Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1968, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1968, Blaðsíða 17
músum, er í hafði verið dælt heila- v'ökva úr óþj'álfuðum rottum. Ár- angurmn varð sá, að mýsnar, sem fengu heilavökvann úr þjálfuðu rottunum, voru mun fljótari að læra að þræða göngin en hinar. Ályktunin er sú, að eins konar minnisefni hafi myndazt í heilan- um á rottum þeim, sem lærðu að þræða göngin, og komið músunum að gagni. Annars er þetta allt fast áð því jafnóráðin gáta og hvernig Sig- hvatur á Apavatni varð skáld af því að eta haus fisksins fagra. „ALLT Eft LÍFIÐ STRÍÐ OG VANDI“. Jurtir, sem nærast á skordýrum, eru ytfirleitt ónæmar fyrir árásum slíkra kvikinda sjálfar. í veiði- blöðrum sumra vatnajurta lifa til dæmis kvikindi, sem nærast á dauðri bráð, er flýtur þar í melt- ingarvökva jurtanna. Þeim má næstum líkja við innyflaorma, sem þó eru hýsiinum óskaðlegir. Sóldöggtn — jurt, sem til er hérlendis — veiðir með öðrum hætti. Á blöðkum hennar eru kirt- llhár á efra borði, len-gst á jöðr- unum, og siimdropi á hverjum hár broddi. Þegar lítil skordýr. til dæmis mýf'ugur, festa sig í slím- inu, sveigja önnur hár sig að þeim, unz blaðkan Iæsist utan um þau, deyðir þau og sýgur í sig þau efni, er jurtinni geta komið að notum. Menn hafa talið, að þessari jurt stafaði ekki nein hætta af skordýr- um. Vísindamenn á Flórída hafa nú komizt að raun um annað. Þeir veittu þvi athygli, að kirtilhár hunfu af blöðku sóldaggar í rann- sóknarstofu, og þegar þeir gáðu betur að, sýndist þeim eins og þau hefðu verið nöguð burt Þessu oUd möllirfan, rem einungis var á ferfli um nætur, en faldi si-g milli blað- anna um daga. Á daginn kom, að lirfur þessar klöktust ut í sóldögginni sjálfri, og voru þá ekki nema einn millimet- er á lengd. Þær púpuðu sig að átta dögum liðnum, og voru þá orðnar fimm millimetra langar. Helzta fæða lirfanna voru kirtilhár jurtarinnar. Þær sleiktu fyrst i sig slímdropana, tóku síðan að naga hárbroddinn og stýfðu loks kirtil- hárið, unz það var nær uppétið. Þetta tók þær tíu til tuttugu mín- útur. Þegar eitt hárið var búið, tóku þær til við hið næsta, byrj- uðu á miðri Möðku og átu síðast lengstu kirtilhárin á jöðrunum. Menn geta sér þess til, að þessi yztu hár noti þau eins og gerði sér til varnar, svo að maurar, sem á ferli kunna að vera. geti ekki gert þeim heimsóknir. Á þennan hátt átu lirfurnar öll kirtilhárin af heilli blöðku á fá- einum klukkutímum. Þegar ~ fæðu þraut á einni blöðku, færðu þær sig á aðra, og þegar þeim óx fisk- ur um hrygg, tóku þær að naga sjálfar Möðkurnar, auk þess sem þær átu allar leifar skordýra, er á þeirn voru. Þetta er lirtfunum kleift vegna þess, að þær eru alþaktar stinnum hárum, og það eru einúngis endar þessara hára, sem snerta slímið á öðrum hárbroddum á -blöðku sól- daggarinnar en þeim, sem þeir eru að éta í það og það skiptjð. Þær festast ekkí og eiga* auðvelt með að flkra sig áfram á milli kirtil- háranna. Lirfurnar púpa stg uppi í blóm- stönglinum, þar sem' þær hanga i um það bil tíu 'dága. Þá skríður úr þúpunni mölflugá með stórt, laust hréistur á vængjum. Menn vita ekki glöggt, hvernig flugan verpir eggjum sínum á blöðku sól- daggarinnar, en líklegt þykir, að það sé hreistrið, sem gerir henni það kleift. Þó að hún snerti slím- dropana á kirtilhárum jurtarinn- ar, festist hún ekki, heldur losnar hreistrið af og situr eftir, líkt og kemur í veg fyrir, að skyldar jrgundir festist í köngulóarneti. Óvíst er, jafnvel ólíklegt, að sól- döggin íslenzka eigi sér nokkurn slikan óvin. AUÐIR ARNARSTAPAR Nú í sumar fengu enskir fugla- fræðingar ’eyfi til þess að hand- sama fjóra arnarunga í Norður- Þrændalögum og flytja til Skot- lands. Haförninn hefur gersamlega dáið út á Bretlandseyjum, þrátt fyrir algera friðun, og nú á að freista þess að koma upp nýjum hafarnarstofni á eyjum norðan Skotlands, Orkneyjum og Hjalt-' landi. Sjálf Englandsdrottning hefur verið lýst verndari þessa fyrirtæk- is. Ef til vúl getur þetta minnt okk- ur á skyidur okkar við náttúru þess lands, sem okkur hefur hlotn- azt. SAUÐNAUTABÚSKAPUR Það er til umræðu 1 Noregi að gera tilraunir með sauðnautabú- skap. Helzti forgöngumaður þess er stórþingsmaðurinn Alfreð Henningsen Magne Sandbu, fylk- isdýralæknu í Norður-Noregi, bná sér í vor til Alaska að tilhlutan landbúnaðarráðuneytisins til þess að kynna sér þar rekstur tilrauna- bús af þessu tagi. . Það er ullin atf sauðnautunum, sem slægzt er eftir, enda mjög verðmæt. Iteyfið af hverju dýri er fjögur til sex pund, og gert er ráð fyrir, að hvert' pund megi selja á tvö þúsund og átta hundruð krón- Framhald á 622. síðu. Norskur náttúrufræðingur með arnarungana, sem sendir voru til Skoflands, T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 617

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.