Tíminn Sunnudagsblað - 07.11.1971, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 07.11.1971, Blaðsíða 18
hafa verið á æskuhennili hennar. Þó var þar allgóður bókakostur, að hún segir, en „vinnan og skyldu- störf gengu fyrir bóklestri“. Þetta var eitt af þessum straustu, gömlu heimilum, hvar heimilisguðræknin var rækt af mikilli nákvæmni. og heiðarleiki og vinnusemi og aðrar fornar dyggðir voru í hávegum hafðar. Kornung á Elínborg í vök að verjast gegn „hvíta dauðanum5 * * * * * 11 eins og alltítt var með ungt fólk í þá daga. Svo kynnumst við henni sem önnum kafinni húsmóður — stundum á fjölmennu, gestkvæmu prestsetri í sveit. Sízt verður þó færra um manninn kringum hana eftir að maður hennar, séra Ingi- mar Jónsson, er oröinn skóiastjóri fjölmenns gagnfræðaskóla í Reykja vík — og mátti þá enda árum sam- an hafa skrifstofu skólans inni á sínu eigin heimili. Má fara nærri um, að gestrisin húsfreyja, sem hvers manns vanda vildi leysa og að auki varð oft að vera önnur hönd manns síns á skrifstofunni, hefur svo sannarlega haft nægum verkefnum að sinna. Hvar og hve- nær var vinnunæði rithöfundar- ins? Hvernig var hægt að skrifa við slíkar aðstæður? Því svarar Elinborg á einum stað á þessa leið: „Það, sem aðallega hjálpaði mér, var, að ég vandi mig á að skrifa, þótt ekki væri næði. Ég einbeitti huganum að skriftunum og heyrði ekki, hvað gerðist í kringum mig. Ef mér hefði ekki tekizt það, hefði ég aldrei skrifað neitt“. Já, margt tekst, ef viljinn er nógu einbeittur. Eins má þó geta, er víða skín í hjá Elínborgu. Fáir skildu og mátu ritstörf hennar, og þó einkum hennar dulrænu hæfi- leika, betur en maður rennar, séra Ingimar Jónsson. En hann hafði hvopt tveggja, mikinn áhuga og þekkingu á dulrænum fræðum og sálarrannsóknum. Hefur það verið Elínborgu ómetanlegur styrkur. Þótt þessi bók hennar teljist ekki ævisaga í venjulegri merk- ingu, má. víða sjá þroskaferilinn rakinn — beint og óbeint — ein- staklingsins og rithöfundarins. Og manni verður smám saman ljóst, hvers vegna uppskeran gat orðið svona ótrúlega mikil — og verð- mæt, og Lversu stór þakkarskuld þjóðarinnar er við þessa áttræðu konu og rithöfúnd — Elínborgu Lárusdótúir. Þórunn Elfa IVagnúsdóttir: MAREN þjéðlífsþættir 5. Norðurför. Námið í skóla Bergljótar Lárus- dóttir leiddi til þess, að Maren réði sig í kaupavinnu til móður- bróður hennar síra Halldórs Bjarn- arsonar í Presthólum. Þó að séra Halldór hefði orðið víðfrægur fyr- ir þrætur, hark og málaferli við nágranna sína, sem honum fannst vilja draga sér og misnota eignir kirkjunnar, kom það aldrei fram í umtali Marenar um síra Halldór,' svo að mig reki minni til, að hann hafi verið óvæginn húsbóndi, né framkomu hans á heimili hafi að neinu leyti verið áfátt. Hann var ættrækinn mjög og átti skyldfólk hans því athvarf hjá honum, ^er það hafði þess þörf, og hann lét sér einkar annt um systurdætur sínar: Bergljótu, Marenu og Láru. Dætur frú Guðrúnár Björnsdóttur, sem var ein hinna f jögurra kvenna, er fyrstar komust í bæjarstjórn í Reykjavík. Guðrún var ekkja eftir síra Lárus Jóhannesson, prest á Sauðanesi. Marenu, frænku minni, féll vel í Presthólum og fannst frá upphafi mikið til um héraðsbrag nyrðra. Mér er minnisstætt, að ég heyrði Marenu gera samanburð á matar- æði, vinnuháttum og aðbúnaði kvenna á Suðurlandi og Norð- urlandi, og fannst henni allmikill munur á. Sem Borgfirðingur held ég, að hún hafi staðið Þingeying- um nær, eins og þá til hagaði á landi hér. Rétt er að taka fram, að þegar minnzt er á Þingeyinga hér og síðar í þáttum mínum, er átt við Norður-Þineyinga, nema annars sé sérstaklega getið. Að líkindum hefur verið meiri munur á héraðsbrag á landinu þá en nú er, hefur stefnt til meiri jafnaðar með örari samgöngum og víðtæku skólakerfi. Árnessýsla stendur nú framarlega sem mikið menningarhérað. Að sjálfsögðu er rétt að gera því skóna, að bæjar- bragur sé ólíkur innan sama hér- aðs, og Maren hafi ekki verið hepp- in með stað, og því fengið sig full- sadda á því eina sumri, sem hún var kaupakona í Árnessýslu. En ekki man ég eftir að hún nafn- greindi bæinn, þar sem hún var, og ekki var það líkt henni að hnjóða í heimili, þar sem hún hafði dvalið, eða fólk, sem hún hafði verið samvistum við. Hún mun hafa gert samanburð á héruðum, vinnubrögðum, viðurgerningi og andlegu andrúmslofti. Henni fannst Árnesingar þá kúldurslegt fólk, og konur þar, á þeim tíma, ofþrælkaðar og undirgefnar. Ég var eitt af þessum hseglátu börnum, sem halda sig að full- orðnu fólki, án þess að þeim sé verulegur gaumur gefinn. Ég hlust aði vel á skraf fólksins, og margt af því, sem ég heyrði, hefur orðið mér minnisstætt. Frásagnir Maren- ar, skemmtilegar og skilmerkileg- ar, urðu mér uppspretta margs konar fróðleiks. Á þeim árum, sem Maren komst í kynni við Norðurland, var íslenzkt sveitalíf að allmiklu leyti frábrugð- ið því, sem nú er, og margir munu hallast að því, að það hafi verið skemmtilegra þá. í Núpasveit og á Melrakkasléttu voru mörg býli með mikil hlunnindi til lands og sjávar. Marg- menni var á heimilunum, því að Annar þáttur 834 TlHINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.