Tíminn Sunnudagsblað - 10.06.1962, Blaðsíða 14
Torben Wolf:
PíRLURNAR - DJÁSN HAFSINS
Um skeið hafa verig á boSstólun-
um í Kaupmannahöfn niðursuðudós-
ir, sem eru að nokkru leyti gegnsæj
ár, og eru þessar niðursuíiudósir
seldar til ágóða fyrir danska land-
könnunarfélagið. í hverri dós er
japönsk perluskel í formalíni, og á
seðli, sem fylgir dósini, stendur, að
skelin hafi örugglega perlu að geyma.
— Hvernig má það vera, að hægt
sé ag vita það með vissu án þess að
hafa opnað skelina áður en hún var
sett í dósina?
Eitt sinn, þegar skelin var ung
að árum, var gerður á henni minni
hát'tar uppskurður og settur inn i
hana hlutur, sem var alls óskyldur
henni sjálfri. Þessi hlutur er upp-
haf hinnar gljáandi perlu, sem á —
á ábyrgð landkönnunarfélagsins og
japanska perluræktenda — að velta
út úr skelinni, þegar hún er opnuð.
— Það væri ómaksins vert ag kynna
sér nánar bakgrunn þessa fyrirbrigð
is, sem nefnt hefur verið „ræktuð
perla“ (kulturperle).
Frá örófi alda hafa menn kafað
eftir ýmiss konar ostrum á siglinga-
leiðum hitabeltisins, sérstaklega við
Ceylon og norðan vig Ástralíu, því
að það hefur löngum verið kunnugt,
að ostrur geta innihaldið verðmætar
og fagrar perlur. Það er talag um
þess konar perlur í Gamla testament
inu og í hinum helgu ritum Brama-
trúarmanna í Indlandi og í 3000 ára
gamalli kínverskri fjölfræðibók, sem
nefnist Nhya er þeirra einníg getið.
Það hefur og verig fullyrt að ákvörð
un Cæsars um að hernema England
hafi ag miklu leyti stafað af mjög
yfirdrifnum frásögnum um periur
ensku fljótaskeljanna. Hið latneska
heiti á perlu, margarita, (sbr Mar-
grét) var fyrr á tímum oft gefið
dætrum, sem nutu sérstaks dálætis,
og enn þann dag í dag hefur þetta
nafn ekki misst ágæti sitt. Margar
fagrar sagnir eru bundnar þessum
skartgripum hafsins. Ævintýrið um
fögru prinsessuna, sem var numin
brott frá ástmanni sínum af illum
vættum, þegar þau voni á gangi eft
ir ströndinni, er til í frásögnum i
Indlandi og Japan með örlitlum við
vikum. Prinsessan (drottning nætur
innar) grét fögrum sorgartárum.
sem I juðust skini mánans og
sukku til botns í myrkt hafið og urðu
ag hreinum glitrandi perlum.
Burt séð frá slíkum þjóðsö.gum
um perlur er ekki að undra — með
tilliti til fegurðar þeirra — þótt
menn hafi fljótlega gert tilraun til
þess að líkja eftir náttúrunni. Þegar
á 14. öld höfðu Kínverjar í Cheking-
héraðinu fundig upp á því að leggja
hálfkúlulaga kalkst.ykki inn í fljóta
skeljarnar og eftir nokkur ár voru
kalkstykkin þakin þunnu perlumóður-
lagi. Síðar meir notuðu þeir lítil
Buddhalíkneski úr tini eða blýi í
sama skyni. Hinn mikli sænski
grasa- og dýrafræðingur Carl Linné
sem uppi var fyrir tvö hundruð ár-
um, boraði göt á fljótaskeljarnar og
stakk fínum silfurþræði, sem var með
lítilli kalksteinskúlu á endanum, í
gegnum þau. Síðan lokaði hann göt
unum og fimm árum síðar hafði
myndazt þunnt perlumóðurlag. Að
sjálfsögðu átti þessi framleiðsla lítið
skylt við eiginlegar perlur, en það
er fullyrt, að Linné, sem hélt fram-
leiðsluaðferðinni leyndri, hafði síð
ar selt hana einhverjum grandalaus
um samborgara sínum fyrir álitlega
fjárhæð.
Það var í Japan, sem hinar eigin
legu „ræktuðu perlur“ sáu fyrst
dagsins ljós. Það varð með eftirfar
andi hætti: í litlu sjávarþorpi, sem
nefnist Toba, fæddist drengur árið
1858, sem skírður var Kokishi Miki-
moto. Faðir hans vann fyrir fjölskyld
unni með því að framleiða hveiti-
þræði og þurrka sæbjúgu og selja
ásamt kröbbum á torgi þorpsins.
Kokishi var fljótt látinn hjálpa til
við þessa vinu, en þegar hann hafði
nág tólf ára aldri tilkynnti hann
fjölskyldu sinni og umheiminum, að
hann væri ákveðinn í því að verða
ríkasti maðurinn í Toba og þriðji
ríkasti maðurinn í Japan; eðlislæg
hlédrægni kom í veg fyrir, ag hann
setti markið hærra!
Árið 1890 gafst honum tækifæri
til þess að fara til Yokohama. Þar sá
hann sýnishorn af afurðum hafsins,
meðal annars nokkrar litlar perlur,
sem náttúran sjálf hafði framleitt.
Þessar perlur voru seldar fyrir geypi-
verð. sem sífellt fór hækkandi vegna
þess, að perluskeljar urðu æ sjald-
gæfari Hann varð þess og vísari i
þes=ari ferð, að perlur myndast við
það ' ’-orn kemst inn undir möttul
skeljarinnar. Kornig ertir fiskinn í
skelinni, sem eys á það kolsúru
kalki, sem er uppleyst í vatninu.
Kalkið sezt á kornið í reglulegum
lögum, sem eru þynnri en bylgju-
lengd ljóssins. Þessi lagvissa upp-
bygging er sá leyndardómur, sem
fæðir af sér hið töfrum magnaða glit
perlunnar. Þetta glit hefur venjuleg
perlumóðir, sem er innar í skelinni,
ekki. Hin fullskapaða kúlulaga perla
nefnist snúruperia, en hinar vansköp
uðu barokperlur.
Barokperlur geta haft margs konar
lögun, þær geta vgrig dropalaga, flat
ar, o.s.frv. og eru nefndar ýmsum
nöfnum, allt eftir lögun þeirra;
hnapp-, dropa-, eg.g-, tvíbura-, hamars-
eða tunnuperlur.
Eftir að Mikimoto hafði öðlazt
þessa þekkingu, tók hann sér ból-
festu á óbyggðri eyju, sem heitir
Tatoko, og tók að safna japönskum
perluskeljum í þúsunda tali, sem
heita á máli vísindamanna Pinctada
(Melegrina) martensi. Kona Kokish
is gætti hveitiþráðaframleiðslunnar
á meðan. Hann opnaði hverja ein-
ustu skel og setti sandkorn á milli
möttulsins og skeljarinnar. Skeljarn
ar setti hann síðan á afmarkað svæði
í vík einni. Nokkrum mánuðum síð-
ar opnaði hann skeljarnar með
skjálfandi höndum. En hann komst
að raun um, ag í flestum tilfellum
var sandkornið horfig eða þá, að það
var gjörsamlega óbreytt frá því að
hann setti það í skelina — engin
perla var sjáanleg.
Með ótrúlegri þrautseigju hélt
hann áfram tilraunum sinum ár eft-
ir ár og stóð frá morgni til kvölds
í vatni upp í háls. Hann reyndi að
koma skeljunum til með leirkúlum,
perlumæðrum, gleri, eirönglum og
parafíni, hann kom ögnunum fyrir
á öllum mögulegum stöðum í skel-
inni, hann setti skeljarnar í mismun
andi djúpt vatn og með mismunandi
hitastigi og saltmengun. Eitt árið
drapst nær allur fiskurinn í skeljum
hans vegna hins illræmda „rauða
vatns“, sem verður til víða um heim
vegna mikils viðgangs rauðleits smá
sjárþörungs, sem blátt áfram kæfir
allt annað líf í námunda við sig með
magni sínu einu saman. Honum var
erfitt að halda rukkurunum frá sér
og ættingjar hans og kunningjar
kölluðu hann „perlufíflið" og ráð-
lögðu honum óspart að losa sig við
þessar grillur. í júlí rannsökuðu
hann og kona hans síðustu skeljarn
ar, sem höfðu lifað af „rauða vatnið“
á
350
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ