Tíminn Sunnudagsblað - 10.06.1962, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 10.06.1962, Blaðsíða 21
Glettur og gamansögur Þad er kýrin, sem gildir Það kom prestinum nokkuð á óvænt, þegar sjötugur maður, sem búið hafði áratugi ókvæntur með ráðskonu sinni, fór þess á leit, að þau yrðu gefin saman. Prestur hafði samt sinnu á því, þótt for- viða væri, ag láta í ljós ánægju sína yfir þessum sinnaskiptum, því að honum hafði verið þag þyrn ir í auga, að þau bjuggu saman ógift. — Það gleður mig, Þorbjörn minn, ag þér hafið skilið, að þessi sambúð ykkar Soffíu er söfnuðin- um hneykslun, sagði hann föður- lega. — O-nei — ekki var það nú svo leiðis, svaraði karl. — O-nei, prestur góður. Það er, sjáig þér til, kýrin, sem við keyptum á dögun- um, sem gildir, því að við eigum hana saman. Þeir, sem sjónina hafa í Gerðum í Stokkseyrarhverfi bjó á fyrra hluta nltjándu aldar sjón- laus karl, Jón Halldórsson ag nafni, kallaður Jón blindi. Hann hrækti jafnan beint sem horfði, hvar sem hann var staddur, og sagði oft um leið: — Þeir vara sig, sem sjónina hafa. Sigurreifur hreppstjóri Á öldinni, sem leið, var hrepp- stjóri í Skefilsstaðahreppi uppvís að tiundarsvikum. Var honum þá vikið úr starfi, en nokkru síðar neyddist sýslumaður til þess að biðja hann að taka að sér hreppstjórnina á ný, því að honum þótti ekki völ á öðrum í hans stað, er hann gæti sætt sig við. Karl var að sjálfsögðu alldrjúgur yfir þessum málalokum, þótt hann talaði fátt um að jafnaði. En eitt sinn, er hann var vig skál, hrutu honum af vörum þessi orð: — Eg er skapaður hreppstjórL Kailaði vegginn afa sinn Síminn var nýkominn á prests- setrið. Öldrug kona kom þangað og þáði góðgerðir að vanda. Þegar hún kom heim úr þessari ferð, fann fólk fljótt, að henni var mik- ið niðri fyrir. — Það held ég fortakslaust, að allt sé orðið galið hjá prestinum, sagði hún. Þarna stóð maddaman uppi vig vegg og talaði við hann og kallaði hann afa sinn — sem ég er lifandi manneskja. Orðaskipti á fiuðkulu Á fyrri hluta nítjándu aldar bjó á Auðkúlu í Arnarfirði maður sá, er hét Guðmundur Arason, nokkuð við aldur, drjúggreindur og þéttur fyrir. Þingstaður var á Auðkúlu, og eitt sinn, er sýslumaður var þangað kominn til þess ág þinga, fór Guð- mundur ag inna að þvi orðum, hvort ekki væri tími til kominn að setja þingið. Sýslumannj þótti þetta slettirekuskapur af bónda og rnælti hátiðlega: — Ætlar hann að setja þingið í dag? — Eitt er ag vera gikkur — ann- að að vera rneiri gikkur, sagði þá Guðmundur. — Talar þú þetta ti) mín? spurði sýslumaður með þjósti — Enginn skyldi svigurmæli til sín taka, nema eiga þættist, svaraði Guðmundur meg hægð. Varhugaveró hiaðbrekka Bændur á bæjum nokkrum, sem stóðu samtýnis í sveit á Suðurlandi, höfðu hug á því að reisa rafstöð til sameiginlegra nota. Þetta var fyrir meira en þrjátíu árum og ekki auð- hlaupið ag því að fá bankalán í þessu skyni. Þeir, sem þetta var hugleiknast, voru félitlir, en aftur á móti var i hverfinu gamall bóndi, sterkefnaður, er lagt hafði mikla rækt við að draga saman peninga. Var nú leitað til hans um framlög til rafstöðvarinnar. Gamli bóndinn hafði ekki mikið dálæti á nýjungum, enda tók hann þunglega í málaleitanina. — Eg var nú orðinn fulltíða mað ur, áður en steinolían kom hér á bæi, og dafnaði vel við grútarkolu og fífukveik, og ég get látið mér nægja lampana og steinolíuna. hvað ég kann að eiga eftir að tóra. Og hvernig dettur ykkur líka í hug, að rafmagnið komist hérna upp snar- bratta hlaðbrekkuna hjá mér? Varað við heilögum anda Séra Hallgrímur Thorlaeius í Miklagarði hafði eitt sinn hjá sér tornæman og daufgerðan pilt. sem Þorvaldur hét. Honum sóttist seint lærdómurinn hjá presti, og fékk hann því bónda í nágrenninu, Bena dikt á Hvassafelli, til þess að annast uppfræðsluna. Bað hann bónda fyrir piltinn með þessum orðum: — Eg ætla nú að biðja yður, minr. gamli og góði Benedikt, að reyns, ef hægt er, að troða ögn af skilningi í þennan góða Þorvald. En muaiV þér mig um það, — farið ekkert með hann út í heilagan anda, því að hann hefur ekkert með þag að gera. T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.