Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 15.09.1938, Qupperneq 4

Nýja dagblaðið - 15.09.1938, Qupperneq 4
REYKJAVÍK, 15. SEPT. 1938. NYJA DAGBLAÐIÐ 6. ÁRGANGUR — 212. BLAÐ G A M L A B 1 Ó MILLIÍ, MARIE OG ÉG Afar skemmtileg dönsk gamanmynd. Aðalhlutverkin þrjú leikur hin góðkunna leikkona Maryuerite Viby Aukamynd: Króiiprinslij ónln heimsækja Islaml Kveðja frá íslandi (FramhalcL af 3. síðu.) eigin augum. Og fyrir yngri kynslóðina, sem fædd er vestan hafs myndi, að ég hygg, slík mynd vekja samúð og trú á gildi íslenzkrar menningar. Mér finnst sennilegt að takast megi að koma þessari hugmynd í framkvæmd. En ég vildi mega vona að jafnhliða þessari myndasýningu frá móðurland- inu kæmi önnur framkvæmd, og að gerð yrði önnur kvikmynd af byggðum og bæjum íslendinga í Vesturheimi. Þar myndi koma öll þróun byggðanna: bjálka- húsin, ófullkomnu skýlin, sem fylgdu næst á eftir og loks hí- býli manna í borgum og byggð- um, eins og þau eru nú. Þar myndi bóndinn sjást á akrinum, fiskimaðurinn í bátnum sínum, húsfreyjan við sín heimilisstörf, börnin að námi og leikjum. Þá kæmu prestar, læknar, kaup- menn, verksmiðjueigendur, lög- menn og stjórnmálamenn, hver við sína vinnu. Með þessum hætti væri fengin varanleg mynd af landnámi íslendinga eftir 70 ára þróun. Það væri mikils virði sem heimild land- námssögu íslendinga. En fyrir þjóðina í gamla landinu yrði það ógleymanleg sjón að sjá bera fyrir augun hið mikla land- nám íslendinga í Vesturheimi, hið mikla starf, sem þar hefir verið unnið og hina glæsilegu kynslóð af íslenzkum uppruna, sem nú byggir þennan vestur- veg. Hér á þessari samkomu eru í- búar Winnipegborgar í þús- undatali og mikill fjöldi annara íslendinga úr Manitoba-fylki. Hér er mest þéttbýli af íslend- ingum vestan hafs, og Winni- pegborg er næst eftir Reykja- vík fjölmennast íslendinga- heimili í víðri veröld. Winnipeg- borg hefir verið og mun verða höfuðsetur íslendinga í Vestur- heimi. Þar búa flestir íslend- ingar. Þar verður aðalheim- kynni hinnar þjóðlegu starf- semi íslendinga vestan hafs. Þessari vegsemd fylgir vandi, en ég þykist þess fullviss, að ís- lendingar í Winnipeg muni enn sem fyr reynast vaxnir að leysa þann vanda, sem leiðir af for- ustu þjóðernismálanna. Prá Winnipeg munu áhrifin af menningarbaráttu íslendinga vestan hafs berast um Banda- ríkin og Kanada til íslendinga í Norður-Ameríku. Eftir undangengna land- námsbaráttu báðum megin hafs af hálfu íslendinga sýnist að- staðan nú vera orðin með þeim hætti, að þjóðin geti hafið bar- áttu fyrir nýjum málefnum. Forfeður okkar hafa í fornöld skapað merkilegt lýðræðis- skipulag og haldið í heiðri lýð- veldisstjórn í nálega fjórar aldir. Þeir hafa þroskað íslenzk- una svo, að hún varð sígilt mál. Þeir hafa skapað fjölbreyttar bókmenntir, sem eiga sæti í fyrstu röð, þótt miðað sé við afrek stórþjóða. Þetta er mikið afrek, en ef til vill er hitt ekki minna, er íslendingar geymdu og varðveittu þessar bókmennt- ir gegnum hörmungarbaráttu margra alda. Það mætti heita furðulegt, ef erfingjum þessara fjársjóða þætti sér ofvaxið að neyta nú bættrar aðstöðu með því að berjast fyrir því, að ís- lenzkan með sínum sígildu bók- menntum fái að njóta fyllstu viðurkenningar í menntalífi engilsaxneskra þjóða. För Leifs Eiríkssonar til Ame- ríku var mikið þrekvirki. Bar- átta íslendinga til landa og trausts í Norður-Ameríku var líka afreksverk. Þriðja land- námið bíður hinna ungu kyn- slóða. Sigurður Nordal hefir úr hofi íslenzkrar tungu bent æskumönnum íslendinga í Vesturheimi inn i hið fyrir- heitna landþjóðlegrar og alþjóð- legrar íslenzkrar menntunar. Ég treysti því að slíkri bend- ingu verði vel tekið. Og heim- an frá íslandi munu landar í Vesturheimi, bæði eldri og yngri, finna sterka viðleitni til að komast á sömu bylgjulengd og þeir góðu íslendingar vestan- hafs, sem hafa unnað landinu, þjóðerninu og tungunni, þó að þeir væru komnir í vonlausa fjarlægð frá ættlandi sínu. Framundan er samhuga sókn íslendinga. Hendur góðra frænda brúa hafið mikla. Veldi Ingólfs Arnarsonar og Leifs heppna munu aldrei aðskilin í andans heimi. Landar í Vestur- heimi, hlutverk ykkar er stórt og sigurlaun mikil. Jónas Jónsson. Danssýning FjeldgaardogFlafau í síðasta sínn í kvöld kl. 9 í lönó. Aðgöngumiðar í Hljóðfærahús- inu og hjá Eymundsen. Miðar, sem ekki verða sóttir fyrir kl. 4 í dag, seldir öðrum. SÓLRÍK HERBERGI til leigu á Bergstaðastræti 82. Aðeins fyrir einhleypt fólk. Hjartanlega pökkum vér öllum peím, er ajiðsýndu oss samúð og velvild við andlát og jarðarför vorrar kæru priosissu Maríu Viktoríu. Sérstaklega pökkum vér læknunum og starfsfólki spítalans fyrir hlutteku- ingu peirra og vinsemd. St. Jósefs-systurnar. Sjálfblekungar Skólakrit nýkomið. Bókaverzlunin Mímír h.í. Aðalstræti 1, sími 1336. Loéfak. Eftir kröfu Sjjiíkrasaúslag's Reykjavíkur og að undaugengnum úrskurði, uppkveðnum í dag, og með tilvísan til 88. gr. laga um alþýðutrygg- ingar nr. 74, 31. des. 1937, slsr. 86. gr. og 42. gr. sömu laga, sbr. lög nr. 29, 16. des. 1885, verður án frekari fyrirvara lögtak látið fram fara fyrir öllum ógreiddum iðgjjöldum til Sjjákra- samlagsins, þeian er fcllu í gjalddaga 1. júlí og 1. ágást þ. á., að átta dögum liðnum frá birt- ingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi greidd iiinaii þess tíma. Lögmaðurism í Reykjavík, 13. sept. 1938. Björn Þórðarson. Kartöf lur Á tímabilinu 20. september til 31. október kaup- um vér vel verkaðar og flokkaðar kartöflur 4 kr. 18,00 pr. 100 kg., afhentar við vöruhús vort í Reykjavík. Þeir, sem kunna að vilja selja oss kartöflur samkvæmt pessu, eru beðnir að tilkynna pað án tafar, og afla sér upplýsinga um reglur pær er gilda um verkun, "flokkun og afhendingu kartaflnanna. Grænmetísverzlun ríkisíns. N Y J A B í 0 H E I Ð A Ljómandi falleg amerísk kvikmynd frá Fox, gerð eftir hinni heimsfrægu sögu með sama nafni, eftir JOHANNE SPYRI. Aðalhlutverkið,. H e i ð u, . . leikur undrabarnið .. Sbirley Temple Sagan um Heiðu hefir hlot- ið hér miklar vinsældir í þýðingu frú Laufeyjar Vil- hjálmsdóttur. Amerísk skemmtitímarit (FramhalcL af 2. síðu.) hvaða efni er mest eftirsótt. Menn hafa nú, eftir margra ára reynslu, sett upp reglu, sem ó- hætt er í flestum tilfellum að fara eftir. Á erfiðum tímum vilja amerískir lesendur sorg- legar frásagnir, en þegar batn- ar í ári, vilja þeir aftur ástar- og æfintýrasögur af hinni létt- ari gerð. Síðasta missiri hafa verið gefin út 4 ný tímarit með ástasögum og er þess vegna álit- ið að batnandi tímar fari í hönd. Tímaritin eru fljót að fæð- ast og fljót að deyja. Sam- keppnin drepur flest þeirra. Ef eitt tímarit hættir að gefa arð, þá er á augabragði hætt að gefa það út, en tvö ný sett á mark- aðinn frá sama útgáfufélagi. Það er mjög óvanalegt, að tímarit haldi sömu eintakatölu mörg ár í röð, og „Adventure“ er þar undantekning. Það er dýrt að lifa í Reykjavík, en dýrara pó að deyja Það mun ekki fjarri lagi að lágmarkskostnaður við greftrun manna hér í bænum sé um 600 kr. og án óvanalegs íburðar, kemst hann upp í 1000 kr. Ef til vill gætir þess nokkuð, að eftir- lifandi ástvinir kunna ekki við, að „prútta“ um kostnað við jarð- arfarir, en fátæku fólki er hér gert örðugt fyrir og enginn að bættari, rikur eða fátækur, þótt bruðlað sé með útfararkostnað. í Englandi hafa kaupfélögin mjög víða tekið að sér að sjá um jarðarfarir. Hefir það lækkað tilkostnaðinn stórkostlega, án þess að alvara og virðuleiki at- hafnarinnar missi nokkurs í við breytinguna. Hér i bænum starfar nú mynd- arlegt kaupfélag. Er það ekki at- hugunarvert, hvort það í þessu efni ekki gæti tekið sér ensku félögin til fyrirmyndar? Á því er brýn þörf. X.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.