Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1968, Qupperneq 20

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1968, Qupperneq 20
Þýtt og endursagt: LEIKIÐ Á GESTAPO - OG DAUÐANN Úr danska gamanblaSlnu Andehullet (öndunaropið), sem haetti aS koma út árlð 1934 vegna mótmæla þýzku stjórnarlnnar. Textlnn undir var skopstældur ræðu- Stfll hins dökkhærSa, lágvaxna áróSursmálaráðherra Jósefs Göbbels. „Hinn sannl hreini Aril er hávaxlnn, bláeygur, Ijóshærður, með lítið nef . I. Hvernig þýzki sendiráSsfulltrú- inn Duckwitz og danskur al- menningur styggðu vísa bráð. í þeim löndum sem Þjóðverjar hernámu í síðasta stríði lögðu þeir ofurkapp á að útrýma Gyðingum. Því miður varð þeim prýðilega á- gengt — nema í einu landi, Dan- mörku. Gyðingar voru þar að vísu ekki ýkja fjölmennir — eða um átta þúsund, en næstum hver ein- asti Dani, hvort sem hann var kóngur éða fiskimaður, var fús að rétta fram hjálparnönd Oft var um lít og dauða að tefla en „í brjóstum góðra manna á hugrekkið heima“. Þjóðverjar ætluðu framan af að taka mildari höndum á Dönum en öðrum þjóðum og hófu ekki of- sók'n'ir gegn Gyðingum fyrr en éiip ið 1943. Fyrsta skrefiö var ap senda óeinkennisklædda Gestapáí. menn til aðalskrifstofu samtaka Gyðinga, iáta þá brjótast inn og ræna félagatali og heimilisfangar skrám. Danski utanríkiaráðherrann bar fram kvörtun, en þýzki alræðis- maðurinn svaraði, að hann skyldi vera áhyggjulaus Þessir nafna- listar yrðu aðeins notaðir við leit að skæruliðum. Þegar Daninn var farinn, trúði sá þýzki aðstoðar- manni sinum, Duckwitz sendiráðs- manni, fyrir því, að eftir nokkra daga kæmu stór fangaskip til Kaupmannahafna: ásamt sérfræð- ingi frá Eiohmann. Þá yrði ein- hverja nóttina raðizt inn á öll Gyðingaheimili burgarinnar til að handtaka þá sem þar væru og senda með skipunum til útrýming- arbúða. Duckwitz sagði, að sér fyndist þýzkri uíanríkisstefnu lítill sómi að Gyðingaofsóknum Mótbárum hans var lítið sinnt, en hann lét ekki standa við o:Öin tóm og flaug leynilega rii Svíþjóðar til fundar við Per Albin Hansson, þá forsæt- isráðherra Hann tékk því áorkað að sænska stjórnir, sendi skeyti til Berlínar og bauðst til að veita öll- uni dönskum Gyðingum landvist- arleyfi. „Við látum yður vita þeg- ar svar berst“. sagði Svíinn að skilnaði. En tíminn var orðinn naumur. Eftir þrjá aólarhrmga var hátíðis- dagur Gyðinga, Rush Hashana. Þá eiga allir rétttrúaðir Gyðingar að fagna nýju ári í faðmi fjölskyld- unnar. Og einmitt þá höfðu naz- istar ákveðið að 'áta tii skarar skríða í skjóli næiurinnar. Klukkus*undir úðu, síðan tveir sólarhringar. Ekkert heyrðist frá Svíum, skeyti þeirra hafði auðsjá- anlega ekki verið svarað, og Gyð- ingar og vinir þeirra voru með öllu grandalausir um hættuna sem vofði yfir. Þýzku fangaskipin voru komin til að hremma þúsundir af örvæntingarfullu fólki og ferja það á stefnumót við dauðann. „Ég verð að gera eitthvað" hugs aði Duckwitz, kvöidið áður en hin vandlega skipulögðu mannrán áttu að fara frarn í starfi sínu í sendi- ráðinu hafði hann kynnzt ýmsum dönskum stjórnmálamönnum. Hann vissi, að jafnaðarmenn voru á fundi þetta kvöld ekki langt frá heimili hani, og gekk þangað. Fölur af geðshræringu náði 620 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.