Nýja dagblaðið - 03.09.1938, Síða 4
REYKJAVÍK, 3. SEPT. 1938
NYJA DAGBLAÐIÐ
6. ÁRGANGUR — 202. BLAÐ
I dag er næstsíðasii endurnýjuna rdagur í 7. ilokki.
HAPPDRÆTTIÐ,
G A M L A BlÓ
Reimleikarnir
á herra-
gfarðinum
Fjörugr og fyndin sænsk
gamanmynd.
Aðalhlutverkið leikur hinn
góðkunni sænski skop-
leikari,
Adolf Jahr.
M.s. Dronning
Alexandríne
fer mánudaginn 5. þ. m. kl. 6
síðd. til ísafjarðar, Siglufjarð-
ar, Akureyrar. Þaðan sömu leið
til baka.
Farþegar sæki farseðla fyrir
hádegi á laugardag.
Fylgibréf yfir vörur komi fyrir
hádegi á laugardag.
Skipaafgfreiðsla
Jes Zímsen
Tryggvagötu. Sími 3025.
Flótti amerískra fanga
(Frh. af 2. síðu.)
hentugum vopnum. Oft hafa
fangarnir fundið upp hin mestu
snjallræði í því skyni að ná í
vopn og stundum hefir ekki tek-
izt að upplýsa hvaðan þeim hafa
borizt þau. í þessu tilfelli, sem
hér hefir verið frá sagt, sannað-
ist það:
Fangi, er látinn hafði verið laus
smyglaði þeim inn í fangelsið,
undir palli gamals vörubíls, er
flutti vistir til fangelsisins. Bróð-
ir eins flóttamannsins galt hon-
um 100 dollara fyrir vikið. Þarna
undir vörupallinum höfðu vopn-
in legið í fjórtán daga, áður en
fangi, sem naut meira frelsis en
aðrir, vegna góðrar framkomu,
tókst að ná þeim. Litlu síðar var
flóttatilraunin gerð.
1800 kennarai* flæmd-
ir frá störfum á ftalíu.
ítalska stjórnin kom saman á fund
í gærmorgun og voru teknar frekari
ákvarðanir um ráðstafanir til þess að
flæma Gyðinga frá öllum skólum, sem
ítalska ríkið stendur að. Er talið, að
þær ráðstafanir, sem ákvarðanir voru
teknar um, nái til 1800 kennara og
8000 barna. — FÚ.
ESxixt f æst það
í öllum helstu verzlunum bæjarins
Hólsf jallahangíkjötið
marglofaða.
Garðvrkjusvningin
opin í dag irá kl. 10 f. h. til kl. 11 e. h.
Hljómleíkar frá kl. 5 til 6 og frá kl. 8 e. h.
Kvikmyndin sýnd kl. 5, kl. 8 og kl. 10 e.h.
Komið og reynið grænmetis-
réttína.
Garðyrkjusýningm
(Framhald af 1. siðu.)
og sýndur munur á uppskeru-
magni úr kartöfluakri, sem hlot-
ið hefir mismunandi áburð. Úr
áburðarlausum garði hefir feng-
izt sem svarar 104 tn. úr ha., en
sem svarar 260 tn. þar sem
heppilegasta áburðarblandan
var notuð.
Upp á veggnum er línurit, er
sýnir þörf nokkurra algengustu
garðjurta á kali, fosfórsýru og
köfnunarefni.
í suðausturhorninu eru sýnd
allskonar garðyrkjuverkfæri og
skammt þaðan eru blómapottar
gerðir úr vikri frá Heklu.
Við suðurvegginn eru til sýnis
garðjurtir, sem haldnar eru
sjúkdómum. Þar eru kartöflu-
grös, sem eru aðframkomin af
tiglaveiki, stöngulsýki og blað-
vefjusýki, kál, sem er sundurétið
af sniglum, trjágreinar, sem
rauðar vörtur hafa sezt á, kláða-
veikar kartöflur og fleira. Eru
jafnframt greind helztu varnar-
ráð gegn þessum sjúkdómum. —
Uppi á veggnum eru myndir af
illgresi. — Er þetta allt mjög
lærdómsríkt.
í horninu fast við þessa sjúk-
dómadeild sýningarinnar er
gróðurhús í heilu lagi, og verður
dregið um það, að sýningunni
lokinni, því að aðgöngumiöarnir,
sem sýningargestirnir kaupa á
eina krónu, eru jafnframt happ-
drættismiðar. Gróðurhús þetta
kostar um þúsund krónur og
hafa allmargir einstaklingar og
félög lagt saman 1 það.
í norðvesturhorni salsins eru
framreiddir ýmsir réttir úr græn
meti, sem sýningargestir eiga
kost á að bragða. Er það ungfrú
Helga Sigurðardóttir, sem stend-
ur fyrir matreiðslunni. Réttir
þessir eru hver öðrum Ijúffeng-
ari og bera góðan vott um færni
hennar á þessu sviði. Rétt-
irnir eru búnir til samkvæmt
uppskriftum, sem hún hefir birt
opinberlega, eða nýjum upp-
skriftum, sem hægt er að fá
þarna á sýningunni.
Fólk ætti ekki að láta undir
höfuð leggjast að bragða græn-
metisréttina og eignast upp-
skriftir ungfrú Helgu Sigurðar-
dóttur. Ef nokkuð getur komið
íslendingum til að verða eins
miklar grænmetisætur eins og
þeir ættu að vera, þá verður það
hin góða þekking hennar í mat-
reiðslu grænmetis.
Af ungfrú Helgu er einnig
hægt að fræðast um nýjustu að-
ferðir í geymslu grænmetis,
einkum niðursuðu þess. Séu þær
aðferðir viðhafðar um niðursuð-
una, sem nýjustu tilraunir í þess-
um efnum hafa sýnt að eru bezt-
ar, er hægt að geyma grænmetið
um tveggja ára bil, án þess að
vitamininnihald þess rýrni að
nokkru.
Að öllu samanlögðu er sýning
þessi svo stórmerkileg, að enginn
hugsandí maður ætti að láta hjá
líða að koma þangað.
Ársþfng
ifjálpræðislierslns
verður haldið hér í Reykjavik
5.—12. sept. Ofursti O. Hovde,
aðalritari Hjálpræðishersins í
Noregi, sem stjórnar ársþinginu,
er Norðmaður og hefir starfað á
ýmsum stöðum, bæði í heima-
landi sínu og nokkur ár í Eng-
landi og síðustu fimm árin i
Finnlandi, sem næstæðsti yfir-
maður Hersins þar, og kom heim
til Noregs í vor til að taka við
hinni ábyrgðarmiklu aðalritara-
stöðu, af Myklebust, komman-
dörlt.
Ofurstinn er velþekktur og
mikils metinn alstaðar þar sem
hann hefir starfað, sem öruggur
og sannorður þjónn Drottins og
eldheitur boðberi Orðsins. Þegar
Viðræður Henlein
og Hitlers
(Framhald af 1. síðu.)
Núrnberg, þar sem flokksþing nazista
verður haldið.
Prá Prag er símað, að Benes ríkis-
forseti hafi átt viðræður í gær við tvo
leiðtoga Súdeta. Var annar þeirra
Kundt, sem hefir verið aðalsamninga-
maður af hálfu Sudeta. Stóð viðræðu-
fundurinn tvær klukkustundir og er
talið, að Kundt hafi skýrt ríkisforset-
anum nákvæmlega frá fundi þeir, sem
leiðtogar Sudeta áttu með sér í fyrra-
dag, til þess að ræða seinustu tillögur
ríkisstjórnarinnar, sem menn ætla, að
Sudetar muni samþykkja með fyrir-
vara.
Hitler kallar styrjaldir
„hræðileg mistök“
Parisarblaðið „Le Journale" birti í
gærmorgun viðtal viá Hitler. í viðtal-
inu ræddi Hitler um nauðsyn þess, að
koma á varanlegum friði þjóða á milli
og sambúð Prakka og Þjóðverja, en um
hana sagði Hitler, að þrátt fyrir erfið-
leika í sambúð þeirra, væri sannleik-
urinn sá, að þeir væru bræður og bæru
gagnkvæma aödáun í brjósti. Hvatti
Hitler mjög til aukinnar viðskiptalegr-
ar samvinnu og ræddi um hinn nýja
anda samvinnunnar, sem þyrfti að
verða rikjandi, til þess að erfiði þjóð-
anna mætti koma þeim að sem mestum
notum. Styrjaldir talaði hann um sem
hræðileg mistök. — FÚ.
ofurstinn syngur eða talar á
samkomum, verður maður þess
fljótt var, að hann þjónar
Drottni af öllum huga og sál.
Foringjarnir frá hinum ýmsu
stöðum á íslandi og Færeyjum
taka þátt í þinginu, sem byrjar
á mánudagskvöld, með opinberri
fagnaðarsamkomu. H.
N Ý I A B í Ó
Spaða
ásinn
| Síðari hluti af |
1 Dularfnllu 1
| flugsveitinni |
| sýndur í kvöld. |
?? Börn fá ekki aðgang. «
I matínn:
Nýslátrað
DILKAKJÖT
og
IVAUTAKJÖT
Frosnu dilUahjötið
læhhuð.
Kjötbúðirnar.
Beztu kolin
Súnar: 1964 og 4017.