Nýja dagblaðið - 15.09.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 15.09.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Jónas Jónsson s Kveðja irá Islandí Ræða flutt á Islendíngadagínn að Gímlí 1. ágúst síðastl., en þar voru nær 4000 Is- lendíngar samankomnír YÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: BlaSaútgáfan hJt. Rltstjórl: ÞÓRARINN ÞÓRARINSaON RitstJ órnarskrif stoíurnar: Lindarg. 1 D. Simar 4373 og 2353. Aígr. og auglýsingaskriístoía: Lindargötu 1D. Siml 2323. Efttr fcl. 5: Síml 3948. Áskriítarverð kr. 2,00 k mánuði. í lausasölu 10 aura eintaklð. Prentsmlðjan Edda h.f. Simar 3948 og 3720. Reykjavíkurbær og fátækraframfæríð Þegar íhaldsmenn í Reykjavík eru að verja fjársukk bæjar- stjórnarmeirihlutans og skulda- basl bæjarins, grípa þeir venju- lega til þess, að kenna Alþingi um ófarirnar; einkum ásaka þeir þingið fyrir „að hafa velt fá- tækraframfæri landsins yfir á Reykjavík", eins og þeir orða það. Það hefir áður verið sannað hér í blaðinu, með tilfærðum dæmum úr Alþingistíðindunum, að Sjálfstæðisflokksmenn á Al- þingi mæltu með og greiddu at- kvæði með þeirri breytingu á framfærslulögunum, sem kveður svo á, að dvalarsveitin skuli vera sveit þurfalings. Nöldur ihalds- manna út af þessari lagabreyt- ingu er því næsta óskiljanlegt, en sýnir þó berlega ráðaleysi þeirra og rökþrot. Hér í Reykja- vík eru allir helztu hálaunamenn landsins, allir stærstu atvinnu- rekendur, allir heildsalar og yfir höfuð mestar tekjur miðað við mannfjölda. Þrátt fyrir þettá hefir bæjarstjórnarmeirihlutinn orðið að lifa á lánum frá degi til dags, ræður ekkert við fátækra- málin og reynir svo að skella skuldinni af ráðleysi sínu og aumingjaskap yfir á andstæð- ingana, sem engu geta ráðið um málefni Reykjavíkur. í sambandi við nöldur íhalds- manna um „að fátækraframfær- inu hafi verið velt yfir á Reykja- vík“ væri vert að athuga, hvað margir af þeim þurfalingum hér í bænum, sem áttu framfærslu- sveit annarsstaðar, hafa komizt á sveitina hér í bænum. Það sanna í þessu máli er það, að fjöldi fólks, sem fæddist og ólst upp í sveit, flutti til bæja og sjó- þorpa — einkum hingað til Reykjavíkur, — komst þar á sveit áður en það hafði unnið sér sveitfesti, og síðan „veltu bæirn- ir framfæri þessa fólks yfir á sveitirnar". Breytingin á fram- færslulögunum var því nauðvörn fyrir sveitirnar. Á þeim hvíldi sá mikli þungi, að sjá um uppeldi fjölda manna, sem á unga aldri fluttu úr sveit í bæi, en svo bætt- ist það við, að sveitunum var ætlað að framfæra það af þessu fólki, sem komst á sveitarfram- færi eftir að það flýði úr sveit- unum. Hreppsnefndir í fram- færslusveitunum réðu ekkert við það, hvernig að þessu fólki var búið áður en það fór á sveit í bæjunum, né eftir að það fór að þiggja sveitarstyrk. Og það var meira að segja mjög útbreidd skoðun, að bæjarstjórnir væru mjög kærulausar um fram- færslukostnað utansveitarþurfa- linga, enda áttu mörg fámenn sveitarfélög um sárt að binda meðan bæjarstjórn Reykjavíkur og aðrar bæjarstjórnir landsins gátu sótt fátækraframfærið í vasa þeirra eftir eigin vild. í þessu máli, eins og svo mörg- um öðrum, snúa íhaldsmenn öllu öfugt, af því að þeir þora ekki að horfast í augu við staðreyndir og reyna að leysa málin eins og menn í stað þess að afsaka sig stöðugt með því að skella skuld- inni á aðra. ** Handan um landa- mærin Það mun vera tiltölulega nýleg uppgötvun Sjálfstæðismanna, að þeir ættu sín á meðal þvílíkan fyrirtaks siðameistara sem Árna frá Múla. Svo afkastamikill er þessi landskunni dugnaðarfork- ur, að við hliðina á aðalstarfi hans, sem lýtur að því að bjarga f isksölumálum þ j óðarinnar, verð- ur það aðeins hjáverkastarf að hreinsa til í þjóðfélaginu, þ. e. a. s. utan Sjálfstæðisflokksins. En innan þess flokks er starf hans óþarft, eins og glöggt má verða af skrifum hans, því þar eru sið_ ir góðir. Þessum ágæta manni hefir of^ verið brigzlað um það, að hann hér um árið fann ekki hvíta hús- ið í Washington. Þetta aðkast hefir mér aldrei þótt byggt á sanngirni, því margur hefir villzt á skemmri leið. Eg hefi vitað til, að menn hafa villzt á milli fjár- húsa, að ég nú ekki tali um veg- farendur á heiðum uppi. Og þó Magnús heitinn Guðmundsson, sem var alkunnur drengskapar- maður, hirti hann af götu sinni, þar sem hann var í greinarleysi, og flytti hann heim eins og hvern annan óskilapening, þá var það ekki tiltökumál, því maðurinn var veikur; enda bú- inn að leggja hart að sér, til þess á ýmsan frumlegan hátt, að halda uppi heiðri þjóðar sinnar meðal þeirra fákænu manna, er byggja önnur lönd, og halda að hér búi tómir skrælingjar. Ekki þykir þessum siðameist- ara hvað sízt máli skipta, að vel sé vandað til starfsliðs í ríkisstofnunum og þá einkum forstöðumanna þeirra, og verð- ur slíkt aldrei of mjög brýnt fyrir valdhöfunum. Eða hver skyldi mega þar fremur gilt úr flokki tala en einmitt Árni frá Múla; því auk sinnar alkunnu siðavendni hefir hann reynsl- unnar þungu hönd, til þess að ægja með hinum brotlegu með- bræðrum sínum. Árna var sem sé eitt sinn af ríkisvaldinu feng- inn opinber sjóður til varð- veizlu. Og þrátt fyrir varkárni þá og grandvarleik, sem honum er gefinn í svo ríkum mæli, hvarf allmikill hluti sjóðsins á þessu tímabili. Illgjarnar tung- ur, sem nóg er til af, utan Sjálf- stæðisflokksins, lögðu honum þetta mjög til lasts. Slík eru laun þessa vonda heims til handa þeim mönnum, sem fórna sér NIÐURLAG Síðasta mjög umtalaða stór- málið, sem íslendingar vestra og eystra eru að leysa saman er New York sýningin fyrirhugaða. ís- land leggur þar út á nýja braut og hefir þar sína sjálfstæðu sýn_ ingu erlendis, hina fyrstu, sem þjóðin tekur þátt í. Og þessi þátttaka í heimssýningu er ekki gerð af yfirlæti, heldur af kaldri nauðsyn. ísland vill byrja mikil og gagnkvæm verzlunarviðskipti við Bandaríkin og Kanada. ís- land vill flytja verzlun sína að verulegu leyti vestur um haf. Ef það tekst, fylgja því beinar skipaferðir milli íslands og Ame- ríku, sem myndu verða hin máttugasta lyftistöng fyrir sam_ starf íslendinga báðum megin hafsins. Þessi sýning er vel undir búin heima á íslandi. Að henni standa allir flokkar og vel vand- að til forustu. En sýningarnefnd- in í Reykjavík hefði tæplega lagt út í þetta dýra og áhættusama fyrirtæki, nema af því að vissa var fyrir að nokkrir af mestu á- huga- og áhrifamönnum í Vest- urheimi voru fúsir til að veita margháttaða aðstoð. Undirbún- ingur New York sýningarinnar er gerður með mikilli forsjá og miklu samheldi íslendinga aust- an hafs og vestan, og ef ekki dynur á heimsófriður, verður þessi sýning mjög merkilegur viðburður í sögu íslendinga. Eg hefi nú um stund dvalið við liðna tímann, þar sem margs er að minnast og margt að þakka. En eg kem nú að því máli, sem stærst er af sameiginlegum við- fangsefnum allra íslendinga, en það er verndun og efling ís- lenzkrar tungu. í Reykjavík hefir nú um nokk- ur misseri verið unnið að því að reisa stærsta og veglegasta hús- ið, sem íslenzka þjóðin hefir enn- þá eignazt. Það er háskólabygg- ingin, sem vænzt er eftir að lokið verði við innan fárra ára. Há- skólabygging íslendinga er að vísu ekki þannig að hún felli skugga á stórhýsi ríkra og mann- margra þjóða, en hún er þó svo vænleg, að hún myndi sóma sér öðrum til viðvörunar, eins og Árni hefir gert. Það er því ekki að furða þó Sjálfstæðisflokkurinn nú — eftir að allur fiskurinn er seld- ur — láti ekki starfskrafta þessa ágæta siðbótarmanns liggja ónotaða. Þess er vissu- lega óskandi, áður en næsta vertíð hefst, að hin alkunna og efalausa siðfágun og ráðvendni sjálfstæðismanna megi ryðja sér til rúms sem víðast utan flokksins fyrir tilverknað þessa tilvalda siðameistara hans, Árna frá Múla. vel í hvaða borg sem vera skyldi. Eins og Englendingar flytja margháttaðan efnivið úr hinu víðlenda Bretaveldi í Shakespe- are-leikhúsið í Stratford, þannig munu íslendingar í fyrsta sinni nota hinar mörgu og dýrmætu steintegundir sem til eru í land- inu, til að skreyta eina stórbygg- ingu. Framan við íslenzka há- skólann verður hamraveggur, klæddur með svörtum steini. Há_ skólahúsið sjálft verður hvítt eins og nýhöggvinn marmari. Og í hvelfingunni yfir hinu mikla anddyri verður raðað silfurbergi, sem nálega hvergi er til nema á íslandi. Ljósmagnið fellur neðan á þessa silfurbergshvelfingu og brotnar þar eins og á þúsund de- möntum og flæðir þaðan yfir forhöllina alla. Þannig er á allan hátt vandað til hinnar nýju há- skólabyggingar í Reykjavík. Dýpsta ástæðan til þess, að ís- lenzka þjóðin vandar svo til húsakynna háskólans er, að sú bygging á um allar ókomnar aldir að vera meginhof ís- lenzkrar tungu. Þar á fágun ís- lenzkunnar að vera mest og bezt. Þangað eiga að leita menn, ekki aðeins frá íslandi, heldur úr öllum heimi, til að stunda íslenzkt mál og íslenzk fræði. Og frá háskólanum í Reykjavík eiga landar í Vesturheimi að fá þann stuðning, sem um munar í baráttu, sem er erfiðari en að sanna fund Ameríku á hendur íslendingum. Þetta nýja og veg- lega verkefni er að fá íslenzka tungu viðurkennda sem sígilt mál í háskólum Bandaríkj anna og Kanada, og sem eðlilegt stuðningsmál enskrar tungu. í þessu musteri íslenzkrar tungu í Reykjavík er Sigurður Nordal hofgoði, og hann nýtur í því starfi hins fyllsta trausts allra, sem skilja íslenzkt mál og dómbærir eru um andleg mál- efni. Eftir heimsókn sína til landa í Vesturheimi fyrir nokkr- um árum, kom Sigurður Nordal með frumdrög að stefnuskrá fyrir málbaráttu íslendinga í Vesturheimi. Og þessi frumdrög eru að minni hyggju það lang- bezta og djúpsæjasta, sem sagt hefir verið um það mál. Sigurður Nordal viðurkennir að sj álfsögðú nauðsyn íslend- inga til að nema til fulls þjóð- tunguna í landinu. Við það mál verður bundinn meginhluti hinnar daglegu lífsbaráttu. Svo bætir Nordal við: Menntaþjóðir Norðurálfunnar og ekki sízt Englendingar, hafa um langa stund lagt stund á að nema eitt og helzt tvö sígild mál, grísku og latínu. Þessi mál eru bæði dauðar tungur. Það má með sanni segja, að aldaraðir séu liðnar síðan ritaðar voru á þess- um málum lífrænar bókmennt- ir. En Englendingar leggja stund á þesar tungur til að þjálfa æskuna með erfiðu tungumáli og til að fága smekk ungra menntamanna með því að þeir geti lesið á frummálinu hin fornu snilldarverk Grikkja og Rómverja. Ef það er hyggileg ráðstöfun, af því fólki í engilsaxneskum löndum, sem mestu fórnar vegna uppeldis barna sinna, að verja miklum tíma af margra ára námi, til að kenna nokkuð í hinum dauðu forntungum lat- ínu og grísku, vegna erfiðrar málfræði og sígildra bókmennta, þá er auðskilið, að enskumæl- andi íslendingar í Vesturheimi geta sér til stórmikils ávinnings stundað íslenzku sem mennt- andi menningarmál. Því fremur er ástæða til fyrir íslendinga í enskumælandi löndum, að unna sér þessa hlutskiptis, þar sem íslenzkan hefir alla sömu kosti og gömlu suðrænu málin; er auk þess lifandi tunga, töluð af hverju mannsbarni í stóru landi og liggur enn lífræn og sterk á vörum og í hugum mörg þúsund íslendinga í hinum nýja heimi. Með þessari hugmynd Sig- urðar Nordals er fenginn glögg- ur grundvöllur að framtiðar- starfi þjóðrækinna íslendinga vegna móðurmálsins. í háskóla íslands í Reykjavík verður meg- instund lögð á íslenzk fræði. Þangað leita allir, sem þau fræði vilja stunda, svo sem bezt má vera._ Frá þeirri stofnun dreifast út um allan heim kunn- áttumenn í þeirri einu forn- tungu, sem er í einu lifandi máli og sígilt frá fornöld. En í þeirri sókn, sem hafin er nú þegar í Vesturheimi, bæði til að gera íslenzku að viðurkenndri háskólanámsgrein og að fáguðu menningarmáli fyrir yngri kyn- slóð þá, sem borin er af nor- rænum stofni, mun hitinn og þunginn falla á íslendinga vestan hafs. Þeir munu líka manna fúsastir að viðurkenna, að til mikils sé að vinna, þegar hin enskumælandi kynslóð ungra íslendinga getur notað mál feðra sinna og mæðra sem fullkomna menningartungu, eins og menn af öðrum þjóð- flokkum nota grísku og latínu. Með þessum hætti hefir íslenzk- an í Vesturheimi fengið þann sess, sem henni ber til eðlilegur réttur, ef ekki er hallað máli af óviðkomandi orsökum. Ég vil að lokum þessa máls minnast á eitt atriði af fjöl- mörgum, sem koma í huga minn um framtíðarstarfsemi íslend- inga yfir hafið. Nú er verið heima á íslandi að gera góða kvikmynd af landslagi, at- vinnulífi, byggingum, ræktun o. s. frv. Einhver lítill hluti af þessari kvikmynd mun verða sýndur í New York að ári. En það er von mín, að áður en svo langt er komið, hafi þessi kvik- mynd farið sigurför um allar byggðir og bæi íslendinga í Vesturheimi. Fyrir eldri kyn- slóðina, sem sér ísland enn í hillingum æskuáranna, rnyndi slík mynd verða kærkomin. Hún myndi sýna þeim ísland eins vel og unnt er að sýna land, án þess að sjá það með (Framh. á 4. slöu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.