Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 10
SáluhliOið að kirkjugaröinum á Hofi i Vopnafirði er fallegt og vel málað — ber vitni um sérstaka umhirðu sóknarbarna, þótt Hof sé nú i eyði. hús, er stóðu yzt á Tunguheiðarskarði, sem Hof átti fyrir afréttarland. Menn þessir urðu ölvaðir, er þeir unnu að rúningu f^árins og gættu þess ekki að opna húsin og sleppa sauðunum út. Seinna um sumarið, er ferðamenn fóru um á Tunguseli og opnuðu húsin blasti við þeim maðkahrúga og skinin bein. Fórust þarna, að sögn, fjörutiu sauðir. Næstur séra Halldóri varð prestur á Hofi séra Jón Jónsson sunnlenzkur að ætt, áður prestur að Mosfelli. Hélt séra Jón áfram verkum fyrirrennara sfns eins og jarðarbótum og öllu þvi, er prýða mátti staðinn að Hofi. Fjárbúskap ráku þeir séra Halldór og séra Jón meðan þeir sátu Hof. Eitt sinn að vorlagi, kom séra Jón utan úr sveit og fór sem leið liggur reiðgöturnar inn Hofsborgartungur, en svo nefnist landspilda er liggur austur og yfir frá Hofi, og er á milli Hofsár að norðan og Sunnudalsár að austan.Kill einn mikill liggur meðfram reiðgötunum utan á Tungunni heim að Hofi, sem Breiðakill nefnist. Er þar mikil fjárhætta á vorin, er vötn tekur að leysa. Þarna i kllnum fann prestur 5 sauði, er hann átti, dauða. Þegar heim f Hof kom, spurði hann vinnumenn sina, hvort þeir hefðu ætlað að brúa kílinn með sauðunum, annaö varð honum ekki að orði, þótt iila væri litið eftir þessari bráðu fjárhættu. Séra Jón varð einnig prófastur i Norður-Múlasýslu, en fékk Jaúsn frá prófastsstörfum 1888. Hann andaðist að Hofi 1898. Þá sótti um Hof, og fékk veitingu fyrir staðnum séra Sigurður P. Sivertsen siðar prófessor við Háskóla íslands og 58 vigslubiskup i Skálholtsbiskupsdæmi. Hann var einnig hinn merkasti maður og siðavandur með afbrigðurrí. Hann sat rúm 10 ár að Hofi unz hann var skipaður dósent við guðfr. deild Háskólans 1911. Séra Siguröur mátti i engu vamm sitt vita sem og fyrr- nefndir klerkar. Næsta ár þjónaði Hofi séra Sigurður Jóhannesson frá Hindis- vik i Húnaþingi, en áriö 1912 fékk veitingu fyrir Hofi séra Einar Jóns- son, er setið hafði á Kirkjubæ i Hróarstungu og viðar og siöast aö Desjamýri i Borgarfirði. Hann var þá prófastur Norðmýlinga og þingmaður hafði hann einnig verið um skeið. Hann var i hvivetna höfuðklerkur og leiðtogi Vopnfirðinga bæði i andlegum og veraldlegum málum. Meðal annars haföi hann jafnan læknislyf undir höndum og bjargaði mörgum frá sjúk dómum þeim sem hrjá og þjá mann kindina. Hann var að jöfnu dýravinur og mannavinur og mátti ekki það aumt sjá, að ekki veitti hann þá úrlausn, er hann fékk i té látið. Fóru þvi fáir bónleiðir af hans fundi. Svo sem kunnugt er var hann ættfræöingur einn hinn mesti á Islandi, og mun hans merka rit, Ættir Aust- firðinga, lengi halda minningu hans á lofti. Hann rak allstórt bú á Hofi og kostaði miklu fé til að endurreisa iveruhús og útihús staðarins. Sjálfur gekk hann þar oft að verki með hús- körlum sinum, hlóð veggi úr torfi og grjóti manna bezt. 1 hans tið mun Hofsbær hafa verið stærstur að grunn- fleti að minnsta kosti á Austurlandi. Séra Einar andaðist sumarið 1931. Sonur hans, séra Jakob Einarsson varð aðstoðarprestur föður sins hin seinni ár og bjó á móti honum á Hofi. Margt fagurra muna, og bókasafn ágætt, átti séra Einar, þar á meðal einkar fagurt skrifborð frá Iöllmer hinum danska, var aðeins eitt annað sömu tegundar til á landinu. Þegar séra Einar fluttist til Reykja- vikur, árið áður en hann andaöist, skildi hann eftir á Hofi skrifborðið góða og hinar fjölmörgu fágætu bækur sinar, skyldi þetta ganga i eigu séra Jakobs sonar hans, sem vel kunni meö að fara, enda var það metnaðarmál hans, að feta i fótspor söður sins, en Ættir Austfiröinga tók séra Einar með sér suður, þær voru þá handskrifaöar, en urðu siðar prentaðar i mörgum bindum. Þess má hér geta að meöan séra Einar bjó, varð hann fyrir þungu áfalli vegna stórbruna á Kirkjubæ þar sem hann missti innbú sitt auk lifandi penings. Nú skildi hann við Hof i þvi reisulegasta ástandi, sem einn sveita- bær á Islandi gat boðið upp á. Nú vikur sögunni til þessa dags 30. des. 1933. Dagur var liðinn og heimilis- fólk gengið til náða. Séra Jakob kom heim úr ferðalagi um miðnætti. Hann hafði þann hátt á að ganga jafnan siðastur til sængur og fara áður um bæinn ef vera kynni að eitthvaö á bjátaði, áður en gengiö var tii náða. Mun það einkum hafa verið vegna eldhættu sem hann vildi ganga úr skugga um aö allt væri i lagi. Einskis varð hann visari i hinum stóra sofandi bæ og lagöist til hvildar, með stólræðu sina, áramótaræðuna, á náttborðinu fyrir framan rúm sitt. Klukkan var að ganga eitt, og með góðri samvizku rann honum blundur á brá. Þögul vetrarnóttin grúfði yfir láði og legi og hinum stóra Hofsbæ, allir sváfu fast og vel eftir svefnlausa nótt dansgleðinnar nóttina á undan. En á skammri stundu skipaðist það, sem veröa vildi. Klukkan að ganga þrjú vaknaði prófastskonan Guöbjörg Hjartardóttir við sterka reykjar- og brunalykt. Hún var snör i snúningum, þaut fram úr rúminu fáklædd og vakti fólkið. Skipti það engum togum að eldurinn gaus upp á alla vegu. Bjargaðist fólkið með naumindum hálfklætt úr hinum brennandi bæ, en svo naumlega, að það fékk engu bjargað meö sér á flóttanum undan eldinum. Fólkið ruddist út, en eldurinn gleypti timburhúsin eitt af öðru. Veður var rosalegt. Hvass sunnanvindur, en lægði þegar á nóttina leiö og gerði þá milt og gott veður. Leitaði fólkið skjóls i kirkjunni, sem stóð kippkorn frá bænum. Allur hinn stóri og reisulegi bær, stóð i björtu báli, en allt kvikt Framhald á bls. 70 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.