Tíminn Sunnudagsblað - 30.08.1970, Síða 13
nróti Höfn. Og þá væri það að
Játa, að efkki eru sedrusskógar í
Skálatindi eins og Líbanonshlíðum
né neðanjarðarvötn í Laxárdalnum
eins og við Hundaána eða neinit
gnæfandi krossar á hornfirzfcum
hnútoum í likingu við krossinn á
Korkóvadó. En skyldi ekki Öræfa-
jökull vera á við einn kiappar-
koll með krossi og Jökulsárlónið
jafnoki einnar Hundaár?
Eftir á að hyggja, þá er Höfn
tæpast orðin borg enn, því að
íbúarnir eru ekki nema éitthvað
um níu hundruð. En þess verður
varla Iangt að bíða, að þeir kom
ist að minnsta kosti á annað þús-
undið, og óneitanlega er það þó
spor í áttina. Mér virtust vera þrjá
tíu til fjörutíu einbýlishús í smíð-
um og hreint ekki af verri endan
um. Og hvern furðar á því? Höfn
er einhver mesti uppgangsstaður á
landinu — ekki síður en Grinda
vík og Bolungarvík. Þar er frysti-
hús, sem aldrei er á tap, og atvinna
í bezta lagi, og það má mikið vera,
ef ekki er þjóðráð að senda þang
að i verknám nokkrar spyrður af
hagræðingarsérfræðingum og
stjórnmálagörpum til þess að læra
að stjórna og hagræða.
Satt er það, að uppgangur Hafn-
ar- var ekki ýkjahraður lengi vel.
Þar var byrjað að verzla árið 1897,
og fjörutíu árum síðar var fólkið
á Höfn innan við hálft þriðja
hundrað. Én skriðurinn hefur ver
ið drjúgur hin síðari ár, og ég
hef þá trú, að þarna verði kom
inn einn af álitlegri kaupstöðum
landsins, þegar minnzt verður
hundrað ára afmælis byggðar á
Höfn. Það er bara hálfgert synd,
hversu yndislegt gróðurlendi fer
undir hús, torg og stræti, þegar
Höfn gerist slifcur staður, að við
verðum að fara að nefna Kaup
mannahöfn fullu nafni, svo að ekki
hljótist af misskilningur.
Það brestur nú helzt á, að stór-
skip geti siglt inn Hornafjarðarós
og heitt vatn finnist í viðhlítandi
nálægð. En kannski getur hvort
tveggja veitzt. Ofaukið er herstöð
inni á Stokksnesi, og þess orðið
langt að bíða, að jötunninn, sem
stendur með járnstaf í hendi jafn-
an við Lómagnúp, taki á ný við
landvörnum í Skaftafellssýslum.
En hvað um það: Nú dettur eng
um framar í hug að láta sér þykja
lítið til Hornafjarðarmánans koma.
Hann er þvert á móti að verða með
virðulegustu himintunglum og
ekki betra undir öðrum að lifa. Og
bezt gæti ég trúað þvi, að tarfarn-
ir um Nes og Mýrar gæfu stóra
nautinu, sem maðurinn sá á Korp
úlfsstöðum hér á árunum, lítið eft
ir, ef grannt er að gáð.
Frá fornu fari hafa verið á þess-
um slóðum smiðir miklir. Þar
kann tvennt að hafa komið til, að
meðfæddir hæfileiktr Skaftfell
inga koðnuðu ekki niður: Mörg.
byggðarlög voru þar einangruð,
jafnveT enn frekar en aðrar af-
skekktar byggðir landsins, svo að
menn urðu að treysta á sjálfa sig,
og svo blessaði guð héraðið með
því að láta skip villast upp á sand
ana, og þar fékkst efniviður í smíð-
ar. í ritum þeirra Eggerts Ólafs
sonar og Bjarna Pálssonar og
Sveins Pálssonar er sagt frá Einari
í Skaftafelli og sonum hans. Einar
var uppi, þegar Eggert og Bjarni
gerðu ferð sína um landið, o>g
hann var slíkur smiður, að hann
hafði jafnvel smíðað byssur án
nokkurrar aðstoðar eða tilsagnar
og þar með sjálf verkfærin, er
hann notaði við smíðar sínar. Um
daga Sveins var Jón Einarséon tek
inn við búi í Skaftafelli, og var
„naumast hans líki meðal alþýðu“.
Hann var listamaður á tré og
málm, hafði smíðað byssu að dæmi
föður síns og fjórhjóla vagn í sam-
lögum við Iátinm bróður sinn,
meira að segja búinn segli til þess
að létta hann í drætti, þegar svo
hagaði vindi. Þar á ofan hafði
hann ungur lært latneska, gríska
og hebreska málfræði af sjálfs dáð
um, var ágætlega að sér í dönsku
og þýzku, hafði kynnt sér læknis-
TÍMINN
SUNNUDAGSBLAÐ
I
637