Tíminn Sunnudagsblað - 30.08.1970, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 30.08.1970, Blaðsíða 11
 ViÐ GLUGGANN Mosi getur verið verðmæt útflutningsvara. Skólameistari einn í sænskri fjalabyggð hef- ur í sinni þjónustu um þrjú hundruð konur og allmargt skólabarna, sem hann sendir á mosaskóg eða mosamýrar. Það er svarðmosi, sem hann lætur' safna, og einkum fer mosatínsl- an frarn síðari hluta sumars. Ársveltan hjá þessu mosfyrir- tæki skólastjórans losar tíu milljónir íslenzkra króna. Mosinn er mestmegnis send- ur til Danmerkur, Þýzkalands, Hollands og Austurríkis, og um þetta leyti árs eru að jafn- aði sendir um tólf hundruð kass ar á dag. Mosinn er notaður í kransa, til skreytingar á leið- um, í glugga blómabúða og þar fram eftir götunum. Tínslukon urnar fá um fjörtuíu krónur fyr ir hvern kassa, og verða vinnu- laun þrjátíu til hundrað krón- ur á klukkustund eftir afköst- um. Á íslandi munu vera til um tuttugu tegundir svarðmosa, en elcki er hér nándarnærri eins mikið of honum oig sums stað- ar í Svíþjóð. Danskt læknarit hefur 'kveðið upp þungan áfellisdóm yfir matreiðslukennslu sjónvarpsins og mataruppskriftum danskra timarita. Þykir því þess lítið gætt, hvað hollt er og heilsu- samlegt. En bót er í máli: Lík lega gerir þetta minni skaða en ætla mætti, því að fólk er yfirTeitt veiklundaðra og óstöð- ugra í rásinni en svo, að það nenni að fylgja þeim ráðum, er því eru gefin um matar- gerð. Nokkrir stúdentar í Árósum voru látnir hæflta að bursta tennur sínar og skoluðu þeir í þess stað munninn með sykur vatni níu sinnum á dag. Eins og búast mátti við komu fram skemmdir á tannglerungnum. Nokkrir sTuppu þó. Þeir höfðu verið látnir skola ipunninn með klórhexidíni á eftir isykurvatn- inu. Þetta var eitt af því, sem rætt var á norrænu tannlækna þingi í Marienlyst í sumar. Nú eiga tannlæknanemar í Árós- um að taka þátt í tilraunum og rannsóknum af þessu tagi næstu tvö ár. Talið er, að klórhexed ínið myndi á tönnunum himnu, sem ver þær næstu tólf tiT fjórtán klukkustundir. „Fleygið samt ekki tannburst anum ykkar, fyrr en við höfum lokið tilraununum“,( segja próf essorarnir í Árósurn. Það -gerist nú æ algengara, að konur verði drykkjusjúkling ar. Tala drykkjusjúkra kvenna, sem nutu sjúkrahjálpar í Kaup mannahöfn, tvöfaldaðist síðast- liðið ár. Mjöig margar þeirra drekka heima aleinar og flest ar brennivín framan af. Þegar drykkjan hefur losað hálfa flösku brennivíns á dag, að meðaltali svo sem eitt misseri, taka margar að drekka brennslu spiritt. P dyggð í Esbjerg. Þar vilja menn snör handtök og skjóta fram kvæmd. Þeir vinna ekki traust og hylH Esbjergbúa, er láta verða langt á milli orða og athafna. Litla höfnin, sem þar var fyrst gerð, var fljótt stækkuð, og seinna var aukið við hafnarkvíum handa fiskibátunum. Með hverjum áratug hefur höfnin verið gerð stærri O'g fuHkomnari og nú síðast hefur ver ið komið þar upp nýtízkulegri birgðahöfn, sem svo er stór í snið um, að þar má sldpa út öllu fleski, sem Danir selja úr landi. Bryggju lengd í Esbjerghöfn er nú orðin yfir átta kílómetrar, og verður þó miklu aukið við á næstu árum. Það eru fiskveiðarnar og vöru flutningarnir, sem setja mestan svip á Esbjerg. En þar hefur einn ig risið upp iðnaður, og hefur til dæmis samvinnuhreyfingin verið þar athafnasöm. Hún á mikil ítök meðaT sjómanna í Esbjerg. Meðal stórfyrirtækja samvinnufélag T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ anna eru síldarverksmiðja, þar sem fjöldi fólks viinnur, með árs veltu nálægt einum milljarði ís lenzkra króna, og umfangsmikil tóbaksgerð. Kaupfélagsbúðir eru þar með meiri veltu að tiTtölu en í nokkrum öðrum dönskum bæ. Þar við bætast búðir í einkaeign, og munu alls vera um þúsund smá söluverzlanir í Esbjeng. , Þegar Esbjerg átti hundrað ára afmæli, var vígð ný fiskuppboðs- höll með níu þúsund fermetra gólf rými — hin stærsta á öllum Norð urlöndum, og kostaði úm níutíu milljónir króna. En nú vilja Esbjergbúar ekki Táta sér það nægja, að bærinn sé útgerðarbær og miðstöð vöru flutninga. Þeir vilja gera bæ- inn sinn að menningarborg: Þeir vilja, að þar verði reistur nýr háskóli. Það er sgm eiginleg ósk Vestur-Jóta að fá há skóla, en fleiri bæir eru albúnir að veita honum viðtöku. Einnig er fast sótt, að gerður verði stór flugvölTur skammt utan við Es bjerg. Kaupmannahafnarvaldið kann að vísu að verða stirt í taumi, því að hvorki kemur háskóli né flugvöllur án mikilla fjárframlaga ur ríkissjóði. En Vestur-Jótar eru taldir þrásæknir, þegar þeim er ‘ eitthvað fcappsmál, og Esbiergbúar ; una illa löngum vangaveltum og • seinagangi, svo að kannski veitist i þeim þetta hvort tveggja fyrr en i varir. Það var áður nefnt, að hafnar i gerð í Esbjerg var í upphafi álíka : árennileg og hafnargerð á suður- i strönd íslands. Esbjerg var svo í sveit sett, að höfn þar stvtti til mik:.;_ illa muna siglingaleið til Englands og hafnarborga á vesturströnd Ev- rópu, alveg eins og höfn á Suður • Iandi myndi stytta siglingu til Ev rópuhafna. Það fullkomnar sarnlík ; inguna, að úti fyrir Jótlandsströnd revndust vera góð fiskimið, og þau vitum við að eru enn betri við suð urströnd íslands. 635

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.