Morgunblaðið - 24.06.2004, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 24.06.2004, Qupperneq 36
MINNINGAR 36 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristján BjörnSamúelsson (Bibbi) fæddist á Ak- ureyri 4. nóvember 1935. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 16. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Svava Sigurðardóttir, f. 7. júlí 1901, d. 7. júlí 1994, frá Ystu-Vík í Grýtubakkahreppi, og Samúel Ásbjörns- son, rafvirkjameist- ari frá Stapaseli í Stafholtstungum, f. 4. október 1901, d. 21. júní 1972. Kristján á fjögur systkini á lífi. Þau eru: Sig- urður, f. 14.10. 1926, kvæntur Eddu Ögmundsdóttur, Kristín Jó- fríður, f. 3.2. 1931, gift Magnúsi Vigfússyni, Guðrún María, f. 6.4. 1933, gift Garðari Ingólfssyni, Pálmi Viðar, f. 20.5. 1934, kvænt- ur Ingveldi Finnbogadóttur, d. 1. júlí 2001. Elsti bróðirinn Ásgeir Guðmundur, f. 29.8. 1925, d. 1.8. 1995, var kvæntur Ásu Björgvins- dóttur. Kristján kvæntist Kristínu Þor- kelsdóttur (Dídí), f. í Reykjavík 3. maí 1936, d. 11. sept- ember 2000. Foreld- ar hennar voru Bergþóra Kristins- dóttir frá Patreks- firði, f. 14. júní 1907, d. 11. febrúar 1976, og Þorkell Ásmunds- son trésmiður frá Fellsaxlarkoti í Skil- mannahreppi, f. 25. apríl 1902, d. 18. júní 1997. Synir Krist- jáns og Kristínar eru: 1) Bergþór Kristjánsson, f. 22. ágúst 1957, sam- býliskona hans er Valdís Gests- dóttir frá Hólmavík, f. 2. septem- ber 1946. 2) Björn Kristjánsson, f. 3. nóvember 1959, kvæntur Sig- ríði Lindbergsdóttur frá Nes- kaupstað, f. 15. október 1963, og eiga þau tvö börn, Kristján Lind- berg, f. 14. desember 1984, og Önnu Karen, f. 6. júní 1989. Kristján starfaði fyrir Flugleið- ir og áður Flugfélag Íslands alla sína starfsævi eða 50 ár. Útför Kristjáns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Elsku pabbi er dáinn, allt of snemma finnst okkur, en við ráðum ekki því hvenær kallið kemur. Þegar kallið kemur svona skyndilega er enginn viðbúinn því að kveðja. Það eru aðeins tæplega fjögur ár síðan mamma kvaddi þennan heim og saknaðir þú hennar mikið. Því er það okkar stærsta huggun að nú hafið þið náð aftur saman hinum megin. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar maður hugsar til baka. Þær voru ófáar ferðirnar sem við bræðurnir fórum með ykkur mömmu eða bara við feðgarnir til Glasgow eða Kaupmannahafnar þeg- ar við vorum yngri enda hafðir þú góða aðstöðu til að fá ódýrt far þar sem þú varst starfsmaður hjá Flug- leiðum og vannst þar alla þína starfs- tíð eða 50 ár. Í þessum ferðum náðum við vel saman og brölluðum ýmislegt sem við geymum bara fyrir okkur. Þið mamma voruð dugleg að ferðast þegar heilsan leyfði og fóruð margar ferðir með Bridgefélagi Flugleiða. Nutuð þið þeirra ferða og sögðuð okkur margar sögur úr þeim. Afabörnin nutu ástúðar þinnar og var ekki óalgeng sjón að sjá þig skríð- andi á gólfinu til að leika við þau, eða þú varst notaður sem klifurgrind þegar þú sast í stólnum. Þið mamma voruð dugleg að heim- sækja afabörnin þegar þau bjuggu í Danmörku og var þá oft glatt á hjalla úti á veröndinni í góðu veðri og sullað í litlu sundlauginni. Eftir að mamma dó breyttist margt, það var eins og einhver neisti hefði slokknað. Þú saknaðir hennar mikið en nú ertu kominn til hennar og verður hjá henni til eilífðar. Bergþór og Björn. Elsku tengdapabbi. Þetta er svo óútreiknanlegt líf sem við lifum. Það sem maður gengur að sem gefnum hlut er allt í einu rifið frá manni eins og hendi væri veifað. Við gátum öll séð hvernig lífsneistinn dofnaði við fráfall tengdamömmu en okkur óraði ekki fyrir að þú yrðir all- ur aðeins fjórum árum seinna. Ég finn það inni í hjarta mér að þú ert sáttur núna. Það er bara í eðli okkar svolítil eigingirni að við vildum fá að hafa þig lengur hjá okkur. En lífið heldur áfram og þú munt lifa í hjört- um okkar og hug þar til við hittumst aftur. Það var óörugg sál sem birtist á heimili þínu fyrir rúmum 22 árum þegar ég kvaddi tilvonandi eigin- mann og hann hélt af stað í skóla í Danmörku. Strax þá var mér sýnt að ég var orðin hluti af fjölskyldu sem stóð saman í blíðu og stríðu. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér og þakklát fyrir hversu góður þú hefur verið við börnin mín. Ég mun geyma minningu þína í hjarta mér, og deila henni með fjöl- skyldu minni. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig. Þín tengdadóttir Sigríður Lindbergsdóttir. Það eru svo margar góðar minn- ingar að ég get varla ákveðið hverjar af þeim ég á að minnast hérna: hvort það var hvernig þú lést mig klifra þig eins og fjall þegar ég var yngri; allar sumarbústaðaferðirnar sem við fór- um í; þegar þú tókst mig með þegar þú keyptir nýjan bíl; kenndir mér mannganginn á skáktölvunni þinni; komst með gjafir frá útlöndum; kenndir mér hvernig útlendingar segja ísskápur eða fórst með mig á Keflavíkurvöll og sýndir mér flugvél- arnar. Það er einungis tæmandi magn af pappír hérna í heiminum sem takmarkar hversu mikið ég get skrifað um þessar góðu minningar sem við áttum saman. Allar þessar æskuminningar frá Eyjabakka, hjá Dídí ömmu og Bibba afa, sem minna mig á hversu fallegt lífið getur verið. Ég tel það vera mitt hlutverk núna að halda minningunni um þig lifandi eins lengi og ég get og láta heiminn vita hversu góður afi þú varst mér. Ég veit að þú hefur fundið hvíld þína við hliðina á ömmu að eilífu, en sama hvernig þessi heimur mun breytast og sama hvað ég mun fara í gegnum, þá mun minningin um ömmu og afa á Eyjabakka lifa í hjarta mér svo lengi sem ég lifi. Hvíldu í friði, kæri afi. Kristján Lindberg. Minn ástkæri afi, þetta gerðist allt svo snöggt og á þessum tíma þjóta hugsanir og minningar til og frá í höfðinu á manni, maður hefur enga stjórn á því. Allar þessar góðu minningar, t.d. þegar við systkinin vorum í pössun hjá ykkur ömmu og við fífluðumst og létum eins og asnar og notuðum þig sem klifurtré. Þú kallaði mig allaf klifurkött. Og líka þegar þið komuð til Danmerkur að heimsækja okkur þegar við bjuggum þar. Það var mik- ið um stuð, gleði og hlátur. Ég bjóst ekki við að þurfa að sitja hér og skrifa þessa grein. Mér finnst þetta allt of snemmt en það er nú ekkert sem ég ræð við. Eina staðreyndin í lífinu er að við deyjum víst öll einhvern tím- ann. Nú eru bara fjögur ár síðan hún ástkæra amma mín dó og finnst mér afar stutt síðan það gerðist, og erfitt að ganga í gegnum þetta allt aftur. En nú eruð þið saman. Og við hugsunina um það hlýnar mér fyrir hjartanu. Afi, ég elskaði þig og mun alltaf gera. Þótt ég sjái þig ekki, þá finn ég samt fyrir þér og ömmu í hjartanu og huganum. En ég bið að heilsa ömmu og öllum þarna hinum megin. Þitt afabarn Anna Karen Björnsdóttir. KRISTJÁN BJÖRN SAMÚELSSON ✝ Grétar Ólafsson,fyrrverandi yfir- læknir hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítala – há- skólasjúkrahúss, fæddist 3. október 1930 í Flatey á Breiðafirði. Hann lést 14. júní á krabbameinsdeild Landspítalans. For- eldrar hans voru hjónin Sigurlaug Einarsdóttir, f. á Brimnesi í Skaga- firði 9.7. 1901, d. 23.6. 1985, og Ólafur Hermann Einarsson héraðslæknir, f. á Sval- barði í Miðdölum í Dalasýslu 9.12. 1895, d. 8.6. 1992. Systkin Grétars eru Einar íþróttakennari, f. 13.1. 1928, Jósef Friðrik yfirlæknir, f. 24.8. 1929, Sigríður fulltrúi, f. 14.6. 1935, Hilmar arkitekt, f. 18.5. 1936, d. 28.12. 1986, og Sig- urður viðskiptafræðingur, f. 7.5. 1942. Grétar kvæntist 1958 Hólmfríði Magnúsdóttur lækni, f. 17.1. 1931. Foreldrar hennar voru Sólveig uns hann hélt heim til starfa við Landspítalann sumarið 1969. Hon- um var veitt sérfræðistaða við brjóstholsaðgerðadeild Landspít- alans 1970 (síðar hjarta- og lungnaskurðdeild) og 1973 var hann settur til að gegna stöðu yf- irlæknis við sömu deild og skip- aður 1976. Árið 1973 var hann einnig settur dósent í brjósthols- skurðlækningum við Háskóla Ís- lands og skipaður 1977. Grétar gegndi dósentsstöðu sinni til 1997 og lét af störfum sem yfirlæknir 31. október 2000 sökum aldurs. Grétar Ólafsson gegndi mörg- um trúnaðarstörfum fyrir lækna og háskólamenn, sat m.a. í stjórn læknaráðs Landspítalans um ára- bil og var formaður ráðsins 1978– 1982. Hann sat í launanefnd sjúkrahúslækna og var um skeið formaður hennar og átti sæti í stjórn lífeyrissjóðs lækna í mörg ár. Árin 1986 til 1990 var Grétar formaður Bandalags háskóla- manna og jafnframt formaður Sambands háskólamanna á Norð- urlöndum (NAR) 1986–1987 og varaformaður 1987–1990. Hann var heiðursfélagi Skurðlækna- félags Íslands og var veitt gull- hjarta Landssamtaka hjartasjúkl- inga. Útför Grétars Ólafssonar og bálför verður frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Guðmundsdóttir, f. 29.4. 1901, d. 17.4. 1982, og Magnús Vig- fússon húsasmíða- meistari, f. 26.9. 1906, d. 9.5. 1976. Dóttir Grétars og Hólmfríð- ar er Sólveig sam- eindaerfðafræðingur, f. 17.3. 1959, gift Guð- mundi A. Guðmunds- syni dýravistfræðingi. Börn þeirra eru Jó- hanna Fríða, nemi, f. 9.4. 1985, og Grétar Örn, nemi, f. 9.4. 1985. Grétar ólst upp í Laugarási í Biskupstungum þar sem faðir hans gegndi starfi hér- aðslæknis 1932–1946. Að loknu stúdentsprófi frá MR 1951 hóf Grétar nám í læknisfræði við Há- skóla Íslands. Hann lauk embætt- isprófi vorið 1958. Að loknu kandi- datsári og héraðsskyldum hér heima lá leiðin til Svíþjóðar 1960 þar sem hann aflaði sér sérmennt- unar í almennum handlækningum og brjóstholsskurðlækningum. Hann starfaði á nokkrum sjúkra- húsum í Svíþjóð, lengst af í Malmö, Mikill harmur er mér upp kveðinn. Grétar Ólafsson móðurbróðir minn er látinn. Þótt dauðinn sé fyrirséður í þessu lífi og það eina sem hægt er að ganga að sem vísu, þá er áfallið jafnan hið sama þegar slíkir atburðir verða. Grétar frændi minn hafði barist við sjúkleika undanfarin ár, sjúkdóm sem blossaði upp eftir að hann settist í helgan stein að lokinni gifturíkri og þakklátri starfsævi. Víst er að margir eiga honum líf sitt að launa og er ég í þeim hópi. Grétar var mikill maður í þeirra orða bestu merkingu. Hann var drengur góður, sanngjarn, farsæll í skiptum sínum við annað fólk, hjarta- hlýr mannvinur sem allt of fáir finnast í þessum heimi. Ég fór ekki varhluta af þeim kost- um hans. Við föðurmissi minn reyndist Grét- ar mér sem faðir. Reyndar má segja að hann hafi með sínu lagi gengið mér í föðurstað eftir fráfall föður míns, Jó- hanns Ragnarssonar, sem ég varð fyrir aðeins 16 ára gamall. Huggun, hvatningu og trúnað sýndi hann mér, en þó fyrst og síðast veitti hann mér ást, vináttu og umhyggju á þeim erf- iðu tímum. Margt kemur upp í hugann við kveðjustund. Veiðiferðir fórum við margar saman eftir að hönd föður míns sleppti. Hann tók mig undir sinn verndarvæng og bauð mér, unglingn- um, með sér. Iðuna veiddum við ár- lega og heimsóttum Laugardalsá, Grímsá og Sogið, svo dæmi séu nefnd. Í þessum ferðum var frændi minn og vinur í essinu sínu. Miðlaði af þekk- ingu sinni og reynslu, leiðbeindi af næmi hins sanna veiðimanns. Hann kynnti mér leyndardóma vatnsins og aðferðirnar til að tæla laxinn til að taka agnið; flugu, maðk eða spón. Fyrst og fremst flugu. Hann var öðr- um fremur lærimeistari minn í stangaveiði. Grétar var með eindæmum feng- sæll þegar hann var upp á sitt besta og engan þekki ég slíkan stórlaxa- bana sem hann var. Í ferðum okkar veiddi hann bæði 26 punda lax og ann- an 29 punda. Ég hef ekki tölu á 20 pundurunum. Það eru fáséðir drekar nú á dögum. Grétar kom reyndar við mína sögu áður en við vissum af því báðir. Þann- ig vildi til að þegar eiginkona mín kom í þennan heim var ekkert pláss laust á fæðingardeildinni í Reykjavík. Var móður hennar vísað á Sólvang í Hafn- arfirði þar sem ungur kandídat, Grét- ar Ólafsson, tók á móti stúlkubarni sem síðar varð konan mín. Þeim hring lokaði Grétar með því að vera svara- maður minn við brúðkaup okkar Ír- isar. Hann kom einnig við sögu við fæð- ingu elstu dóttur minnar, Huldu Sifjar. Hún átti að koma í heiminn þann 9. september 1982, en þann dag áttum við Grétar veiði. Olli væntanleg fæðing okkur áhyggjum, því að sept- emberdagur á Iðu eru gulls ígildi. Við Grétar biðum á fæðingardeildinni og að kvöldi þess 8. fæddist stúlkan. Við frændur héldum glaðir í túrinn. Kon- an mín fyrirgaf honum hans þátt í málinu nokkrum árum síðar, en mér hefur ekki verið fyrirgefið enn. Nú skiljast leiðir okkar Grétars um sinn. Samverustundirnar verða ekki fleiri í bili. Minningarnar verða að duga þar til við hittumst á ný. Þær á ég bæði margar og kærar. Fríðu, Sólveigu og Mumma, Grét- ari yngra og Hönnu Fríðu biðjum við Íris blessunar á þessum erfiðu tímum. Ólafur E. Jóhannsson. Kveðja frá Lífeyrssjóði lækna Í dag, þegar við kveðjum Grétar Ólafsson yfirlækni, vil ég fyrir hönd Lífeyrissjóðs lækna þakka honum samstarfið. Grétar sat mörg ár í stjórn sjóðsins og miðlaði þar af þekk- ingu sinni og reynslu. Grétar var mjög þægilegur í samstarfi, alltaf raunsær, og í fyrirrúmi var að gæta hagsmuna allra sjóðfélaga. Á við- kvæmum tímum, þegar við hættum rekstri eigin skrifstofu og sömdum við aðila að sjá um rekstur sjóðsins, kom reynsla Grétars af félagsstörfum að góðum notum. Við kveðjum góðan félaga og sendum Hólmfríði konu hans, dóttur þeirra og allri fjölskyld- unni okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Þorkell Bjarnason. Grétar Ólafsson, fyrrverandi yfir- læknir hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss, er látinn. Hann skilaði ævistarfi sínu af óeigingirni og stuðlaði að framþróun hjarta- og brjóstholsskurðlækninga á Íslandi. Sjálfur var hann drífandi og eljusamur sem brjóstholsskurðlæknir og baráttumaður að því að opnar hjartaskurðlækningar yrðu teknar upp á Íslandi. Sú ósk hans rættist 1986 þegar hjartaskurðlækningar hófust á Íslandi. Deildin tók þá mikið stökk í framfaraátt undir hans stjórn og hefur þróast í þróttmikla hjarta- og lungnaskurðdeild, sem þjónar nú öllu landinu með góðum árangri. Grétar var ekki síður þrautseigur að takast á við eigin erfiðleika, þegar alvarleg veikindi og slys ógnuðu lífi hans og heilsu. Hann reif sig upp úr áföllunum af miklum hetjuskap, en svo kom að hann varð að láta í minni pokann gagnvart alvarlegum sjúk- dómi sem ekki varð við ráðið. Við samstarfsfólk hans á Landspítalanum þökkum honum drengilega fram- komu og allt sem hann hefur gefið öðrum með ævistarfi sínu og samvist- um. Grétar var stoltur af deildinni sinni og því starfi sem þar fór fram og hann hafði óbilandi trú á framtíð Landspítalans og læknisfræði í land- inu. Grétar hlaut virðingu og marg- víslegan verðskuldaðan heiður bæði fyrir læknis-, kennslu-, félags- og trúnaðarstörf og kunna menn honum þakkir fyrir óeigingjarnt framlag hans að öllum þessum málaflokkum. Ég sendi fjölskyldu hans allri og vin- um innilegustu samúðarkveðjur mín- ar og þakka Grétari samfylgdina um leið og ég bið honum blessunar guðs á nýjum vegum. Bjarni Torfason. Kveðja frá Landssamtökum hjartasjúklinga Grétar Ólafsson, fyrrverandi yfir- læknir hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss, er látinn. Hann var aðalhvatamaður að því að opnar hjartaaðgerðir hæfust hér á landi. Grétar hafði aflað sér sér- menntunar í Svíþjóð eftir að lækna- námi lauk hér heima og var því vel undir það búinn að taka að sér vanda- söm verkefni. Fyrsta opna hjartaaðgerðin var gerð hér á landi í júnímánuði 1986 undir stjórn Grétars. Hann var alla tíð mjög hlynntur Landssamtökum hjartasjúklinga og góður stuðningsmaður, enda mikill áhugamaður um félagsmál. Grétar var afar traustur maður og sjúklingar virtu hann og dáðu fyrir hlýhug og velvilja. Á þeim árum þegar opnar hjarta- aðgerðir hófust hér á landi voru ýmsir af ráðamönnum þjóðarinnar efins um hæfni íslenskra lækna til að takast á við svo vandasöm verkefni. Í ljós hefur komið að árangur af þessu starfi er mjög góður og nú orðið er sjaldgæft að heyra efasemdir um hæfni íslenskra hjartalækna. Lands- samtök hjartasjúklinga sýndu hug sinn í verki er þau sæmdu Grétar gullmerki samtakanna, gullhjartanu. Landssamtök hjartasjúklinga þakka Grétari farsæla samfylgd og senda eftirlifandi eiginkonu og dóttur innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar og starfs- manna Landssamtaka hjartasjúkl- inga Vilhjálmur B. Vilhjálmsson, for- maður, Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri. GRÉTAR ÓLAFSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.