Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.2003, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.2003, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. MAÍ 2003 15 Eitt verka Tolla í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi Næsta v ika Laugardagur Íslensk grafík, Hafnarhús- inu kl. 15 Rík- harður Valt- ingojer og Helgi Snær Sigurðsson opnasýningu sína, Tvíraddað. Ríkharður sýn- ir grafíkverk sem samanstanda af 46 miniatúrum sem unnir eru með photogravure-aðferð. Sú tækni hefur lítið sem ekkert ver- ið notuð hér á landi. Í vinnslu- ferlinu sameinar Ríkharður hinn stafræna miðil og aldagamla prenttækni. Myndirnar eru unn- ar á síðustu tveimur mánuðum og er myndefnið aðallega sótt í flæðarmál Gróttu. Verk Helga eru af gjörólíkum toga. Tilraun er gerð til þessað sleppa öllum hömlum og gefa huga og hönd lausan tauminn. Má þar sjá m.a. lostafulla drauma og skelfilegar mar- traðir, furðuverur og guði í ýmsu samhengi. Verkin eru unnin á grafíkpappír með blandaðri tækni einþrykks, blekmálunar, collage og teikn- ingar. Opnunartími er frá fimmtu- degi til sunnudags kl. 14-18 og er aðgangur ókeypis. Sýningin stendur til 25. maí. Kaffi Sólon kl. 16 Myndlist- arkonan Margrét Brynjólfsdóttir mun opna einkasýningu sína, Grjót. Sýningin samanstendur af stórum olíuverkum, en þetta er 5 einkasýning Margrétar. Sýningin mun standa til 30. maí. Árbæjarkirkja kl. 17 Kvennakór Suð- urnesja og Lög- reglukórinn halda sameig- inlega tónleika. Kvennakór Suðurnesja var stofnaður 22. febrúar 1968 og fagnar því 35 ára afmæli sínu þetta árið, en hann er elsti starfandi kvenna- kór landsins. Þess má til gam- ans geta að við stofnun Lands- sambands íslenskra kvennakóra, Gígjunnar, hinn 5. apríl sl. var Guðrún Karlsdóttir úr Kvennakór Suðurnesja kjörin fyrsti formaður sambandsins. Kórinn fékk í haust til sín nýj- an stjórnanda, Krisztinu Kalló Szklenárné. Undirleikari Kvennakórsins er Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Kórinn mun einnig halda tónleika í Ytri- Njarðvíkurkirkju næstkomandi þriðjudag, 6. maí, kl. 20.30. Lögreglukórinn heldur upp á 70 ára afmæli sitt á næsta ári. Þá um vorið verður Norð- urlandamót lögreglukóra hald- ið í Reykjavík. Stjórnandi Lög- reglukórsins er Guðlaugur Viktorsson og undirleikari er Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt. Listasafn Íslands kl. 18 Musica Vitae flytur verk eftir ung norræn tónskáld. Sunnudagur Bóknámshús Fjölbrauta- skólans á Sauðárkróki kl. 14 Efnt verður til dag- skrár um Hann- es Pétursson skáld. Að dag- skránni standa Menningarsamtök Norðlend- inga (MENOR) ásamt Leikfélagi Sauðárkróks og Tónlistarskóla Skagafjarðar. Sölvi Sveinsson, skólameistari, flytur erindi um skáldið og verk þess, og inn í erindi hans verður skotið ljóða- lestri í flutningi félaga í Leik- félagi Sauðárkróks. Einnig verður upplestur úr lausu máli skáldsins. Kristján Valgarðsson syngur nokkur lög við ljóð Hannesar við undirleik Paul Szabó. Ásdís Runólfsdóttir, Paul Szabó, Sveinrún Eymundsdóttir og Jó- hanna Óskarsdóttir leika sam- an tríósónötu á víólu, fagot, alt- flautu og píanó. Ávarp flytur Gísli Gunn- arsson, forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar. Kynnir verður Ólafur Þ. Hallgrímsson. Dagskrá þessi er liður í Sælu- viku Skagfirðinga, eins konar endapunktur Sæluvikunnar, sem hófst 27. apríl. Varmárskóli í Mosfellsbæ kl. 15 Vor- tónleikar Kammerkórs Mosfells- bæjar. Á tón- leikunum koma einnig fram Karlakórinn Lóuþrælar og Sönghópurinn Sandlóur frá Hvammstanga. Hallgrímskirkja kl 17 List- vinafélag Hallgrímskirkju stend- ur fyrir tónleikum þar sem fram kemur Kór Kirkjutónlistarhá- skólans í Herford í Þýskalandi ásamt sópransöngkonunni Jutta Potthoff og orgelleikaranum Rolf Schönstedt undir stjórn Hildebrands Haake. Nýlistasafnið kl. 15 Leið- sögn um þrjár sýn- ingar sem standa nú yf- ir í safninu. Á 2. hæð safnsins er sýning Sólveigar Aðalsteinsdóttur, Úr möttulholinu, á 3. hæðinni er sýning Hanne Nielsen og Birgit Johnsen, Stað-hæfingar eða Territorial Statements í suðursal. Í norðursal á sömu hæð er landi þeirra Kaj Nyborg með sýn- inguna LIVING-ART-in a MUS- EUM. Laugarneskirkja kl. 16 Tveir sönghópar, Veirurnar og Fatíma, leggja saman krafta sína á tónleikum. Veirurnar eru 16 manna blandaður söng- hópur og Fatíma samanstendur af 11 konum. Á fjölbreyttri efn- isskrá er að finna þjóðlög, ís- lensk og erlend söng- og dæg- urlög ásamt lögum úr söngleikjum. Stjórnandi Veir- anna er Þóra Fríða Sæmunds- dóttir og Fatímu stjórnar Sigrún Grendal. Salur KFUM og KFUK við Holtaveg 28 kl. 14 Ungling- ar frá Adolfs Fredriks tónlistar- grunnskólanum í Svíþjóð halda tónleika. Aðgangseyrir er 500 krónur og mun allur ágóðinn renna til æskulýðsstarfs KFUM og KFUK. Adolf Fredrik skólinn er þekktur í Svíþjóð þar sem áhersla er lögð á tónlistarupp- eldi barna og er mikil aðsókn að skólanum. Grensáskirkja kl. 16 Lands- virkjunarkórinn heldur tónleika. Á efnisskránni eru eingöngu lög eftir Sigfús Halldórsson. Einsöngvarar með kórnum eru Þuríður G. Sigurðardóttir sópran og Þorgeir J. Andrésson tenór. Píanóundirleik annast Kol- brún Sæmundsdóttir. Stjórn- andi Landsvirkjunarkórsins er Páll Helgason. Seljakirkja kl. 17 Kór átt- hagafélags Strandamanna heldur árlega vortónleika. Á efnisskrá er úrval innlendra og er- lendra laga, m.a. eftir Sigfús Hall- dórsson, Mikis Theodorakis, lög úr West Side Story o.fl. Einsöngvari verður Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Píanóleik annast Brynhildur Ás- geirsdóttir. Þóra Vigdís Guð- mundsdóttir stjórnar. Laugarneskirkja kl. 20 Guðmundur Sig- urðsson, organisti, heldur tónleika. Þetta verða fyrstu einleikstónleikar, sem haldnir eru á hið nýja orgel kirkj- unnar sem smíðað var af Björgvini Tómassyni. Orgelið var vígt í desember 2002. Á efnisskránni verður tónlist eftir Bach, Buxtehude, de Grigny, Duke Ellington og George Shearing. Leiknar verða m.a. útsetningar á sálm- um fjögurra þjóða í mjög ólík- um stíl. Fimmtudagur Borgarleikhúsið kl. 20 Ís- lenski dansflokk- urinn fagnar 30 ára starfsafmæli nú í byrjun maí og af því tilefni er boðið upp á danssýninguna Dans fyrir þig. Aðeins verða 3 sýningar, 8. maí, 15. maí og 18. maí. Sýnd verða brot úr nokkrum af eftirminnilegustu verkum flokksins og frum- sýnt verður nýtt verk eftir Láru Stef- ándóttur danshöf- und, Frosti – Svanavatnið (loka- kafli) við tónlist eft- ir Björk Guð- mundsdóttur, Pan Sonic, David Hyk- es og Piotr Tchaik- ovsky. Sýnd verða brot úr eft- irtöldum verkum: Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfs- dóttur, La Cabina eftir Jochen Ulrich, Af mönnum eftir Hlíf Svavarsdóttur við tónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Afstand eftir Ed Wubbe, NPK eftir Katr- ínu Hall og Ég dansa við þig eftir Jochen Ulrich. Tónlist hefur ætíð skipað ríkan sess í sýn- ingum Íslenska dansflokksins. Hljómsveitin Skárren Ekkert mun flytja lög úr eldri verkum auk þess sem Egill Ólafsson og Jóhanna Linnet munu stíga á svið og flytja lög úr sýningunni Ég dansa við þig, sem yfir 13.000 áhorfendur sáu á sín- um tíma. Föstudagur Háskólabíó kl. 19.30 Sin- fóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Vladimirs Ashkenazy. Flutt verður Stríðssálumessa Benj- amins Brittens. Hannes Pétursson Jóhann Friðgeir Valdimarsson Lára Stefánsdóttir Myndlist Gallerí Fold, Rauð- arárstíg: Pia Rakel Sverrisdóttir. Til 11.5. Gerðarsafn: Gerður Helgadóttir – 75 ára – Yfirlitssýning. Til 17.6. Gerðuberg: „Þetta vil ég sjá“. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir velur verkin. Til 4.5. Hafnarborg: Björg Þorsteinsdóttir/ Auður Vésteinsdóttir/ Sigríður Ágústsdóttir. Til 5.5. Hallgrímskirkja: List- vefnaður Þorbjargar Þórðardóttur. Til 26.5. Listasafn ASÍ. Kunito Nagaoka/Sigrid Valt- ingojer. Til 11.5. Listasafn Akureyrar: Alþýðulistir og frásagn- arhefðir Indlands. Til 4.5. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14-17. Listasafn Íslands: Yf- irlitssýning á verkum Georgs Guðna. Vid- eoinnsetning Steinu Vasulka. Ásgrímur Jóns- son. Til 11.5. Listasafn Reykjavík- ur – Ásmundarsafn: Eygló Harðardóttir – Kúlan. Til 11.5. Listasafn Reykjavík- ur – Kjarvalsstaðir: Helgi Þorgils Frið- jónsson. Ilmur Stef- ánsdóttir. Til 11.5. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Skúlptúrar úr silfri – Sterling Stuff. Til 4.5. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Fjórir ís- lenskir samtíma- ljósmyndarar. Til 4.5. Nýlistasafnið Sólveig Aðalsteinsdóttir/Kaj Ny- borg og Hanne Nielsen/ Birgit Johnsen. Til 11.5. Þjóðarbókhlaða: Ís- land og Íslendingar í skrifum erlendra manna fyrr á öldum. Til 1.5. Guðrún Vera Hjart- ardóttir. Til 14.5. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Landafundir. Skáld mánaðarins: Vilborg Dagbjartsdóttir. Til 8.8. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. Leikhús Þjóðleikhúsið Stóra svið: Með fullri reisn, fös. Rauða spjaldið, sun., fim. Litla svið: Rakstur, lau,. sun. Karíus og Baktus, sun. Borgarleikhúsið Stóra svið: Puntila og Matti, sun. Sól og máni. lau., fös. Dans fyrir þig fim. Nýja svið: Sumaræv- intýri, sun. Maðurinn sem hélt að konan sín væri hattur, föst. Kvetch, lau., fim. Sjö bræður, mið. Þriðja hæðin: Píkusög- ur, lau. Litla svið: Stígvélaði kötturinn, lau. Rómeó og Júlía, mið,. föst. Iðnó: Hin smyrjandi jómfrú, föst. Hafnarfjarðarleik- húsið: Gaggalagú, lau., sun. Nasa v. Austurvöll: Sellofon, lau., föst. TOLLI opnar sýningu í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akra-nesi, í dag kl. 15. Þar sýnir hann um þrjátíu ný verk,bæði stór og smá, vatnslitamyndir og olíumálverk.Hvers vegna Akranes, Tolli? „Ég sýndi þarna fyrst fyrir þremur árum og þá bund- umst við fastmælum um að ég myndi koma aftur núna. Mér finnst alltaf jafngaman að sýna úti á landi.“ Hvert er viðfangsefnið? „Fjöll og firnindi. Pensilspuninn er dramatískur hjá mér og íslenskt landslag hentar mér því ákaf- lega vel sem viðfangsefni. Hér er aldrei lognmolla.“ Listamönnum verður líka tíðrætt um birtuna. „Já, mikil ósköp. Ekki síst útlendingum. Sagði ekki David Hockney að íslenska birtan væri engu lík? Hann féll bók- staflega í stafi þegar hann kom hérna. Ég var úti í London um daginn og sá sýninguna með Íslandsmyndunum. Hún er frábær. Þarna er Dettifoss og þessar myndir. Það voru sett- ar sjötíu milljónir króna á Dettifoss-myndina. Sjötíu millj- ónir! Loksins er kominn maður sem skilur verðmæti ís- lenskrar náttúru.“ Þú situr sjaldan auðum höndum, Tolli. Hvað ertu að sýsla fleira um þessar mundir? „Ég er að vinna að bók með Ara Trausta Guðmundssyni jarðfræðingi sem koma á út í júní. Bókin er í stóru broti og við köllum hana Yzt. Ari skrifar textann og birtir ljóð. Þarna verða síðan fjörutíu til fimmtíu nýleg málverk eftir mig. Þetta er afrakstur ferða okkar á fjöll og jökla. Miklar vangaveltur.“ Þú hefur verið atkvæðamikill í útlöndum hin síðari miss- eri. Hvað er á döfinni þar? „Ég er alltaf með annan fótinn í Berlín og er að taka við nýrri vinnustofu þar. Síðan eru þrjár sýningar planaðar fram að áramótum. Í ágúst sýni ég í Monte Carlo, í London í október og í Bonn í desember.“ En verða fleiri sýningar hér heima á árinu? „Já, ekki má gleyma því. 24. júní opna ég sýningu á Djúpu- vík á Ströndum. Þar er ekki amalegt að vera.“ Sýningin á Akranesi stendur til sunnudagsins 18. maí. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15–18. Dramatískur pensilspuni STIKLA Málverk á Akranesi STEINGRÍMUR Eyfjörð mynd- listarmaður opnar sýninguna „of nam hjá fiðurfé og van“ í Galleríi Hlemmi á laugardag- inn kl. 16. Sýningin er innsetn- ingarverk sem byggist á 50 ára gamalli frásögn af ís- lenskri stúlku sem ólst upp að einhverju leyti innan um hænur og hélt þar af leiðandi, að hún væri fugl. Sýningunni lýkur sunnudaginn 25. maí. Fiðurfé á Hlemmi Verk eftir Steingrím Eyfjörð. MARKÚS Þór Andrésson opn- ar sýningu í Englaborg, Flóka- götu 17, í dag. Markúsar Þór Andrésson hefur víða tekið þátt í samsýn- ingum m.a. á Gras- rót-2002 í Ný- listasafn- inu. Þá gerði hann málverk á umslag plötu Orgelkvartettsins Apparat sem út kom á síðasta ári. Á sýningunni í Englaborg verða verk sem sérstaklega eru unnin fyrir þetta sýningarrými, málverk og myndbönd. Engla- borg verður opin almenningi alla daga utan mánudaga og mun listamaðurinn sjálfur taka á móti gestum með lista- mannaspjalli sunnudaginn 11. maí. Markús Þór í Englaborg Markús Þór vinnur að einu verka sinna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.