Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1968, Qupperneq 14

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1968, Qupperneq 14
nokkuð vínhneigðir. Vinnutími þeirra var úti kluskan sex eða sgö, og voru þeir þá oft að drífa tíð- ina í búðinni, síðustu t!70 tímana, sem hún var opin. Svo kom sá tími, þegar farið var að gera út fiskiskipin Verzlunin gerði út fiög-ur fiskiskip á hand- færaveiðar, og tók vannlega tvær eða þrjár vikur að útvega' þeim allt, sem þau þurftu með, og gera við það, sem þurfr1 huga að segla- búnaði og ''firfara vélina, sem var bara hjálparvél. Þetta var frem- ur leiðinlegur tíriu Margir skips- menn voru vínhneigðir og varð þvarg út af alls konar smámunum. Allir þúrftu þeir að fá þann farar- búnað, sem talinn var nauðsynleg- ur til langrar útilegu. Sumt af því lagði hver maður sér tií sjálfur, annað var iagt til af útgerðar- manni skípanna. Mest var verzlað við brauðgerðarhús. Þar voru keyptir heiiir tunnusekkir af skon- roki og nokkuð svipað af haglda- brauði. Svo varð verzlunin að vera vel byrg að beinakexi eða öðru ó- sætu kexi. Nærri over maður af áhöfninni notaði einhvers konar tóbak. Mest var það munntóbak, en nokkrir reyktu og fáeinir keyptu rjól. Minnisstæða-stur er mér piltur um tvítugt, liamslaus drykkjumaður. Hann kom oft beint úr vínbúðinni, lagðist fram á borðið og talaði eitthvað, sem enginn skildi, og svo sofnaði hann. Þá urðum við að setja hann á stól úti 1 horni, og þar svaf hann eða mókti með krampadrætti í andlitinu Oft var mjög erfht að vekja hann, þegar kominn var lokunartími Stundum varð ég að leiða hann um borð i skipið, sem lá við bryggju skammt frá búðinui. Þegar xomið var að burtfarar- degi, fór skipstjórinn með alla skipshöfnina með sér út á bæjar- fógetakontór, og þar voru allir skráðir í skipsrúm — það var kall- að að munstra á skipið Skipstjór- inn átti líka að sjá um, að lyfja- kassinn hefði verið endurnýjaður og allt væri þar, sem tilskilið var. Konan sem gerði hreint í búðinní. Á hverju kvöldi kom kona ein til þess að þvo gólfið i búðinni og afgreiðsluborðið, ásamt hliðarborð um neðan við álnvöruhillur og úti við glugga. Kona þessi hét Asdís og var alltaf kölluð Díss. gamla eða Rauða-Dísa, er dregið Vtr af hára- lit hennar. Þessi kona var einhleyp og bjó út af fyrir sig í húsparti, sem hún átti sjálf. Þegar hér var komið var hún nokkuð við aldur, og mikið strit og óregla hafði gert hana kærulausa um útlit sitt, enda var hún ekkert augnagaman, þeg- ar hún kom í hreingerningargalla sínum. Hún var lágvaxin og feit- lagin með flatt nef og fremur lágt enni. Augu hennar flutu í vatni. En mjög var hún glaðsinna og kom sér yfirleitt vel. Einn ljóður var þó á ráði henn- ar, er okkur féll mjög illa. Hún var ákaflega vínhneigð og kom mjög oft ti’ starfs meira og minna drukkin, og þá urðu vinnubrögðin eftir því. Þess skal getið, -að hún hafði einnig tekið að sér að gera hreint í vínbúðinni beint á móti, og þar mun hún hafa fengið þau fríðindi, umfram kaup sitt, að fá helming af því, sem til féllst dag hvern í skiálina, er var undir brennivínskrananum. Hinn heim- inginn fékk gamalil maður, sem annaðist kyndingu í verzlunarhús- inu. Méð þeim var hið bezta sam- komulag um þetta, enda bjuggu þau í sama húsi. Okkur féll illa að sjá vinnubrögð in hjá Dísu, þegar hún kom til verks áberandi drukkin. Hun kom oftast milli klukkan sex og sjö. Þá voru ævinlega í búðinni einhverj- ir slæpingjar, sem sóttust eftir að komast í orðakast víð hana. Var þá ekki verið að vanda orðavalið, því að hún lét aldrei eiga hjá sér. Stundum reiddist hún og slæmdi gól-fklútnuir framan í þá, er veitt- ust að henni. Komst þá allt í upp- nám. Þeir stubku jafnvel inn fyrir borðið og helltu úr fötunni fyrir henni. Urðum við stundum að kalla á skrifstofumennina til hjálp- ar til að reka slæpingjana út og loka búðinni. Mér var það full-ljóst, að leka- byttan var sá bölvaldur, sem Dísa átti við að stríða, og oft óskaði ég byttunni norður og niður. Svo var það einn dag, að ég gebk út í vínbúðina og gerði mér til erindis að kaupa rauðan vasa- blút, því að ég var byrjaður að taka í nefið. í vínbúðinni var vana- lega miðaldra karlmaður og ung stúlika, sem við kölluðum Rauð- hettu, því að hún var með eld- rautt hár. Þó var þetta mjög geðs- legur kvenmaður. Nú hittist svo á, áð hún var ein í búðinni, og við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að þau skiptust á að fara í kaffið. Hann fór ævinlega fyrst. Ég setti upp mitt blíðasta bros og fór að spreka henni til. Sagði ég henni, að ég hefði nú ætlað að velja hjá henni fallegan vasaklút — hvort ég mætti koma inn fyrir til að sjá þá. Jú, það var velkomið. Ég valdi klútinn og masaði við stúlk- una um ailt og ekkert. En á með- an seildist ég með fótinn að vín- skálinni, og þegar ég fann, að tá- in snerti barminn, þá lyfti ég henni og lét vínið renna inn undir borð- ið. Svo lét ég skálina síga hæigt á gólfið. Mér tókst að endurtaka þetta nokkrum sinnum, án þess að upp kæmist. En Adam var ebki lengi í Para- dís. Einn daginn kom ég út í búð- ina á sama tíma og ég var van- ur, og nú sá ég, að Rauðhetta sat méð fýlusvip út í horni með bók og leit ekki upp, en búðarmaður- inn kom og spurði, hvað ég vildi. „Ég ætla að segja fáein orð við búðardömuna“ „Hún ar ekki til viðtals í vinnu- tínia, en ef þú ert kominn til að biðja hana afsökunar á þeim skammarstrikum sem þú hefur gert hér mörgum sinnum með því að hella úr vínskálinni, þegar hún hefur verið ein með þér í búðinni, þá er það mál afgreitt Ég hef sem sé kært þig“. „Þá kemur til ykkar kasta að sanna það á mig“, sagði ég. Það varð enginn málarekstur út af tiltæki mínu. En ég hætti alvag að venja komur minar í búðina til Rauðhettu Við búðarmennirnir tóbum nú Dísu tali cg sögðum henni, að hús- bóndi okkar væri ekki ánægður með hreingerninguna í búðinni og vildi endilega láta gera þetta bet- ur. Við mundum því neyðast til að ”fá obkur einhvern annan kven- mann til að taka starfið að sér, ef hún gæti ekki breytt til og hætt að koma drukkin. Hún varð fjarska aum og fó. strax að kjökra og lofaði bót og betrun, ef hún fengi að vera áfram. Það væri nú bara til áramóta, sem vínsala væri leyfð, og þá væri Satans freistari ekki til lengur, hvorki fyrir sig né aðra. Þessu lyktaði þannig, að við gáfum henni tveggja mánaða reynslutíma, og bauðst hún til þess að gera fyrst hreint í búðinni hjá ok'kur. Var það samþykkt. Eftir það bom Disa aldrei drukkin í búð- ina okkar. 614 TflHINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.