Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1968, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1968, Blaðsíða 12
Skjaldarmerki AkureyíW Afgulnuðum blöðum I BÚDARÞJdNUSTU Á AKUREYRIÁRIÐ1914 Ég var ráðinn til afgreiítelu f verzlun á Akureyri, og nú vstr runn inn upp sá dagur sem ég átti að 'hefja þar vinnu. Það var 5. janúar 1914, fertugasti afmælisdagur stjórnarskrárinnar. Klukkan átta stóð ég við búðardyrnar og beið þess, að þær yrðu opnaðar Búðardyrnar voru móti norðri og voru sex þrep upp á pallinn að dyrunum, en fyrir þeim voru tvær vængjahurðir, sem voru krók aðar að innan, og innan við þær var aðaiharðin. Nú opnuðust dyrn- ar og út kom miðaldra maður, tæplega meðalmaður á hæð, með virðuiegu fasi og kvikur í hreyf- ingum. Hann bauð mig velkominn og fór svo að festa vængjahurð- irnar með þar til gerðum krókum. Þegar inn í búðina kom, varð mér starsýnt á allar vörurnar, sem héngu niður úr :uftinu Þar voru pottar og pönnur, katlar og könn- ur, blikkmál og brúsar, mjólkur- sigti og margar stærðir af sieif- um og emalleruðum skipskrúsum, föntum. Svo voru seglakóstar, pilk ar, smokkönglar, sökkur, skeifur, beizlisstengur og iixargt fleira. í horninu vinstra megin við inn- ganginn var skrifpúlt. Trérimlar voru á tvo vegu vrð það svo háir, að óviðkomandi menn, sem stóðu framan við afgreiðsluborðið, gátu ekki seilzt þar yfir. Þarna voru allar nótur skrifaðar. Flestir höfðu mánaðar- eða ársreikning, Þeir, sem höfðu ársreikning, voru með sina föstu úttektarbók. Þær bækur voru geymdar í smáhólfum uppi á skrifpúltinu. Flestir þeirra voru annað hvort fastir starfsmenn verzlunarinnar eða yfirmenn á þil- skipum þeim, sem verzlunin gerði út. Mikið var af álnavörum og til- búnum vinnufötum i verzluninni, og voru nógar hillur fyrir þá vöru. Engir komu í búðina fyrsta hálf- tímann, og á rneðan notaði yfir- maður minn tímann ti-1 að kenna mér frumdrögin að búðarstörfum. „Af því þú hefur ekki áður ver- ið í búð, þá er nauðsynlegt fyrir þig að vita, hvernig þú átt að haga þér. Fyrst verður þú alltaf að hafa það hugfast, að ekkert af þessu, sem hér er, máttu taka eða láta af hendi, nema greiðsla komi fyr- ir — jafnvel þótt ekki væri nema ein gráfíkja eða brjóstsykurmoli. Það er líka mesti ósiður að vera með sæ’gæti upp í sér, við afgreiðslu. Að vera með bók og sitja við iestur í búðinni er óvani, sem enginn góður búðarþjónn leyf *r sér. Karlmönnum á aldrei að bjóða ínn fyrir búðarborð. En öðru máli gegnir með konur, ef það er einhver álnavara, sem þær vilja líta á. Ekkert má afhenda fyrr en búið er að skrifa það á nótu eða í bók. Að gera slikt eftir á, væri ósiður og gæti hæglega orð- ið til þess, að eitthvað af úttekt- inni gleymdist. Bezt er að skriía strax í nótubókina allt, sem beð- ið er um, og afgreiða svo eftir nótunni. Þeir karlar, sem eru hér í föstum reikningi, eru sumir mjög vínhneigðir, og það er vani þeirra, ef þeir eru drukiknir, að koma hér rétt fyrir lokun og vaða inn fyrir borð. Svo vilja þeir fá þetta og hitt. Það eru nú helzt tveir menn, sem koma hér • mjög oft ölvaðir. Annar er beykir, og hann ei fjarska Ijúf- ur og vill fá eitthvað fallegt handa konunni sinni. Stundum verður , mánaðarreikningur þessara manna nokkuð hár, og þá þarf að vekja athygli skrifstofufólksins á því. Konur viðskiptamanna eru auðvit- að tíðir gestir í búðinni, einkum þegar koma nýir stumpar. Þá þurfa þær að skoða alla liti og fá sér í svuntu eða skýluklút, Það er betra að hafa gát á þeim konum, sem eru með siöl, þeim getur kannski hætt til að stinga inn undir sjal- ið fallegri sirspjötlu. Endurminningar um vínbúðina. Það var þá búið áð samþykkja aðflutningsbann á áfenga drykki, en það var leyfilegt að selja þær birgðir, sem til voru fram til 31. -desember 1914. Tvær vínbúð- ir voru á Akureyri, og var önnur þeirra beint á móti búðardyrum okkar. Oft sá óg sveitamenn leggja leið sina inn i þessa búð með hnakk- tösku undir hendinni. Venjulega fór meira fyrir töskunni, þegar þeir komu aftur út. En það þurfti ekki sveitamenn til: Bæjarbúar bVugðu sér oft inn í búðina. einkum þeg- líða tók á daginn. Vanalega voru þarna tvær tunn- ur á stokkum. í annarri tunnunni var brennivín, en létt vín í hinni, Bjarni Halldórsson rekur gamlar minningar 612 T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.