Morgunblaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 18
MINN STAÐUR 18 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍVAR er ásamt konu sinni, Hrefnu Arnarsdóttur, sem ættuð er úr Breiðdalnum, og tæplega fjögurra mánaða gömlum syni þeirra í sum- ardvöl í heimahögunum. Pjakkurinn var skírður 17. júní, hlaut nafnið Víðir Freyr og verður sjálfsagt lið- tækur í boltanum síðar meir. „Það hefur verið mikil fótbolta- hefð bæði í Breiðdalnum og hér á Stöðvarfirði,“ segir Ívar um tildrög fótboltaferilsins. „Það eru ótrúlega margir góðir strákar héðan. T.d. Ríkharður, Jón Ingi bróðir minn, Villi og margir aðrir. Sumir þeirra fóru og spiluðu í efri deildunum. Þessir strákar höfðu líka áhuga á að fá hingað góða þjálfara. Þegar ég var 14 ára kom t.d. Helgi Arnars hingað og hann var duglegur að láta þá hjá KSÍ vita af mér. Ég fékk því góða skólun hér. Þarf að hugsa vel um unglingana Ég var sextán ára þegar ég komst inn í 16 ára landsliðið og fór þá til Vals. Á þeim tíma var aðalatriðið að vera hjá góðri fjölskyldu í bænum, þar sem eldað væri ofan í mann og þvegið af manni, vegna þess að góð- ir strákar höfðu farið suður, ekki passað upp á þetta, lifað á pylsum og hamborgurum og komið til baka án þess að hafa náð árangri fyrir sunnan. Ég lenti hins vegar hjá frá- bærri fjölskyldu, Einari og Dagmar, sem voru mikið Valsfólk, og þau redduðu mér heilmikið þann tíma sem ég var í bænum. Þau áttu ein- mitt strák, Guðna Einarsson, sem er í KR núna, þannig að þau vissu hvernig þetta þurfti að virka.“ Árið 1998, eftir fjögur ár hjá Val, fór Ívar til Eyja til að spila með ÍBV. „Það var frábært því þá kynnt- ist ég hinum helmingnum af ættinni minni, en móðir mín er úr Vest- mannaeyjum. Þar vorum við í tvö sumur og gekk vel, því liðið vann fyrra árið bæði Íslands- og bik- armeistaratitil.“ Ætlar sér í úrvalsdeildina Ívar segir það skipta öllu máli að komast í landsliðin til að ná athygli erlendra umboðsmanna. „Þegar ég spilaði með 21 árs landsliðinu voru mjög margir um- boðsmenn að fylgjast með Íslandi. Ég fór fyrst á samning í Svíþjóð, en þeir voru í ströggli á þeim tíma svo ég fór til Englands til að spila með 3. deildar liði til að halda mér í formi meðan ég beið og sá til hvað myndi gerast í Svíþjóð. Þá keypti Brent- ford mig í 2. deildina í Englandi. Þar vorum við í tvö og hálft ár, eitt ár í Wolves og svo fór ég til Reading í október á síðasta ári og á tvö ár eftir af samningnum. Við erum þarna með 25 þúsund manna nýjan heimavöll, góða æf- ingaaðstöðu innanhúss og gervi- grasaðstöðu, það er verið að byggja nýtt æfingasvæði og liðið stefnir að því að komast í úrvalsdeildina, von- andi á næsta tímabili. Stefnan hefur alltaf verið að spila í ensku úrvals- deildinni. Það er ekki hlaupið að því að festa sig í sessi í úrvaldsdeildinni, en við eigum möguleika á því. Komum aftur til Íslands Það væri fínt að spila fótbolta í úrvalsdeildinni fram undir 35 ára aldurinn og ef allt er heilt og gott í líkamanum og maður hefur gaman af þessu er hægt að framlengja þann tíma. Eftir þennan tíma skoð- ar maður hlutina upp á nýtt. Eins og staðan er núna kem ég sjálfsagt ekki til með að flytja aftur á Stöðvarfjörð. Við komum hingað fremur í sumarafdrep. En við flytj- um áreiðanlega til Íslands aftur, hér eru fjölskyldur okkar og vinir. Það eru ekki margir sem hafa farið út í atvinnumennsku í styttri eða lengri tíma sem hafa ekki flutt heim.“ Ívar kemur til Stöðvarfjarðar á hverju sumri ásamt Hrefnu, til að hitta ættingjana og slaka á. Þau búa þá í einbýlishúsi foreldra Ívars og njóta lífsins í bænum. Ekki síst rölta þau inn aðalgötuna og í Steinasafn Petru, en hún er einmitt amma Ív- ars og sannkallaður miðpunktur fjölskyldunnar. Þar fá allir kaffi og elskulegt viðmót, steinar eru ræddir í þaula í eldhúsinu og tekið til hend- inni í safninu. Þau skjótast líka yfir í Breiðdalinn, þar sem Hrefna ólst upp, og nú er auðvitað verið að kynna litla manninn nýskírða fyrir ættingjunum. Ívar hefur líka komið að skógrækt á Stöðvarfirði, m.a. með fjárframlagi og þannig lagt sitt að mörkum til heimahaganna. Einn íslenskur heimsklassaleikmaður Talið berst að landsleiknum gegn Englandi í vor. „Maður var nátt- úrlega hundsvekktur að tapa 6–1. Fólk gleymir því kannski að við vor- um að spila við England, á þeirra heimavelli, síðasta leik fyrir Evr- ópukeppni og Englendingar eru bara með mun fleiri góða fótbolta- menn en við. Við eigum í dag einn heimsklassaleikmann, sem er Eiður Smári. Það er alltaf getumunur á liðunum. Þó eigum við ekkert að þurfa að tapa 6–1 fyrir þeim.“ Ívar segist ekki hafa séð mikið af fótboltanum á Íslandi undanfarið. Hann horfði á Fylkismenn spila við FH á dögunum og segir þann leik hafa verið fínan. „Fyrsti leikur tímabilsins hefur alltaf dálítinn vor- brag á sér og vellirnir eru ekki eins góðir og þeir verða síðar um sum- arið. Fyrstu tvær, þrjár umferð- irnar eru menn að komast í gang. Ég held það hljóti að vera að fót- boltinn sé að lagast út af þessum yf- irbyggðu höllum. Þær kynslóðir sem alast upp í þeim fá miklu lengri tíma í fótbolta og á stærri og betri völlum en þeir sem eru nú að spila. Eftir nokkur ár kemur þetta í ljós. Uppbygging KSÍ á sparkvöllum í samvinnu við sveitarfélögin er líka frábært mál.“ Alltaf stefnt á ensku úr- valsdeildina Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Boltinn rúllar hjá Ívari Ingimars: Heima á Stöðvarfirði með Hrefnu Arn- arsdóttur og nýskírðum syni þeirra, Víði Frey. Ívar Ingimarsson, knattspyrnumaður hjá Reading á Englandi, er heima á Stöðv- arfirði í sumarleyfi. Steinunn Ásmunds- dóttir tók hús á Ívari og fjölskyldu í brak- andi, stöðfirskri morgunblíðu. Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson sækir í heimahagana á sumrin AUSTURLAND Hellnar | Þau komu nokkuð langt að brúðhjónin sem létu gefa sig saman á toppi Snæfellsjökuls á sumarsól- stöðum um miðnættið hinn 20. júní. Natalie Barbara Canh Pho Duc og Sjan Kristian Till Sahm búa í Berlín og sagði Natalie að bæði hefðu þau lengi átt sér þá ósk heitasta að heim- sækja Ísland. Jafnframt hefðu þau viljað gifta sig á einhverjum töfrandi stað. Þeim fannst þau hafa fundið þann rétta eftir að hafa rætt við Ritu Duppler sem rekur Island Reisen í Berlín en hún stakk upp á því að þau veldu Snæfellsjökul, sem skartaði svo sannarlega sínu fegursta þegar vígslan fór fram. Fyrsta hjónavígslan Séra Elínborg Sturludóttir, sókn- arprestur í Grundarfirði, gaf brúð- hjónin saman en þetta er hennar fyrsta hjónavígsla. Elínborg sagði að það væri nokkuð skemmtileg til- viljun að fá að gifta þýskt par. Hún væri nýflutt heim frá Þýskalandi þar sem hún bjó í nokkur ár meðan mað- ur hennar var í námi. Sagði hún að sér fyndist vígslan eins og viss teng- ing við Þýskaland enda lét hún sig ekki muna um að tala til brúð- hjónanna á þýsku. Eftir hjónavígsl- una tók Till upp eftirnafn Natalie og verða þau því í framtíðinni herra og frú Pho Duc. Margt í fyrsta sinn Þetta var fyrsta ferð séra El- ínborgar upp á jökulinn, þótt hún eigi ættir að rekja til Ólafsvíkur og hafi alist upp í Stykkishólmi. Þótt hjónavígsla hafi áður farið fram á jöklinum var þetta sú fyrsta sem vit- að er um þetta árið. Natalie og Till voru líka í sinni fyrstu heimsókn til landsins, í fyrsta skipti á jöklinum og að ganga í fyrsta sinn í hjónaband. Bæði eru þau tengd tónlist, hún sem upptökustjóri í hljóðveri sem hún á og rekur og hann sem píanó- leikari. Kynni þeirra hófust einmitt þegar hún tók upp píanóleik hans fyrir tveimur árum. Þegar brúðhjónin sátu í fegurð sumarnæturinnar eftir vígsluna, ásamt presti og svaramanni, og gæddu sér á brúðartertu og kampa- víni sögðu þau að þessi gifting væri allt sem þau hefði dreymt um og það stórkostlega væri að nú hefði draumurinn ræst. Þótt þetta hefði verið nokkuð köld byrjun á vonandi löngu hjónabandi hefði hún verið svo töfrandi að í huga þeirra ættu bara hlýja og gleði eftir að fylgja minningunni um athöfnina á jökl- inum. Hjóna- vígsla á Snæ- fellsjökli Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Natalie og Till í snjónum fyrir framan séra Elínborgu Sturludóttur. Fljót | ,,Þetta voru alveg frábærar móttökur eins og raunar alltaf þegar ég kem fram hér. Ég held að það séu fimm ár síðan ég söng í Siglufirði síð- ast, þá tók ég lagið um Gústa guðs- mann á torginu. Ég er fæddur hér og uppalinn, fór reyndar ungur héðan og til sjós en hef alltaf sterkar taugar til fjarðarins. Það er alltaf gott að koma heim á Sigló,“ sagði Gylfi Æg- isson tónlistarmaður þegar frétta- maður tók hann tali eftir dagskrá í Siglufjarðarkirkju á dögunum. Við það tækifæri söng Gylfi þrjú af sínum kunnustu lögum, Minning um mann og Stolt siglir fleyið mitt og síðan í lok dagskrárinnar tók hann lagið um Gústa guðsmann. Það var að undirlagi séra Sigurðar bróður Gylfa sem hann skrapp norður ásamt vinkonu sinni til að taka þátt í menningardagskrá í kirkjunni að kvöldi sjómannadagsins. Áheyrend- ur kunnu vel að meta framlag Gylfa og var honum þakkað með miklu lófataki í lok samkomunnar. Gylfi sagðist í samtali hafa að verulegu leyti helgað sig tónlist síð- ustu ár. Hann gæfi út a.m.k. einn geisladisk á ári og þar sæi hann um allt, semdi lögin og textann, léki á hljóðfærið og annaðist svo einnig um söluna á því sem hann gefur út. Sjómenn alltaf ofarlega í huga Hann hefur einnig fengist við að mála um árabil og þá aðallega skip og báta, enda hefur sjórinn og sjó- menn alltaf verið ofarlega í huga hans. Þessar myndir sem hafa verið settar í þar til gerðan tréramma sem er eftirlíking af skipsstýri hafa selst vel og verið mjög vinsælar til gjafa. Að sögn Gylfa er hann nú að byrja að mála aftur eftir nokkurt hlé enda talsvert spurt um myndir hjá honum. Hann sagðist vera afar ánægður með þær móttökur sem verk hans hafa fengið hjá fólkinu í landinu á und- anförnum árum. Góðar viðtökur hefðu gert honum kleift að helga sig sínum áhugamálum, tónlist og list- málun og fyrir það væri hann þjóð- inni afar þakklátur. Alltaf gott að koma heim á Sigló Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Gylfi Ægisson söng í Siglufjarð- arkirkju á dögunum. LANDIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.