Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.2003, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.2003, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 2003 11 Hvað geta margar mismunandi stöður komið upp í einni skák? SVAR: Að meðaltali má gera ráð fyrir að hver skák sé í kringum 40 leikir og því komi upp um 80 ólíkar stöður hver á eftir annarri. Á alþjóð- legum skákmótum er mjög sjaldgæft að skákir verði lengri en 150 leikir. Þegar tveir menn setj- ast að tafli er því ólíklegt að fleiri en 300 ólíkar stöður komi upp á borðinu. Líka má hugsa spurninguna öðruvísi og velta því fyrir sér hversu langa skák sé hægt að tefla. Það sem takmarkar lengd skákar er að skákin er úrskurðuð jafntefli ef leiknir hafa verið fimmtíu leikir án þess að maður hafi verið drep- inn eða peði leikið. Til að meta hversu marga leiki væri hægt að leika í einni skák, hugsum við okkur að 50 leikir líði milli þess að maður sé drepinn eða peði leikið. Þá kemur í ljós að ekki er hægt teygja lopann lengur en 6.300 leiki og koma þá upp í mesta lagi 12.600 ólíkar stöður. Hin spurningin sem kemur upp í þessu sam- bandi er hversu margar ólíkar stöður geti kom- ið upp á skákborði, og er þá einungis átt við stöður sem gætu komið upp í tafli þar sem öll- um reglum er fylgt (en ekki endilega teflt af skynsemi). Þetta er mjög erfið spurning og ekki er hægt að gefa nákvæmt svar við henni. Vandinn er að ef við hrúgum taflmönnunum á borðið handahófskennt, getur verið mjög erfitt að skera úr um hvort staðan gæti hugsanlega komið upp í tefldri skák. Ein óvenjulegasta gerð skákþrauta felst einmitt í því að gefin er upp staða og síðan á að finna út hvort, og þá hvernig, hægt sé að fá stöðuna upp í venjulegu tafli. Taflmönnum er hægt að raða á skákborð á um það bil 1043 ólíka vegu. Þó að margar þess- ara uppstillinga gefi ekki löglegar stöður má gera ráð fyrir að fjöldi löglegra staða sem gætu komið upp í skák sé á milli 1030 og 1040, og er hærri talan líklega nær réttu lagi. Til sam- anburðar má geta þess að mat manna er að fjöldi stjarna í alheiminum sé 2x1022 og í 300 rúmkílómetrum af sjó eru um 1040 sameindir. Við getum líka skoðað hve margar stöður eru mögulegar í fyrstu leikjum. Í upphafsstöðunni getur hvítur valið úr 20 leikjum og svartur hef- ur líka úr 20 leikjum að velja þegar hann svarar. Mögulegar stöður eftir fyrsta leik eru því 400. Eftir annan leik hvíts eru 5.362 stöður mögu- legar og 71.852 þegar svartur hefur svarað. Eft- ir þriðja leik hvíts eru 809.896 stöður mögulegar og eftir að svartur hefur leikið sinn þriðja leik, eru mögulegar stöður á borðinu orðnar 9.132.484. Rögnvaldur G. Möller, stærðfræðingur við Raunvísindastofnun HÍ. Af hverju er svona erfitt að lesa minnisbækur Leonardós da Vinci? SVAR: Minnisbækur ítalska lista- og vísinda- mannsins Leonardós da Vinci (1452–1519) eru illlæsilegar fyrir margra hluta sakir. Þar ber fyrst að nefna að listamaðurinn notaði speg- ilskrift og byrjaði hverja línu hægra megin á blaðinu og skrifaði til vinstri. Þeir sem eru vanir að lesa óspeglaða skrift frá vinstri til hægri þurfa þess vegna að venjast öðrum leshætti. Leonardó skrifaði minnisbækurnar með vinstri hendi og það er sennilegra þægilegra fyrir örv- henta að skrifa frá hægri til vinstri líkt og rétt- hentum finnst auðveldara að skrifa frá vinstri til hægri. Torræðni skriftar Leonardós hefur lengi ver- ið alkunn. Ítalski listamaðurinn Giorgio Vasari (1511–1574) sem skrifaði ævisögur listamanna hafði þessa skýringu á henni: hann skrifaði með vinstri hendi afturábak og vandaði skriftina lítið, svo að ókunnugir ættu erfitt með að lesa skriftina. Fleira veldur þó vandkvæðum við lestur minnisbókanna. Í þeim er engin greinamerkja- setning og þar af leiðandi er erfitt að átta sig í fljótheitum á upphafi og enda setninga. Leon- ardó átti það einnig til að skrifa mörg stutt orð sem eitt langt og löngum orðum skipti hann stundum í tvennt. Þess ber einnig að geta að á minnisblöðum hans er efnið stundum býsna ósamstætt. Síða getur hafist á nákvæmri könnun á samsetningu þarmanna og síðan lokið á heimspekilegum vangaveltum um tengsl skáldskapar og mynd- listar. Í dag eru minnisbækur Leonardós varð- veittar sem tíu handrit víða um heim, eitt af þeim er í einkaeign, en það er svonefnt Codex Leicester sem Bill Gates á. Ástæðan fyrir þessu er sú að fljótlega eftir lát listamannsins fóru menn að skipta minnisbókunum upp á ýmsa vegu, endurraða þeim og selja einstaka blöð. Handritin voru mikils metin á 16. og 17. öld, þá seldust brot úr þeim fyrir hátt verð og þau skiptu oft um eigendur. Alls hafa varðveist rúmlega 5.000 blöð úr minnisbókum Leonardós og eru bækurnar því stærsta safn sinnar tegundar frá tímum end- urreisnarinnar. Jón Gunnar Þorsteinsson bókmenntafræðingur. HVE MARGAR STÖÐ- UR GETA KOMIÐ UPP Í EINNI SKÁK? Eru leðurblökur á Íslandi, hvað er myrra sem vitr- ingarnir komu með, hvers vegna blikka stjörnur og skipta litum og hvað eru tekjuáhrif? Þessum spurningum og fjöl- mörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is. VÍSINDI Morgunblaðið/Ómar Gera má ráð fyrir að þrjú hundruð ólíkar stöður geti komið upp í einni skák. Á rsrúnin styðst við arfsagnir um Fróða konung í Danmörku eftir norska rúnakvæðinu að dæma, „Ár er gumna góði; get eg að örr var Fróði“, en heimildir herma að Fróði hafi verið allra konunga rík- astur á Norðurlöndum, í sömu tíð og Ágústus keisari lagði frið um allan heim. Þá var svonefnd gullöld, ársæld og friður, enginn maður grandaði öðrum né voru þjófar eða ránsmenn, en samkvæmt Grottasöng, fornu kvæði, braut konungurinn takmörk sín með því að kaupa tvær ambáttir, Menju og Fenju, af Fjölni konungi í Svíþjóð. Lét hann þær vinna öllum stund- um við kvarnsteina, svo mikla að enginn gat dregið þá, en sú náttúra fylgdi þeim að það mólst sem sá mælti fyrir er mól. Nefndist kvörnin Grotti en Hengikjöftur hét sá sem hana gaf Fróða konungi. Bauð hann ambáttum sínum að mala gull og líkaði þeim stritið illa, hörmuðu örlög sín og mólu af slíkum ofsa að kvörnin brotnaði um síðir. Þar með slitnaði friður Fróða konungs. Í lausamálskafla með kvæðinu er sagt að Fenja og Menja hafi malað gegn honum óvinaher undir forystu sæ- konungs er Mýsingur hét. Drap hann Fróða. Þessi sögn lýsir háska gullsins, græðgi og falli, vinnu sem ekki fór að réttum lögum. Fróði gerist samkvæmt kvæðinu sekur um hvatvísi er hann festir kaup á ambáttum sínum, því hann gáði ekki að fortíð þeirra og ætterni, heldur kaus eftir afli og álitum; „örr var Fróði“. Það reynist mikið glap- ræði því Fenja og Menja eru af kyni bergrisa; voru að leikum níu vetur fyrir jörð neðan, stóðu fyrir stórvirkjum og veltu kvarnarsteinum um byggðir risa, slengdu þeim svo inn í Miðgarð, héldu til Svíþjóðar „framvísar tvær“, efldu ófrið og tóku þátt í orrustum uns þær komust til Fróða, þar sem ekki þurfti að spyrja að leikslokum. Heiti Hengikjafts sýnir ennfremur við hverja var að eiga. Fróði níðist á kröftum sem rísa honum yfir höfuð áður en lýkur; reynir að uppskera það sem ekki hefur verið til sáð. Ársrúnin átti sér fyrirmynd í jera-rún gamla fúþarksins, tákni árshringsins, en leyndardómur hennar vísar til sumars, sáningar og uppskeru, svo sem sjá má af íslenska kvæðinu: „Ár var gumna góði/ og gott sumar/ og algróinn ak- ur“. Hafa verður í huga að gert var ráð fyrir tveimur árstíðum að fornu, sumri og vetri, en helgiathafnir áttu að tryggja umskipti þeirra, svo þetta kann að vera rún stöðugrar hringrásar og eilífrar endurkomu. Vísað er á umferð ársins með sáningu og heyönnum, samning reginmagna, áss og jarðar, sumar með farfugli og sólskinum, ískulda og dauðaeyðilegum vetrum í eldiherjuðu landi; hjól sem knúið er frá sólardegi um sortn- andi himna til nýs dags, nýrra sólskina, sáningar og heyanna. Svo hefur ávallt verið, eitthvað kemur ofan að, og kemur neðan að, en forsenda jafnvægis er trú og tilbeiðsla manna, órofa þjónusta, því sé svörðurinn rofinn þá grær ekkert meir. Hvaðeina hefur merkingu í slíkri tilveru, maðurinn á aðild í hverju tákni, svo á himni sem jörðu, í blárri nótt, dagrenningu og sólarlagi; úr þeim les hann sigur- eða feigðarmerki eftir atvikum. Rúnaspekingar hafa haldið því fram að jera myndi ásamt eihwaz (Ýrsrún) kjarna- tvennd í miðju gamla fúþarksins. Sú fyrri merki uppskeru og árgæsku, er sagt, en hin síðari standi fyrir veraldarstofn heimstrésins, Yggdrasils. Rúnirnar hafa annað form innan íslenska rúnarófsins, auk þess sem Ýr er þar aftast í rúnaröðinni, en gildi þeirra þarf ekki að hafa breyst til muna við það. Táknmál sáningar og uppskeru fyllir Ársrúnina merkingu eftir sem áður. Sáðið spyr ekki um sáðmann sinn, né af hverju því var sáð, heldur hvernig var að verki staðið; eftir vinnunni eru launin, því svo uppskera menn sem til var sáð, sumarfrið og gróðurgnótt eða vetrarríki ófriðar og uppskerubrests, veruleika hamslausrar Ísrúnar. Morgunblaðið/Þorkell „Ársrúnin átti sér fyrirmynd í jera-rún gamla fúþarksins, tákni árshringsins, en leynd- ardómur hennar vísar til sumars, sáningar og uppskeru.“ ÁR RÚNALÝSING 10:16 M AT T H Í A S V I Ð A R S Æ M U N D S S O N RÚNAMESSA LESBÓKAR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.