Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1968, Qupperneq 6

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1968, Qupperneq 6
flSlsgróf), það er land Viðiness, Hóla og Hofs. Hjalti Þórðarson er svo talinn hafa numið Hjaltadal „að ráði Kolbeins“. Þvi miður er ég hræddur um, að eitthvað sé dularfullt við þenn- an nafna minn. Þess er hvergi get- ið, hvar hann bjó, og hafi hann numið í upphafi nluta Hjaltadals, lá beint við að hann byggi frekar þar, því þar er búsældarlegra. Með náttúrunafnakenningu próf. Þónhalls Vilmundarsonar í huga má freistast til að ætla Kolbein aukapersónu, gerða í þeim til- gangi að skýra nafngjöf dalsins. Nú héttar svo tii, að eftir Kol- beinsdal fellur á, sem oftast er sámleit, jafnvel kolmórauð, því hún á upptök sín undan jöklum og blandasr. lítt bergvatni. í fyrstu heimildum er hún nefnd Kolbeins- á, nú Koika. Væri fráleitt, að hugsa sér nafn hennar dregið af hinum dökka lit’ Kolbeinn þýðir dökkur fótur, einí og Magnús ber- beinn þýð:r Magnús berfættur, birkibeinn, næfrum vafinn fótur. í dalnum eru ein sjö eyðibýli, sem öU voru byggð fram undir lok síðustu aldar. Sviðningur, næsti bær við Smiðsgerði, fór i eyði við snjóflóðið, sem féll á bæ- inn Þorláksmessunótt 1925. Þar var þá tvíbýli og fórst annar bónd- inn, ungbarn og roskin kona. Næst fór Saurbær í eyði 1941 „Af hverju mundi Saurbæjar- nafnið dregið?“ „Það stendur lagt og eru mýrar í kring, báða vega út frá bænum og votlent. Nú, Skriðuland sem um skeið var fremsti bær «ustan ár,fór í eyði, þegar ég hvarf þaðan haust- ið 1955. Á Skriðuiandi hefur alltaf verið nokkur snjoflóðahætta, þótt ekki hafi valdið slysuip, og nokk- ur bagi er að örðugum samgöng- um, engin brú á Kolku “ „Dýrt að byggja hana, eða hvað?“ „Já, og fláir sem njóta. Skömmu eftir að ég flutti úr dalnum, fóru Unastaðir og Fjall í eyði. Enn má nefna Bjamaswtii. Ábúð þar var iögð niður 1895. Nokkrum árum seinna féll skriða yfir stóran hluta af túninu þar. Beitarhús frá Bjarnastöðum stóðu við Heljará, sem fellur í Kolku fimm kílómetrum innan við 1 kriðuland Hvorki nafn né vetr- arveður gatu fæit menn frá að reyna að hokra par og var kallafi 606 Bjamastaðasel, Var búið þar ftft 1873 til 1887, en síðan urðu menn frá áð hiverfa.“ „Eftir þeim fáu nöfnum, sem þú hefur þegar talið, virðist hafa þurft mikla seiglu til að byggja Kol- beinsdal.“ „Kannske, en vorin em fögur, lognasöm og rnild Samfelld fjalla lína myndar tilkomumikinn bak- grunn austanvert við dalinn (þ.e. norðanvert samkvæmt réttum átt- um). Fjallaiínan hið efra er skor- in þverdölum, svo hnúkar verða á milli, víðast klettum krýndir og gróðurlausir. Að neðan er fjallið gróið upp í miðjar hlíðar. Nálægt merkjum Sviðnings og Saurbæjar em Hreðuhólar, kennd ir við kappann Þórð hreðu. Neð- an við þá er Ástunga, að mestu flöt, vestan megin ár, en innan við hólana breytir dalurinn um svip, útsýni þrengist. Vestanvert við dalinn (þ.e. í rauninni sunnanvert) rís lágur ás hjá Hreðuhólum og hefur beina hæðarlínu inn dalinn,næstum því gegnt Skrfðulandi. Þar myndast Gróf (í Landnámu Hálsgróf) og er þar vegur yfir í Hjaltadal. Sagnir segja, að tveir menn hafi deilt þar, orðið hvor öðrum að bana og séu dysjaðir við fjárrétt í grófinni. Eiga þeir að hafa verið á sveimi stundum síðan. Ekki veit ég nein- ar sönnur á þessu Svo rís hæðarlínan hóflega um sinn, unz liún hækkar snögglega. Þar myndast fjaliið Elliði utan við bæinn Fjall og nær inn undir Al- menningsháls.“ „Hvað þýðir Elliði?“ „Elliði þýðir skip, enda er fjall- ið nákvæmlega eins og skip á hvolfi. Hnúkarnir austanvert við dalinn (þ.o norðar.) eru tilkomu- meiri og stórskornari. Hver tind- ur, hvert gil, hver hvammur á sitt eigið nafn og skal ég lýsa þeim stutflega.Ég fer fyrst með efstu brún, síðan miðhlíðis og loks hið neðra og með ánni Sé farið efst, er fjallsbrúnin suður og upp af Sviðnimgi skorin af Sviðningsdal, þá Saurbæjardal, þá Tjarnarhlíðardal og suður úr honum en grynnri Útburðarskál.“ „Útburðarskál?“ „Þar var talið að heyrðust oft drunur og óhljóð á undan illviðr- um og válegum tíðindum. Næst verður Smyrlatungugil, nokkru sunnai Bakkaskriðugil. Fláendar þess «tga upptök efst í fjallsbrún. Orlitlu sunnar Bræðragl, mjð^ grunnt. Síðar Bæjargil og Skriðik landsdalur og þá er komið að a rétt. Telji ég örnefni miðhldðis frá Sviðningi, sömu leið og áður, þá er Sviðningsgil utan og ofan við Sviðning. Það hefst ofar en mið- hlíðis ognær í fjallsrætur. Á hnúknuui milli Sviðníngsdals og Saurbæjardals er hár klettastapi, nefndur Hreðuklettur. Neðan undir honum er hjalH, miðhlíðis, og nefnist brún undir honum Kambur. Stigahlíð heitir fyrir of- an Saurbæ. Úr Tjarnarfhlíðardal felur Tjarnarhlíðarlækur. Bilið frá honum suður að Smyrlatungu- gili er ekki breitt og nefnist Tjarn- ahhlíð. Frá Smyrlatungugili að Bakkaskriðugili heitir Sandhlíð, vel gróin hátt upp í fjall Er þar hjallinn Göngur í Bakkaskriðu- gli eru nefndar Neðritorfur suð- ur af Göngunum, en Efritorfur ofar. Hnjúkurinn frá Bakkaskriðu gili að Bæjargili heitir Selhnjúk- ur og Seiskál á Göngum undir klettastáli eða syðra röðli Bakka- skriðugils Á sömu hæð er Hraun- skál, rétt sunnan við Bæjargil. Enn fer ég þriðju röð í nafna- leit. Utan við Sviðning eru Ragn- heiðarhólar niður undir ánni, tald- ir draga nafn af einsetukonu, er þar bjó og átti skýli “ „Veiztu, hvort svo hefur verið í raun og veru?“ „Ekki mundi amma mín eftir henni, en það væri gaman að gá í manntölin. Stundum er sannleik- ur í gömlum sögum Þannig segja munnmæli, að til tekinn prestur í Hofspingum hafi einu sinni spurt konu, sem var við kirkju hjá honum að Miklabæ. „Iívers madam eruð þér, heill- in mín?“ „Ilans Þorláks míns í Flata- gerði“, svaraði hún.en Flatagerði er smábýli frá Miklabæ I kirkjuL'ókum má sjá, að í tið þessa prests bjó Þorlákur nokkur um skeið í Flatagerði með konu sinni, svo þarna fer þjóðsagan með rétt mál. í Sviðningshólum, eins og sumir kalla Hreðuhóla austan ár, er fjöl- gróið. Þar þroskast aðalbláber og einiber. Með ánm, í háum, snar- bröttum meðbakka liggur götu- slóði, kalað Klif. Sunnan við Klf er Saurbæjargrund. Á undirlendi yzt í Sandhlíð er stór melhóll, Sandhóll, litlu sunnar Valhól, T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.