Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1971, Page 6
BreLÓfirzk
Vorið 1768 stóð gamli bónd-
inn í Svefneyjum á Breiðafirði
á áttræðu. Hann hét Ólafur
Gunnlaugsson. Hinn ágæti son-
ur hans, skáldið og náttúru-
fræðimgurinn, stórlátur höfð-
ingi, sem hefur á sér snið gull-
aldargoða, er orðinn varalög-
maður og hefur loks fest ráð
sitt, meira en fertugur. Brúð-
kaupsveizlan í Reykholti er
fræg um allt landið. Og þegar
vorið hefur tekið völdin um
Breiðafjörð, með öllu því yndi,
sem þar má veitast á þeirri árs-
tíð, gengur sonur gamla bónd-
ans til skips með brúði sína og
lætur þénara siinn bera fyrir
sér atgeir og merki. Því nú skál
sigla suður yfir Breiðafjörð.
Við vitum það síðast að segja
af Eggert ólafssyni, að hann
iét sækja ilmrík blóm 1 kletta
í Skor og bera við vitum 'sjó-
veikra kvenna. Breiðafjöxður
veit einn sögulok.
Einhvern hinna fyrstu daga 1
júnímánuði berst fregnin um
h.etjulund
drukknun Eggerts Ólafssonar í
Svefneyjar: Hann er horfinn,
sonurinn frægi, sem hæst reisti
merkið íslendinga.
Bugaðist faðirinn áttræði?
Sagan segir, að hann mælti
ekki orð frá vörum, er honum
var sögð fregnin. H-ann gekk
þegjandi út og reikaði út í tún-
jaðarinn. Þar tók hann að rífa
upp grjót og bera brott. Að
þessu starfaði hann til kvölds,
vanur þvílíkum fangbrögðum.
þótt gamall væri. Þegar nótt
fór að, gefck hann lieim til bæj-
ar, hægurn -skrefum, og mátti
enginn sjá, að honum væri
brugðið.
SjáTfsagt hafa ýmsir brugðizt
við á svipaðan hátt, bæði fyrr
og síðar, er mar sleit af þeim
snaran þátt ættar þeirra eða
önnur vá rændi þá því, er þeim
var hugfólgnast. En stórmann-
mannlegri mynd hefur þjóð-
in þó ekki gert sér af öðrum
manni á harmstundu á seinni
öldum en ÓTafi í Svefneyjum.
sett 1 gang og bensínið stigið í
botn.
Þessar hrotur allar geta haft
fleira illt í för með sér en hjóna-
skilnaði. í hraðlest, sem var á leið
frá Bilbaó á Spáni til Barsilónu.var
fyrir fáum árum maður nokkur,
sem hraut í frekasta lagi. Loks
stóðst einn samferðamanna hans
ekki lengur mátið, heldur vakti
hann heldur óblíðlega. En mann-
garmurinn hafði sofið ágætlega,
þó að hann hefði hátt, og hann
bálreiddist fruntalegum aðförum
samferðamannsins. Hann réðsfc á
hann með reidda hnefa, og nú hóf-
ust hrottalegustu slagsmál, sem
enduðu með því, að hrotukarlinn
var stunginn til bana. Munfcur, sem
reyndi að gan-ga á milli, særðist
líka.
Árni Bóðvarsson segir, að 'það
sé titringur á úfn-um, sem öllum
þessum fyrirgangi veldur. Nánar
tiltekið er það þetta, sem gerist:
í djúpum svefni slaknar á öUum
vöðvum, og þá sígur neðri kjáik-
inn oft niður og tungan dregst aft-
ur, ásamt linum hlutum góms og
koks. Andardrátturinn veldur þá
nefndum titrin-gi á úfnum og
mjúkum hlutum gómfyllunnar.
Við þetta getur komið til súrefnis
skorts, sem orkar á hjarta og blóð-
rás hins sofandi manns.
Oft er þó frumorsökin galli í
munnholinu, hálsinum eða nefin-u,
bólga í slímhimnu, of stórir kirtl-
ar eða smíðagalli á innviðum nefs-
ins. Margir, sem hrjóta í svefni,
gapa stórum og snörla óskaplega,
en þó hrjóta sumir með lokaðan
munn. VUjastyrk-ur nægir ekki til
þess að lægja hrotur, því að þær
eru ósjálfráðar og óafvitaðar og
kveður mest að þeim, þegar svefn
inn er dýpstur. Mest kveðu-r þó að
farotum, ef menn leggjast til svefns
þreyttir eða ölvaðir éða hafa neytt
svefnlyfja. Feitt fól-k hrýtur oft
öðrum fremur, og þess vegna eru
líka oft ófögur hljóð í svefnher-
bergjum bu-rgeisanna. Orsök þessa
er sú, að feitur, einkum skvap-
holda, maður hefur minni stjóm á
vöðvum í andliti og koki en sá,
sem grannholda er.
Læknavísindin hafa ekki gefið
hrotum sérlega mikinn gaum. Það
er líkt og það hafi verið taUð fyr-
ir neðan virðingu þeirra. í ritum
lækna er mjög sjaldan að þeim
vikið. Og þótt alfræðiorða-
bók mín sé tuttugu og
fjögur bindi, sem fyUa heila
hUlu í skáp, er þar ekki
nema hálf sjötta lína um hrotur —
aftur á móti hálf sjöunda um
Snorra goða. Þess vegna er það
líka, að það er oft heldur fáfengi-
legt, sem fólki er ráðlagt, ef það
spyr, hvað það ei-gi að gera til þess
að hrjóta ekki. Því er kannski ráð-
la-gt að Uggja á hUðinni eða il-ggja
á grúfu eða hafa hátt undir höfði
— jafnvel binda hárbursta á bak-
ið á sér,svo að það liggi ekki upp
í loft.
En allt gerir þetta Mtið gagn.
Hugmyndaríkir menn í Bandaríkj
unum hafa að vísu fengið einka-
leyfi á gerð 186 apparata, sem eiga
að koma í veg fyrir hrotur. Þetta
eru hálsgjarðir úr málmi, munn-
spennur, tæki sem magna hroturn
ar og beina óhljóðum að eyrum
þess, sem veldur þeim, og margt
annað. En veröldin er j-afnnær.
Konan í Torontó, sem ekki sér
fram á annað en hú*n verði að
lóga karlin-um sínum, er litlu
bættari. Þessar tUfæringar duga
ekki. Einna skást hefur reynzt að
segja þeim, sem ek-ki geta sofið
fyrir óhljóðunum í öðrum, að
hnoða vax og setja í eyrun á sér
og lofa syndaselnum svo að gapa
og rymja og snörla að vild sinni.
En favers vegna hrjóta ekki aU-
ir, og hvers vegna eru hrotur e-kki
ævinlega svipaðar á að hlýða?
Þeirri spurningu getur enginn
svarað. Þýzki prófessorinn Fritz
Iíeld hefur þó sett fram ýmsar
sálfræðilegar kenningar til íhu-gun-
ar. Honum dettur í hu-g, að hrot-
urnar eigi rót sína að rekja ti-1
niðurbældrar gremju eða reiði,
sem ek-ki fær útrás í vöku. Eða þá
þvert á móti: Hroturnar séu vitn
isburður um öryg-giskennd og vel-
líðan, svipað og þegar köttur mal-
ar. En þegar hann ræddi þetta
við van-svefta konu, sem löngum
varð andvaka vegna svefnláta
bónda síns, hrópaði hún bálreið:
„Hvaða máU skiptir það, þegar
ég get ekki fest blund fyrir þesa
um fjanda?“
Og það er auðvitað Mka sjónar-
mið, sem hafa má í fauga.
109
T t M I N N — SUNNUDAGSBT.AÐ