Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.2003, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.2003, Side 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. MAÍ 2003 P ALESTÍNSKA listakonan Mona Hatoum fæddist í Beirút í Líb- anon árið 1952. Foreldrar henn- ar voru palestínskir flóttamenn sem höfðu yfirgefið heimalandið fjórum árum fyrr, þegar Ísr- aelsríki var stofnað þar. Hún segir að fjölskyldan hafi alltaf verið eins og framandi aðskotadýr í hinum nýju heimkynnum, umlukt styrjaldarátökum sem geisuðu allt um kring og blossuðu upp fyrir- varalaust í borginni við minnsta tækifæri. Í Beirút bjó Hatoum til 1975, eða þar til hún var tuttugu og þriggja ára. Þá breyttu óvæntar að- stæður lífi hennar með gagngerum hætti. Hún var stödd á ferðalagi í Lundúnum þegar flug- vellinum í Beirút var lokað vegna viðvarandi stríðsátaka í borginni. Hún gat ekki snúið aftur og varð að sætta sig við að vera strandaglópur í Englandi. Til að hafa eitthvað fyrir stafni í þessari nýju útlegð hóf Mona Hatoum listnám við Byam Shaw School of Art, en tveimur síðustu náms- árunum í Lundúnum, frá 1979 til 1981, eyddi hún í hinum kunna Slade School of Art. Þar var hún ennþá nemandi þegar fyrstu verk hennar áunnu sér athygli gagnrýnenda. Það voru gjörningaverk sem tekin voru upp á mynd- band. Þegar í „Don’t Smile, You’re on Camera“ – Ekki brosa, þú ert á skjánum – fjörutíu mín- útna löngu verki, frá 1980 – í eigu Nútímalista- safnsins í París, líkt og flest fyrstu myndbönd hennar – má sjá vísi að hinni nöturlegu fram- hleypni sem einkennir fjölmörg nýrri verk listakonunnar. Hún beinir upptökuvélinni að áhorfendum úti í sal, sem eru að fylgjast með gjörningnum. Auga vélarinnar skannar líkama þeirra með nærgöngulum hætti og blandar án nokkurs fyrirvara við nakta líkama fyrirsætna af báðum kynjum, sem áður höfðu verið mynd- aðar. Þannig urðu grunlausir áhorfendur að fóðri og fórnarlömbum eigin forvitni. Vegna skemmda eru aðeins eftir ellefu mínútur af upprunalegu fjörutíu mínútna myndbandi. Liggur svo mikið á hjarta Þremur árum síðar, eða 1983, setti Mona Hatoum saman myndbandið „So Much I Want to Say“, einnig eftir gjörningi, og var það mun þéttara og markvissara að allri gerð, enda ekki nema fimm mínútna langt. Listakonan reynir að segja í sífellu „Svo margt sem ég vil tjá“, en er stöðugt kæfð af tveimur karlmannskrumlum sem reyna að halda fyrir munninn á henni og varna henni máls. Verkið skýrir sig sjálft og vísar ekki einasta til þeirrar pólitísku kúgunar sem Palestínumenn mega sætta sig við sem hernumin þjóð og tvístruð, heldur einnig til áþjánar kvenna, sem karlar fyrir botni Mið- jarðarhafs ætlast gjarnan til að haldi sig tján- ingarlaust á mottunni. Aðeins ári síðar, eða 1984, gerði hún tæplega hálftímalangt myndband undir heitinu „Chang- ing Parts“, eða Hlutabrigði. Mannlaust baðher- bergi, sem reynist vera úr íbúð foreldra lista- konunnar í Beirút, myndar lóðréttan og láréttan ramma um hverfula umgjörð glugga, dyra og spegils. Ef ekki væri fyrir skært ljósið sem leiftrar í myndskeiðinu mætti ætla að eng- inn væri á staðnum. En allt í einu bregður fyrir líkamspörtum, fótum, maga og höndum. Lengst innan úr torkennilegri móðu birtast svitaholur húðar, og fyrr en varir líkami um- luktur gruggugu vatni. Hann kastar sér mót skerminum eins og hann vilji komast út úr votri prísundinni áður en hann dukknar. Samtímis því sem líkaminn flest út á gagnsærri filmunni handan við skjáinn berast fjarlæg hljóð sem blandast svartleitum blóðrákum aftan á sjálf- um skerminum. Menn komust að sjálfsögðu ekki hjá því að sjá skyldleika þessa myndbands við gjörning þann sem Mona Hatoum hélt tveimur árum fyrr, eða 1982, í Aspex Gallery í Plymouth, og kallaði „Under Siege“, eða Umsátur. Þar bjástraði hún, nakin í gagnsæjum kassa, við að fóta sig í heitum leir sem rann stöðugt til og spýttist upp á glerið þegar hún rann á rassinn í sleipri eðjunni, til þess eins að reyna að standa, enn og aftur, í lappirnar. Þrenns konar hávær hljóðbönd voru leikin undir gjörningnum, bylt- ingarsöngvar, fréttaflutningur og yfirlýsingar úr útvarpi, á ensku, frönsku og arabísku. Með þessum merkilega gjörningi brá Hatoum til- finningalegu ljósi á tilvist þeirra minnihluta- hópa sem búa við stöðugt óöryggi í ógn umsát- urs, og eiga ekki í önnur hús að venda en ókunn lönd þar sem þeirra bíða kynþáttafordómar og skilningsleysi af hálfu hinna sem fyrir eru. Hin langa leið aðskilnaðar Í „Measures of Distance“ – Fjarlægðar- skerfur – kortérslöngu myndbandi í lit, frá 1988, gengur Mona Hatoum inn í kviku sjálfrar sín með saknaðarkenndum hætti. Þetta mynd- band var sýnt síðastliðið sumar í Kassel, á ell- eftu Documenta-sýningunni, og sannaðist að það hafði ekki glatað nútímalegu tilfinninga- gildi sínu um eitt gramm, nema síður væri. Það fjallar um sársauka aðskilnaðar gegnum kær- leiksbréf sem listakonan les frá móður sinni. Þar segir móðirin á arabísku – yfirspiluð á ensku með arabískum hreim – frá söknuði sín- um yfir fjarveru dóttur sinnar, augasteinsins síns, áhyggjum sínum, vonum, hversdagslífinu, stríðsástandinu og gömlu góðu dögunum þegar allir voru saman sem órofa kærleikskeðja. Hið handritaða bréf myndar nokkurs konar hálf- gagnsæ gluggatjöld framan við birtingarmynd- ir af nöktum líkama móðurinnar sem er aðskil- inn frá áhorfandanum. Þannig tekst Hatoum í senn að koma til skila djúpri fjarlægð og ná- lægð og miðla með því tilfinningalegu uppnámi sem sendibréf móður hennar kveikti með henni. En gjörningar og myndbönd eru aðeins hluti af list Monu Hatoum. Eflaust er hún mun betur kynnt fyrir höggmyndir sínar og hvers konar rýmisverk þar sem ómældir efnis- og framsetn- ingarhæfileikar hennar njóta sín. Segja má eitt um öll verk hennar að þau búi yfir hörku sem komi áhorfanda í opna skjöldu. Aðferðir hennar við sýningu verka sinna minna óneitanlega á hreina og kaldhamraða skipan minimalískra listamanna. Það er eitthvað óumræðilega klippt og skorið við niðurröðun verkanna í rým- inu, svo mjög að áhorfandinn fær það á tilfinn- inguna að hann meiði sig komi hann óvart við verkin. Þetta gerir verk Monu Hatoum ákaf- lega fjarlæg, hversu nálæg sem þau eru, svo vitnað sé í fleyg orð Walters heitins Benjamin þegar hann lýsti áratískri – upphafinni – list. Verk Hatoum eru vissulega upphafin og fjar- læg, og ára þeirra er köld, en það virðist vera með ráðnum hug til að forða þeim frá því að falla í gryfju marklítillar fagurfræði. Hversu köld sem þau eru býr í þeim mikill undirliggj- andi funi. Sem dæmi um kuldalegt verk eru svarthvítar ljósmyndir sem spruttu af svokölluðum Vega- verkum, eða „Roadworks“, gjörningi sem Hatoum framkvæmdi í Lundúnum árið 1985 en varð ekki að varanlegum ljósmyndaverkum fyrr en tíu árum síðar. Í myndunum má sjá fæt- ur listakonunnar bera á gangstéttarhellum Brixton-hverfisins, en um ökklana hefur hún bundið reimar hermannastígvéla sinna – svo- kallaðs Doc Marten’s-fótabúnaðar – svo skórn- ir fylgja henni hvert fótmál. Brixton-hverfið var á þessum árum eldfimt innflytjendahverfi þar sem upp úr sauð af minnsta tilefni enda fá- tækt mikil og atvinnuleysi þar viðvarandi. Sjá má bera fætur Hatoum sem tákn viðkvæmni og varnarleysis, en Doc Marten’s-skóna nota her og lögregla, auk þess sem þeir eru eftirlæt- isskófatnaður snoðkolla – skinheads – og pönk- ara. Svona einfalt reynist listakonunni palest- ínsku að beita nútímalegu og marksæknu táknmáli. Hlutskipti í hænsnabúri Frá árinu 1992 er annað stingandi verk en harla ólíkt, sem ber heitið „Light Sentence“; Léttur dómur eða Ljósadómur, og fer það eftir því hvort nafngiftin er skoðuð bókstaflega eða sem orðaleikur. Það eru stórar U-laga skápa- HEIMA OG HE E F T I R H A L L D Ó R B J Ö R N R U N Ó L F S S O N Palestínska listakonan Mona Hatoum hefur einkum fjallað um pólitíska kúgun þjóðar sinnar og áþján kvenna hjá henni í list sinni. Í þessari grein er fjallað um tilviljanirnar sem drógu hana að listsköpuninni og verkin sem eru iðulega áleitin. samvaxnar. Á þennan hátt taldi Freud að Leónardó tjáði, sem þroskaður listamaður, frumreynslu sem bjó í dulvitund hans en sem hann umbreytti og göfgaði í einkar hugljúfri og eðlilegri mynd af mæðgum að gleðjast saman yfir fögrum dreng og innilegu sam- bandi þeirra þriggja. Undir niðri býr þó sár óvissa um hver móðir hans sé og í atferli Jes- úbarnsins á myndinni, sem horfir aftur fyrir sig á konurnar en heldur heldur óþyrmilega um eyru lambs sem streitist á móti, má sjá átökin í sálarlífi listamannsins: Hann getur ekki hætt að velta fyrir sér ráðgátunni um móðerni sitt og fær útrás fyrir kvíðann sem óvissan veldur með meðferð sinni á lambinu. Listamaðurinn varpar mynd sjálfs sín bæði á barnið og lambið. Saman tákna þau hin erfiðu innri átök sem Leónardó átti í um daga sína. Gagnsemi ævintýra Margir hafa fetað í fótspor Freuds og reynt að varpa ljósi á sálarlíf skapandi listamanna með svipaðri leit að því hvernig dulvitundin tjáir sig í verkum þeirra. Á sjötta áratug síð- ustu aldar ritaði Sigurjón Björnsson litla bók, „Leiðin til skáldskaparins“, sem fjallar um það hvernig lesa má ýmislegt um sálarlíf Gunnars Gunnarssonar rithöfundar í verkum hans, m.a. hvernig hann tjáir þau sálarátök sem stöfuðu af ótímabærum móðurmissi, úr verkum eins og Fjallkirkjunni. En það er einnig hægt að nálgast listaverk með hliðsjón af sálgreiningu án þess að ein- blína á listamanninn, því listaverk eru að sjálf- sögðu ekki bara ætluð þeim einum heldur einnig viðtakendum þeirra. Sálgreiningin get- ur einnig varpað ljósi á það hvers vegna við látum heillast af listaverkum, sækjum í að njóta þeirra, og höfum gefið listinni þann sess sem hún hefur í menningu okkar. Listaverk eru ekki bara tjáning á dulvitund þess sem skapar þau, heldur tala þau líka til dulvitund- arinnar í okkur hinum. Þess vegna er það ekki nauðsynlegt að þekkja höfund tiltekins lista- verks til að geta lesið út úr því ýmislegt um eðli sálarlífsins. Um þetta hefur m.a. sálgrein- irinn Bruno Bettelheim skrifað í bók sinni „The Uses of Enchantment“ sem fjallar um það hvernig ævintýrin sem við segjum börn- um okkar tala til hinna duldu átaka sem eiga sér stað í sálarlífi þeirra í uppvexti þeirra. Sögur eins og Öskubuska eða Búkolla, sem börn þreytast ekki á að láta segja sér eða lesa fyrir sig aftur og aftur á vissum skeiðum ævi sinnar, leyfa börnum að skoða á hlutlausu svæði skáldskaparins tilfinningar sem þau eru sjálf að upplifa, m.a. í sambandi sínu við for- eldra sína, en hafa verið yfirfærðar á ímynd- aðar persónur. Báðar þessar sögur eiga það sameiginlegt að stilla upp andstæðum for- eldramyndum, um vondu stjúpmóðurina og álfadrottninguna í Öskubusku, tröllskessurn- ar og Búkollu sjálfa í sögu hennar. Um leið sýna þær barninu á táknrænan hátt hvernig komast megi út úr þeirri erfiðu mótsögn sem öll börn búa við og felst í því að foreldrarnir gera kröfur til þeirra um leið og þeir veita þeim ást: Öskubuska eignast prinsinn, þ.e. skapar sér hamingjugrundvöll með því að stofna nýja fjölskyldu, en strákurinn í Búkollu kemur með kúna heim, bjargar þannig heim- ilinu frá fátækt og ávinnur sér ást foreldra sinna. Rödd úr myrkvastofu Íslenskar fornsögur hafa einstöku sinnum verið rannsakaðar í ljósi sálgreiningarinnar, en eitt þekktasta dæmi þess er bókin „Kaos og kærlighed“ eftir Danann Thomas Breds- dorff. Hún kom út á íslensku fyrir allnokkrum árum og hét þá „Ást og öngþveiti í Íslend- ingasögum“. Þar fjallar Bredsdorff um nokkr- ar Íslendingasögur og les ýmislegt út úr þeim með hliðsjón af kenningum Freuds. Er þar margt nýtilegt að finna, m.a. um Egils sögu Skalla-Grímssonar. Við þekkjum ekki höfunda Íslendingasagna, nema ef vera skyldi að Snorri hafi samið Eglu, og því er lítið á þeim að græða um sálarlíf þeirra einstaklinga sem settu þær saman. Aft- ur á móti má skoða þær út frá því hvernig þær tala til dulvitundar lesenda um erfiðleika þess að vera maður. Ein sú Íslendingasagna sem fjallar á hvað harmþrungnastan en jafnframt athyglisverðastan hátt um hlutskipti þess að vera maður er Grettis saga. Mig langar að lokum að draga upp örlitla svipmynd af því hvernig mætti lesa úr henni ákveðna vitn- eskju um þroskaferli sálarinnar sem á sér samsvörun í kenningum Freuds. Þótt Grettla sé að langmestu leyti ævisaga útlagans og hetjunnar Grettis Ásmundarson- ar er sú saga römmuð inn af frásögnum af for- feðrum hans, eins og títt er í Íslendingasög- um, en einnig löngum kafla um ævintýri bróður hans í Miklagarði í sögulok, en það er mun fátíðara. Í sögunni af forfeðrunum fer mest fyrir Önundi tréfæti, miklum norskum víkingahöfðingja sem hélt reisn sinni þrátt fyrir að missa annan fótlegginn en neyddist þó til að setjast að á Íslandi, þar sem hann „hreppti Kaldbak en átti áður akra“. Í lok sög- unnar fer Þorsteinn drómundur, hálfbróðir Grettis, til Miklagarðs að hefna hans. Eftir vígið er hann handtekinn og læstur í myrkva- stofu þar sem hann skemmtir sér og sam- fanga sínum með því að kveða kvæði en hann „var raddmaður mikill svo að varla fannst hans líki“. Fögur rödd Þorsteins berst út á strætið þar sem kona, ekki síðri að fegurð, lætur heillast af henni. Hún heitir Spes og er tigin en illa gift manni sem er efnaður en ekki göfugur. Hún fær Þorstein lausan og með þeim takast óleyfilegar ástir. Það er athyglisvert að báðar þessar frá- sagnir eiga sér samsvörun í kenningum Freuds. Önundur lifir við sæmd þótt hann þurfi að sætta sig við örkuml og kröpp kjör. Í samhengi sálgreiningarinnar má skoða hann sem tákngerving hins félagsmótaða manns, þess sem gengið hefur í gegnum Ödípusar- duldina og sætt sig við hina táknrænu vönun sem felst í því að hemja hvatir sínar og und- irgangast lögmálið. Aftur á móti stendur Þor- steinn drómundur fyrir þá eilífu freistingu að brjóta þetta sama lögmál og ná ástum móð- urinnar, sem hin gifta kona Spes táknar í þessu tilfelli. Milli þessara andstæðu póla vön- unar og óhefts hvatalífs er sagt frá ævi Grett- is. Hana má lesa sem harmleik einstaklings sem ekki tekst að finna hið rétta jafnvægi milli hvata sinna og lögmálsins og deyr því sem hamingjusnauður og einangraður útlagi, yfirbugaður af óvinum sínum sem höggva af honum höfuðið að lokum. Það sem er merkilegt við söguna er hvað hún segir ítarlega frá bernsku Grettis í sam- anburði við flestar aðrar Íslendingasögur. Þar er lögð áhersla á erfitt samband hans við föð- ur sinn en einkar náið við móður. Þetta er dæmigert fyrir þann sem ekki kemst út úr Ödípusarþríhyrningnum, þ.e. getur hvorki samið frið við föðurinn né skapað sér nýtt og gefandi samband við aðra konu en móður sína. Enda er skýringa á útlegð og óhamingju Grettis fyrst og fremst að leita í því að honum tekst ekki nægilega vel að stilla skap sitt. Vanstilling af þessu tagi er fylgifiskur þess að hafa ekki gengist undir lögmálið, sem er á táknrænan hátt ávallt lögmál föðurins í kenn- ingu Freuds. Einnig fer lítið fyrir ástalífi Grettis í sögunni, eina samband hans við konu er við ekkju fyrir utan eftirminnileg skipti hans við griðkuna á Reykjum sem dró í efa karlmennsku Grettis þegar hún sá hann nak- inn eftir sund hans í köldum sjónum milli Drangeyjar og lands. Ég hef áður fjallað ítarlega um Grettlu í greininni „Framliðnir feður“ sem birtist fyrir nokkrum árum í safnritinu „Heiðin minni“ sem þeir Baldur Hafstað og Haraldur Bessa- son ritstýrðu. Þar fer ég nákvæmlega í saum- ana á þeim atburði sem segja má að ráði ör- lögum Grettis samkvæmt sögunni, en það er viðureign hans við afturgönguna Glám. Nið- urstaða mín er sú að sé sú frásögn lesin með aðferðum sálgreiningarinnar kemur í ljós að hún fjallar að verulegu leyti um þá erfiðleika sem sálin á í þegar dulvitundin sækir of fast á vegna þess að ekki hefur tekist að semja sátt milli hennar og þeirra krafna sem gerðar eru til einstaklingsins. Þar lýsi ég því hvernig textinn vinnur með persónu Gláms með hliðr- un og þéttingu, en það er með þeim sem dul- vitundin finnur sér farveg í draumum, og ger- ir hann að táknmynd föðurins, bæði Ásmundar hærulangs, föður Grettis, en líka hins tákngerða föður, þess sem setur lög- málið. Glámur leggur bölvun á Gretti og leiðir hún til þess að þroski hans heftist, að allt verður honum að óhamingju og að hið ægilega augnaráð draugsins fylgir honum ævilangt og gerir hann óstjórnlega hræddan við myrkrið. Þetta er bölvun hins reiða og refsandi föður. Meðferð Grettis á líki Gláms endurspeglar þrá hans til að hverfa aftur til hamingjutím- ans á undan Ödípusarskeiðinu. Á táknrænan hátt vanar hann líkið með því að höggva af því höfuðið en afneitar um leið vönuninni (og þar með aðgreiningu kynjanna og þeim boðum og bönnum sem henni fylgja) með því að leggja hið afhöggna höfuð afturgöngunnar við þjó hennar. Ótti Grettis við myrkrið er ótti okkar allra við myrkrið í okkur sjálfum. En um leið þurf- um við á þessu myrkri að halda. Í myrkri dul- vitundar okkar býr einmitt þrá okkar til lífs- ins, það frjómagn sem leyfir okkur að njóta þess á skapandi og gleðiríkan hátt. Sýn sál- greiningarinnar gerir okkur kleift að skilja hvernig „röddin úr myrkvastofunni“ hljómar í listaverkum þ.e. hvernig listin leyfir dulvit- undinni að tala á yfirfærðan og göfgaðan hátt. Þar öðlast sálin frí frá ströngum kröfum lög- málsins, hinu þrúgandi afli yfirsjálfsins sem rænir okkur lífsgleðinni. Með sköpunarverk- um okkar sköpum við okkur um leið það rými sem við þurfum til að gangast við hvötum okk- ar, án þess þó að stofna fjölskyldu- og sam- félagsfriðnum í hættu. Höfundur er prófessor í frönsku og miðaldafræðum við Háskóla Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.