Tíminn Sunnudagsblað - 18.01.1970, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 18.01.1970, Blaðsíða 17
á$rlr nienn, ög vár þatS fiaft f flimt- fcgum í kosningunum, að hann hefði farið úr honum við Ölfusár- fcrú, svo að klæðaburður hans stingi ekki um og í stúf við það, sem gerðist í austursveitum. Jón Magnússon kom ekki heim úr siglingunni fyrr en urn miðjan desemberm'ánuð, og þá var sumt með öðru yfirbragði en hann hafði búizt við að óreyndu. Hann átti ekki lengur setu á Þingi. — Reyk- Víkingar hÖfðu hundsað hann og tyllt ófriðlátum unglingi í sæti hans. — Og nú veitti hann forstöðu bráðabirgðastjórn, sem varð að vítoja innan fárra vikna. Þó var ljóst, að flestir litu til hans um myndun nýrrar stjórnar. En það var eins og fyrri daginn: Ekki hlaupið að því að koma henni á laggirnar. Nú urðu vangaveltur miklar, er dró að því, að þing kæmi saman. „Flokkaskiptingin er ennþá gáta“, sagði Austurland, „en trúlegt er, að dagar gömlu flokkanna séu nú taldir, þar eð enginn þeirra hefur fleiri en tíu þingmenn". Þótti blað- inu ekki ólíklegt, að langsarar og þeir, sem þeim fylgdu á þinginu næsta á undan, ásamt þeim Heima- stjórnarmönnum, „sem fjærstir eru Tímanum“, og allmargir nýlið- anna mynduðu meirihlutaflokk. Ekki vlldi þó Bjarni frá Vogi sætta sig við það, að gömlu flokk- arnir væru dauðvona: „Sumir menn segja, að gömlu flokkarnir séu sjálfdauðir, og þar á meðal Sjálfstæðisflokkurinn. Hinir flokk- arnir mega svara fyrir sig, hvort Þeir eru dauðir eða eigi“. Hann taldi slíkt f jarri lagi um flokksbrot sitt: „Flokkurinn hefur haft og hefur enn á stefnuskrá sinni full- kO'mna landyörn og vill haía ís- land handa íslendingum, og heið- ur landsins út á við og inn á við, metur hann öllu dýrra“. Sá flokk ur hlaut að geta staðizt. Tíminn hafði aldrei búizt við neinu góðu, þar sem langsarar voru: Þeir voru ráðnir undir ára- burð Milljónarfjórðungsins: „Milli samvinnumanna og Tímamanna annars vegar og Morgunblaðsins og Vísis hins vegur liggur engin brú“. Blaðið dró ekki í efa, að sumir þversarar vildu einnig leita í þessa átt: „Þversum- og langsum- flokkarnir munu vera að renna saman að einhverju leyti“. En ekki nema að einhverju leyti, þvi að éinsýnt var, að seint 'myndu sum- ir þversarar þekkjast slíkan sam- runa. Og Timinn var hvergi bang- inn: Hann kvað átján menn á þingi, Framsóknarmenn og sam leiðarmenn þeirra, reiðubúna til þess að vinna saman, Það var stærri hópur en aðrir gátu teflt fram að sinni. Þetta þótti Morgunblaðinu firn mikil, því að til þess þyrftu Tíma- menn ekki aðeins að gleypa alla Láglendingana, heldur sjö Heima- stjórnarmenn að auki. „Þar fyrir er ekki ósennilegt, enda áður vit- að, að Framsóknarmenn og ein- hverjir Heimastjórnarmenn (sá hlutinn, sem át grútinn forðum) geri tilraun til að byrja samvinnu. En ákveðinn hluti Heimastjórnar- manna gengur ekki þangað, og mörgum mun verða skemmt, er þeir sjá þá Jóhannes Jóhannesson og Guðmund Björnsson berja á dyr hjá Tímaklíkunni um sama bil og sést til Sigurðar Eggerz á hinu leit- inu, sem Jónas þráir nú enn á ný að faðma“. Á Guðmund landlækni •hafði Tíminn deilt mjög hart vegna andvaraleysis og slæmrar frammistöðu við sóttvarnir, þegar spænska veikin herjaði haustið 1918 og varð fólki að fjörtjóni hundruðum saman. En margt getur gerzf í þingsöl- um. Framsóknamenn sóttu það fast, að Jón Magnússon myndaði ráðuneyti og fólu honum það, á- samt Heimastjórnarmönnum: „Virt ist nú auðsær vegur blasa við urn að mynda bina nýju stjórn með frjálslyndum mönnnm, með þv'í >.ð skapa meirililuta úr Framsóknar- flokknum og þeim nrönnum úr Heimastjórnar- og þversumflokk- unum, sem nýtastir eru og sam stæðastlr. Hefði það Þá komið af sjálfu sér, að Halldór Steinsen og Guðjón og Þórarinn úr Heima sfcjórn og Bjarni frá Vogi úr þvers- um og fleiri úr Sjálfstæðisflokkn- um hefðu lent á sinni réttu hillu yfir í langsumherbúðunum, gömlu flokkarnir orðið leystir upp í sín frumefni og hreinn andstöðuflokk- ur myndazt upp úr langsum og úr- kastinu". Hugmyndin var því ekki sú ein að mynda landstjórn, heldur stokka upp spilin um leið. Ilinir frjálslyndu menn, sem Tímamenn ætluðu sæti í ráðuneyti Jóns, voru Magnús Kristjánsson, forstöðumað ur Landsverzlunarinnar, sem var að( fjara , nap þ.essar mund ir, og Hallgrimur Kristinsson, fram kvæmdastjóri Sambands íslenzkra samvinnufélaga, en að öðrum kosti Pétur Jónsson frá Gautlöndum, for maður Þess. Síðari kosturinn hlaut að freista Jóns, því að þeir Magnús og Pétur voru báðir Heimastjórn armenn. Samt var honum annað í huga, ef til vill vegna viðhorfa sumra flokksbræðra sinna. Hann vildi, að Magnús Guðmundsson yrði ráðherra. Hann var allra manna vinsæ'astur, hafði verið þingmaður Skagfirðinga nokkur ár og skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neytinu um stund. Tíminn lýsti svo ferli hans, „að hann stóð upphaf- lega nærri Framsóknarflokknum, en hneig svo frá því ráði og gekk í bandalag við langsummenn". Þetta var því, frá sjónarhóli Tima- manna, frávillingur í þingum við höfuðandstæðinginn, þótt ekki sé grunlaust um, að Magnús hafi hvarflað frá sökum þess, að hon- um hafi ekki þótt sér nægt svig- rúm ætlað. En ýmsir aðrir. og þeirra á meðal kannski Jón Magn- ússon sjálfur, létu á þvi brydda, að hann kynni að sjá sig um hönd og snúast á sveif með Heimastjórn- armönnum, ef þetta næði fram að ganga. Framsóknarmenn beygðu sig fyrir vilja Jóns, en tefldu því á rnóti, að Magnús Kristjánsson vrði þriðji ráðherr- ann. Þegar til átti að taka, fékk þó slík landstjórn ekki nægan stuðn- ing, og höfðu sumir það i svari sinu, að þeir gætu „yfirleitt ekki setið hjá slíkri pólitískri siðspill- ingu, að landsverzlunarforstjórinn yrði látinn skila af sér í sínar eig- in hendur.“ Það var þó undarleg mótbára, því að hún hefði einnig átt að taka til Magnúsar Guð- mundssonar, þar eð hann var lika nákominn landsverzluninni. sem sé aðalendurskoðandi hennar. Nú setti þingið Jóni Magnússyni úrslitakosti. Ilann varð að Ijúka stjórnarmyndun innan eins sólar- hrings. Þeir, sem barizt höfðu gegn Magnúsi Kristjánssyni, gátu sætt sig við Pétur frá Gautlönd- um. Framsókn tók því dræmt, en lét þó undan síga á síðustu stundu með þeim skýringum, að hún veitti neikvæðan stuðning. Ný land 1 stjórn hafði verið mynduð. Þótt : ekkert flokksbrotanna styddi hana ; óskipt, hlaut hún einhverja H9- ' veizlu hjá þeim öllum, og hvergi var andspynnan mjög liörð, þótt rllHINN — SUNNUDAGSBLAÐ 25

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.