Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1971, Blaðsíða 5
sjö af hverju liundraöt hýzkra elg-
inkvenna, sem eíga hrjótandi
karla, töldu sig vel geta þolað
svefnlæti þeirra, tuttugu og sex af
hundraði sögðu þær fjarskalega
hvimleiðar, en langflestar, sextíu
og sjö af hundraði, kváðust
varla geta afborið þetta lengur.
Algengt er, að fólk verði and-
vaka vegna svefnláta annarra. Ell-
efu af hundraði þeirra, sem við
þetta búa, missa að jafnaði klukku-
tíma svefn á nóttu, en aðrir miklu
meira. Tíundí hver aðili taldi sig
hreint engan svefnfrið hafa. Það
er skiljanlega hjartans ósk þessa
•hrjáða fólks að fá sérherbergi til
þess að sofa í, en þar strandar víða
á efnahagnum, því að ekki eru all-
ir ríkir í útlöndom. Jafnvel þýzka
efnahagsundrið hefur ekki leyst
þann vanda.
Enska tímaritið Family Doctor
beindi svipuðum spurningum til
lesenda sinna. Fimm þúsund hjóna
í fjölda landa tóku þátt í þeirri
könnun. Meðal annars var leitað
eftir því, hvernig fólk lægi, þegar
það hryti, hvort þetta væri reyk-
ingafólk eða togleðursjórtrarar, á
hvaða aldri hroturnar hefðu byrj-
að og þar fram eftir götunum.
Sumir, sem spurðir voru, sögð-
ust hrjóta svo hátt á köflum, að
þeir hrykkju upp við það sjálfir.
Kona í Torontó, sem hefur búið
við næturkonserta manns síns í
tuttugu og sjö ár, sagðist ekki
koma auga á aðra lækningu en
ráða hann af dögum, þó að lands-
lög bönnuðu raunar svo skörulegt
úrræði. Gömul kona gerði þá
játningu, að hún hefði aidrei þor-
að að giftast vegna svefnlátanna í
sér. Skozk móðir sagði: Sonur minn
heyrir hroturnar í mér alla leið út
á götu, þegar hann kemur út úr
strætisvagninum á kvöldin, ef ég
er soínuð.
Þessi enska könnun leiddi í ljós,
að mörg hjónabönd, sem byrjuðu
með ofurheitri ást og dýrlegum
blæjubríma, hefðu farið í hundana
á skömmum tima vegna svefnláta.
Iíroturnar yfirbuguðu ástina.
Enski læknirinn lan Robin, nef-,
háls- og eyrnasérfræðingur, gizkar
á, að fast að milljón hjónabanda
í Stóra-Bretlandi sé í hættu af þess-
um orsökum. -
í Bandaríkjunum liggur við, að
það sé að verða jafnsjálfsagt sjálfu
hjúskaparheitinu, að brúður og
brúðgumi leggi fram vottfest skil
ríki, þar sem þau heita góðu um
það að hrjóta ekki i hjðnabandinu.
En kannski gefa hinir tíðu hjóna-
skilnaðir í Bandaríkjunum bend-
ingu um, að þau heit efnist
illa. Einhver skollinn er þar að
minnsta kosti í spilinu, þótt þetta
sé guðs eigið land.
Ekki liafa forfeður okkar hér
verið barnanna beztir, því að sums
staðar í fornsögum er þess einmitt
getið, að þeir hafi látið illa í svefni.
Það gerði til dæmis Án hrísmagi,
svo sem frægt hefur orðið. Einn
ágætasti listamaður okkar á þess-
ari öld gat ekki sofið í sama her-
bergi og kona hans, því að hún
var undir þá sök seld að hrjóta,
og á ferðalögum urðu þau jafnan
að fá tvö svefnherbergi, ef vel átti
að vera.
í orðabók Árna Böðvarssonar er
sögnin að hrjóta skilgreind á þenn
an hátt: „Umi viss svefnhljóð,
mynduð af titringi á úfnum“. í
Bandaríkjunum hafa visindamenn
rnælt þennan titring. Það voru há-
skólastúdentar, sem valdir voru til
þeirra tilrauna. Hijóðstyrkurinn
reyndist vera á milli fjörutíu og
sextíu og níu fon. Hávaði frá þrýsti
bor, sejn er í gangi, er sjötíu til
níutíu fon, mælt í rösklega þriggja
metra fjarlægð.
Japaninn, sem við nefndum áð-
an, — íkematsú, — tók hrotur og
önnur svefnlæti upp á segulbönd,
svo að hann gæti flokkað þessi
fyrirbæri. Ifann komst að raun
um, að tilbreytnin er mikil. Svefn-
lætin gátu líkzt
öskri vilidýra á mörkinni,
þungum fossniði í fjarska,
skrölti í sporvagni,
holumi híjómi sprunginnar
kirkjuklukku,
suði í mýflugnasveimi,
stunum særðrar manneskju,
gnauði í vindbörðu tré.
Sumum svefnhljóðum líkti
hann líka við, er dropar falla einn
og einn, froskar kvaka, vélbyssa
geltir eða bifhjól er sett í gang.
í fáum orðum sagt: Hann er þeirr-
ar skoðunar, að fá hljóð séu
þekkt á jörðinni, er ekki eigi sér
líkingu í svefnhljóðum einhvers
manns, ef atómspi’engingar eru
undanþegnar. Þrátt fyrir rækilega
rannsókn hefur honum ekki tekizt
að leiða nein rök að því, að þjóð-
ir eða stéttir eigi sér neinn sér-
stakan hrotustíl. Honum hefur
ekki lieppnazt að finna mun á
hrotum .Japana. Englendinga og
Spánverja. En mesti hljóðstvrk-
ur, sem hann hefur mælt á tólf
árum, nam hundrað og tíu fon-
um — viðlíka og þegar bifhjól er
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
101