Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1971, Page 2
★★ ÞaS er margt dæmalaust
fallegt í afmælisgreinum, dánar
minningum, útfararræðum og
skálaræðum, ef menn bara gefa
því gaum. Þar getum við kom
izt að raun um, hve márgt við
eigum gamla fólkinu að þakka.
Það tók, góðir hálsar, við land-
inu óræktuðu og langníddu á
myrkum öldum. Húsakosturinn
var ósköp bágborinn, kaupstað-
irnir ekki annað en aumleg
þorp þurrabúðarmanna. í
bernsku þessa fólks voru engar
hafnir, engar rafstöðvar, engir
vegir, örfáar brýr, nauðafáir
skólar. Þá voru ekki til neinar
vélar, sem tækju fram tað-
kvörn, og þá áttu landsmenn
engar fleytur, nema seglskútur
og árabáta. En sjá: Berum hönd
um lagði sú kynslóð, sem nú
er orðin ellilúin, til atlögu og
reisti allt frá grunni, og á
herðum hennar stöndum við
sigri hrósandi með borgir og
hallir og ekrur, orkuver og
verksmiðjur, skipaflota og
flugvelli, frystihús, sæðingar-
stöðvar og minkabú, þrjátíu
þúsund bíla, sjö ráðherra, ó-
teljandi bankastjóra og vísinda-
menn og sérfræðinga á hverj-
um fingri. Við sláum út báðum
höndum: Ó, hve mikla skuld
við eigum þér að gjalda, öldn
um fiskimanninum, sem rerir
í Víkinni, forðum daga, stóðst
á endalausu skaki við öldustokk
inn á Selvogsbanka og komst
lífs að landi, þó að gamli kola-
togarinn ykkar lægi sólarhring
á hliðinni í hafrótinu í Halaveðr
inu forðum. Skál! (Sækir þú
strax um vist á Hrafnistu og
lifir enn nokkur árin, eru all-
ar líkur til, að þú fáir þar inni
að síðustu). Og þú, bóndinn
gamli — eða verkaniaðurinn:
Mörg var líka ykkar dáð —
þið lengi lifið! Og ekki að
gleyma þér, hvíthærða kona,
sem varst sól heimilisins —
þiggðu koss á vangann, sem
einu sinni var rjóður. Friður
guðs sé með þér lífs og lið-
inni.
★★ Við tæmum glösin, kveikj
um í vindlunum og gerum okk
ur elskuleg í framan. Því að
okkur hefur bæði sagzt vel
og farizt vel. Við erum góð og
hugsunarsöm, og við borgum
þessu aldraða fólki ellilaun,
sem það getur vitjað einu sinni
í mánuði. Og við skerum þau
ekki við nögl. Mánaðartillagið
er svipað og læknirinn, sem
hyggur að heilsufari þess, eða
kaupmaðurinn, sem selur því
kaffið og sykurinn, borgaði í
fyrrasumar fyrir heimild til
þess að norpa einn dag með
stöng við dágóða veiðiá. Verð-
ur er verkamaðurinn launanna.
En þar að auki nýtur aldurhnig
ið fólk sums staðar fríðinda —
jafnvel til sveitarfélög, þar sem
ekki er lagt útsvar á ellilaun-
in. í Reykjavík er því auðveld
að öðrum fremur að komast
leiðar sinnar. Það getur fengið
fleiri strætisvagnamiða fyrir
peningana sína en aðrir. Þeir,
sem eru á góðum starfsaldri, fá
tuttugu og sex farmiða fyrir tvö
hundruð krónur, en gamla
fólkið tvöfalt fleiri — eða
jafnmarga fyrir helmingi færri
krónur. Þessa miða verður það
að vísu að sækja inn á Hlemm
(eða niður á Hlemm, eftir því
hvar það á heima í bænum).
En við það stendur það sig,
því að það kostar ekki nema
tvo aukamiðanna. Þessir öldur
mennismiðar gilda raunar ekki
fyrr en klukkan hálf-tiu á
morgnana, enda hæfir bezt, að
gamalt fólk sé hvíldrækið, og
ekki heldur frá klukkan fjög-
ur til sjö á daginn. Að sönnu
eru allar líkur til þess, að þeir,
sem ganga til læknis — og það
gerir roskið fólk alloft —, séu
einmitt á heimleið á þeim
tíma. En það verður ekki við
öllu séð. Þegar svo stendur á,
verður gamla fólkið annað
tveggja að hafa meðferðis far-
miða, sem keyptir hafa verið
fullu verði, eða borga farið með
peningum. Og er þá þess að
gæta, að kerfið færi allt á ring
ulreið, ef afsláttarmiðarnir
væru reiknaðir til verðs og
aukið aurum við. Þess vegna
verður allt fargjaldið að reið-
ast af höndum í peningum, ef
ekki eni tiltækir farmiðar, sem
hæfa þessum stundum dagsins.
En rausn er það samt, hve
þjóðfélagið greiðir fallega fyrir
því, að þetta aldurhnigna fólk,
sem varla sá göfugri ökutæki
en hjólbörur í bernsku sinni,
geti komizt leiðar sinnar í
strætisvögnum um stórborgina,
sem það hóf til vegs. Skál,
aldna hetja — þú lengi lifir!
★★ Annars eru margir af
þessum rosknu mönnum léttir
upp á fótinn. Þetta veit þjóð
félagið líka. Þess vegna er
það ekki nema eðlileg og
verðug verkaskipting, að þeim
standi einna helzt til boða ein-
hvers konar sendilsstörf, ef
þeir vilja ekki láta sér nægja
ellilaunin — innheimta ýmis
konar reikninga og félags-
gjalda, fyrir þá, sem fuUfrísk
ir eru til veigamikilla kontór-
starfa eða kaupsýslu, og út-
burður rita og plagga og jafnvel
blaöa. Þessu fylgir reyndar, að
þeir verða að vera á ferli,
gömlu mennirnir, hvernig sem
færi er og hvemig sem viðrar,
og starfsmatinu í mannfélag-
inu er þannig háttað, að kaupið
er ekki sérlega hátt. En það
þurfa þeir náttúrlega ekki að
setýi fyrir sig. Þetta ramb og
norp og slabb er áreynslulítið
og ekki vinna handa neinum,
sem fæddist eftir að hala-
stjarna Halleys fór hjá. Nema
Framhald á 117. síSo
98
fíHlNN — SUNNUDAGSBLAÐ