Morgunblaðið - 24.06.2004, Page 38
MINNINGAR
38 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Leiðir okkar Siggu
lágu saman fyrir hart-
nær tuttugu árum. Við
vorum fyrst kynntar í
miðbæ Reykjavíkur
eina fallega sumar-
nótt. Sigga með slétt, sítt hár,
brosandi og glöð. Við bjuggum
saman um tíma í kjallaraíbúð á
Flókagötunni og kynntumst þá enn
betur. Upp frá því héldum við góð-
um vinskap í gegnum lífsins ólgu-
sjó.
Sigga var afar heilsteypt mann-
eskja, jákvæð og undantekningar-
lítið í góðu skapi. Hún átti einnig
afar auðvelt með að samgleðjast
vinum sínum, sýndi einlægan
áhuga á lífi annarra og ávallt tilbú-
in að gefa góð ráð. Sigga hafði mik-
inn áhuga á andlegum málefnum og
ræddum við oft um óhefðbundnar
lækningaraðferðir sem Sigga nýtti
sér mikið í veikindum sínum til að
stöðva framgang krabbameinsins.
Ég er þess fullviss að heilunin,
jurtameðulin og læknamiðlarnir
hafi hjálpað henni að öðlast þá hug-
arró sem hún bjó yfir jafnvel þótt
hún væri oft fársjúk.
Sigga átti góðan eiginmann sem
stóð eins og klettur við hlið hennar
í veikindunum. Ég var við nám í út-
löndum þegar Sigga kynntist Birni
Davíð og skrifaði hún mér að loks-
ins væri draumaprinsinn fundinn.
Ég var spennt að hitta nýja kær-
astann hennar og varð ekki fyrir
vonbrigðum með ráðahaginn.
Sigga og Björn Davíð voru glæsi-
legt par með tónlistina að áhuga-
máli. Stuttu síðar eignuðust þau
Davíð Frey. Sökum þess að hann
var fyrirburi voru fyrstu ár hans
erfið og sýndu Sigga og Björn Dav-
íð þá ótrúlega eljusemi því ósjaldan
þurfti Davíð Freyr að dvelja á spít-
ala fyrstu æviárin. Davíð Freyr sér
nú á eftir móður sinni sem reyndi
ætíð leynt og ljóst að tryggja vel-
ferð hans jafnvel eftir að hennar
nyti ekki við.
Eftir að Sigga veiktist ræddum
við sjúkdóm hennar sjaldan. Hún
kaus frekar að ræða eitthvað annað
og virti ég þá afstöðu. Það ríkti því
gleði þegar við hittumst og er ég
óendanlega þakklát fyrir fjölmarg-
ar ánægjustundir okkar. Sigga yf-
irgaf þetta jarðlíf alltof snemma.
Hún var kona í blóma lífsins og átti
eftir að upplifa svo margt með
Birni Davíð og Davíð Frey. Ég sé
hana fyrir mér brosandi og dillandi
hlátur hennar hljómar nú annars
staðar en meðal okkar.
SIGRÍÐUR KRISTÍN
HALLDÓRSDÓTTIR
✝ Sigríður KristínHalldórsdóttir
fæddist í Keflavík
18. nóvember 1960.
Hún andaðist á
Landspítalanum 2.
júní síðastliðinn og
var jarðsungin frá
Bústaðakirkju 10.
júní.
Við Sverrir vottum
Birni Davíð, Davíð
Frey og öðrum að-
standendum okkar
dýpstu samúð.
Dagný Björk
Þórgnýsdóttir.
Kær vinkona og
samkennari við Full-
orðinsfræðslu fatlaðra
hefur nú kvatt þennan
heim eftir að hafa
gengið með illvígan
sjúkdóm um árabil. Þó
svo að hún hafi þurft
að láta í minni pokann fyrir sjúk-
dómnum þá er Sigga í okkar huga
sigurvegari. Hún tókst á við veik-
indin af þvílíkum dugnaði, kjarki
og æðruleysi að það var okkur ráð-
gáta. Þá var gott að eiga góðan eig-
inmann og fjölskyldu sem stóð þétt
við bakið á henni á erfiðum tímum.
Hugsanir þjóta um hugann og
minningarnar streyma fram. Sigga
umhyggjusama, svo næm á líðan
annarra að stundum fannst okkur
eins og hún vissi meira um líðan
okkar en við sjálfar. Sigga og and-
leg málefni, en brennandi áhugi á
manneskjunni og fegurra mannlífi
almennt voru hennar hjartans mál.
Hún leitaðist við að þroska sinn
innri mann svo og fara óhefð-
bundnar leiðir til lækninga. Var
hún mjög þakklát því góða fólki
sem hún kynntist í gegnum þá
vinnu. Sigga var líka alltaf kjark-
mikil og áræðin. Til marks um það
förum við vinkonurnar einfaldlega í
Sigguleik ef kjarkurinn minnkar og
lífið verður eitthvað leiðinlegt í lag-
inu. Hvað tæki hún til bragðs?
Þá má ekki gleyma stemnings-
manneskjunni Siggu sem vissi ekk-
ert skemmtilegra en að bjóða fjöl-
skyldu og vinum heim þegar haldið
var upp á afmæli eða aðra viðburði
í fjölskyldunni. Þar var hún í aðal-
hlutverki með alls kyns leiki, uppá-
komur, hljóðfæraleik og söng. Hún
fékk alla til að taka þátt, og gott ef
einhverjir uppgötvuðu ekki áður
óþekkta hæfileika á tónlistarsvið-
inu. Þessar veislur gleymast ekki
þeim sem þar voru.
Í tónlistarkennslunni nutu þessir
eðlislægu kostir Siggu sín svo vel:
Fjörið, húmorinn, næmið á líðan
nemenda sinna svo og fram-
kvæmdagleðin. Þessir þættir auk
annarra gerðu það að verkum að
hún var elskuð og virt bæði af nem-
endum og samkennurum. Segja má
með sanni að hún hafi auðgað líf
allra sem hún kynntist með örlæti
sínu á sjálfa sig.Við syrgjum nú
einstaka vinkonu. Við vitum einnig
að minningarnar um hana eiga eftir
að ylja okkur í framtíðinni.
Elsku Björn, Davíð, Fjóla og
aðrir ættingjar. Guð gefi ykkur
styrk til að takast á við sorgina á
þessum erfiðu tímum.
Ragnheiður og Elísabet.
Hún Sigga Halldórsdóttir var
traust vinkona okkar allra í söng-
hópnum Plútó. Ég kynntist henni
fyrst fyrir mörgum árum þegar ég
átti heima í sambýlinu á Auðar-
stræti 15. Þá var hún starfstúlka
þar. Það var alltaf gott að vera ná-
lægt henni og þegar ég hugsa til
baka finnst mér að hún hafi alltaf
verið hlæjandi. Seinna var ég svo
heppin að verða nemandi hennar í
Brautaskóla þar sem hún kenndi
mér að spila á flautu, og það var
hún sem hvatti mig til að byrja að
læra að syngja. „Það er alltaf hægt
að reyna!“ sagði hún. Síðan kenndi
hún tónlist hjá Fullorðinsfræðslu
fatlaðra og í Fjölmennt, og það var
þar sem við stofnuðum Plútó. Sigga
var þjálfari okkar allan tímann.
Hún var alltaf með okkur á öllum
tónleikum og þegar við gáfum út
diskinn okkar, alltaf svo jákvæð og
hvetjandi og gladdist svo hjartan-
lega þegar okkur gekk vel. Sér-
staklega var skemmtileg ferðin
sem við fórum til Danmerkur, ekki
síst kvöldið þegar við „slógum í
gegn“.
Eitt af uppáhaldslögunum henn-
ar sem við sungum var Traustur
vinur. „Traustur vinur getur gert
kraftaverk.“ Það sýndi Sigga hvar
sem hún kom. Við í Plútó söknum
hennar mikið og sendum fjölskyldu
hennar innilegar samúðarkveðjur.
Rósmaría (Didda)
Benediktsdóttir.
Fimm kátar stúlkur sátu eitt
sinn saman og skröfuðu um allt
milli himins og jarðar. Við vorum
ungar og fullar af lífsþorsta. Við
bundumst tryggðaböndum og köll-
uðum hópinn Meyjardansinn. Við
skemmtum okkur, stunduðum úti-
vist, fórum á kaffihús ofl. Nú er
stórt skarð rofið í þennan hóp.
Sigga er horfin frá okkur langt fyr-
ir aldur fram og eftir sitjum við
með söknuð í hjarta. Hún Sigga
okkar sem var svo sterk og hug-
rökk. Hún fékk skemmtilegar hug-
myndir og það sem meira er, hún
framkvæmdi þær. Hún kom okkur
stöðugt á óvart. Hlátur hennar var
ómótstæðilegur. Það geislaði af
henni gleðin og lífsviljinn. Þau eru
mörg samkvæmin þar sem Siggu
tókst að hrista ólíkasta fólk saman.
Allir fengu hlutverk, sumir sungu,
aðrir klöppuðu taktinn, enn aðrir
léku einhverjar persónur. Sigga lét
ekkert aftra sér frá að virkja sköp-
unarkraftinn sem bjó innra með
henni. Til þess spilaði hún á hin
ýmsu hljóðfæri.
Sigga var mjög trygg sínum vin-
um og opin. Hún var forvitin um líf-
ið og tilveruna. Henni var umhugað
um innra jafnvægi og hafði brenn-
andi áhuga á andlegum málum. Í
veikindum sínum sýndi hún mikinn
styrk og æðruleysi. Hún hafði trú á
krafti hugarorkunnar sem nýttist
henni vel. Hún átti mikið að gefa og
átti stóran sess í lífi okkar allra.
Við erum þakklátar fyrir að hafa
fengið að kynnast henni, hennar
dillandi hlátri, tryggð og innileik.
Nú sitjum við eftir með tómleika í
hjarta og sorg í huga. Hennar er
sárt saknað og það er erfitt að trúa
því að hún sé horfin. Sigga mun lifa
í minningum okkar. Hún hefur sett
mark sitt á okkur og við höfum lært
mikið af henni. Nú er hún laus und-
an viðjum þjáninganna og vonandi
líður henni vel þar sem hún er.
Birni Davíð, Davíð Frey og fjöl-
skyldu sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Ykkar miss-
ir er sár en minningarnar lifa.
Bergljót (Systa), Björk,
Særún og Hólmfríður
(Hóbba).
Minningabrotin eru ótalmörg
sem líða í gegnum hugann, Sigga
mín. Þegar Salvöru langaði að læra
að spila á píanó en það var ekki
hægt því við bjuggum í lítilli íbúð,
píanó kæmist aldrei inn. „En harm-
oníka?“ Þér datt ekki í hug að sitja
við orðin tóm heldur fékkst vin-
konu þína og harmoníkuleikara til
að storma spilandi inn til okkar
með nikkuna. Bara svo Salvör fengi
nálægðina við hljóðfærið og vita-
skuld heillaðist stelpan mín.
Í Húsafelli í fyrra. Þú vildir fara í
langa og stranga göngu. Vildir púla
og puða, þráðir svitann og áreynsl-
una. Við vorum alltaf sammála um
að það væri besta sálarhreinsunin.
Tókum því stefnuna á Strút og
spjölluðum saman í upphafi göng-
unnar. Svo þurftum við á öllu okkar
súrefni að halda, þögðum og geng-
um. Hægt, hægt en ávallt upp á við.
Vitaskuld náðir þú á toppinn.
Það tók sinn tíma en þú gafst
aldrei upp. Það var ekki þinn stíll.
Þegar þorrablót var í nánd
varstu í essinu þínu. Skipulagðir
leikina og söngvana, gestirnir alltaf
svolítið stressaðir þegar þeir
mættu. Þú í broddi fylkingar,
skellihlæjandi með stóra poka fulla
af alls kyns leikmunum og gestirnir
vissu sem var að undan leiknum og
sprellinu varð ekki komist. Hver og
einn fékk sitt hlutverk, kennarinn
t.d. hlutverk indíána, arkitektinn
naut sín sem geithafur og læknir-
inn sem kiðakið. Áður en nóttin var
úti höfðu allir haft hamskipti; töltu
úr samkvæminu skellihlæjandi,
spyrjandi hvenær næsta boð yrði
eiginlega! Sigga mín, svona getur
enginn skipulagt betur en þú.
Tómleikinn og söknuðurinn er
sár en ég er svo þakklát fyrir vin-
skapinn.
Megi allar góðar vættir fylgja
þér og ég vona að almættið styrki
og styðji strákana þína tvo, Björn
og Davíð, og þína stóru og sam-
heldnu fjölskyldu.
Hvíl í friði, elsku Sigga.
Hólmfríður.
Hún Sigga vinkona er farin, allt
of snemma, og eftir situr maður
hljóður og hnípinn í tómleikanum
og sorginni. Mér verður oft hugsað
til þess þegar ég sá Siggu fyrsta
sinni, hvernig hún skar sig úr
hópnum með útgeislun sinni og lífs-
gleði. Sigga þurfti að ganga í gegn-
um meiri þjáningu og áföll á sl. ár-
um en flest okkar á heilli ævi en
ávallt stóð hún keik og óbuguð og
mætti örlögum sínum af reisn og
hugrekki. Fróðleiksfýsn hennar og
nákvæmni varðandi heilbrigt líf-
erni og sjúkdóma var við brugðið
og ósjaldan setti hún mann á gat
með spurningum um andleg og lík-
amleg hugðarefni. Sigga setti sig
afar vel inn í bæði hefðbundnar og
óhefðbundnar lækningar og beitti
þeim óspart til að freista þess að
sigrast á sjúkdómi sínum. Merki-
legast í fari Siggu var þó afar
þroskaður persónuleiki hennar
sem lýsti sér í umhyggju fyrir öll-
um sem hún umgekkst í lífi og
starfi.
Við göntuðumst oft með að hún
væri nú bæði gömul sál og laumu-
jógi. Eftir því sem ég kynntist
henni betur varð mér ljóst að öllu
gamni fylgir nokkur alvara. Ég
varð sífellt meðvitaðri um að Sigga
skildi og greindi ýmislegt sem ekki
er öllum gefið að skynja.
Þín verður sárt saknað, Sigga
mín, af okkur öllum sem vorum svo
lánsöm að þekkja þig og umgang-
ast. En sárastur er missir strák-
anna þinna, Björns og Davíðs, sem
nú hafa misst ekki bara yndislega
eiginkonu og móður heldur ein-
stakan ferðafélaga í lífsins ólgusjó.
Ég sendi ykkur feðgum og öðrum
ættingjum mínar dýpstu samúðar-
kveðjur og megi almættið styrkja
ykkur. Sjálfur vil ég þakka þér af
heilum hug samfylgdina, Sigga
mín, og allt sem þú gafst mér og
það er dýrmætara en orð fá lýst
eins og þú veist svo vel. Blessuð sé
minning þín.
Pálmar.
Kær vinkona hefur kvatt, lagt
aftur augun sín bláu og tekið á móti
eilífu ljósi. Sjö ára göngu með
krabbameini er lokið síðasti tóninn
hefur verið sleginn.
Sigga var í okkar hópi hlustand-
inn með hlýju nærveruna og lifandi
athyglina. Okkur, samferðakonum
sínum, gaf hún bæði tíma og rúm.
Meðal okkar gekk hún undir nafn-
inu „Tónlista-Sigga“ til aðgreining-
ar frá hinum Siggunum. Nafngiftin
var skírskotun til þess ævistarfs
sem hún valdi sér. Blámi augnanna
og tifandi hlátur hennar gerði
hverja stund með henni sanna og
heila svo við vorum betri mann-
eskjur á eftir. Hún sótti næringu
andans og efnisins í Fossvogsdal-
inn með daglegum göngum sínum.
Þar og annars staðar leitaðist hún
við að þroska sitt eigið sjálf með
öllu því sem lífið býður upp á. Hún
var ófeimin við að leita lækninga
eftir óhefðbundnum leiðum og
miðlaði okkur af reynslu sinni enda
frumherji margra þeirra leiða sem
bjóðast þeim sem freista þess að
dýpka skilning sinn á tilveru okkar.
Hún var sönn hetja í daglega lífinu
og í viðureign sinni við meinið sem
að lokum hafði betur.
Davíð augasteininn sinn, umvafði
hún hlýju og ástúð á hvern þann
veg sem hún kunni og skenkti fróð-
leik sínum um leið. Hún leitaði
ljóssins, öðlaðist hugarró og gaf af
kærleika sínum.
Minning hennar er ljós sem lýsir
okkur fram á veginn.
Við sendum feðgunum Birni og
Davíð sem og öðrum aðstandend-
um Siggu okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Blessuð sé minnig Sigríðar
Kristínar Halldórsdóttur.
Júllurnar,
Anna Pálína Árnadóttir,
Elín María Guðjónsdóttir,
Gunnhildur Óskarsdóttir,
Guðrún Þórðardóttir,
Sigríður Elísabet
Halldórsdóttir,
Sigríður Stefánsdóttir.
Sigga var alltaf ævintýrakona. Í
útskriftarbók okkar úr Fósturskól-
anum 1982 var haft eftir henni að
framtíðaráformin væru að kynnast
heiminum betur. Hún gerði það á
sinn hátt . Hún ferðaðist ekki bara
til annara landa heldur valdi hún
sér starfssvið sem gerði henni
kleift að kynnast ólíku fólki á ólík-
um aldri.
Eftir að náminu lauk við Fóstur-
skólann starfaði Sigga við barna-
og unglingageðdeild Landspítalans
og á sambýlum fyrir fatlaða og hún
gerðist fararstjóri á vegum Styrkt-
arfélags vangefinna.
Sigga lét ekki þar við sitja. Hún
fór í nám við Tónlistarskóla
Reykjavíkur og gerðist tónlistar-
kennari. Hún kenndi ekki bara
börnum, heldur fengu leikskóla-
kennarar að njóta hennar krafta
þar sem hún bauð upp á námskeið í
leikskólum. Þessi námskeið voru
frábær og gáfu okkur leikskóla-
kennurum nýja innsýn í tónlistar-
nám ungra barna.
Sigga var alltaf hress og hrókur
alls fagnaðar. Hún hló mikið með
sínum skemmtilega hlátri sem var
hennar sérkenni. Hún átti auðvelt
með að hrífa aðra með sér.
Sigga var alla tíð sterkur per-
sónuleiki og þorði að takast á við
nýja hluti og gerði það óhikað. Það
sýndi sig í hennar veikindum, hún
þorði að prófa og leita eftir óhefð-
bundnum lækningum, samhliða
þeim hefðbundnu.
Það var ævintýri líkast að hitta
Siggu á tuttugu ára útskriftaraf-
mæli okkar fyrir tveimur árum síð-
an. Ári áður hafði hún háð harða og
tvísýna baráttu við krabbamein.
Hún mætti geislandi af lífsorku og
gleði, tók virkan þátt í hátíðarhöld-
unum með okkur og var ekki að sjá
að hún hefði verið veik. Þarna tók
hún frumkvæði, spilaði á píanóið og
átti sinn þátt í góðri stemningu.
Sigga er farin á vit nýrra æv-
intýra sem við kunnum ekki skil á.
Við viljum þakka henni góða og
skemmtilega samfylgd í því ævin-
týri sem við áttum saman í tæp 25
ár.
Birni Davíð, Davíð Frey, móður
hennar, systkinum og öðrum að-
standendum sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Skólasystur úr Fósturskóla
Íslands 1982.
Sigríður Kristín Halldórsdóttir
er öll. Þegar ég skrifa þessi orð
virðast þau óraunveruleg. Hugur-
inn leitar til baka til haustsins 1985
þegar Sigríður hóf nám í tón-
menntakennaradeildinni í Tónlist-
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist)
eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til-
greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi
Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun-
blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif-
uðum greinum.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar
og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi,
mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á
föstudegi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests
er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmark-
að getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum
tíma.
Birting afmælis- og
minningargreina