Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.2003, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.2003, Side 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. MAÍ 2003 NÝJASTA bók Krishans Kum- ars, The Making of the English National Identity, sem útleggja má sem Gerð enskrar þjóðern- isvitundar, þykir bera höfund- inum gott vitni. En Kumar, sem er félags- og sagnfræð- ingur, þykir hafa kafað djúpt í hugleiðingum sínum. Í skrifum sínum notar hann sagnfræðina til að mynda ítarlega við end- urtúlkun fortíðar og ætti margt þar að koma þeim á óvart sem telja að staðreyndir tali jafnan sínu máli. Þannig bendir hann á að þolinmæði Englendinga gagnvart fjöl- breytileika eigi sér djúpar ræt- ur og dregur m.a. máli sínu til stuðnings fram staðreyndir á borð við þær að breskir kon- ungar á miðöldum hafi jafnan litið meginlandið hýrari aug- um en bresku eyjarnar. Sagan öll Í SMÁSAGNASAFNI Ali Smith, The Whole Story and Other Stories, eða Sagan öll og aðrar sög- ur, tekur höf- undur á jafn ólíkum hlut- um og ást, sorg og fram- andi försum. En í sögunni „Virtual“ segir til að mynda frá óvæntum kynnum konu af stúlku með lystarstol sem liggur í sjúkra- húsrúmi við hlið frænku kon- unnar, sem ekki reynist svo frænka hennar eftir allt sam- an. Að mati gagnrýnanda Gu- ardian má líkja bók Smith við bestu verk Raymonds Carvers. Blómatími Nasdaq KAPÍTALISMINN á því tíma- bili er Nasdaq-vísitalan var í hvað mestum blóma er við- fangsefni bandaríska rithöf- undarins Don DeLillo í nýjustu bók hans, Cosmopolis: Headed Towards a Crash, of Sorts in a Stretch Limo, sem lauslega má útleggja sem Heimsborgin: Á leið í einskonar árekstur í langri limósínu. Að mati New York Times eru sögupersónur DeLillos hins vegar að þessu sinni lítið annað en gangandi umræðuefni, sem ræða af kald- hæðni um efnishyggju og ómennskt líf með lófatölvuna í annarri hendi. Sendiförin DANA Priest, blaðamaður hjá Washington Post sendi nýlega frá sér bókina The Mission: Waging War and Keeping Peace With America’s Military, eða Sendiförin: Að heyja stríð og halda friðinn með banda- rískum herafla. En í bók sinni tekur Priest, sem fjallar um hernaðar- og leyniþjónustumál fyrir blaðið, lesandann með sér í ferðalag um heim þar sem bandarískar hersveitir eru víða sýnilegar. Priest birtir m.a. portrettmyndir af helstu hershöfðingjum bandaríska hersins í hverju landi landi fyrir sig og rekur sögu þeirra, en að sögn Priest má í flestum tilfellum finna gamla drauga frá Víetnamstríðinu þar sem persónuleiki þessara manna var hertur. ERLENDAR BÆKUR Enska þjóðar- sálin Ali Smith I Hér í Lesbók er deilt um það hversu mikillsiðfræðingur Friedrich Nietzsche hafi verið. Í bréfi til Elísabetu systur sinnar segir hann að á þessari „skrýls- og sveitalubbatíð“ meti hann „siðprýði“ meira en „dygðir“, „vitsmuni“ og „feg- urð“. II Þessi orð hljóma vissulega eins og brandariþegar það er haft í huga að Nietzsche gróf svo rækilega undan borgaralegu og kristilegu sið- ferði í ritum sínum að heiðvirðir menn töldu hann hafa tapað sér. En það kemur ekki á óvart að túlkendur Nietzsches skuli skilja hann á mis- munandi hátt því að framsetning hans á heim- speki var meira í ætt við skáldskap en fræði. Hugsanlega er það þó ástæða þess að hann varð jafn áhrifamikill og raun bar vitni. III Nietzsche taldi að verk hans yrðu ekki met-in að verðleikum fyrr en fjörutíu árum eftir dauða sinn, í fyrsta lagi. Hann hafði rangt fyrir sér. Árið1887, tæpum tveimur árum áður en hann veiktist á geði og þrettán árum fyrir and- lát sitt, veitti hann því sjálfur athygli að verk hans voru farin að sýjast inn í menningu sam- tímans á „furðulegan og næstum því dularfullan hátt“, eins og hann tók til orða. Ástæða þessarar „óvæntu“ athygli segir ævisagnaritari Nietzsches, Curtis Cate, vera meðal annars að þessi skáld- heimspekingur gekk þvert á ríkjandi viðhorf í flestu efnum; hann hafnaði því algerlega að fara í kringum hlutina, að tala undir rós – hann kallaði hlutina sínum réttu nöfnum. Frábær stíl- gáfa hans gerði það hins vegar að verkum að fá- ir virtust veita því sérstaka athygli að hann var á köflum hreint yfirgengilega ögrandi og róttæk- ur í skoðunum. IV Fljótlega upp úr þessu var Nietzsche áallra vörum. En það voru þrátt fyrir allt gagnrýnendur hans sem áttu hvað mestan þátt í að auka vinsældir hans en hinir sem dáðu hann. Þeir kölluðu hann öllum illum nöfnum, sögðu hann geðveikan og spyrtu hann saman við stórhættuleg og spillt skáld á borð við Baude- laire, Oscar Wilde. Maurice Maeterlinnk, Ibsen, Zola og Walt Witman. Öll þessi skáld voru tákn hins ört hnignandi tíma, hinnar óttalegu aldar sem var hinum megin við hornið. Frægasta gagnrýnisritið á Nietzsche frá þessum tíma var Entartung (Úrkynjun) eftir Max Nordau sem var þýtt á fjölmörg evrópsk tungumál og hafði mikil áhrif. Í þessu riti var „fráleitum spádóm- um“ Nietzsches lýst sem „vitlausu stami og blaðri úr biluðum huga“ og heimspeki hans var hafnað sem verki snargeggjaðs sadista. V Flestir þekkja það sem gerðist í kjölfarið.Nietzsche varð fljótlega einn umdeildasti heimspekingur nútímans. Kenningar hans nutu geysilegra vinsælda en þær voru einnig túlkaðar og notaðar í annarlegum tilgangi. Þegar menn sáu fyrir sér á síðari hluta fyrsta áratugar tutt- ugustu aldarinnar að stríð væri í uppsiglingu birtust fjöldamargar greinar í evrópskum blöð- um þar sem orð Max Nordau um Nietzsche end- rómuðu; hann var talinn hættulegur stríðs- æsingamaður. Síðar var heimspeki hans sögð grunnurinn að hugmyndum nasista og raunar hefur nafn hans verið bendlað við margt það versta í fari hins vestræna nútímamanns. NEÐANMÁLS S EM barn var ég stundum sendur af foreldrum mínum í Þjóð- minjasafnið sem leiðsögumaður útlendinga. Þessu fólki sýndi ég sjóvettlinga, vaðmálshúfur og roðskó, svo ekki sé minnst á öll þau hrífubrot og beinnálar sem hafa varfærnislega verið blásin og burstuð úr jörðu. Þessir dýrgripir, sem eng- um hafði tekist að fleygja fyrir fullt og allt, lágu á grænum dúk undir gleri og söfnuðu nú merkingu fremur en ryki. Á þessum árum fannst mér safnið alltaf vera óþarfa vitnisburð- ur um örbirgðarbraginn sem eitt sinn hvíldi yf- ir þessu landi og því verður ekki neitað að stundum var ég eins og nýríkur smáborgari sem er neyddur til að festa upp á vegg ljós- mynd af hreysinu sem hann er alinn upp í. Þarna var þúsund ára eymd okkar saman kom- in undir einu koparþaki. Áhyggjur mínar voru þó óþarfar. Ást Íslandsvinarins á öllu íslensku er fölskvalaus. Hún er laus við áráttu, ólíkt ást mörlendingsins á sér og sínu. Léttur skjálfti fór um útlendingana þegar þeir struku mjúkum fingurgómum yfir trogsöðla og snældustokka. Það var engu líkara en ég hefði leitt saman gamla elskendur sem gefið höfðu upp alla von um endurfundi. Á síðustu vikum hef ég ekki komist hjá því að bera saman Íslandsvinina úr æsku minni og Íraksvinina í Bandaríkjastjórn. Þó að munurinn liggi ekki síst í því að hinir síðarnefndu eru neyddir til að stunda manndráp í nafni náunga- kærleika hefur það ekki þvælst svo mikið fyrir mér. Slíkt heyrir undir hina hræðilegu og gam- alkunnu rökvísi stríðsins. Aðrar fréttir og óskiljanlegri snúa að því hvernig bandarískir hermenn gerðu ekkert þegar skríll úr fátækra- hverfum Bagdadborgar lagði Þjóðminjasafn Íraka rúst og rændi þaðan 170.000 munum, brenndi næstum öll skjöl Þjóðskjalasafnsins til ösku og Íslamska bókasafnið einnig. Fréttirnar eru eflaust óskiljanlegri fyrir þá sök að nú á dögum eru slíkar stríðssögur fáheyrðari en fréttir af limlestingum. Það þykir til marks um nútíma siðfágun að innrásarherir hlífi fornum minjum og öðrum menningarlegum verðmæt- um, meira að segja nasistar létu sér annt um listir og gamlar gersemar. Nú var margbúið að upplýsa bandarísk stjórnvöld um mikilvægi þess að vernda merk- ustu söfnin og reynslan frá Flóastríðinu 1991 gaf til kynna að þeim stæði hætta af ránum. Bandaríkjamenn hafa sýnt að þeir eru fullfærir um að vernda olíulindirnar í landinu. Hvers vegna gerðu þeir þá ekkert í því að bjarga menningarverðmætunum? Skortur á mannafla er varla skýringin, en því hefur verið haldið fram að fimm bandarískir hermenn hefðu nægt til að verja Þjóðminjasafnið. Hvað kallast sá vinur sem hefur öll ráð í hendi sér en stendur hjá meðan óþjóðalýður brennir húsið þitt? Þeg- ar talíbanarnir í Afganistan sprengdu Búdda- líkneskin fyrir rúmu ári vakti það undrun heimsbyggðarinnar og sýndi sívirðilega lágkúru klerkanna í Kabúl. Nú hafa ráðamenn í Washington einnig op- inberað að þeim er sama um allar þær ómet- anlegu fornminjar frá árdögum menningarinn- ar sem finna mátti í íröskum söfnum. Eina markmið þeirra var að frelsa Íraka frá fortíð sinni. Og það tókst þeim betur en nokkur hefði getað ímyndað sér. Íslendingar hafa strengt þess heit að koma að uppbyggingarstarfi í Írak nú þegar hinir siðlausu hafa verið hraktir frá völdum. En hvernig verður hið óbætanlega bætt? Hvað er hægt að færa þjóð sem glatað hefur glæsilegri arfleifð sinni? Ættum við kannski að senda þeim Flateyjarbók eða Konungsbók? FJÖLMIÐLAR ARFUR ÍRAKS Hvað kallast sá vinur sem hefur öll ráð í hendi sér en stendur hjá meðan óþjóðalýður brennir hús- ið þitt? G U Ð N I E L Í S S O N MEÐ því að einblína á sögu ríkja og stofnana varð lífsstríð almenn- ings útundan, saga verkalýðs, fólks af óæðri“ kynþáttum eða smærri þjóðabrotum, og loks saga kvenna. Andófið hófst upp úr miðri 19. öld þar sem var hin marxíska eða sósíalíska sögu- skoðun sem hafði gífurleg áhrif, þótt kenningar um sæluríki brygð- ust. Hagfræði, lýðfræði, uppeld- isfræði tóku að frjóvga sagnfræð- ina, svo eitthvað sé nefnt. Á síðustu árum hafa mörkin milli fræðigreina, sem áður sátu í harð- lokuðum básum, verið að riðlast. Ef til vill er það áhugaverðasta einmitt að gerast í óreiðunni sem myndast við upplausn landamær- anna. Þannig leitar kvennasaga fanga í flestum fræðigreinum. Þar liggja ónumdar víðáttur sem kalla á róttækar breytingar í sagnarit- un. Að vísu er kvennasagan sama marki brennd og fleiri söguskoð- anir: sjónarhornið getur orðið æði þröngt. Konur eru rannsakaðar sem einangraður þáttur, og víst er það nauðsynlegt í fyrstu. En þegar fram í sækir gætu rannsóknirnar orðið eins og öfug spegilmynd af kvennalausu staðreyndahyggj- unni. Því í stað sigurherra karla- sögunnar eru konur krýndar písl- arvætti þjáningarinnar, en áhrifamáttur þess nær langt út yf- ir gröf og dauða, eins og dæmin sanna. Raunar kann kynferðissaga að ryðja sér til rúms á komandi ára- tug, saga beggja kynja, þar sem fjallað er um tengslin milli þessara einlægt stríðandi hópa. Valdatafl þeirra, gagnkvæm þrá, gleði og bitur þjáning, hefur einatt verið viðfangsefni skálda og kveikt af sér ódauðleg listaverk fyrr og síð- ar. Það spil hefur vissulega öðrum þræði snúist um efnahagslega þætti, tengst vinnuafli og verka- skiptingu, en með engu móti verð- ur það krufið og skilgreint án þess að skoða tilfinningar og ásthneigð. Þar með hefur sagnfræði tilfinn- inganna bæst í hóp þeirra hlið- argreina sem fyrir voru. Loks er það einsagan, upplifun og skynjun almennings, því hver einasta mannsævi er í senn almenn og ein- stök. Inga Huld Hákonardóttir Kistan www.visir.is/kistan SAGNFRÆÐI TILFINNINGA Morgunblaðið/Golli Sundtíð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.