Morgunblaðið - 26.05.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.05.2004, Qupperneq 8
Vél: Fimm strokkar, 2.460 rúmsentimetrar, 10 ventlar. Afl: 174 hestöfl. Tog: 400 Nm við 2.000 snúninga á mínútu. Gírskipting: Sex þrepa Tiptronic-sjálfskipting með handskiptivali. Drifkerfi: Sítengt 4XMotion. Fjöðrun: Loftpúðafjöðrun. Lengd: 4.754 mm. Breidd: 1.938 mm. Hæð: 1.726 mm. Leyfð hámarksþyngd: 2.850 kg. Hröðun: 12,9 sekúndur. Staðalbúnaður: Sítengt fjór- hjóladrif, 17" álfelgur, sex þrepa sjálfskipting, ESP- stöðugleikastýring, ASR- spólvörn, ABS-hemlakerfi, EBD-hemlajöfnunarkerfi, 6 loftpúðar, viðgerðarkerfi fyrir hjólbarða, hraðastillir, loft- frískunarbúnaður, regnskynj- ari, þokuljós, opnanleg rúða á afturhlera, upphituð fram- sæti, rafdrifnar rúðuvindur, fjöldiska geislaspilari. Verð: 5.550.000 kr. (5.885.000 kr. með loft- púðafjöðrun). Umboð: Hekla hf. VW Touareg R5 Þetta litla tæki í framrúðusyllunni er radar sem fylgist með mið- og kant- línum vegarins þannig að ef hann nálgast línurnar lætur hann öku- manninn vita með hljóðmerki. NÝVERIÐtók flutningafyrirtækið Auðbert og Vigfús Páll ehf. í notkun nýjan flutningabíl sem búinn er nýj- asta tæknibúnaði til að auka öryggi og þægindi í akstri. Bíllinn var fluttur inn frá Þýskalandi en þar hafði hann verið sýningarbíll hjá Mercedes Benz í München. Vigfús fann bílinn á Netinu í haust þegar um- boðið setti hann á sölulista hjá Truck store vefsíðunni, www.truckstore.de Bíllinn er Mercedes Bens Actros 2646 2003 árgerð og var kosinn vörubíll ársins í Evrópu 2004. Íbílnum er umferðar-radar sem fylgist með umferðinni fyrir framan bílinn og sér til þess að alltaf haldist ákveðin fjarlægð milli ökutækja. Ef ökutækið á undan bremsar snögglega bregst flutningabíllinn sam- stundis við og bremsar líka. Í bílnum er annar radar sem fylgist með mið- og kantlínum vegarins þannig að ef hann nálgast línurnar lætur hann ökumann- inn vita með hljóðmerki frá hægri eða vinstri eftir því yfir hvora línuna verið er að fara. Ef ökumaðurinn sofnar ætti hann því að vakna við hljóðmerkið. Bíllinn er með tölvustýrðri sjálf- skiptingu og „retarder-gírkassa“ bremsu sem gerir notkun á hefð- bundnum bremsum nánast óþarfa. Þá er bíllinn búinn tölvustýrðu loftfjöðr- unarkerfi sem sér til þess að bíllinn vaggi ekki og taki ekki dýfur á ójöfnum vegi. Þetta kemur sér vel fyrir öku- manninn og farm flutningabílsins. Vigt á hverjum ás Í aksturstölvu bílsins getur öku- maðurinn fylgst með hver meðalol- íueyðslan er á hverjum tíma, hvað hann er búinn að aka marga kílómetra í ferðinni og hve marga klukkutíma hann hefur ekið yfir daginn. Vigt er á hverjum ás bílsins þannig að ökumað- urinn veit nákvæmlega hvað hver ás er þungur og hver heildarþungi bílsins er áveginum. Allur stjórnbúnaður fyrir aksturstölvu, útvarp og gsm-síma bílsins er í stýrinu. Þar með er t.d. hægt að fá upp á skjá í mælaborði bíls- ins númeraminni gsm-símans sem er að öllu leyti handfrjáls. Ökumannshúsið er mjög vel búið. Ökumanns- og farþegastólarnir eru loftfjaðrandi og upphitaðir. Í bílnum er olíumiðstöð, ísskápur og svefnaðstaða fyrir tvo, einnig er sérstök næturakst- urslýsing sem lýsir allt upp inni í bíln- um án þess að glampi innan á rúður. Aðalljós bílsins eru xenon- dagsbirtuljós. Flutningakassi bílsins er íslensk smíði, einangraður plastkassi frá Vögnum og Þjónustu. Auðbert og Vigfús Páll eru með af- greiðslu á Flytjanda (www.flytjandi.is) í Reykjavík og dreifa vörum þaðan dag- lega á Vík og Klaustur. Einn tækni- væddasti flutningabíll landsins Framan á bílnum er umferðarradar sem fylgist með umferðinni fyrir fram- an bílinn og sér til þess að alltaf haldist ákveðin fjarlægð milli ökutækja. Vigfús Páll undir stýri á Mercedes- Benz Actros. Bíll Vigfúsar er einn sá tæknivædd- asti í flutningabílaflotanum. 8 B MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ bílar 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 Toyota Landcruiser 100 TDI 38", árg. 2002, sjálfsk., ek. 43 þús., Dana 60 framan, loftlæstur. Einn með öllu. Verð 7.500 þús. Toyota Landcruiser 100 TDI 38", árg. 1999, sjálfsk., ek. 108 þús. Stærra framdrif. Bakkskynjarar. Toppeintak. Verð 4.390 þús. Lexus IS 200 Sport, árg. 2001, sjálfsk., ek. 61 þús., krómpakki, plastkitt framan/aftan/hliðar. Verð 2.490 þús. Toyota Landcruiser 100 TDI, árg. 2004, sjálfsk., ek. 6 þús. Einn með öllu. Verð 7.350 þús. Toyota Landcruiser 90 GX, árg. 1999, sjálfsk., ek. 160 þús., topplúga, dráttarkúla. Áhv. 1200 þús. Afb. 30 þús. Verð 2.590 þús. Nissan Patrol GR SE+ 33", árg. 1998, 5 gíra, ek. 198 þús., ek. 40 þús. á vél, topp viðhald. Tilboð 2.000 þús. stgr. TOUAREG er fyrsti jeppi Volks- wagen og kom á markað haustið 2002. Hann er nú söluhæsti bíllinn í flokki lúxusjeppa í Evrópu og er fáanlegur með fjórum vélargerðum. Við höfum áður prófað þrjár þeirra, V6- og V8- bensínvélarnar og V10-dísilvélina en sú, sem líklega einna mest á upp á pallborðið hérlendis, þó ekki væri nema vegna verðsins, var reynd á dögunum. Þetta er 2,5 lítra dísilvélin með pumpuinnsprautun, sem er út- gáfa VW af samrásarinnsprautun. Touareg er 4,75 metrar á lengd og því fullvaxinn borgarjeppi. Hann er ekki með jafn áberandi jeppalag og margir keppinautanna því þakhæðin er talsvert minni og útlitið sportlegra fyrir vikið. Bíllinn er með sambyggða yfirbyggingu og burðargrind. Hann er hannaður með tillititi til góðra aksturseiginleika í borginni og þar er hann líka á heimavelli. R5-bíllinn fæst bæði með gormafjöðrun og loftpúða- fjöðrun og var prófaður með þeirri síðarnefndu. Kostir loftpúðafjöðrun- arinnar er t.d. minna viðhald og betri ending en einnig stillanleiki kerfisins. Þannig er hægt að stilla veghæðina frá því að vera 16 cm, t.d. þegar verið er að hlaða bílinn, og upp í 30 cm, sem er kjörið við erfiðustu aðstæður utan vega. Við venjulegan akstur er veg- hæðin 21,5 cm en bíllinn lækkar sig sjálfkrafa niður í 18 cm við 125 km hraða. Fjöðrunin er líka stillanleg, allt frá því að vera sportleg, venjuleg („norm- al“) og þægileg (mýkri í „comfort“). Kosturinn við þetta er að sjálfsögðu sá að menn geta valið sér stillingu eft- ir eigin óskum og þörfum hverju sinni. Bíllinn hefur mikla vegviðloðun og yfirbyggingin virkar stíf og veltur lítið í beygjum. Sem sagt fyrirtaks aksturseiginleikar. Það sem meira er þá er Touareg einnig vel vígur til utanvegaaksturs. Drifkerfið, sem kallast 4XMotion, er sítengt fjórhjóladrif, afar hátækni- vætt. Í venjulegum akstri er öllu afl- inu dreift jafnt á milli öxla, 50/50. Í miðri drifrásinni er mismunadrifslæs- ing sem flytur drifafl sjálfvirkt til öxl- anna eftir þörfum og læsir þeim einn- ig eftir þörfum hverju sinni, alveg frá engri læsingu upp í 100% læsingu. Hljóðlát vél Það sem fyrst vekur athygli við þessa vél er hve hljóðlát hún er. Þetta á reyndar við um aðrar vélar í Toua- reg-fjölskyldunni, og verður ekki skýrt með öðrum hætti en nútíma- legri vélarhönnun ásamt fyrsta flokks hljóðeinangrun frá vél. Vélin er fimm strokka og slagrýmið er 2.460 rúm- sentimetrar. Hestaflatalan er 174. Upptakið er alveg viðunandi en að sjálfsögðu ekki sportlegt, en togið er það sem skiptir máli í þessum bíl. Vél- in togar 400 Nm við 2.000 snúninga á mínútu og þetta gerir bílinn mjög meðfærilegan í borgarumferð. Það hlýtur líka að teljast kostur við þessa nýju fimm strokka dísilvél að hún eyðir ekki nema um 10 lítrum í blönd- uðum akstri og um 13 lítrum innan- bæjar, ef marka má tölur frá fram- leiðanda. Grunnverð á Touareg R5 með sex þrepa Tiptronic-skiptingu er 5.550.000 kr. Þetta verð segir þó ekki alla söguna því um leið og bætt er við ýmsum búnaði, sem fylgdi t.d. próf- unarbílnum, hækkar það umtalsvert. Þannig var í bílnum loftpúðafjöðrun, loftkæling, leðuráklæði, xenon-ljós, lyklalaust aðgengi, fjölrofa stýrishjól og krómlistapakki, búnaður sem í flestum tilfellum fylgir V8 og V10- gerðunum, en hleypir verðinu á R5 upp í 6.714.000 kr. Bíllinn keppir við t.d. Toyota Land Cruiser 90, sem kostar frá 4.320.000 kr. sjálfskiptur, Volvo XC90, sem kostar frá 5.770.000 kr. sjálfskiptur eða jafnvel Porsche Cayenne með V6-bensínvél sem kost- ar nálægt 6,8 milljónum kr. sjálfskipt- ur. Morgunblaðið/Ásdís VW Touareg er nú fáanlegur með fimm strokka dísilvél en myndin er af V10-bíl á stærri felgum og með krómpakka. Touareg – nú með 5 strokka dísilvél REYNSLUAKSTUR Touareg Guðjón Guðmundsson Innanrýmið er vandað í Touareg - leðurklæðning og fjölrofastýri er aukabúnaður. gugu@mbl.is GULLFALLEG LÚXUSBIFREIÐ TIL SÖLU Volvo V70 T5 skr. 11-01, ek. 35 þ., 250 hp, leður, rafmagn í öllu, krókur, hljóðkerfi, 17" álfelgur, ssk., hlaðinn aukabúnaði. Verð að- eins 2.950 þ. Áhv. lán. Uppl. í síma 862 3608.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.