Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1971, Side 15
Klakkeyjar — á þessum slóðum bjó Eiríkur rauði ski p sitt, er hann fór a'ð leita Grænlands.
SIGURÐUR GUNNARSSON:
Hugleiðing um Græn-
land og Grænlendinga
i.
Kynnisferð sú til Kúlúsuk, sem
sagt var frá með nokkrum orðum
í fyrri grein, hefur vakið umhugs-
un um margt og orðið beinlínis til
þess að rifja upp sitt af hverju í
sambandi við Grænland og sögu
þess.
í þessum síðara þætti verða í
sem stytztu máli dregin fram
nokfcur fróðleiksatriði um Græn-
land og íbúa þess, sem nú nefnast
almennt Grænlendingar. En fyrst
og fremst mun ég rifja upp þann
merka, sögulega atburð, er Eirík-
ur rauði fann Grænland, landnám
íslendinga þar og afdrif þeirra eft-
ir meira en fjögurra alda búse+u.
Er sú saga öll mjög forvitnilegt
ransóknarefni.
Grænland, stærsta eyja jarðar-
innar, er heimskautaland. Frá
norðri til suðurs nær það yfir
rúm 23 x/2 breiddarstig, frá
Hvarfi (Kap Farvel) á 59. stigi 46.
mínútu nbr. til Kap Morris Jesup
á 83. stigi 37. minútu nbr.
Vegalengdin milli nyrzta og
syðsta oddans er því um það bil
2650 fcm., eða álíka mikil og frá
íslandi til Spánar. Breiddin er um
það bil 1000 fcm., þar sem landið
er breiðast. Að flatarmáli er það
talið vera 2.182.000 ferkílómetrar,
nærri 22 sinnum stærra en ísland.
Milli íslands og Grænlands er tæp-
lega 300 fcm. breitt sund, Græn-
landshafið eða Danmerkursundif
sem tengir Atlantshaf við Norðui
íshaf. Suðaustur- og suðurströnd
Grænlands liggur að Atlantshafi.
Að vestan skilur Davíðssund, Baff-
insflói, Smithsund og fleiri smá-
sund það frá Ameríku og eyjum
þeim, sem norður af henni liggja.
Norður- og norðausturströndin
liggur að Norður-íshafinu.
Mestur hluti þessa víðáttumikla
lands er jökli hulinn. eða rétt um
1/7 hlutar þess. Það eru aðeins smá-
ar landspildur með ströndum fram
— strandlendið — ,sem jökulgadd-
urinn heldur efcki í heljarklóm sín-
um. Breidd strandlendisins er
mjög mismunandi. Sums staðar
nær jökullinn alveg út að hafi. en
á vesturströndinni nær strandlend
ið allt að 180 km. breidd.
Margar kynjasögur hafa gengið
um hina miklu jökulbreiðu, sem
hylur landið. Eskimóar töldu fyrr
á tímum, að þar fyndust grösugir
og fagrir dalir, jöklum girtir á
alla vegu, og þar byggju risavaxn
ir menn, sem lifðu á hreindýra
veiðum. Minna hugmyndir þeirr
um þetta mjög á ýmsar útilegu
mannasögur okkar. Danir vorv
vitaskuld fyrr á tímum smeykir
við jökulinn, sem von var til. Það
var ek'ki fyrr en árið 1878, að
danskur maður, Jensen að nafni,
með nesti og nýja skó, brennivín
og fritt föruneyti, hætti sér dálit-
SíÐARI HLUTI FRÁSAGNAR
T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
111