas vænt-
anlegur aftur nú litlu fyrir mán-
aðamótin.
Meistaramótíð
í gærkvöldi var keppt í boðhlaupi,
4x100 m., og 10 km. kappgöngu.
í boðhlaupinu kepptu þrjár sveitir.
Fyrst varð sveit K. R. á 47,7 sek. Önnur
varð sveit Ármanns á 48,1 sek. Þriðja
varð sveit Hafnfirðinganna á 48,8 sek.
í kappgöngunni voru skráðir fjórir
Garðyrkjusýníngin í
Markaðsskálanum
Hið ísl. garðyrkjuiélag
opnar athyglisvcrða og
fjölbreytta garðyrkju-
sýningu 2. p. m.
Hið íslenzka garðyrkjufélag
gengst fyrir því að haldin verður
garðyrkjusýning í Markaðsskál-
anum við Ingólfsstræti, dagana
2., 3. og 4. sept. n. k. Á sýningu
þessari verður meðal anr.ars sýnt
mikið af allskonar blómum,
margar tegundir matjurta og
ávaxta, svo sem: tómatar,
agúrkur, melónur. vínber o. fl.
o. fl.
í sambandi við sýningu þessa
fer fram sýningarmatreiðsla á
ýmsum grænmetisréttum, sem
sýningargestirnir fá tækifæri til
að reyna á staðnum, og hefir
ungfrú Helga Sigurðardóttir
matreiðslukona, umsjón þessar-
ar matreiðslusýningar á hendi.
Margt verður gert til þess að
skreyta salinn, þ. á m. komið fyr-
ir grasflötum, gosbrunni o. fl.
Kvikmynd sú, er félagið hefir
látið taka af garðyrkju og ýms-
um fögrum stöðum á landinu,
verður sýnd á staðnum alla dag-
ana. Þá verða og veitingar á
staðnum og hljómleikar á
kvöldin.
Ýmsar verzlanir munu sýna
þarna áhöld, fræ og annað er að
garðyrkju lýtur. Svo munu og
blómaverzlanir hafa þar sérsýn-
ingar.
Á sýningunni verður einnig
komið fyrir gróðurhúsi, 3X5 m.
að stærð, útbúnu eins og venja
er til um slik hús i notkun.
Er gróðurhús þetta vinningur
í happdræti, og gilda aðgöngu-
miðar að garðyrkjusýningunni
einnig sem happdrættirmiðar í
því.
Stærð hússins er mjög hentug
og má auðveldlega koma því fyr-
ir í litlum garði. Hús þetta mun
kosta um 1 þús. kr. uppkomið.
Garðyrkjufélagið hefir lagt sig
mjög fram til þess að sýning
þessi geti orðið hin glæsilegasta,
og á það þakkir skilið fyrir.
Almenningur ætti því að
sækja sýninguna vel, enda mun
hún verða mjög lærdómsrík, og
gefa gott yfirlit yfir hvað hægt
er að rækta hér á landi, af mat-
jurtum, bæði utan húss og inn-
an, við jarðhita og án hans,
þegar kunnátta og hagsýni hald-
ast í hendur.
kependur. Hafnfirðingurinn kom ekki
til leiks og Oddgeir Sveinsson K. R.
gekk úr leik, þegar hann hafði lokið
cá. þremur hringum. Göngunni luku
því aðeins tveir keppendur. Haukur
Einarsson gekk vegalengdina á 54 mín.
59 sek. Magnús Guðbjörnsson var 1
klst. 12 mín. 17,7 sek.