Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1970, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1970, Blaðsíða 20
Skóiameistarinn, SigurSur Guðmundsson, sem ekki vildi vita nemendur *ína eyða *íma í að „herfa á steindauðar kúlur velta eftir heimskugraenu borði1' nafntogaðasti skólamaður landsins á sinni tíð. kvaddir við skólaslit. Þar voru sungnir sameiginlegir morgun- sön"var, því að hverjum nvium degi var fagnað með söng, áður en kennsla hófst. Áskell Snorrason tónskáld kenndi söng. Hann var í alla staði vel að sér, bæði í tónfræði sem og í almennum fræðum. nnda ná skyldur Benedikt frá Auðnum. En hann var fátækur og barn- margur, og oft hlógu stelpurnar, þegar þær voru í söngtima hjá honum. En Áskell var þeim mun stilltari og umburðarlvndari sem. meira var hlegið. Einnig hlógu stelpurnar dátt i tím- um hjá Vernharði Þorsteins- snyi, en hann hló þá alítaf líka sínum fegursta hlátri og brosti sínu blíðasta brosi framan í þær. En allir voru kennararnir samvizkusamir í mesta máta og þekktu ekki drott insvik, hvorki við skól'ann né heldur nemendur. Oft bað Sig- urður skólameistari söngkennara og nemendur að spila og syngja íslenzka þjóðlagið, Sofðu unga ástin mín. í þessu lagi og ljóði birtist ást hans á skólanum og umhyggja hans og velvild í garð hinna ungu nemenda, sem hon- um hafði verið trúað fyrir, og þarna var líka ramíslenzk kveð- andi. Skólameistari unni öllu og dáði allt, sem íslenzkt var og vel gert. Ekki veit óg, hversu söngv- inn skólameistari var, en á síð- ustu árum sínum við skólann gerðist hann meðlimur i Tónlist arfélagi Akureyrar og sótti hljómleika þess af sömu alúð og hann rækti öll störf sin. Svo lær- ir lengi sá, sem í raun og sann- leika lifir, og mun söngvísi skóla meistara hafa blundað á beði á hans yngri árum, en hafa stig- þróazt með aldrinum vegna skyld íeika tónlistarinnar við kveðskap- inn. Því í skáldskaparmálum var áhugi skólameistara sífrjór og vakandi, enda var hann aldrei hrár eða hálfur í umsögnum um þau kvæði, sem hann las, því mið- ur allt of sjaldan, í þeim fáu tím- um, sem hann var með okkur þriðju bekkinga. í umsövnum sínum um hvert það kvæði, sem hann las, var hann alftaf heill og harðsoðinn. Hann las ekki ein- ungis með vörum og tungu, held- ur las hann og túlkaði hvert kvæði með öllu andlitinu. Ótal svipbrigði, skin og skuggar, liðu sem leiftur um andlit hans. Þess vegna höfðu sumir gárungar það til að leika hann, bæði svipbrigði hans og tungutak, Kvæðið Erlu eftir Stefán frá Hvítadal las hann með innljóm un í andlitsdráttum. Þá las hann og einnig Sorg eftir Matthías Jocumsson, sem hann sagði, að væri reyndar of fagurt til að fara með það í tima og kennslustund, og urðu andlitsdrættir hans stjarfir og innhverfir meðan hann las þetta undurfagra en um leið stórfellda kvæði. Næst las hann kannski kvæðið Þor- björg Sveinsdóttir, og nú varð andlit hans forklárað í útljómun frá sterku sólbrosi. En bað varð ekki nema sólbráð, því að nú syrti í álinn: Hanm tók að lesa Dettifoss eftir Kristján Fjalla- skáld — hann kvað það vera mjög lélegt kvæði, „samansafn a£ innantómum, skrúðbúnum lýs- ingarorðum“. Það dimmdi yfir svip hans, og allir drættir í and- liti skólameistara slöknuðu æ meir, eftir því sem á kvæðið leið, og í lokin var svipurinn orðinn ásjóna hálfsofandi manns. Að loknum þeim lestri veispaði skólameistari þreytulega. En vakningin var á næstu grösum því nú las hann Dalvisur Jóna=ar. Varð hann þá þegar aftur léttur á brún, og í framsögn lagði hann mikinn innileik í þessi fögru er- indi, og var komin hádegissól með sumri og sætleika vallarins í andlitsdrætti hans um það, er kvæðinu lauk. A5 því þúnu sneri hann sér að 692 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.