Tíminn Sunnudagsblað - 07.11.1971, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 07.11.1971, Blaðsíða 20
is talizt smáixíð í andliti. Hún hafði til dæmis ekia hið svokallaða klass- iska nef, þunnt og beint, heldur þykkt og stutt. Hún sagði í glettni við mig, þegar ég var að bera það við að draga upp mynd af henni: „Þú getur bara sett kartöflu þar sem nefið á að vera“. Nef hennar var þó á sinn hátt vel formað og skemmtilega stubb- aralegt. Hún var kringluleit, ennið lágt og breitt, vangarnir ávalir og hakan mjúklega dregin, brúna- stæðin voru nokkuð mikil, augun dökk-blá-grá, skörp af greind og viljaþreki, en einnig blíð, munn- svipurinn var sambland þeirrar bltðu og viljastyrks, sem var ein- kennandi fyrir hana. Hún var svif- létt í hreyfingum. Mér finnst sem hún hafi dansað um gólfið heima nteð mig á örmum sér. Glaðværð hennar og ljúflyndi lífgaði heimili okkar, hún var einnig mjög sam- úðarrík, og því varð" hún um æv- ina mörgum trúnaðarvinur og huggari. Þó að systurnar frá Ilorni, en þann bæ kenndu þær sig fremur við en Ytri-Skeljabrekku. hafi naumast getað talizt skartkonur, voru þær ávallt snyrtilegar og áttu góðan sparifatnað. sem þær fóru ákaflega vel með. Maren koni sér upp bolbúningi um það leyti, er sá búningur fór að ryðja sér íil rúms. Sag't er, að upphlutur í líkingu við það, sem nú tíðkast, hefi verið tekinn i notk- un er Fríðrik VII. Danakonungur, kom í kynnisför hingað til lands- ins 1907 með fríðu föruneyti. Auk Haralds prins voru í konungs- fylgd fjörutíu þingmenn. ráðgjafi konungs og fleiri mikiisháttar menn, svo sem Troels-Lund sagn- fræðingur og listmálarinn Locker. Tvö vegleg skip fluttu hina tignu gesti til landsins og var þeim fagn- að „. . . með meiri rausn og við- höfn, en dæmi munu til hér á landi áður. . .“ segir dr. Jón Helgason í Árbókum Reykjavíkur. Hann greinir nánar frá veizluhöldum og ferðalögum, sem voru þannig skipulögð, að ailt yrði sem glæsi- legast- Mikil gestakoma önnur var til landsins um þessar mundir, tuttugu og níu Vestur-íslendingar komu alfluttir heim, þeim var fagnað með veis&i og svo sem væru þeir úr helju heimtir. Eitt af því, sem gert var til að setja sem fegurstan og þjóðlegast- an blæ á veizluhöldi* var það, að framreiðslustúlkurnar voru látnar búast íslenzkum bolbúningi, svört- um bolum og pilsum, en hvítum treyjum og svuntum. Þetta varð til þess að konur, einkum þær yngri, kepptust við að koma sér upp bolbúningi, sem þeim þótti frjálslegri og skemmtilegri en peysufötin, en eldri konum þóttu þau virðulegri og þær væru meira „klæddar" er þeir voru í stakk- peysu. Bolbúningur Marenar var að því leyti frábrugðinn því, sem nú ger- ist. að bolurinn var úr grænu flau- eli, svartir upphlutsborðarnir voru baldéraðir bæði með silfur- og gull vír. Bolmillurnar voru steyptar en ekki lir víravirki. Flauelstreyja var þá ekki komin til sögunnar, svo að búa þurfti beltið til, það var úr svörtu flaueli og voru innan- brotin hexuð niður á þéttan, sterkj- aðan millifóðursstriga og fóðrað með gráum sirtingi. Beltið var lagt með silfruðum plötum með ein- földu mynztri, likustu þvi að það væri útklippt eða útsagað. Plöturn- ar voru í þéttri eltingu á beltinu og náðu út að brúnum þess. Bolskyrtur voru þá að jafnaði hvítar og hærri í hálsinn en nú ger- ist. Oft var notuð við þær silki- slaufa. sem fest var með brjóstnál. Man ég að Maren átti bolskyrtu- slaufu út breiðum, skozkum borða. Þær systur, Maren og Guðríður, komu sér upp möttlum og létu taka mynd af sér saman, þar sem þær stóðu í fullum skrúða. Möttl- arnir voru úr grænu möttlaplussi. silkifóðraðir. lagðir hvítum loð- kanti, þeir voru teknir saman á brjóstinu með langri silfurnælu, sem var eins og ör í laginu. Tvær ljósmvndir frá æskuárum Marenar gefa allmikla hugmynd um það, hvernig íslenzkur þjóð- búningur fylgdi lögmáli tízkunnar á hverjum tíma, þótt stílfastur væri. Ljósmyndir þessar voru báðar teknar í Ijósmyndastofu Gunhild Thorsteinsson & Co, Hverfisgötu 4, Reykjavík. Fyrri myndin er af Marenu mjög ungri, gæti verið frá táningaaldri, eftir nútíma málvenju. Ilún er ákaflega sléttleit og barnsleg, myndin er enn mjög skýr, en skil- ar þó eigi að síður daufari drátt- um en ljósmyndir gera nú. Mynd- in er mitt á milli þess að vera brjóstmynd og almynd, Maren sit- ur á eins konar bekk metl ItU?ftf» bríkum, línur í bríkum og stoífot- um eru mjúklega svelgðar, það stirnir á viðinn í stólnum elns og silki. Maren styður hægrl hendi á stólbrík, en hvílir þá vinstrl í kjöltu sér, og er fingrastellingin mjög sérkennandi fyrir hana, starfshönd í hvild. Hárið er sléttgreitt frá enni og vöngum og kemur því ennissvip- urinn og hárfestingin mjög skýrt fram, hárið vex í odda fram á mitt ennið. Skotthúfan er flöt á hvirfl- inum, skúfurinn er látinn leggjast ögn fram með vanga, en síðan aft- ur fyrir bak. Búningurinn er mjög látlaus en með afburða snyrtibrag. Stakkpeysan er mun hærri í háls- inn en síðar gerðist, peysuennarn- ar mikið rykktar að öxlum, en rísa þó ekki heldur leggjast út af svo að nær því má telja rykkingarnar. Svuntan er bekkjótt en alsvört, slifsið er líka svart en gljáir meira, ekki verður greint. að það sé mynztrað, aðalprýði þess er sítt og þétt kögur með bekk, endarnir eru sniðnir í horn. Slifsið er hnýtt í tvær stuttar slaufur, niðurundan er breitt vel úr slifsisendunum, en þó Iátið glitta í peysubrjóstið. slifs- iskögrið nær niður að mitti. Maren liefur granna keðju, sem fellur alveg að hálsi. ofarlega, nisti er á keðjunni. Lítil brjóstnæla er fest í slifsisslaufuna vinstra megin. Þó að skartið sé ekki meira og hár- greiðslan og búningur með öllu sundurgerðarlaus, er mikill spari- svipur yfir þessari ánægjulegu unglingsmynd frá aldarmorgni. Seinni Ijósmyndin af þeim tveim ur, sem ég hef fyrir framan mig, er með allt öðrum blæ. Maren virð- ist þá vera orðin heilmikil heims- dama. Hið mikla hár hennar er skrýft með bárujárni, skipt í hægri vanga og brúsir beggja megin við en dálítið úfið í vöngum, hárið ber yfir skotthúfuna, en þar sem í hana sést, virðist henni vera lyft meira en á fyrri myndinni, skott- húfubrotið fræga er komið til sög- unnar. Skúfurinn er framar en áð- ur og aðskilur sig svo vel frá vanga, að í bilinu á milli sést þykk- flétta. þær sjást raunar beggja megin, trúlega hefur hárið verið fléttað í fjórar fléttur, tvær mjóar sín hvorum megin við hárskipting- una í linakkanum, tvær þykkar ut- ar, brotið var upp á fléttuendana og þeir vafðir fast saman með hári, 836 tlUlNN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.