Nýja dagblaðið - 03.09.1938, Qupperneq 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
Héðinn Yaldimarsson
og skípti hans við
Framsóknarílokkínn
XÝJA DAGBLAÐH)
Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f.
Rltitjórt:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
RitstJ ómarskriístof umar:
Lindarg. 1 D. Simar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýslngaskriístoía:
Lindargötu XD. Slmi 2323.
Eftlr kl. B: Simi 3048.
Askriftarrerð kr. 2,00 á mánuðl.
í lausasölu 10 aura eintakið.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Simar 3048 og 3720.
Rannsókn á f átækra-
málum Reykjavíkur
Þeir, sem nokkurn áhuga hafa
fyrir fjárhagslegri afkomu
Reykjavíkur og ekki vilja stefna
bænum í fullkomiö öngþveiti,
munu taka eindregiö undir til-
lögu Sigurðar Jónassonar á sein-
asta bæjarstjórnarfundi um skip
un rannsóknarnefndar til aö at-
huga fátækramálin.
Fátækraframfærið hefir stöð-
ugt farið vaxandi á undanförn-
um árum. Á þessu ári er útlit
fyrir að hinn beini fátækra-
kostnaður verði hátt á þriðju
miljón króna, en þar við bætist
svo atvinnubótavinnan, sem er
raunverulega ekkert annað en
f átækraf ramfæri
Bærinn hefir ekki á undan-
förnum árum getaö staðið
straum af þessum miklu út-
gjöldum með árlegum tekjum
sínum, enda þótt útsvörin hafi
stöðugt farið hækkandi. Hann
hefir hingað til getað mætt.hall-
anum með söfnun lausaskulda.
Þær nema nú orðið á fimmtu
miljón kr. Það virðist enginn
möguleiki fyrir bæinn að geta
greitt þær af hinum venjulegu
tekjum sínum á næstu árum og
ennþá síður, ef þær halda áfram
að vaxa. Aðallánardrottinn mun
vera Landsbankinn. Þó hann
vilji gjarnan hjálpa bænum
verður hann að gæta þess að það
fé, sem hann lánar, sé nægilega
vel tryggt og sem þjóðbanka
ber honum skylda til þess, að
beina fénu frekar til framleiðsl-
unnar en óarðbærrar eyðslu
hinna og þessarra fyrirtækja.
Það hlýtur því að koma mjög
fljótlega til þess að bænum lok-
ast möguleikar til söfnunar
lausaskulda á svipaðan hátt og
að undanförnu.
Hvað tekur þá við?
Hvernig á bærinn þá að mæta
hinum vaxandi fátækragjöld-
um? Kannske með því að hækka
útsvörin eða fá heimild til ein-
hverra nýrra skattalágninga á
skattgreiðendur og framleiðslu
bæjarins? Eru þær álögur, sem
þessir aðilar bera nú, þó ekki
orönar það þungar að vissulega
sé ekki á þær bætandi?
Nei, sú lelð er heldur ekki fær.
Það verður því ekki nema um
tvær leiðir að velja: Fjárhagsleg
uppgjöf bæjarins ellegar að sýna
öfluga viðleitni til sparnaðar
og bætts skipulags á útgjöldum
bæjarins.
Og það er vissulega hægt.
Það er hægt að stórlækka fá-
tækraframfærið, án þess að
gengið sé ranglega á hlut styrk-
þeganna.
Til þess eru mörg ráð Meðal
þeirra er að koma upp innkaupa-
stofnun fyrir þurfamenn og al-
menningseldhúsi. Það verður
einnig að athuga vel þann mögu
leika, hvort ekki sé hægt að
koma hinum vinnufæru styrk-
þegum burt. úr bænum og eitt-
hvað þangað, sem þeir geta
unnið fyrir sér við arðgæf störf
í stað iðjuleysis eða klakahöggs
hér á vetrum. Það þarf einnig
að rannsaka vel þann möguleika
hvort rekstur stórra dagheimila
fyrir börn og jafnvel gamal-
mennahælis gæti ekki borgað
sig fjárhagslega fyrir bæinn,
jafnframt sem það myndi geta
stórbætt kjör fjölmargra slíkra
þurfamanna.
Aðalblað bæjarstjórnarmeiri-
hlutans, Morgunblaðið, hefir
einnig bent á það, að hægt
myndi að stórspara fátækrafram
færið með betri stjórn fátækra-
málanna, t. d. með því að fela
yfirstjórnina einum manni, sem
legði metnað sinn í það, að
koma á betra skipulagi. En með
þessu er það líka játað í aðal-
blaði bæjarstjórnarmeirihlutans
að þessi mál séu nú í ólagi og
stjórn þeirra gæti verið miklu
betri en hún er.
Meirihluti bæjarstjórnar felldi
tillögu Sigurðar Jónassonar um
skipun rannsóknarnefndar. —
Hann viröist heldur kjósa að
láta bæinn sökkva fjárhagslega
en nokkuð sé hróflað við þessum
málum til endurbóta. Ástæðan
er sú, að hann byggir orðið völd
sín að verulegu leyti á atkvæð-
um þurfamanna og óttast að all-
ar breytingar, sem þurfamönn-
um kunna að mislíka í taili, enda
þótt þær myndu margar verða
þeim jafnframt til hagræðis um
leið og þær spöruðu bænum fé.
En bæjarstjórnarmeirihlutinn
má vera viss um að mál þetta
er ekki þar með fallið úr sög-
unni. Skattgreiðendurnir í Rvík
óska orðið gagngerðra endurbóta
og líta ekki þannig á, að útsvör-
in, sem þeir greiða bænum, eigi
að notast eins og kosningafé í-
haldsins. Og þetta er ekki lengur
mál Reykjavíkur einnar. Þetta
er orðið landsmál. Óstjórnin í
þessum málum er orðin þungur
baggi á framleiðslunni og keppir
við hana um vinnuaflið. Hún
hefir jafnframt margskonar sið-
ferðislega vanþroskun í för með
sér. Þjóðbankinn á orðið stór-
fé hjá bænum vegna þessarar
óstjórnar og vill hafa tryggingu
fyrir skilvísri greiðslu. Þetta mál
er þess vegna orðið stærra og
yfirgripsmeira en svo; að það
skipti bæjarstjórnina eina. Hér
eiga fleiri aðilar orðið stóran
hlut að máli og þeir verða að láta
til sín taka fyrst bæjarstjórnina
skortir djörfung og framsýni til
að hefja endurbæturnar sjálf.
KAUPENDUR
NÝJA DAGBLAÐSLXS
eru vinsamlega beðnir að
tilkynna afgr. tafarlaust
öll vanskil af hálfu blaðs-
ins. —i
Kauptð og lesið
XÝJA DAGBLAÐIÐ
XIV.
Á undanförnum áxum hafa
margir athugulir menn leitt
hugann að því, að framkoma
H. V. gæti haft nokkuð óvenju-
lega þýðingu í íslenzkum stjórn-
málum. Hún gat orðið til að
styrkja hina lýðræðislegu um-
bótaþróun, sem er lífsnauðsyn
fyrir fátæka þjóð, sem vildi geta
lifað frjálsu menningarlífi. En
framkoma hans gat líka haft
gagnstæð áhrif, orðið til að
dreifa og veikja hin skapandi
öfl í landinu. Það má þó ekki
skilja þá menn, sem þannig líta
á málin, svo sem þeir telji H. V.
nokkra sérstaka tegund af yfir-
burðamanni. En þeir líta á að-
stöðu hans í flokki fjölmennrar
stéttar. Um mörg ár var hann
næstur Jóni Baldvinssyni um
forustu og áhrif í hinum skipu-
lögðu verkamannasamtökum.
Þessi samtök voru nauðsynleg og
eðlileg í menningarbaráttu
hinnar nýju öreigastéttar í þétt-
býlinu við sjóinn. Verkamanna-
samtökin voru eins og áhald, sem
mátti nota til ills eða góðs. í
höndum manna eins og Jóns
Baldvinssonar urðu verkamanna
félögin verulegur þáttur í heil-
brigðri þjóðlífsþróun. í höndum
kommúnista urðu hin sömu fé-
lög eins og voði í greipum óvita.
í H. V. var nokxuð af eðli beggja.
Fyrst á síðastliðnu ári kastaði
hann teningunum og gekk að
minnsta kosti um stundarsakir,
í fullkomið bandalag við bylting-
arflokk, sem er verkfæri í hönd-
um erlendra valdhafa.
Og eftir nálega tuttugu ára
starf Ólafs Friðrikssonar, Jóns
Baldvinssonar og fjölmargra
annara einlægra verkamanna-
leiðtoga, er ástand hinna „stétt-
vísu“ verkamaana hið ömurleg-
asta. Þeir eru skiptir í tvær
höfuðdeildir, liðsafla Jóns Bald-
vinssonar og byltingarliðið. En
á milli þessara liðssveita svífur
H. V. svo að segja í lausu lofti
með nokkuð af verkamönnum,
er fylgja honum enn af mismun-
andi ástæðum. Allar þessar þrjár
sveitir berast á banaspjótum,
með stórkostlegum illindum og
orðbragði, sem myndu nægja, ef
tekið væri trúanlegt, til að sanna
að leiðtogar allra þessara verk-
lýðsdeilda væru í einu meirihátt-
ar heimskingjar, en þó sér í lagi
illfúsir og hneigðir til skaðsemd-
ar. Alþýðublaðið, sem H. V. hefir
átt mikinn þátt í að skapa, hellir
svo að segja daglega úr skálum
reiði sinnar yfir höfuð hans, og
hann lýsir sínum gömlu sam-
herjum á hinn ömurlegasta hátt
í sinu litla og áhrifalausa blaði.
H. V. hefir verið rekinn úr Al-
þýðuflokknum. Jón Baldvinsson
hefir verið rekinn úr Dagsbrún
með herfilegum ruddaskap.
Skömmu siðar andaðist Jón
Baldvinsson, slitinn af látlausu
erfiði við að manna og halda
saman liðsafla verkamanna, og
saddur lífdaga eins og að hon-
um hafði verið búið af þeim, sem
áttu honum mest að þakka. Litlu
síðar bíður H. V. sjálfur, mjög
á móti von sinni, stórkostlegan
ósigur i Dagsbrún, þar sem hinir
rólegu og gætnu verkamenn
reyndust trúir síðasta verki hins
látna foringja. Áður en Jón
Baldvinsson gekk frá Dagsbrún-
arfundinum með fulla vissu um
að nú væri hans baráttu lokið,
lýsti hann glöggt stefnu sinni
um að hin friðsama þróun væri
eini færi vegurinn fyrir verka-
mannastétt á íslandi. Samhliða
þessu stendur yfir þráleit og ó-
fýsileg barátta um fasteignir og
blað Alþýðuflokksins, þar sem
H. V. og kommúnistar standa
saman um að ná valdi yfir þess-
um þýðingarmiklu sameignum
Alþýðuflokksins. Framundan
sýnist vera langvinnt kapp-
hlaup milli þessarra þriggja
liðsveita um hver geti boðið hæst
í fylgi verkamanna við kjörborð-
ið, en allt á kostnað framleiðsl-
unnar, sem þó er rekin með
tekjuhalla eins og er. H. V. á
mesta sök á því, í hvert óefni er
komið með málefni verkamanna.
Hann hefir ekki borið gæfu til
að leggja lóð sitt á hina réttu
vogarskál.
XV.
Þó undarlegt sé getur H. V. að
verulegu leyti ásakað aðra um
það, sem kalla má pólitískt
giftuleysi hans. Að vísu liggur
frumorsökin óneitanlega í með-
fæddum eiginleikum hans: Mik-
illi sjálfselsku og óbilgjarnri
skapgerð. En hve undarlega hef-
ir viljað til, að H. V. varð fyrir
rás viðburðanna, hið óþekka og
óstýriláta eftirlætisbarn allra
þriggja landsmálaflokkanna.
Samherjar hans, keppinautar
hans og andstæðingar hans hafa
i þeim efnum unnið saman, án
þess að vita og án þess að ætl-
ast til að þeir voru að veikja að-
stöðu manns, sem gat haft all-
verulega almenna þýðingu til
gagns eða ógagns fyrir samtíð
sína.
Þegar H. V. hafði lokið hag-
fræðiprófi í Khöfn seint á stríðs-
árunum hafði Jón heitinn Magn
ússon veitt honum lítilfjörlegt og
illa launað starf á Hagstofunni.
Framsóknarmenn voru þá ný-
teknir við mannaforráðum í
landstjórninni. Þeir gátu ekki
notað hina stirðu og útdauðu
skrifstofumenn, sem fyrri stjórn
in hafði skilið eftir svo að segja í
hverri ábyrgðarstöðu. Framsókn
armenn vissu að þeir voru að
skapa nýtt tímabil og stórfellda
umbótaöldu. Þeir urðu að gripa
til ungra manna á mjög mörgum
sviðum, þó að þá vantaði oft
æskilega lífsreynslu og æfingu.
Þeir fóru þá að og fara enn að
eins og þjóð, sem hefir nýlokið
frelsisstríði og getur ekki kom-
ist hjá að fela nýjum mönnum
óvenjuleg og oít mjög stór verk-
efni. Enginn ílokkur á íslandi
hefir nokkurn tíma falið jafn
mörgum ungum mönnum vanda-
söm verkefni, eins og Framsókn-
armenn. Venjulega hefir það
gefizt vel, en að sjálfsögðu hafa
við og við orðið mistök. Það þarf
menn með mjög stælta og styrka
skapgerð til að rísa skjótt til
mikilla mannvirðinga, án þess að
hafa sýnt í verki með undan-
gengnu starfi að þeir séu til þess
hæfir; annmarkamennirnir þola
ekki skjóta upphefð og brotna
undan ábyrgðinni.
Framsóknarmenn tóku H. V.
frá prófborðinu og settu hann
yfir landsverzlunina, þar sem
hann hafði þreföld laun á við
það, sem hann mundi hafa haft
í Hagstofunni. Var í því efni
fylgt gamalli og nýrri óvenju að
borga störf við fésýslu hærra en
aðra vinnu. H. V. fékk nú þegar
óvenjulega mikla peninga milli
handa. Litlu síðar útvegaði Sam-
bandið lykilinn að olíuverzlun
við B. P. Þegar ihaldið lagði
landsverzlun með olíu niður 1924
stofnaði M. Kr. Olíuverzlun ís-
lands og setti H. V. þar til yfir-
stjórnar, en hann lagði síðan
stund á að fá meirihlutayfirráð í
félaginu og gera fyrirtækið per-
sónulega arðvænlegt fyrir sig.
Hefir hann nú af olíunni sér til
handa jafnmiklar árstekjur og
ríkið borgar þrem ráðhexrum,
þar með talin risna forsætisráð-
herra. Að vísu ganga tveir
fimmtu af þessari upphæð í
skatta til ríkis og bæjar, en þó
er nóg eftir til að H. V. hafi
meiri tekjur heldur en hentugt
er fyrir leiðtoga öreiganna í fá-
tæku landi.
Framsóknarmenn hafa þannig
hvað eftir annað falið H. V. mik-
inn trúnað í þágu almennings,
en úr þeim trúnaði hefir hann
gert meiri háttar silfurskeið sér
til persónulegra afnota. Hann
fékk of ungur tiltölulega mikið
fé handa á milli, og þessi fjár-
ráð gerðu hann ósjálfrátt aö
„burgeis“ í hugsunarhætti. Hefir
það komið í ljós í sviptingum
hans við liðsmenn Jóns Bald-
vinssonar að hann beitir pen-
ingalegri aðstöðu sinni til hins
ítrasta til að beygja gamla sam-
herja. Svo sem þegar hann sagði
upp ábyrgðinni fyrir flokksblað-
ið, meðan hann taldi sig þó í
flokknum, eingöngu í því skyni
að lama gamla samherja með
auðvaldsbr ögð um.
Það er lítill vafi á, að fyrir H.
V. eins og hann er skapi farinn,
myndi hafa verið hollt að byrja
starfslífið á sultarlaunum með
löngum vinnutíma í Hagstofunni
og lifa og starfa eins og fátækl-
ingur við hlið öreiganna. sem
hann tók að starfa með. Þá gat
vel svo fariö, að í stað þess að
gerast olíuburgeis hefði hann
notað krafta sína til að standa
fyrir kaupfélagi verkamanna í
bænum og eftir þeim línum
vinna móti dýrtíðinni, sem þjak-
ar fátæklingana mest allra
stétta. En nú fór sem fór. Það
tækifæri, sem Framsóknarfl. gaf
H. V. í því skyni, að hann starf-
aði til almenningsheilla, gerði
hann tvískiptan, að þjóni pen-
inganna annarsvegar, en bar-
áttumanni öreiganna hinsvegar.
Framhald