Morgunblaðið - 24.06.2004, Page 17

Morgunblaðið - 24.06.2004, Page 17
MINN STAÐUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2004 17 N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 2 2 9 4 / sia .is Tröppur, pallar, skjólveggir, handri› og anna› úr vi›i flarf reglulega á gó›ri vörn a› halda. Í verslunum okkar um allt land fær› flú faglega rá›gjöf um val á vi›arvörn og lei›beiningar um allt sem l‡tur a› me›fer› og vinnu. Líttu vi› og láttu okkur a›sto›a flig. Vi› stöndum okkur í vörninni Reykjavík Hafnarfir›i Akranesi Patreksfir›i Ísafir›i Akureyri Rey›arfir›i Höfn Vestmannaeyjum Selfossi HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Reykjavík | Leikhúsið IÐNÓ við Tjörnina iðar af lífi sem aldrei fyrr, og að sögn Margrétar Einarsdóttur staðarhaldara er markmiðið að halda úti fjölbreyttri menningar- starfsemi í bland við veitingaþjón- ustu sem í boði er árið um kring. Sömuleiðis er lögð áhersla á að kynna sögu hússins og leyfa gestum þess að skoða sig um í fallega end- urgerðum sölum þess. „Ég legg áherslu á að fólk komi og skoði húsið og fái upplýsingar um sögu þess,“ segir Margrét. Svo segir hún kaffi- húsið luma á brauði handa önd- unum. Líflegt leikhús og kaffihús „Um þessar mundir er í gangi leikverkið The secret face eftir El- ísabetu Jökulsdóttur, þar sem Pál- ína Jónsdóttir leikur einleik. Í júlí og ágúst verða Light Nights með sínar árlegu sumarsýningar hér í húsinu á föstudögum og mánudögum. Þessu til viðbótar eru tónleikar haldnir í salnum, og eru þeir auglýstir þegar nær dregur. Loks er kaffihúsið hér úti við Tjörnina opið og veitingastað- urinn á efri hæð sömuleiðis,“ segir Margrét í samtali við Morgunblaðið. Meðal atriða í stefnu hússins er að hafa starfandi atvinnuleikhópa yfir vetrartímann, og segir Margrét þau mál vera frágengin fyrir næsta vet- ur. „Annars vegar verður það Sokkabandið, leikhópur sem sýna mun verk eftir Hlín Agnarsdóttur, og hins vegar hin frábæra sýning Tenórinn sem var líka hjá okkur í vor,“ útskýrir Margrét. Hún segir líkur á því að þriðja sýningin verði frumsýnd milli jóla og nýárs, en enn hvíli nokkur leynd yfir þeim áætl- unum. Tangó við tjörnina Síðastliðinn vetur voru haldin nokkur tangókvöld í sal IÐNÓ, og segir Margrét stóra tangóhátíð á dagskrá síðustu helgina í ágúst. „Yf- ir vetrartímann hefur verið haldið tangókvöld einu sinni í mánuði, og núna á að hafa stórhátíð síðsumars. Það er Tangósveit lýðveldisins sem leikur fyrir dansi, undir stjórn Hjör- leifs Valssonar fiðluleikara,“ segir Margrét. Hún segir skipulagið miðast við að hafa nokkra dagskrárliði skipulagða langt fram í tímann, en svo raðist tónleikar og aðrar skemmtanir inn á milli. Þar að auki sé salurinn mikið bókaður í veislur, og til dæmis séu nú allir laugardagar sumarsins bók- aðir fyrir brúðkaupsveislur. Matur og menning við Tjarnarbakkann Morgunblaðið/Eggert IÐNÓ: Gestir kaffihússins geta notið útsýnis og góðs veðurs við Tjörnina. Tillaga frá F-lista | Ólafur F. Magnússon, áheyrnarfulltrúi F-lista í borgarráði, hefur lagt fram tillögu til borgarráðs vegna framkominna hugmynda um að setja Hringbraut í opinn stokk á 600 metra löngu svæði milli Njarðargötu og Snorrabrautar. Í tillögunni er lagt til að borgarráð feli þar til bærum embættismönnum Reykjavíkurborgar að gera kostnað- arúttekt á þessum tillögum. Þá geri embættismennirnir grein fyrir hvernig tillögurnar falla að öðru skipulagi, sérstaklega umferðar- skipulagi og umferðartengingum á svæðinu. Og ef það sé mat embættis- manna borgarinnar að þessar tillög- ur séu raunhæfar frá skipulagslegu sjónarmiði verði þeim falið að meta hvort hægt sé að laga þá samninga sem hafa verið gerðir vegna fyrir- hugaðra framkvæmda við nýja legu Hringbrautar að áðurnefndum hug- myndum um opinn stokk. „Farið er fram á að ofangreindum spurningum verði svarað hið fyrsta svo að borgarráð geti tekið vel ígrundaða og efnislega afstöðu til þessara hugmynda sem að mati Samtaka um betri byggð myndu stórbæta hljóðvist og stórauka upp- byggingarmöguleika á Landspítala- lóðinni,“ segir ennfremur í tillög- unni. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.