Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 30.08.1970, Qupperneq 16

Tíminn Sunnudagsblað - 30.08.1970, Qupperneq 16
Ailmaninas'karíSi, þar sem er ein feg ursta útsýn á landi hér. Lónið er handan þess — austasta sveit sýsl- unnar með Papaós á annan væng, én ttvalnes á austurbégi. Hamrarn ir mikiu yfir HvalnesJ eru enn á ■sínum stað, en Einar er á brott. Hann dvelst nú í elli si vni á Höfn, ljós augnanna slokknað, en þó enn þrek og þróttur í gamla mannin •um. Enn getur hann hlegið, þótt -skuggsýnt sé í kringum hann. Gullið og hinir aðrir dýru málm- ‘ar, sem hann dreymdi um, eru óhreyfðir undir rótum fjallsins hans, en við lónið mikla, Lóns fiörð, er nú útvegur, sem heyrir til álaveiði. Málmleitinni, sem gerð hefur verið í Lóni, hefur verið beint að Svínhólum, sem raunar eru ekki Iangt frá Hvalnesi. En hvort sem námur verða nytj- aðar í Lóni eða ekki, þá er annað, sem þegar er farið að nytja. Það eru sandamir, sem losnuðu úr álog um, þegar brúin kom á Jökulsá. Þar hafa verið ræktuð mikil tún, og þar eiga þeir Torfi minn i Haga og fleiri Horn'irðingar ræktaðar 'lendur. Það kvað undrum sæta, hvernig grasið þýtur upp úr grýtt um aurum. þegar í þá hefur verið sáð. í skjólsælli skógarhlíð inn frá Stafafeili eiga Hafnarbúar sér sum arbústaði, og heima á Stafafelli er Sigurður bóndi léttur á fæti, þótt hálfníræður sé, og vílar ekki fyrir sér að bregða sér 1 ferðalög, sem eru meina en bæjarleið. Úti í kirkju hans stendur silfurbikar mikill, áletraður, á altari, gjöf frá fjölmörgum fyrrverandi vinnuhjú- um Sigurðair, sem sóttu hann heim og igáfu honum þennan grip á ein um merkisdegi ævi hams. En Sig- urður útvegaði sér stóran farþega bfl og fór skemmtiferð með allan hópinn —mig minnir upp á Hall ormsstað. Þegar austur um kemur, eru steinar heimilisprýði svo til alls staðar. Austfirðingar eiga auð í fallegu grjóti, sem fleiri og fleiri virðast nú meta að verðleikum. Þangað koma margir um Ianga vegu í Teit að steinum, og heima í héraði eru steinasafnarar orðnir margir, sumir í talsverðum mæli. Yfir alla aðra gnæfir Petra í Sunnuhlíð á Stöðvarfirði. Rauða húsið hennar er fullt af sönnum dýrgripum úr steinarí'kinu, og það kvað vera viikuveilk að bera safnið út og þvo það. En það er minnst, sem inni er: Garðurinn kringum hús ið er lífca fuBur af grjóti — ekfci þessu gráa og hversdagslega, sem er í svo mörgum lóðum, heldur eðalgrjóti, sem hún hefur fundið upp um fjöll og firnlndi, kletta og klungur, og fært heim. Einhver sagði mér, að steinasafn hennar væri virt á milljónir, enda var hún ekki nema níu ára, þegar lvún byrj aði að efna til þess. En Petra minn- ist þess, sem sumum er ebki alltaf hugfast, að peningar eru fallvaltir og geta verið fljótir að hverfa, en steinarnir standa af sér marga hrinuna, áður en þeir mást og eyð ast. Þeir eru eins og sjálft landið, enda brot af bergi þess. Safnið hennar er ekki falt — ekki einn steinn úr því. Þannig ættu fieirl að hugsa. Háborg steinaauðsins austfirzka er Teigairhom, þar sem geislastein* ar eru. Þeir eru þar fegurstir 1 heimi. Á Teigarhorni stendur enn húsið, sem gamli Weyvadt lét reisa, stigarnir þrautslitnir eftir fætur kynslóðanna, og enn eru það niðj ar hans, sem um þá ganga. Stein- ar, sem til sölu eru hafðir, eru varðveittir í litlu herbergi uppi á lofti. Það er gaman að skoða þá. En það er líka viðburður að skoða þetta gamla hús Wey vadtsfólksins, sem tengt er mikl um atburðum og vígf sárum hörm um. Austfirðir eru ekki aðeins mikið steinaland. Þar eru hákarlshjallar beztir á landi hér. Vopn- firðingar eru kannski uafn kenndastir hákarlamenn. En þeir eru líka til suður á fjörðum, er kunna með hákarl að fara. Einn þeirra er á Beru- fjarðarströndinni, Albert á Krossi. Um hákarlshjall hans má segja lífct og kirkju Þjóðhildar í Bratta hlíð, að hann stendur eigi allfjarri húsum. Gg það er matarlegt um að litast í honum, þegar rá ofan við rá svignar undan gildum beit- um, sem sigið hafa lítið eitt til meðri endans, svo að hann minnir á stóran dropa, sem ebki hefur fallið. Albert lætur ekki mi'kið yfir sér — veit jafnvel varTa, hvort hann á ætan bita. En hann er fim ur að vega sig upp á rárnar, þótt farinn sé að lýjast og stirðna, og hún svíkur engan, beitan, sem hann kemur með, enda vitn- eskjan um hákarlsverkun hans borizt svo víða, að jafnvel Hollend ingar á skemmtiferðalagi sveigja heim að Krossi til þess að fala há- karl. Ég veit með sannindum, að þeir éta hann með beztu Iyst. Má ég svo að síðustu staldra ögn við í Breiðdalnum, þar sem Stað arborg bíður gesta í miðri sveit, örskammt frá Eydölum, þar sem gamli séra Einar hrærði vögguna með vísnasöng sínum endur fyrir löngu. f Eydölum eru nú í bili tvær fcirkjur, því að ný fcirfcja er í smíðum, en gamla kirkjan, sem langafi minn, séra. Benedifct, lét reisa á síðasta æviári sínu, 1856, stendur enn. Uppi á Gilsá í Norð- urdal, þar sem sonardóttir hans, Þorbjörig Pálsdóttir, er enn á frisk um fótum, sá ég fágætan og listi- Framhald á 633. síSu. 640 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.