Tíminn Sunnudagsblað - 21.09.1969, Page 3

Tíminn Sunnudagsblað - 21.09.1969, Page 3
 *y§m$M Mkft- Þetta er ekki hugmynd úr barnabók, heldur lifandi dýr á Borneó. ÞaS heitir nefapi. Nef karlapans er furSu- lega langt. Kvenaparnir eru nettarl eins og vera ber og nefið á þeim söðulbekað. Nefapar eru hvergi nema á Borneó. Þeir halda slg einkum við fijót og nærast mestmegnis á ávöxtum og laufi einnar og scmu trjátegundar. Vegna þessa fæðuvals er nær ógerningur að ala nefapa í dýragarðl. Nefið á karlöpunum er rautt og oft hið furðulegasta útlits. Hvers vegna hefur náttúran búið það svo feikn- arlega stóru nefi? Liklega til þess að þelr gengju betur í augum á kven- dýrunum. Kvendýrin eru eiginlega smáfríð í sam anburðl við maka þeirra. Ungviðið er allt með lítil og söðulbökuð nef, en með aldri og þroska hleypur vöxtur í nefið á þeim, sem karlkyns eru. Ekki er nefið mikla karlöpunum til elnskærrar ánægju. Þegar þeir mat- ast, verða þeir að taka um totuna með annarri hendinni og halda því upp. Annars þvælist það fyrir hon- Heldur er nefapinn værukær. Hann húkir oft tímum saman á grein og glápir út í loftið. Hann hraðar sér tæpast, þótt hann sé á flótta. Samt er líkami hans stæltur. Hann get- ur sveiflað sér sex metra á milli greina. Ómaklegt væri að segja hann hug- deigan. Sé hann egndur, ræðst hann á hvað sem er. Forvitið fólk hefur oft fengið að reyna, hvað það gildir að storka nefapa. Hann er bæði sterkur og hvassar tennur hans næsta bitur vopn. Að því leyti er nefapinn frábrugðinn frændum sínum, að hann er óragur að leggja til sunds. Hann líkist mönnum á sundi. Hann syndir á hliðinni, en þó er sund hans háif- gert hundasund. Han|n kafar, ef því er að skipta. r f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 723

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.