Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Side 8

Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Side 8
H. G. WELLS: FYRSTA FLUG- VÉLIN MÍN Fyrsta flugvélin mín, þessi orð kalla fram indælar æskuminningar. Það var árig 1912, að ég keypti Svöl- una og skírði með viðhöfn, og í þá daga var ég beinvaxinn unglingur, 24 ára gamall, með fallegt hrokkið hár, sem huldi megnið af ungu, ævin- týraþyrstu höfði mfnu. Ég var einnig ánægður með sjálfan mig, þótt ég vegna örlítillar sjónskekkju, þyrfti að ganga með gleraugu á engan hátt illa löguðu arnarnefi mínu. Ég var ágætur hlaupari og álíka góður sund- maður, enda fisk- og grænmetisæta. Enn fremur ákafur fylgismaður rót- tækra mála á öllum mögulegum svið- um. Það var ekki mikig af nýjungum vélvæðingarinnar, sem fór fram hjá mér. Ég átti tvö bifhjól og á stækk- aðri mynd frá þessum horfnu dög- um, sem nú prýðir arinhilluna mína, er ég með leðurhjálm, stærðar vind- gleraugu og hanzka, sem ná langt upp á handleggi. Ég var líka duglegur við að setja flugdreka á loft og þegar flugvélar fóru að sjást á flugi, lang- aði mig auðvitað mjög til þess að fljúga. Ég barðist reyndar um stund við tár móður minnar, en sagði að lokum, að ég þyldi ekki lengur við. Ef ég verð ekki sá fyrsti, sem kemst á loft í Mintonchester, fer ég burt úr þorpinu. Það er einkasonur ekkju, sem talar svona, móðir mín. Innan viku frá því að' hún lét undan, hafði ég pantað loftfarið. Um dag- inn fann ég gamlan verðlista, fullan af kynlegum myndum. Dásamlegur tími. Vantrúaður heimur hafði neyðzt til þess að láta sannfærast um, að hægt vær'i að fljúga, og til viðbótar bif- reiða- og reiðhjólaverksmiðjum voru nú risin upp hundruð óþekktra fyrir- tækja, sem auglýstu til sölu flug- vélar af öllum stærðum og gerðum. Og það er ekkert smáræðisverð, sem sett var upp, 350 sterlingspund var lítið fyrir svona farartæki. Ég fann á listanum flugvélar, sem kostuðu 450,500 og 550 sterlingspund, og flest- ar þessara flugvéía höfðu ekki meiri möguleika á að komast á loft en gam- alt eikartré. Enda voru þær seldar án ábyrgðar og með fánýtum leið- beiningum. Margar af þessum verk- smiðjum gáfu allt að 200% í arð fyrstu árin. Hve vel man ég ekki drauma mína og gróðafyrirætlanir frá þeim dög- um. Draumarnir snerust ætíg um mikilfengleg afrek í loftinu. Ég sá sjálfan mig svífa upp frá engi móður minnar, auka hraðann og lyftast yfir garðvegginn við enda þess, renna mér síðan í sveig til þess að komast yfir perutré prestsins og hverfa að lokum milli kirkjuturnsins og Withycomb- eshæðarinnar, á leig inn yfir sölu- torgið. Og hvað fólkið fylgdist með: „Þarna fer Betts ungi aftur. Maður vissi alltaf, að hann myndi standa sig“. Kannske myndi ég fljúga a'nnan hring og veifa með vasaklút og jafn- vel fljúga yfir akra Luptons garð- yrkjumanns og yfir jarðir Fosters, þar sem ónefnd stúlka myndi koma út í gluggann. — Ánægjulegir æsku- draumar. Gróðafyrirætlanir minar voru í þessa átt. Hvers konar verksmiðju átti ég að' skipta við? Hvaða' gerð af vélum átti ég að velja? Ég man eftir æsilegri ferg á bif- hjóli til Lundúna til þess að skoða hinar ýmsu gerðir og leggja fram pöntun og vaxandi áhyggjur mínar við að heyra í hverri verksmiðjunni af annarri sama viðkvæðið: Allt upp- selt, getum ekki lofað neinu fyrr en í apríl. Ég fann „Svöluna“ að síðustu á litlu verkstæði við Blackfriarsveg. Manninn, sem ætlaði að kaupa hana, hafði dauðinn kallað á elleftu stundu, svo að ég sló til og festi mér hana. Enn þann dag í dag þegi ég yfir því, hvað hún kostaði. Aumingja móðir mín. Viku síðar stóð „Svalan“ f heilu lagi á enginu, og höfðu tveir vélfræð- ingar ekki allt of skynugir, annazt samansetninguna. Ég man eftir fögnuði mínum, þegar ég spígsporaði í kringum furðuverkið, er það smám saman tók á sig rétta mynd, vitandi það, að helmingur íbúa Mintonchesterþorpsins glápti á mig gegnum limgerðið. Ég hafði fest upp spjald, sem á var letrað: „Aðgangur bannaður, brot varðar sektum“. Það var þetta spjald, ásamt ófrýnilegum svipnum á Snape, garðyrkjumannin- um, sem annað veifið var að slá, en stóð hina stundina á verði, vopnað- ur orfi sínu og ljá, er varnaði því, að þeir ryddust inn á engið. Menn verða -að gæta þess, að flugvél var furðuverk í þá daga. „Svalan" var tíguleg flugvél á sinni tíð, þótt flestir skóladrengir nú á tímum myndu veltast um af hlátri, ef þeir sæju hana. Hún var einþekja og eftirlíking af Blériot, og hún var •með allra elskulegustu sjö strokka G.K.C.-vél 40 hestafla og stóru G. B.S.-sveifarhjóli. Eg eyddi miklum tíma í að prófa vélina. Hún öski'aði óskaplega. Það' var eins og vélbyssuskothríð, og loks sendi presturinn þau skilaboð, að hann væri að skrifa ræðu um friðinn, en gæti alls ekki einbeitt sér að við- fangsefninu meðan ég héldi áfram að hamast í vélinni. Ég tók andmælunum af skilningi og brá mér í smá gönguferg um þorpið.- Þótt ég reyndi að vera sem lítil- látastur, gat ég ekki annað en fundið til þess, ag allra augu hvíldu á mér. Af hreinni vangá hafði ég gleymfað afklæðast skinnfötum, sem ég hafði keypt til þess ag nota við flugið. Ég var líka með leðurhjálminn á höfð- inu, en eyrnaskjólunum var þannig komið fyrir, að ég gat heyrt allt, sem sagt var í nálægð við mig. Ég gizka á, að helimngur þorpsbúa undir fimmtán ára aldri hafi verið kominn í fylkingu á eftir mér, áður en ég var hálfnaður niður Aðalstræti. „Ællið þér upp í loftið að fljúga, Betts?“ spurði áræðinn unglingur. „Já, eins og fuglinn" — svaraði ég. — Þér megið ekki fljúga fyrr en við höfum fengig frí í skólanum — sagði annar. Þetta kvöld var ég sem konungbor- inn maður á hringsóli mínu í þorp- inu. Ég kom við hjá Lupton, gamla grænmetissalanum, og hann gat varla leynt þvi, hversu mikill heiður hon- um fannst það. Hann sýndi mér nýja gróðurhúsið hátt og lágt. Hann átti allt að fimm vallardagsláttur undir gleri, sagði hann, um leið og hann skýrði út fyrir mér öll þau brögð, sem hann viðhefði, til þess að fá sem mesta uppskeru. Og á eftir fórum við yfir í hinn endapn, og þar sýndi hann mér býflugumar sínar. Þegar ég kom út, biðu drengirnir þar með mikinn liðsanka. Ég hélt áfram göngu minm og leit inn á „Tarfinn og hestinn“ til þess að fá mér sítrónusafa, alveg eins og ekkert væri um að vera. Allir í kránni 632 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.